Grensásvegur suður
Verknúmer : US140180
93. fundur 2015
Grensásvegur suður, þrenging götu og hjólastígur (USK2014110050)
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að þrengingu á götu og gerð hjólastígs á Grensásvegi sunnan Miklubrautar samkv. uppdrætti Eflu dags . í apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfis og skipulagssviðs dags. 7. júní 2012. Jafnframt er lögð fram til kynningar tillaga teiknistofunnar Storð ehf. að gróðursetningu vegna þrengingar á götu og hjólastíga dags. 7. nóvember 2014.
Einnig er lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Ólafs Kr. Guðmundssonar frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 19. nóvember 2014 um aðgerðir á syðri hluta Grensásvegar:
"Í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og tryggja eðlilegt umferðarflæði, er lagt til að farið verði í eftirfarandi aðgerðir á Grensásvegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar .
Gerður verði hjólreiðastígur austan megin vegarins og gangstígur breikkaður. Miða skal við að hjólreiðastígurinn verði nægilega breiður fyrir hjólaumferð í báðar áttir og rýmið aukið á milli bílumferðar og gangandi vegfarenda með þessum aðgerðum. Í þessum tilgangi verði miðeyjan mjókkuð og eystri akreinar vegarins færðar til vesturs sem því nemur.
Notendastýrðum gönguljósum veðri bætt við nálægt gatnamótum Heiðargerðis og Grensásvegar.
Lýsing þessa vegakafla verði bætt og endurhönnuð sérstaklega með þarfir gangandi vegfarenda í huga og þá einkum skólabarna.
Sebrabrautir og umferðarskilti í samræmi við lög og reglugerðir verði settar á allar hliðargötur meðfram þessum kafla Grensásvegar.
Þegar í stað verði framkvæmdar umferðartalningar og hraðamælingar á vegakaflanum og umferðarstjórnun metin í framhaldinu t.d með radarskiltum. Mikilvægt er að gert verði umferðarmódel af götunni, þar sem afleiðingar þessara breytinga eru metnar. Samhliða þessu verði metin þörf fyrir göngubrú yfir Grensásveg á helstu gönguleiðinni með öryggi skólabarna sérstaklega í huga.
Efna skal til víðtækrar kynningar á þessum tillögum meðal íbúa og annarra hagsmunaaðila, svo sem atvinnurekendum við götuna og í næsta nágreni. Einnig skal leggja fram umsögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglunni, enda er Grensásvegur mikilvæg leið viðbragðsaðila að neyðarmóttöku Landsspítalans í Fossvogi."
Kynnt fundargerð af kynningarfundi umhverfis- og skipulagssvið dags. 28. nóvember 2014 um væntanlegar breytingar á Grensásvegi. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 13. janúar 2015 ásamt lagfærðum gögnum dags. 12. janúar 2015 varðandi breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir samráðsfund með hagsmunaaðilum.
Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá 19. nóvember 2014 er tekin til atkvæðagreiðslu og felld með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa- Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Ólafs Kr. Guðmundssonar og fulltrúa framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur sem bókar " Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að tillaga Sjálfstæðismanna sé skynsamlegri af þeim tveimur tillögum sem liggja fyrir en telur þó að breytingar á Grensásvegi sé ekki forgangsverkefni m.a. í ljósi kostnaðar og forgangsröðun fjármuna. Þá var nýlega samþykkt að klára hjólastíg við Háaleitisbraut. Tryggja þurfi umferðaröryggi og að forgangsakstur verði ekki skertur."
