Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Aðalskipulag Reykjavíkur, Túngötureitur, Grundarstígsreitur, Skúlagata 17, Borgartúnsreitir- Norður, Borgartún 35-37, Haukdælabraut 98, Nýr Landspítali við Hringbraut, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Götuheiti í Túnahverfi, Selásbraut, Úlfarsfell, Útiveitingar, Gjaldskrá fyrir skipulagsvinnu, Byggingarreglugerð, tillaga, Ásvallagata 67, Flugvöllur 106748, Freyjugata 46, Ingólfsstræti 21, Laugavegur 34, Laugavegur 36, Thorvaldsenstræti 2, Tjarnargata 34, Klapparstígur 19, Ægisgata 4, Suðurlandsbraut Steinahlíð, Kjalarnes, Brautarholt 1, Austurbakki 2, Tónlistarhús, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Háskóli Íslands, Vísindagarðar,

Skipulagsráð

245. fundur 2011

Ár 2011, miðvikudaginn 22. júní kl. 09:13, var haldinn 245. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hildur Sverrisdóttir, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Stefán Finnsson, Magnús Ingi Erlendsson og Marta Grettisdóttir, Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Haraldur Sigurðsson, Bragi Bergsson, Lilja Grétarsdóttir, Margrét Leifsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 10. júní 2011.



Umsókn nr. 110200
590269-5149 Skipulagsstofnun
Laugavegi 166 150 Reykjavík
2.
Aðalskipulag Reykjavíkur, lýsing vegna yfirstandandi aðalskipulagsvinnu
Lögð fram verklýsing Skipulags- og byggingarsviðs dags. 20. júní 2011 varðandi skipulagsgerðar og umhvefismats.L

Samþykkt til kynningar og umsagnar, sbr. 1. gr. 30. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80622 (01.13.74)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
3.
Túngötureitur, deiliskipulag, staðgreinireitur 1.137.4
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju endurskoðuð tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. apríl 2011 að deiliskipulagi Túngötureits. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Bræðraborgarstíg Hávallagötu og Hofsvallagötu. Einnig er lögð fram forsögn dags. í desember 2007, húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. október 2008, athugasemdir úr fyrri hagsmunaaðilakynningu ásamt samantekt skipulagsstjóra um þær dags. 13. nóvember 2009. Tillagan var kynnt frá 6. apríl til og með 27. maí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigríður Á. Andersen, dags.30. maí 2011. Að lokinni kynningu barst athugasemd frá Önnu Margréti Marinósdóttur dags. 20. júní 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2011.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100227 (01.18)
4.
Grundarstígsreitur, forsögn, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi Grundarstígsreits dags. 3. mars 2011, reiturinn afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni felst stefnumörkun um þróun byggðar á reitnum. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. í júní 2010 ásamt ábendingum sem bárust við forkynningu. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í mars 2011. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 18. mars 2011 til og með 16. maí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir og ábendingar: Einar Örn Thorlacius dags. 6. apríl, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir dags. 7. apríl 2011, eigendur að Grundarstíg 7 dags. 14. maí og Þóra E. Kjeld og Jón Þ. Einarsson dags. 18. maí 2011. Jafnframt er lagt fram bréf Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur og Arnórs Víkingssonar dags. 30. maí 2011 þar sem athugasemdir eru dregnar tilbaka. Einnig er lögð fram umsögn skipulagssjtóra dags. 7. júní 2011.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110247 (01.15.41)
650497-2879 101 Atvinnuhúsnæði ehf
Skúlagötu 17 101 Reykjavík
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
5.
Skúlagata 17, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi 101 Atvinnuhúsnæði ehf. dags. 26. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 17 við Skúlagötu. Í breytingunni felst að lóð er stækkuð og bílastæðum fjölgað samkvæmt uppdr. Úti og inni arkitekta dags. 11. maí 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. júní 2011.

Synjað með vísan til umsagar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 80568
6.
Borgartúnsreitir- Norður, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram til kynningar tillaga Hornsteina dags. ágúst 2008 að nýju deiliskipulagi Borgartúnsreits norður samkvæmt meðfylgjandi deiliskipulags- og skýringarmyndum dags. ágúst 2008, breytt 17. mars 2009. Einnig eru lagðar fram athugasemdir úr hagsmunaaðilakynningu.

Kynnt.

Umsókn nr. 110192 (01.21.91)
440990-2079 Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs
Borgartúni 35 105 Reykjavík
620509-1320 GP-arkitektar ehf
Litlubæjarvör 4 225 Álftanes
7.
Borgartún 35-37, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Hlutdeildar, deild vinnudeilusjóðs dags. 20. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúns, reitir 1.217 - 1.219 vegna lóðarinnar nr. 35-37 við Borgartún. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt í tvær lóðir ásamt breytingu á byggingarmagni, samkvæmt uppdrætti GP-arkitekta ehf. dags. 24. maí 2011.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110262 (05.11.41)
8.
Haukdælabraut 98, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 10. júní 2011 varðandi breytingu á skilmálum Reynisvatnsás vegna lóðarinnar nr. 98 við Haukdælabraut. Í breytingunni felst að húsagerð á lóðinni nr. 98 við Haukdælabraut er breytt úr E-2A í(tveggja hæða hús) í Ep-Ia (pallað hús) Við breytinguna verða öll hús við götuna (botlangan) einnar hæðar að götu.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Hjálmar Sveinsson vék af fundi kl. 11:30 og tók Sverrir Bollasons sæti hans á fundinum, þá var einnig búið að fjalla um liði 10, 11, 12, 13 og 14 í fundargerðinni.


Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
9.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga SPITAL að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum dags. 20. júní 2011 ásamt ásýndarmyndum og skuggavarpi dags. 20. júní 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 20. maí 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblða SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 , minnisblað SPITAl vegna bílastæða dags. 20. júní 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. úgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011

Kynnt.

Umsókn nr. 43177
10.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir nr. 639 frá 14. júní og nr. 640 frá 21. júní 2011.



Umsókn nr. 42515
11.
Götuheiti í Túnahverfi, Bríetartún, Þórunnartún, Katrínartún og Guðrúnartún.
Lagt fram kynningarbréf skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. febrúar 2011 til hagsmunaaðila vegna tillögu Reykjavíkurborgar um nafnabreytingar á fjórum götum í Túnahverfi. Athugasemdarfrestur vegna tillögunnar var til 10. mars sl. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Sigurður Þór Guðjónsson dags. 3.maí 2011, Arna María Gunnarsdóttir dags. 28.mars 2011, Jens Pétur Jensen dags. 22. mars 2011, Pétur Guðmundsson dags. 25.mars 2011, Vilborg Á Valgarðsdóttir 24.mars 2011, húsfélagið Skúlatún 2 dags. 29.nóvember 2010, húsfélagið Skúlatúni 2 dags. 8.apríl 2011, húsfélagið Skúlatún 2 dags. 2. febrúar 2010, húsfélag Skúlatún 2 dags. 1.apríl 2011, Björgólfur Thorsteinsson formaður Landverndar dags. 12.apríl 2011, Brynjólfur Jónsson framkv.stj Skógræktarfélags Íslands dags. 14.apríl 2011, Kínverska sendiráðið dags. 25.mars 2011, Frímúrarareglan á Íslandi dags. 11.apríl 2011, Þráinn Hallgrímsson f.h. Húsfélagsins Sætún 1 dags. 31.mars 2011, ásamt samhljóða undirskriftarlistum 103 aðila mótt. í apríl 2011. Einnig er lögð fram samantekt byggingarfulltrúa á athugasemdum dags. 4. maí 2011 og 21. júní 2011

Samþykkt.
Aðlögunarfrestur vegna nafnabreytinganna verði 5 ár.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Jórunn Frímannsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað " Ég hefði að ósekju getað samþykkt nafnabreytingu á austurhluta Skúlagötu í Bríetartún. Ég sé ekki ástæðu til að breyta nafni á öðrum götum í þessari breytingu og tel eftirsjá í nafni Höfðatúns sem liggur niður að Höfða".

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 110250
300372-5899 Arndís Ósk Jónsdóttir
Norðurás 2 110 Reykjavík
12.
Selásbraut, málskot
Lagt fram málskot Arndísar Ósk Jónsdóttur dags. 1. júní 2011 vegna afgreiðslu skipulagsstjóra frá 31. maí 2011 varðandi bílastæði fyrir stór ökutæki á Selásbraut við Norðurás.

Frestað.

Umsókn nr. 110241 (02.6)
470905-1740 Fjarskipti ehf
Skútuvogi 2 104 Reykjavík
13.
Úlfarsfell, framkvæmdaleyfi
Lagt fram erindi Fjarskipta ehf. dags. 25. maí 2011 varðandi framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á fjarskiptabúnaði á Úlfarsfelli, samkvæmt uppdr. Gautar Þorsteinssonar dags. 20. maí 2011.
Einnig lagðar fram umsagnir Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 26. janúar 2011 og Geislavarna ríkisins dags. 16. febrúar 2011.

Frestað.

Umsókn nr. 110202
14.
Útiveitingar, skilmálar
Lagðir fram skilmálar dags. 21. júní 2011 varðandi útiveitingar í Reykjavík.

Samþykkt
Vísað til borgarráðs.

Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir véku af fundi kl. 11:58.



Umsókn nr. 110256
550269-4739 Samband íslenskra sveitarfélaga
Pósthólf 8100 128 Reykjavík
15.
Gjaldskrá fyrir skipulagsvinnu, leiðbeinandi fyrirmynd skv. 20. gr. skipulagslaga
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra, dags. 7. júní 2011 ásamt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1. s.m. um leiðbeinandi fyrirmynd að gjaldskrá samkvæmt 20. gr. skipulagslaga.



