Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Sogamýri, Sogamýri, Gvendargeisli 168, Sæmundarskóli, Stakkholt 2-4 og 3 Hampiðjureitur, Útilistaverk, Vatnsmýrin, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Barónsstígur 47, Bárugata 11, Tjarnargata 11, Nauthólsvegur 87, Brekknaás 9, Árbær-Selás, Skútuvogur 10-12, Fiskislóð 11-13, Óðinsgata 15, Lindargata 36, Bankastræti 12,

Skipulagsráð

273. fundur 2012

Ár 2012, miðvikudaginn 16. maí kl. 09:13, var haldinn 273. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Magnús Ingi Erlingsson, Ólafur Bjarnason og Helena Stefánsdóttir, Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Björn Ingi Edvardsson, Margrét Þormar og Valný Aðalsteinsdóttir Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 11. maí 2012.



Umsókn nr. 120171
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
2.
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, bréf borgarstjóra
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. apríl 2012 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa tillögu um samkomulag um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, bréf rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins frá 29. mars 2012 ásamt fylgiskjölum til umsagnar skipulagsráðs. Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 7. maí 2012.

Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:34.

Umsögn skipulag- og byggingarsviðs dags. 7. maí 2012 samþykkt.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson óskaði bókað: Rík ástæða er til þess að vinna nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Helsta vandamál við framkvæmd núverandi svæðisskipulags er að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa aðeins að takmörkuðu leyti sameiginlega sýn í skipulagsmálum og hafa ekki talið sig skuldbundin til þess að fara eftir gildandi svæðisskipulagi. Ekki er í nýju samkomulagi um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis settar fram hugmyndir um það hvernig halda má betur á þessum málum m.a. varðandi heildstæða byggðarþróun á skipulagstímabilinu. Af fenginni reynslu má ljóst vera að það er nauðsynlegt.
Fylgiskjöl sem samkomulaginu fylgja eru óþörf og misvísandi og ýmislegt í þeim er ekki hægt að taka undir.
Þrjú sveitarfélög Reykjavík, Kópavogur og Mosfellsbær, eru langt komin með gerð aðalskipulagsáætlana. Samstarf á milli sveitarfélaganna hefur ekki verið varðandi skipulagsgerðina en nýtt svæðisskipulag mun taka til sama tímabils.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason og Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir óskuðu bókað: Við teljum mikilvægt að vinna nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið sem felur í sér heildstæða og ábyrga stefnu í skipulags- og umhverfismálum. Brýnt er að skapa sameiginlega sýn sveitarfélaganna svo þau telji sig skuldbundin til að fara eftir skipulaginu.


Umsókn nr. 120218
3.
Sogamýri, lýsing vegna breytingar á aðalskipulagi
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 14. maí 2012 vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna breyttrar landnotkunar í Sogamýri.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, umhverfis- og samgöngusviðs og hverfisráðs Laugardals.

Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins með vísan til fyrri bókana í skipulagsráði um sama mál.


Umsókn nr. 110157
4.
Sogamýri, lýsing vegna nýs deiliskipulags
Lögð fram lýsing skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 7. maí 2012 vegna deiliskipulags í Sogamýri.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, umhverfis- og samgöngusviðs og hverfisráðs Laugardals.

Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins með vísan til fyrri bókana í skipulagsráði um sama mál.


Umsókn nr. 120182 (05.13.47)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
681194-2749 Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 26 101 Reykjavík
5.
Gvendargeisli 168, Sæmundarskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi framkvæmda- og eignasviðs dags. 26. apríl 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholt austur. Í breytingunni felst að bæta við byggingarreit austan lóðarmarka Sæmundarskóla og koma þar fyrir til bráðabirgða færanlegum kennslustofum, samkvæmt uppdrætti kanon arkitekta dags. 25. apríl 2012.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson óskaði bókað: Ég samþykki að setja tillöguna í lögbundið auglýsingarferli með fyrirvara um endanlega niðurstöðu þegar athugasemdir og nánari upplýsingar hafa borist.


Umsókn nr. 120177 (01.24.11)
581198-2569 ÞG verktakar ehf
Fossaleyni 16 112 Reykjavík
540297-2239 Þorbergsson og Loftsdóttir sf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
6.
Stakkholt 2-4 og 3 Hampiðjureitur, bréf
Lögð fram bréf Þorvaldar Gissurarsonar dags. 3. apríl 2012 og bréf Sigurbjörns Þorbergssonar hrl. dags. 27. apríl 2012 þar sem farið er fram á að breyting sem skipulagsráð samþykkti árið 2008 á gildandi deiliskipulagi verði auglýst. Einnig er lagt fram minnisblað lögfræði og stjórnsýslu dags. 4. maí 2012.

Eftirfarandi bókun var samþykkt: Ráðið fellst ekki á að breyta deiliskipulagi Stakkholts 2-4 í samræmi við það sem var gert árið 2008 og samþykkt í skipulagsráði og borgarráði. Sú breyting tók þó aldrei gildi enda bárust ekki fullnægjandi gögn svo hægt væri að ljúka málinu með lögformlegum hætti. Það er mat ráðsins að gildandi skipulag sé betur aðlagað að nærliggjandi byggð og því er ekki fallist á að endurtaka fyrra kynningarferli. Stakkholtsreiturinn er einn af mikilvægum reitum á lykiluppbyggingarsvæðum miðsvæðis í Reykjavík og áríðandi er að vel takist til. Skipulagsstjóra er því falið að funda með lóðarhafa með það að markmiði að ná sátt um framtíðarnýtingu reitsins.