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur, fulltrúa- Bjartrar framtíðar Magneu Guðmundsdóttur og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísla Garðarssonar gegn þremur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Ólafs Kr. Guðmundssonar og fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Ólafur Kr. Guðmundsson bóka "Meirihluti borgarstjórnar hefur gert þrengingar gatna í Reykjavík að forgangsverkefni sínu. Megin tilgangurinn er að þrengja að umferðinni og skiptir þá litlu máli hvað það kostar. Fækkun akreina og þrengingar á tveimur götum, Grensásvegi og Háaleitisbraut, mun kosta borgarbúa 205 milljónir króna. Á sama tíma standa margir tónlistarskólar í Reykjavík frammi fyrir gjaldþroti en borgarfulltrúar meirihlutans finna enga peninga í sjóðum borgarinnar til að tryggja framboð á tónlistarnámi svo dæmi sé tekið um verkefni sem ætti frekar að hafa forgang. Önnur lögmál virðast gilda um tilgangslausar þrengingar á gatnakerfinu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og skipulagsráði hafa lagt fram útfærðar tillögur um það hvernig auka má öryggi gangandi vegfarenda og leggja hjólastíga meðfram Grensásvegi án þess að það hafi áhrif á aðra umferð sem fer um götuna og án þess að fækka akreinum um helming eins og til stendur. Umferðartalningar staðfesta að umferð um götur borgarinnar eykst ár frá ári og er á síðasta ári meiri en nokkru sinni fyrr að árinu 2007 undanskildu og því furðulegt að fara í öfuga átt þegar kemur að gatnakerfinu. Ekki liggja fyrir neinar talningar á því hversu margir hjóla um Gensásveg og því er ekki vitað hver raunveruleg þörf er.
Reynslan sýnir að þegar götur eru þrengdar eins og t.d. Hofsvallagata leitar umferðin inn á aðrar götur og inn í íbúðahverfi. Ekkert umferðarmódel hefur verið gert sem greinir hvert umferðin mun leita eftir að Grensásvegur hefur verið þrengdur og hver áhrifin verða af þessum framkvæmdum. Tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að gert verði umferðarmódel þar sem mat verði lagt á áhrif breytinga á Grensásvegi hefur nú verið felld sem sýnir að lítill vilji er til að gera þetta með faglegum og sæmilega varfærnum hætti og að koma í veg fyrir fjármunum borgarbúa sé varið í óþarfa."
Fulltrúi Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson, fulltrúi- Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísli Garðarsson bóka "Tillaga um endurhönnun Grensásvegar suður er hluti af Hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar frá árinu 2010 og í samræmi við stefnu borgarinnar í umferðarmálum og Aðalskipulag Reykjavíkur. Aðgerðin mun hægja á bílumferð, auka umferðaröryggi og bæta aðgengi og öryggi gangandi og hjólandi barna og fullorðinna í hverfinu. Umferðarflæði götunnar mun ekki raskast enda er metin umferð á þessum kafla Grensásvegar langt undir viðmiðum fyrir fjögurra akreina götu. Hönnun tekur tillit til athugasemda hagsmunaaðila þ.á.m. frá Slökkviliði sem komu fram í samráðsferlinu."
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundi kl 11:25, þá var einnig búið að afgreiða lið 10 í fundargerðinni.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum kl 12:35 þá var búið að fjalla um lið 11 og 12 í fundargerðinni.
92. fundur 2015
Grensásvegur suður, þrenging götu og hjólastígur (USK2014110050)
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að þrengingu á götu og gerð hjólastígs á Grensásvegi sunnan Miklubrautar samkv. uppdrætti Eflu dags . í apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfis og skipulagssviðs dags. 7. júní 2012. Jafnframt er lögð fram til kynningar tillaga teiknistofunnar Storð ehf. að gróðursetningu vegna þrengingar á götu og hjólastíga dags. 7. nóvember 2014.
Einnig er lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Ólafs Kr. Guðmundssonar frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 19. nóvember 2014 um aðgerðir á syðri hluta Grensásvegar:
"Í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og tryggja eðlilegt umferðarflæði, er lagt til að farið verði í eftirfarandi aðgerðir á Grensásvegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar .
Gerður verði hjólreiðastígur austan megin vegarins og gangstígur breikkaður. Miða skal við að hjólreiðastígurinn verði nægilega breiður fyrir hjólaumferð í báðar áttir og rýmið aukið á milli bílumferðar og gangandi vegfarenda með þessum aðgerðum. Í þessum tilgangi verði miðeyjan mjókkuð og eystri akreinar vegarins færðar til vesturs sem því nemur.
