Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Nýr Landspítali við Hringbraut, Kambavað 5, Sundahöfn, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Laugavegur 19-19B, Sorpa bs., Holtsgata 32-34, Vinnuskólinn 2014, Umhverfis- og skipulagssvið, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Betri Reykjavík, Brautarholt 7, Gamla höfnin - Vesturbugt, Lindargata 28-32, Reitur 1.131, Nýlendureitur, Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs um starfshóp um framkvæmdir í borga,

66. fundur 2014

Ár 2014, miðvikudaginn 7. maí . kl. 09:08, var haldinn 66. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Torfi Hjartarson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Erna Hrönn Geirsdóttir og Marta Grettisdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 2. maí 2014.



Umsókn nr. 140184 (01.19)
500300-2130 Landspítali
Eiríksgötu 5 101 Reykjavík
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
2.
Nýr Landspítali við Hringbraut, bráðabirgðaskrifstofur
Lagt fram erindi Landspítalans dags. 9. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi nýs Landspítala þar sem gert er ráð fyrir bráðabirgða skrifstofum í gámaeiningum á lóð Landspítalans við Hringbraut, samkvæmt uppdr. SPITAL ehf. dags. 3. apríl 2014.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Umsókn nr. 140185 (04.73.36)
621102-2220 Eignasjóður Reykjavíkurborgar
Borgartúni 12-14 105 Reykjavík
3.
Kambavað 5, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Eignasjóðs Reykjavíkurborgar dags. 9. apríl 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholt vegna lóðarinnar nr. 5 við Kambavað. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit og breyting á fyrirkomulagi bílastæða, samkvæmt lagf. uppdr. Ask arkitekta ehf. dags. 29. apríl 2014.

Karl Sigurðsson og Marta Guðjónsdóttir taka sæti á fundinum kl. 9:13.

Guðlaug Erna Jónsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.


Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .
Jafnframt var samþykkt að upplýsa íbúa í nágrenninu sérstaklega um auglýsinguna.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 130525 (01.33.2)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
4.
Sundahöfn, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafnar dags. 1. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða í Sundahöfn. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreitum lóðanna nr. 4 og 6 við Sundabakka og nr. 3 við Sægarða ásamt gerð nýs hafnarbakka utan við Klepp í samræmi við núgildandi aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, samkvæmt deiliskipulagsuppdr. Arkís ehf. dags. 18. október 2013 og skýringaruppdr. Einnig er lögð fram uppfærð matslýsing vegna umhverfismats Verkís dags. 26. febrúar 2014 og umhverfisskýrsla Verkís dags. 26. febrúar 2014. Tillagan var auglýst frá 10. mars til og með 21. apríl 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Grímur M. Jónasson f.h. Eimskips dags. 16. apríl 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2014.

Björn Ingi Eðvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 2. maí 2014
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 45423
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 777 frá 6. maí 2014.








Umsókn nr. 47130 (01.17.111.0)
671106-0750 Þingvangur ehf.
Hlíðasmára 9 201 Kópavogur
6.
Laugavegur 19-19B, Endurgera hús, ofanábygging, viðbygging
Sótt er um leyfi til að endurbyggja eldra timburhús og byggja "Mansard" hæð ofaná, einnig að byggja steinsteypta viðbyggingu , þrjár hæðir og kjallara á bakhlið og innrétta fimm íbúðir og verslunarrými í húsi á lóð nr. 19-19B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. janúar 2014 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2014. Stækkun: 310 ferm., xx rúmm,Gjald kr. 9.500

Björn Stefán Hallsson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Kynnt.

Umsókn nr. 130002
7.
Sorpa bs., fundargerðir
Lögð fram fundargerð Sorpu bs. nr. 334 frá 28. apríl 2014.



Umsókn nr. 140085
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
8.
Holtsgata 32-34, stöðubann
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 28. apríl 2014 varðandi stöðubann á 15 metra kafla við stíg inn á baklóð á milli Holtsgötu 32-34.

Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.

Umsókn nr. 140090
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
9.
Vinnuskólinn 2014, Laun vinnuskólans
Lagt fram bréf skólastjóra Vinnuskóla Reykjavíkur dags. 30. apríl 2014 varðandi laun vinnuskólans sumarið 2014.

Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir bóka
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka tillögu sína sem flutt var í borgarstjórn 15. apríl sl. um að áttunda bekkingar fái inngöngu í Vinnuskólann á ný og fái þannig tækifæri til að taka þátt í fræðandi útiskóla."



Umsókn nr. 140093
10.
Umhverfis- og skipulagssvið, Hámarks sprengiafl í jarðvinnu fyrir byggingarframkvæmdir.
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 2. maí 2014 varðandi hámarks sprengiafls í jarðvinnu fyrir byggingarframkvæmdir.

Bréf byggingarfulltrúa dags. 2. maí 2014 samþykkt

Umsókn nr. 140087
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
11.
Betri Reykjavík, stoppistöðin Frakkastígur verði Paradís
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum samgöngur "stoppistöðin Frakkastígur verði Paradís" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. maí 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 5. maí 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140088
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
12.
Betri Reykjavík, gular saltkistur aftur í hverfin
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum framkvæmdir "gular saltkistur aftur í hverfin" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. apríl 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 23. apríl 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140086
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13.
Betri Reykjavík, aukin þjónusta Strætó bs. um helgar
Lögð fram þriðja efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum samgöngur "aukin þjónusta Strætó bs. um helgar" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 25. apríl 2014.


Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 25. apríl 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140071
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
14.
Betri Reykjavík, akbraut frá Egilshöll yfir á Korputorg
Lögð fram efsta hugmynd marsmánaðar úr flokknum ýmislegt "akbraut frá Egilshöll yfir á Korputorg" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. mars 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2014 samþykkt.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir og og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs torfi Hjartarson sitja hjá við afgreiðslu u málsins.


Umsókn nr. 140225 (01.24.20)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
15.
Brautarholt 7, kæra 35/2014
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 28. apríl 2014 ásamt kæru dags. 28. apríl 2014 þar sem kærð er ákvörðun borgarráð frá 20. febrúar 2014 á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 7 við Brautarholt.

Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.

Umsókn nr. 140108 (01.0)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
16.
Gamla höfnin - Vesturbugt, kæra 19/2014, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2014 ásamt kæru dags. 3. mars 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskiplagi Vesturbugtar.

Frestað.

Umsókn nr. 140058 (01.15.24)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
17.
Lindargata 28-32, kæra 7/2014, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 6. febrúar 2014 ásamt kæru, dags. 3. febrúar 2014, þar sem kærð er ákvörðun borgarráðs frá 17. október 2013 vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Lindargötu 28 til 32. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. mars 2014.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. mars 2014 samþykkt.

Umsókn nr. 140109
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
18.
Reitur 1.131, Nýlendureitur, kæra 19/2014, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 13. mars 2014 ásamt kæru dags. 3. mars 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskiplagi Nýlendureits.

Frestað.

Umsókn nr. 140097
19.
Tillaga umhverfis- og skipulagsráðs um starfshóp um framkvæmdir í borga, starfshópur um framkvæmdir
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagsráðs dags. 7. maí 2014 að skipan starfshóps um framkvæmdir í borgarlandinu.

Samþykkt að skipa Ámunda V. Brynjólfsson, Guðjónu Björk Sigurðardóttur, Ólaf Bjarnason, Björn Stefán Hallsson, Björn Axelsson og Árnýju Sigurðardóttur í starfshóp um framkvæmdir í borgarlandinu.