Sorpa, Grensásvegur suður, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Tryggvagata 13, Borgartún 18-24, Nóatún 2-4, Friggjarbrunnur 18, Gufunes, Kambavað 5, Skógarvegur 12-14, Óðinsgata 1, Elliðaárvogur - Ártúnshöfði, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fiskislóð 43, Torg í biðstöðu, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Hverfisgata 78, Hólmgarður 19, Þórunnartún 4, Austurhöfn, Njálsgata 33B, Kynjuð fjárhágsáætlun,

86. fundur 2014

Ár 2014, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 10:37, var haldinn 86. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Torfi Hjartarson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir árheyrnarfulltrúi. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Örn Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Stefán Agnar Finnsson, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 140192
1.
Sorpa, rekstraráætlun 2015-2019
Lögð fram rekstraráætlun Sorpu 2015-2019 sem samþykkt var af stjórn Sorpu þann 10. október 2014.

Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Björn H. Halldórsson framkvæmdastjóri kynnir.

Umsókn nr. 140180
2.
Grensásvegur suður, þrenging götu og hjólastígur
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. nóvember 2014 ásamt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að þrengingu á götu og gerð hjólastígs á Grensásvegi sunnan Miklubrautar samkv uppdrætti Eflu dags . í apríl 2014. Einnig er lögð fram greinargerð umhverfis og skipulagssviðs dags. 7. júní 2012. Jafnframt er lögð fram til kynningar tillaga teiknistofunnar Storð ehf. að gróðursentningu vegna þrengingar á götu og hjólastíga dags. 7. nóvember 2014.

Frestað.

Umsókn nr. 10070
3.
70">Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 7. nóvember 2014.



Umsókn nr. 140562 (01.11.74)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
4.
Tryggvagata 13, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. október 2014 var lögð fram umsókn T13 ehf. dags. 24. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13. við Tryggvagötu. Í breytingunni felst að heimilt er að fara út fyrir byggingarreit með svalir/útsýnisglugga, kvöð er felld niður um inndregna 1. hæð/jarðhæð að norðaustanverðu o.fl., samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 23. október 2014.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.




Umsókn nr. 140313 (01.22.10)
5.
Borgartún 18-24, Nóatún 2-4, lýsing
Kynnt drög að lýsing skipulagsfulltrúa dags. nóvember 2014 vegna deiliskipulags fyrir lóðirnar nr. 18-24 við Borgartún og 2-4 við Nóatún.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og Hverfisráðs Laugardals.
Jafnframt var samþykkt að senda tilkynningu til íbúa í næsta nágrenni.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 140353 (05.05.35)
660606-2380 111 ehf
Vesturlbr Fífilbrekku 113 Reykjavík
570394-2079 Mansard - Teiknistofa ehf
Hraunbrún 30 220 Hafnarfjörður
6.
Friggjarbrunnur 18, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn 111 ehf. dags. 3. júlí 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 18 við Friggjarbrunn. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum úr fimm í sjö, samkvæmt uppdr. Mansard - Teiknistofu ehf. dags. 3. júlí 2014. Einnig er lögð fram greinargerð Mansard - Teiknistofu dags. 3. maí 2014. Tillagan var auglýst frá 17. september til og með 29. október 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Arinbjörn Marinósson dags. 23. september 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2014.

Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2014.
Vísað til borgarráðs.




Umsókn nr. 140491 (02.2)
650602-4470 Fjörefli ehf.
Hlíðasmára 1 201 Kópavogur
581298-2269 Landark ehf
Stórhöfða 17 110 Reykjavík
7.
Gufunes, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Fjöreflis ehf. dags. 17. september 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Gufuness. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit fyrir aðstöðuhús, gera bráðabirgðabyggingareit fyrir móttökuhús, breyting á afmörkun afnotareits skemmtigarðs, færslu á aðkomuveg ásamt breytingu og fækkun á bílastæðum, samkvæmt uppdr. Landarks ehf. dags. 15. september 2014. Einnig er lagt fram bréf Landarks ehf. dags. 15. júlí 2014 og umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 29. október 2014.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 140185 (04.73.36)
621102-2220 Eignasjóður Reykjavíkurborgar
Borgartúni 12-14 105 Reykjavík
8.
Kambavað 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Eignasjóðs Reykjavíkurborgar dags. 9. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 5 við Kambavað. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og breyting á fyrirkomulagi bílastæða, samkvæmt lagf. uppdr. Ask arkitekta ehf. dags. 29. apríl 2014. Tillagan var auglýst frá 28. maí til og með 9. júlí 2014 og 18. september til og með 30. október 2014. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: 111 Íbúar Helluvaðs, Hestavaðs, Kambavaðs og Kólguvaðs dags. 2. júlí 2014 og Guðný B. Björnsdóttir og David Pitchell dags. 8. júlí 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. ágúst 2014, umsögn Borgarminjasögusafns Reykjavíkur dags. 21. ágúst 2014 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 28. ágúst 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. nóvember 2014.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. nóvember 2014.
Vísað til borgarráðs.





Umsókn nr. 140579 (01.79.41)
551106-0390 Varmárbyggð ehf
Stórhöfða 34-40 110 Reykjavík
710178-0119 Teiknistofan Arkitektar ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
9.
Skógarvegur 12-14, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Varmárbyggðar ehf. dags. 30. október 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sléttuvegar sunnan vegna lóðarinnar nr. 12-14 við Skógarveg. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli vegna B-rýma, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar arkitektar ehf. dags. 26. júní 2014.