Notendastýrðum gönguljósum veðri bætt við nálægt gatnamótum Heiðargerðis og Grensásvegar.
Lýsing þessa vegakafla verði bætt og endurhönnuð sérstaklega með þarfir gangandi vegfarenda í huga og þá einkum skólabarna.
Sebrabrautir og umferðarskilti í samræmi við lög og reglugerðir verði settar á allar hliðargötur meðfram þessum kafla Grensásvegar.
Þegar í stað verði framkvæmdar umferðartalningar og hraðamælingar á vegakaflanum og umferðarstjórnun metin í framhaldinu t.d með radarskiltum. Mikilvægt er að gert verði umferðarmódel af götunni, þar sem afleiðingar þessara breytinga eru metnar. Samhliða þessu verði metin þörf fyrir göngubrú yfir Grensásveg á helstu gönguleiðinni með öryggi skólabarna sérstaklega í huga.
Efna skal til víðtækrar kynningar á þessum tillögum meðal íbúa og annarra hagsmunaaðila, svo sem atvinnurekendum við götuna og í næsta nágreni. Einnig skal leggja fram umsögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglunni, enda er Grensásvegur mikilvæg leið viðbragðsaðila að neyðarmóttöku Landsspítalans í Fossvogi."
Kynnt fundargerð af kynningarfundi umhverfis- og skipulagssvið dags. 28. nóvember 2014 um væntanlegar breytingar á Grensásvegi. Einnig er lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 13. janúar 2015 varðandi breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir samráðsfund með hagsmunaaðilum.
Stefán Agnar Finnsson yfirverkfræðingur tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
89. fundur 2014
Grensásvegur suður, þrenging götu og hjólastígur (USK2014110050)
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að þrengingu á götu og gerð hjólastígs á Grensásvegi sunnan Miklubrautar samkv uppdrætti Eflu dags . í apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfis og skipulagssviðs dags. 7. júní 2012. Jafnframt er lögð fram til kynningar tillaga teiknistofunnar Storð ehf. að gróðursetningu vegna þrengingar á götu og hjólastíga dags. 7. nóvember 2014.
Einnig er lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Ólafs Kr. Guðmundssonar frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs 19. nóvember 2014 um aðgerðir á syðri hluta Grensásvegar:
"Í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og tryggja eðlilegt umferðarflæði, er lagt til að farið verði í eftirfarandi aðgerðir á Grensásvegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar .
Gerður verði hjólreiðastígur austan megin vegarins og gangstígur breikkaður. Miða skal við að hjólreiðastígurinn verði nægilega breiður fyrir hjólaumferð í báðar áttir og rýmið aukið á milli bílumferðar og gangandi vegfarenda með þessum aðgerðum. Í þessum tilgangi verði miðeyjan mjókkuð og eystri akreinar vegarins færðar til vesturs sem því nemur.
Notendastýrðum gönguljósum veðri bætt við nálægt gatnamótum Heiðargerðis og Grensásvegar.
Lýsing þessa vegakafla verði bætt og endurhönnuð sérstaklega með þarfir gangandi vegfarenda í huga og þá einkum skólabarna.
Sebrabrautir og umferðarskilti í samræmi við lög og reglugerðir verði settar á allar hliðargötur meðfram þessum kafla Grensásvegar.
Þegar í stað verði framkvæmdar umferðartalningar og hraðamælingar á vegakaflanum og umferðarstjórnun metin í framhaldinu t.d með radarskiltum. Mikilvægt er að gert verði umferðarmódel af götunni, þar sem afleiðingar þessara breytinga eru metnar. Samhliða þessu verði metin þörf fyrir göngubrú yfir Grensásveg á helstu gönguleiðinni með öryggi skólabarna sérstaklega í huga.
Efna skal til víðtækrar kynningar á þessum tillögum meðal íbúa og annarra hagsmunaaðila, svo sem atvinnurekendum við götuna og í næsta nágreni. Einnig skal leggja fram umsögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglunni, enda er Grensásvegur mikilvæg leið viðbragðsaðila að neyðarmóttöku Landsspítalans í Fossvogi."
