Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Flugvöllur 106746,
Flugvöllur 106746,
Austurhöfn-TRH,
Tjarnargata 11,
Húsahverfi, svæði C,
Reykjavíkurflugvöllur,
Þorragata 1,
Útilistaverk,
Drafnarstígur 5,
Drafnarstígur 5A,
Bergstaðastræti 56,
Hverafold 112,
Búðavað gestabílastæði,
Suðurgata 18,
1.171.1 Hljómalindarreitur,
1.172.0 Brynjureitur,
Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5,
Skipulagsráð
298. fundur 2012
Ár 2012, miðvikudaginn 5. desember kl. 10:05, var haldinn 298. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Marta Guðjónsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Björn Axelsson, Björn Stefán Hallsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Valný Aðalsteinsdóttir og Björn Ingi Edvardsson
Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 30. nóvember 2012.
Umsókn nr. 44003
2. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 710 frá 04. desember 2012.
Umsókn nr. 44899 (01.65.--9.9)
530575-0209
Flugfélag Íslands ehf.
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
3. Flugvöllur 106746, Gjaldskyld bílastæði fyrir gesti við flugstöð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. ágúst 2012 þar sem sótt er um leyfi fyrir fullnaðarfrágang gjaldskyldra bílastæða fyrir gesti með því að malbika, yfirboðsfrágang, raflýsingu og koma upp gjaldskyldubúnaði og öryggismyndavélum við Flugfélag Íslands á Reykjavíkurflugvelli lóð nr. 106746.
Gjald kr. 8.500
Staða málsins kynnt.
Sverrir Bollason tók sæti á fundinum kl. 10:20
Umsókn nr. 44900 (01.65.--9.9)
530575-0209
Flugfélag Íslands ehf.
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
4. Flugvöllur 106746, Bílastæði fyrir starfsmenn
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. ágúst 2012 þar sem sótt er um leyfi fyrir fullnaðarfrágang á bílastæða fyrir starfsmenn með því að malbika við flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli lóð nr. 106746.
Gjald kr. 8.500
Staða málsins kynnt.
Umsókn nr. 120441 (01.11)
5. Austurhöfn-TRH, (fsp) breyting á deiliskipulagi vegna skiltis
Á fundi skipulagsstjóra 5. október 2012 var lögð fram fyrirspurn forstjóra Hörpu dags. 28. september 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna breyttrar staðsetningar skiltis við Hörpu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. október 2012.
Skipulagsráð tekur jákvætt í að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 18. október 2012.
Umsókn nr. 44451 (01.14.140.1)
490597-3289
Studio Granda ehf
Smiðjustíg 11b 101 Reykjavík
6. Tjarnargata 11, (fsp) - Flotbryggja við kaffihús ráðhússins
Lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að staðsetja u.þ.b. 30 fermetra flotbryggju við suðurhlið ráðhúss Reykjavíkur á lóð nr. 11 við Tjarnargötu samkv. meðfylgjandi uppdrætti.
Notkun bryggjunnar verður tengd veitingarekstri kaffistofu ráðhússins. Erindi var vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngusviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 30. október 2012.
Bréf hönnuðar dags. 02.05.2012 fylgir erindinu.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi.
Umsókn nr. 120527 (02.84)
7. Húsahverfi, svæði C, dómur hæstaréttar
Lagður fram dómur Hæstaréttar frá 22. nóvember 2012 þar sem dæmt var í máli Arngunnar Regínu Jónsdóttur og Helga Rúnars Rafnssonar gegn Reykjavíkurborg.
Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður kynnti.
Umsókn nr. 120511 (01.6)
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
8. Reykjavíkurflugvöllur, frumvarp til laga
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 14. nóvember 2012 þar sem óskað er umsagnar skipulagsráðs á frumvarpi til laga um miðstöð innanlandsflugs. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. nóvember 2012 og umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar og fulltrúa borgarlögmanns dags. 28. nóvember 2012.
Umsókn nr. 120485 (01.63.57)
030753-2409
Árni Þorvaldur Jónsson
Miklabraut 40 105 Reykjavík
9. Þorragata 1, stækkun á lóð
Lagt fram erindi Árna Þ. Jónssonar arkitekts dags. 31. október 2012 fh. lóðarhafa varðandi stækkun á lóðinni nr. 1 við Þorragötu um 3 metra til norðurs.
Skipulagsráð tekur jákvætt í umbeðna lóðastækkun.
Umsókn nr. 120493
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10. Útilistaverk, eftir Rafael Barrios
Lagt fram bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 2. nóvember 2012 þar sem óskað er eftir umsögn um staðsetningu útilistaverks eftir Rafael Barrios. Einnig er lögð fram tillaga safnsstjóra Listasafns Reykjavíkur dags. 17. september 2012 að staðsetningu listaverksins upp á hringtorgi á mótum Borgartúns og Höfðatúns.
Frestað.
Umsókn nr. 45267 (01.13.421.4)
11. Drafnarstígur 5, friðun
Lagt er fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 16. nóvember 2012 ásamt bréfum Mennta- og Menningarmálaráðuneytisins dags. 9. nóvember 2012 og 22. október 2012. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.
Umsókn nr. 45266 (01.13.421.3)
12. Drafnarstígur 5A, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 16. nóvember 2012 ásamt bréfum Mennta- og menningarmálaráðuneytis dags. 9. nóvember 2012 og 22. október 2012. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.
Umsókn nr. 120536 (01.18.56)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
13. Bergstaðastræti 56, kæra
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála, dags. 30. nóvember 2012, vegna samþykktar byggingarfulltrúa frá 30. október 2012 á byggingarleyfi fyrir svalir á suðvesturhlið 1., 2. og 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 56 við Bergstaðastræti. Einnig er gerð krafa um stöðvun framkvæmda.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 120533 (02.86.26)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
14. Hverafold 112, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. nóvember 2012 ásamt kæru mótt. 27. nóvember 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis til að innrétta íbúð á 3. hæð í hverfismiðstöð í húsi nr. 112 við Hverafold. Í kærunni er gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 120517 (04.79)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
15. Búðavað gestabílastæði, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 19. nóvember 2012 ásamt kæru dags. 16. nóvember 2012 þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarsviðs um að hafna því að gestabílastæði við Búðavað 4, 6 og 8 verði felld út af deiliskipulagi. Einnig lögð fram umsögn yfirlögfræðings skipulags- og byggingarmála dags. 23. nóvember 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 120499 (01.16.12)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16. Suðurgata 18, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 31. október 2012 ásamt kæru dags. 29. október 2012 þar sem kærð er synjun um leyfi fyrir gerð bílastæða á lóðinni nr. 18 við Suðurgötu. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 15. nóvember 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 120137 (01.17.11)
460509-0410
Laugavegsreitir ehf.
Hagasmára 1 201 Kópavogur
17. 1.171.1 Hljómalindarreitur, lýsing, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. nóvember um samþykkt borgarráðs dags. 15. nóvember 2012 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reitsins.
Umsókn nr. 120140 (01.17.20)
460509-0410
Laugavegsreitir ehf.
Hagasmára 1 201 Kópavogur
18. 1.172.0 Brynjureitur, lýsing, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. nóvember um samþykkt borgarráðs dags. 15. nóvember 2012 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reitsins.
Umsókn nr. 80500
19. Holtsgöng, byggðasvæði nr. 5, lýsing, breyting á svæðisskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 21. nóvember um samþykki borgarstjórnar dags. 20. nóvember 2012 vegna breytingar á svæðisskipulagi um Holtsgöng og byggingarsvæði 5.