Umsókn nr. 110255
571189-1519 Umhverfisráðuneyti
Skuggasundi i 1 150 Reykjavík
16.
Byggingarreglugerð, tillaga, vinnudrög að nýrri byggingarreglugerð til kynningar
Lagt fram bréf Umhverfisráðuneytis dags. 31. maí 2011 varðandi drög að nýrri byggingarreglugerð. Óskað er eftir umsögn skipulags- og byggingarsviðs á framkomnum vinnudrögum fyrir 15. ágúst n.k.

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Sóley Tómasdóttir vék af fundi kl 12:18.


Umsókn nr. 43144 (01.13.920.8)
17.
Ásvallagata 67, Friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta-og menningarmálaráðuneytinsins dags. 18. og 25. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á húsi nr. 67 við Ásvallagötu (fastanúmer 200-2449). Friðunin nær til ytra byrðis hússins.



Umsókn nr. 43149 (01.66.--9.9)
18.
Flugvöllur 106748, Friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta-og menningarmálaráðuneytisins dags. 18. og 24. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á gamla flugturni á Reykjavíkurflugvelli (fastanúmer 202-9318) en friðunin nær til ytra byrðis turnsins og burðarvirkis hans.



Umsókn nr. 43145 (01.19.610.3)
19.
Freyjugata 46, Friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta-og menningarmálaráðuneytisins dags. 19 og 25. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á húsi nr. 46 við Freyjugötu (fastnúmer 200-9011). Friðunin nær til ytra byrðis hússins.



Umsókn nr. 43147 (01.18.021.9)
20.
Ingólfsstræti 21, Friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta-og menningarmálaráðuneytisins dags. 18. og 24. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á húsi nr. 21 við Ingólfsstræti (fastanúmer 200-5742). Friðunin nær til ytra byrðis hússins.



Umsókn nr. 43141 (01.17.221.5)
21.
Laugavegur 34, Friðun
Lagt fram bréf húsafriðunarnefndar dags. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 19. og 25. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði framhússins við Laugaveg, sem byggt var árið 1929.



Umsókn nr. 43146 (01.17.221.8)
22.
Laugavegur 36, Friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30 maí 2011 ásamt bréfum Mennta-og menningarmálaráðuneytis dags 19. og 25. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á húsi nr. 36 við Laugaveg (fastnímer 200-4850). Friðunin nær til ytra byrðis framhússins, sem byggt var árið 1925.



Umsókn nr. 43142 (00.00.000.0 01)
23.
Thorvaldsenstræti 2, Friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 19. og 25 maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á húsi nr. 2 við Thorvaldsenstræti, Gamla Kvennaskólanum (fastanr. 200-2650). Friðunin nær til ytra byrðis framhússins við Thorvaldsenstræti, sem byggt var árið 1878.



Umsókn nr. 43143 (01.14.220.7)
24.
Tjarnargata 34, Friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dgs. 30. maí 2011 ásamt bréfum mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 18. og 25. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á húsi nr. 34 við Tjarnargötu (fastanúmer 200-2869). Friðunin nær til ytra byrðis hússins.



Umsókn nr. 100418 (01.15.24)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
581202-2530 JP Lögmenn ehf
Höfðatúni 2 105 Reykjavík
25.
Klapparstígur 19, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 24. nóvember 2010 ásamt kæru dags. 26. október 2010 þar sem kærð er synjun á beiðni um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits vegna lóðarinnar nr. 19 við Klapparstíg. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 16. júní 2011.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 110221 (01.13.11)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26.
Ægisgata 4, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 27. apríl 2011, vegna framkvæmda á lóð nr. 4 við Ægisgötu. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 9. maí 2011. Einnig lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar frá 31. maí 2011. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu leyfis byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 17. maí 2011 til að lyfta þaki og innrétta íbúð á efstu hæð hússins að Ægisgötu 4 í Reykjavík, ásamt því að innrétta tvær aðrar íbúðir í húsinu.



Umsókn nr. 110227 (01.47.0)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
27.
Suðurlandsbraut Steinahlíð, breytt deiliskipulag Vogahverfis vegna leikskólalóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. júní 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis, lóð leikskólans Steinahlíð við Suðurlandsbraut.



Umsókn nr. 100307
250572-3959 Bjarni Pálsson
Brautarholt 1 116 Reykjavík
28.
Kjalarnes, Brautarholt 1, lýsing, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. júní 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á deiliskipulagi fyrir golfvöll á landi Brautarholts 1 á Kjalarnesi.



Umsókn nr. 110133
501105-1390 Totus ehf
Austurbakka 2 101 Reykjavík
29.
Austurbakki 2, Tónlistarhús, aðstaða rekstraraðila á lóð Hörpunnar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. júní 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. á umsögn skipulagsráðs vegna aðstöðu rekstraraðila á lóð Hörpunnar, Austurbakka 2.



Umsókn nr. 100444 (01.63)
30.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Aðalskipulag Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. júní 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. fyrir breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir Vísindagarða við Háskóla Íslands.



Umsókn nr. 90460 (01.63)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
31.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. júní 2011 um samþykkt borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi fyrir Vísindagarða við Háskóla Íslands.