Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
Verknúmer : SN120171
273. fundur 2012
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, bréf borgarstjóra
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. apríl 2012 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa tillögu um samkomulag um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, bréf rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins frá 29. mars 2012 ásamt fylgiskjölum til umsagnar skipulagsráðs. Einnig er lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 7. maí 2012.
Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:34.
Umsögn skipulag- og byggingarsviðs dags. 7. maí 2012 samþykkt.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson óskaði bókað: Rík ástæða er til þess að vinna nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið. Helsta vandamál við framkvæmd núverandi svæðisskipulags er að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa aðeins að takmörkuðu leyti sameiginlega sýn í skipulagsmálum og hafa ekki talið sig skuldbundin til þess að fara eftir gildandi svæðisskipulagi. Ekki er í nýju samkomulagi um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis settar fram hugmyndir um það hvernig halda má betur á þessum málum m.a. varðandi heildstæða byggðarþróun á skipulagstímabilinu. Af fenginni reynslu má ljóst vera að það er nauðsynlegt.
Fylgiskjöl sem samkomulaginu fylgja eru óþörf og misvísandi og ýmislegt í þeim er ekki hægt að taka undir.
Þrjú sveitarfélög Reykjavík, Kópavogur og Mosfellsbær, eru langt komin með gerð aðalskipulagsáætlana. Samstarf á milli sveitarfélaganna hefur ekki verið varðandi skipulagsgerðina en nýtt svæðisskipulag mun taka til sama tímabils.
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason og Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir óskuðu bókað: Við teljum mikilvægt að vinna nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið sem felur í sér heildstæða og ábyrga stefnu í skipulags- og umhverfismálum. Brýnt er að skapa sameiginlega sýn sveitarfélaganna svo þau telji sig skuldbundin til að fara eftir skipulaginu.
391. fundur 2012
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, bréf borgarstjóra
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. apríl 2012 vegna samþykkt borgarráðs s.d. að vísa tillögu um samkomulag um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, bréf rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins frá 29. mars 2012 ásamt fylgiskjölum til umsagnar skipulagsráðs.
Vísað til skipulagsráðs.