Júlíus Vífill Ingvarsson víkur af fundi kl. 13:05
Herdís Anna Þorvaldsdóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.





Umsókn nr. 140591 (12.76.8)
010557-4889 Þuríður Ottesen
Óðinsgata 1 101 Reykjavík
10.
Óðinsgata 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Þuríðar Ottesen dags. 10. nóvember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðarinnar nr. 1 við Óðinsgötu. Í breytingunni felst að byggingarmagnstölur eru leiðréttar, samkæmt uppdrætti Kj hönnunar dags. 10. nóvember 2014.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 2.ml. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.





Umsókn nr. 140585 (04.0)
11.
Elliðaárvogur - Ártúnshöfði, hugmyndasamkeppni um rammaskipulag
Lögð fram drög að forsögn samkeppnislýsingar Ártúnshöfða dags. 5. nóvember 2014 vegna rammaskipulags á svæði sem afmarkast af Miklubraut til suðurs, Elliðaárvogi til vesturs, Grafarvogi til norðurs og Gullinbrú til austurs.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir að auglýsa forval vegna hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs-Ártúnshöfða




Umsókn nr. 45423
12.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari eru nr. 802 frá 11. nóvember 2014.



Umsókn nr. 47271 (01.08.660.3)
411012-0770 Miðfell ehf.
Borgartúni 24 105 Reykjavík
13.
Fiskislóð 43, Gistihús fl.3
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. mars 2014 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skrifstofubyggingu í gistihús (gististað) í flokki III á lóð nr. 43 við Fiskislóð. Einnig er lagt fram bréf LEX dags. 2. apríl 2014, tölvupóstur Guðjóns Ármannssonar hrl. f.h. Miðfells ehf. dags. 8. maí 2014 og bréf Faxaflóahafna dags. 27. júní 2014. Jafnframt eru lögð fram bréf Lex lögmannsstofu dags. 2. apríl, og 20. október 2014 og bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. apríl 2014. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. október 2014.
Stærðir: 2272,3 ferm., 7697,6 rúmm. Lóðarstærð 3687 ferm. nýtingarhlutfall 0,6. Gjald kr. 9.500

Umhverfis-og skipulagsráð fellst ekki á að breyta skrifstofubyggingu í gistihús í flokki III með vísan til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra dags. 23. október 2014.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.




Umsókn nr. 140190
14.
Torg í biðstöðu, kynning
Kynnt staða verkefnisins Torg í biðstöðu og hvað má gera betur næsta sumar.

Hidlur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Kynnt.

Umsókn nr. 140176
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15.
Betri Reykjavík, tímatöflu Strætó á google transit
Lögð fram fjórða efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum samgöngur "tímatöflu Strætó á google transit" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til meðferðar Strætó bs.

Umsókn nr. 140178
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
16.
Betri Reykjavík, ókeypis í strætó! Eða allavega ódýrara!
Lögð fram þriðja efsta hugmynd septembermánaðar úr flokknum samgöngur "ókeypis í strætó! Eða allavega ódýrara!" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. september 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til meðferðar Strætó bs.

Umsókn nr. 140524 (01.17.3)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
17.
Hverfisgata 78, kæra 105/2014, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. október 2014, ásamt kæru, dags. 2. október 2014, þar sem kærð er ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. ágúst 2014 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna Hverfisgötu 78. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 3. nóvember 2014.



Umsókn nr. 140439 (01.81.81)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
18.
Hólmgarður 19, kæra 67/2013, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 11. júlí 2013 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa að leyfa annað þakefni en samþykktar teikningar heimili á hús nr. 19 við Hólmgarð. Lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 7. nóvember 2014.



Umsókn nr. 140551 (01.22.00)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
19.
Þórunnartún 4, kærur 113,114,115/2014, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 21. október 2014 ásamt kæru 113/2014, 114/2014 og 115/2014, dags. 20. og 22 s.m. þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 30. september 2014 um veitingu byggingaleyfis til Þórunnartúns 4 slf. og á ákvörðun borgarráðs frá 3. júlí sl. um samþykki á breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna Þórunnartúns 4. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 5. nóvember 2014.



Umsókn nr. 140378 (01.11)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
20.
Austurhöfn, kæra 69/2014, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. júlí 2014 ásamt kæru nr. 69/2014 dags. 3. júlí 2014 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs dags. 5. júní 2014 að breyta deiliskipulagi fyrir Austurhöfn. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. ágúst 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 31. október 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.



Umsókn nr. 130422 (01.19.00)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
21.
Njálsgata 33B, kæra 84/2013, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. ágúst 2013 ásamt kæru Guðmundar Jóns Albertssonar dags. 22. ágúst 2013 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 33B við Njálsgötu. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 7. nóvember 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.



Umsókn nr. 140209
22.
Kynjuð fjárhágsáætlun, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksin
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Áslaugar Friðriksdóttur og Herdísar Þorvaldsdóttur til umhverfis- og skipulagssviðs:
"Óskað er eftir samantekt á verkefnum umhverfis- og skipulagssviðs vegna kynjaðrar fjárhagsáætlunar á síðasta kjörtímabili, hvað áhersla var lögð á hverju ári fyrir sig og til hvaða breytinga leiddu verkefnin. Hvernig hefur sú þekking sem verkefnin skiluðu áhrif á stjórnsýslu, verklag eða annað hjá sviðinu."

Frestað.