Einnig er kynnt fundargerð af kynningarfundi umhverfis- og skipulagssvið dags. 28. nóvember 2014 um væntanlegar breytingar á Grensásvegi.
Frestað.
.
87. fundur 2014
Grensásvegur suður, þrenging götu og hjólastígur (USK2014110050)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. nóvember 2014 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að þrengingu á götu og gerð hjólastígs á Grensásvegi sunnan Miklubrautar samkv uppdrætti Eflu dags . í apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfis og skipulagssviðs dags. 7. júní 2012. Jafnframt er lögð fram til kynningar tillaga teiknistofunnar Storð ehf. að gróðursetningu vegna þrengingar á götu og hjólastíga dags. 7. nóvember 2014.
Einnig er lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Ólafs Kr. Guðmundssonar um aðgerðir á syðri hluta Grensásvegar:
"Í þeim tilgangi að auka umferðaröryggi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og tryggja eðlilegt umferðarflæði, er lagt til að farið verði í eftirfarandi aðgerðir á Grensásvegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar .
Gerður verði hjólreiðastígur austan megin vegarins og gangstígur breikkaður. Miða skal við að hjólreiðastígurinn verði nægilega breiður fyrir hjólaumferð í báðar áttir og rýmið aukið á milli bílumferðar og gangandi vegfarenda með þessum aðgerðum. Í þessum tilgangi verði miðeyjan mjókkuð og eystri akreinar vegarins færðar til vesturs sem því nemur.
Notendastýrðum gönguljósum veðri bætt við nálægt gatnamótum Heiðargerðis og Grensásvegar.
Lýsing þessa vegakafla verði bætt og endurhönnuð sérstaklega með þarfir gangandi vegfarenda í huga og þá einkum skólabarna.
Sebrabrautir og umferðarskilti í samræmi við lög og reglugerðir verði settar á allar hliðargötur meðfram þessum kafla Grensásvegar.
Þegar í stað verði framkvæmdar umferðartalningar og hraðamælingar á vegakaflanum og umferðarstjórnun metin í framhaldinu t.d með radarskiltum. Mikilvægt er að gert verði umferðarmódel af götunni, þar sem afleiðingar þessara breytinga eru metnar. Samhliða þessu verði metin þörf fyrir göngubrú yfir Grensásveg á helstu gönguleiðinni með öryggi skólabarna sérstaklega í huga.
Efna skal til víðtækrar kynningar á þessum tillögum meðal íbúa og annarra hagsmunaaðila, svo sem atvinnurekendum við götuna og í næsta nágreni. Einnig skal leggja fram umsögn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglunni, enda er Grensásvegur mikilvæg leið viðbragðsaðila að neyðarmóttöku Landsspítalans í Fossvogi."
Frestað.
Umhverfis og skipulagsráð samþykkir að fela samgönguskrifstofu umhverfis-og skipulagssviðs að halda kynningarfund um tillögu umhverfis- og skipulagssviðs og hefja samráð við hverfisráð, íbúasamtök, samtök hjólreiðamanna, slökkvilið, lögreglu og sjúkraflutninga og aðra hagsmunaaðila.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- og flugvallavina gera ekki athugasemd við að tillagan fari í víðtækt samráð og kynningu en með öllum fyrirvörum enda
er mörgum spurningum ósvarað og tillagan ekki að öllu leyti sannfærandi. Þó er mikilvægt strax á þessum tímapunkti að fá fram sjónarmið helstu hagsmunaðila.
86. fundur 2014
Grensásvegur suður, þrenging götu og hjólastígur (USK2014110050)
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. nóvember 2014 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að þrengingu á götu og gerð hjólastígs á Grensásvegi sunnan Miklubrautar samkv uppdrætti Eflu dags . í apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfis og skipulagssviðs dags. 7. júní 2012. Jafnframt er lögð fram til kynningar tillaga teiknistofunnar Storð ehf. að gróðursentningu vegna þrengingar á götu og hjólastíga dags. 7. nóvember 2014.
Frestað.