Umsókn nr. 120184
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
521280-0269 Listasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
7.
Útilistaverk, Minnismerki óþekkta embættismannsins
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálaráðs dags. 18. apríl 2012 varðandi fluting á útilistaverkinu "Minnismerki óþekkta embættismannsins". Lagt er til að Minnismerki óþekkta embættismannsins verði staðsett við Tjörnina þar sem brúin frá Ráðhúsinu liggur að Iðnó.

Hafþór Yngvason kynnti tillöguna. Frestað.

Umsókn nr. 120211 (01.6)
8.
Vatnsmýrin, friðland
Kynning á vinningstillögu Landmótunar um friðland í Vatnsmýrinni.

Fulltrúar Landmótunar kynntu.

Umsókn nr. 44003
9.
03">Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 682 frá 8. maí 2012 ásamt fundargerð nr. 683 frá 15. maí 2012.



Umsókn nr. 44274 (01.19.310.1)
710304-3350 Álftavatn ehf.
Pósthólf 4108 124 Reykjavík
10.
Barónsstígur 47, Breyting - 1. og 2. hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. mars 2012 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta gistiheimili á 1. og hluta 2. hæðar í heilsuverndarstöðinni á lóð nr. 47 við Barónsstíg. Einnig er lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 24. apríl 2012.
Gjald kr. 8.500

Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi með vísan til minnisblaðs lögfræði og stjórnsýslu dags. 24. apríl 2012.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 44083 (01.13.630.3)
521206-1520 Asar Invest ehf
Kvistalandi 14 108 Reykjavík
430269-0389 Stafir lífeyrissjóður
Stórhöfða 31 110 Reykjavík
11.
3">Bárugata 11, Skorsteinn fjarlægður - kvistur - br. inni
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. mars 2012 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja skorstein og koma fyrir lyftu, byggja kvist á rishæð, koma fyrir björgunarsvölum, breyta innra skipulagi og fjölga gistirýmum í 15 fyrir samtals 30 gesti í gistiheimili á lóð nr. 11 við Bárugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 22. mars til 25. apríl 2012. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Helgi Már Björgvinsson og Marta Jónsdóttir dags. 27. mars 2012. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 4. maí 2012. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 24. febrúar 2012 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. febrúar 2012 fylgja erindinu.
Stærðir óbreyttar
Gjald kr. 8.500 + 8.500

Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 4. maí 2012.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 44451 (01.14.140.1)
490597-3289 Studio Granda ehf
Smiðjustíg 11b 101 Reykjavík
12.
Tjarnargata 11, (fsp) - Flotbryggja við kaffihús ráðhússins
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. maí 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að staðsetja u.þ.b. 30 fermetra flotbryggju við suðurhlið ráðhúss Reykjavíkur á lóð nr. 11 við Tjarnargötu.
Notkun bryggjunnar verður tengd veitingarekstri kaffistofu ráðhússins.
Bréf hönnuðar dags. 02.05.2012 fylgir erindinu.

Vísað til umsagnar umhverfis- og samgöngusviðs.

Umsókn nr. 43917 (01.75.520.3)
480609-1150 Skólafélagið Bak-Hjallar ehf
Vífilsstaðavegi 123 210 Garðabær
13.
Nauthólsvegur 87, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. desember 2011 þar sem spurt er hvort byggja megi kennsluálmu við skóla Hjallastefnunnar á lóð nr. 87 við Nauthólsveg. Einnig er lagður fram tölvupóstur Þorkels Sigurlaugssonar f.h. Háskóla Reykjavíkur dags. 16. mars 2012 þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið og bréf Kára Helgasonar framkvæmdastjóra SG Húsa.

Frestað. Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

Umsókn nr. 120188 (04.76.41)
500299-2319 Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
14.
Brekknaás 9, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Landslags ehf. dags. 25. apríl 2012 um að breyta notkun hússins á lóðinni nr. 9 við Brekknaás.
Ekki er gerð athugasemd við að deiliskipulagi sé breytt á kostnað lóðarhafa hvað varðar hestatengda starfssemi en ekki er fallist á ósk um veitingasölu.

Umsókn nr. 110514
15.
Árbær-Selás, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 7. mars 2012 þar sem gerðar eru athugasemdir við breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Árbæ-Selás. Einnig er lagt fram svarbréf skipulagsstjóra dags. 26. apríl 2012.



Umsókn nr. 120207 (01.42.600.1)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16.
Skútuvogur 10-12, kæra 33/2012, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2012 ásamt kæru dags. 18. apríl 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir dekkjaverkstæði og smurstöð í fasteign að Skútuvogu 12.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 120206 (01.08.91)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Fiskislóð 11-13, kæra 35/2012, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2012 ásamt kæru dags. 24 apríl 2012 þar sem kærð er samþykkt byggingaráforma um uppsetningu tveggja millilofta o.fl. í Húsinu að Fiskislóð 11-13.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 120208 (01.18.45)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18.
Óðinsgata 15, kæra 36/2012, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 3. maí 2012 ásamt kæru dags. 26. apríl 2012 Þar sem kærð er afgreiðsla erindis vegna bílastæða á lóðinni nr. 15 við Óðinsgötu.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 120213 (01.15.24)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
19.
Lindargata 36, kæra 39/2012
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. maí 2012 ásamt kæru mótt. 7. maí 2012 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 36 við Lindargötu.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 120214 (01.17.12)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20.
Bankastræti 12, kæra 40/2012
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 9. maí 2012 ásamt kæru dags. 2. maí 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir svölum og sorpgerði við húsið á lóð nr. 12 við Bankastræti.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.