Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Brekkubær 32-44, Grjótháls 10, Sporhamrar 5, Suður Selás og Norðlingaholt, Suður Selás, Norðlingaholt, Selásskóli, Selásbraut 109, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Vesturgata 5B, Heiðmörk, Nýr Landspítali við Hringbraut, afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Hallgrímstorg 3 / Hnitbjörg, Skipulagsráð, Lindargata 36, Ný götunöfn í Túnahverfi, Sæbraut, Skaftahlíð 24, Miðborgin, Kúrland 27, Hvammsgerði 8, Sóleyjarimi 1-7, Sóleyjarimi 1-7,

Skipulagsráð

232. fundur 2011

Árið 2011, miðvikudaginn 9. febrúar kl. 09:10, var haldinn 232. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Stefán Benediktsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson og Haraldur Sigurðsson Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. 27. janúar og 4. febrúar 2011.



Umsókn nr. 100447 (04.36.16)
140181-4639 Arnar Ingi Ingólfsson
Bjarkarheiði 28 810 Hveragerði
2.
Brekkubær 32-44, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Arnars Inga Ingólfssonar móttekið 6. desember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Árbær- Selás, raðhús. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit fyrir einnar hæðar viðbyggingu til suðurs á lóðinni nr. 32-44 við Brekkubæ, samkvæmt uppdrætti dags. 1. desember 2010. Erindið var grenndarkynnt frá 22. desember 2010 til og með 20. janúar 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Magnús Halldórsson og Krísin Ólafsdóttir Melbæ 41 dags. 4. janúar 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 26. janúar 2011.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 100425
260978-5789 Atli Jóhann Guðbjörnsson
Flétturimi 5 112 Reykjavík
561006-0590 Bón og þvottastöðin ehf
Hálsaseli 6 109 Reykjavík
3.
Grjótháls 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Bón- og þvottastöðvarinnar dags. 26. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 10 við Grjótháls. Í breytingunni felst færsla á byggingarreit til norðurs samkvæmt uppdrætti dags. 26. nóvember 2010. Erindi var grenndarkynnt frá 2. desember 2010 til og með 31. desember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Vegagerðin dags. 13. desember 2010. Einnig er lagt fram tölvubréf Vegagerðarinnar dags. 26. janúar 2011 ásamt teikningum dags. 23. og 24. janúar 2011. Erindinu var vísað til umsagnar og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 26. janúar 2011.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110034 (02.29)
450589-1369 AVH ehf Arkitektúr-Verkfr-Hönn
Mýrarvegi Kaupangi 600 Akureyri
4.
Sporhamrar 5, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Önnu Margréar Hauksdóttur dags. 20. janúar 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 5 við Sporhamra. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit vegna útigeymslu ásamt fjölgun íbúða úr fimm í sex, samkvæmt uppdrætti AVH ehf. dags. 24. janúar 2011.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100421
510402-2940 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
5.
Suður Selás og Norðlingaholt, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 25. nóvember 2010 ásamt tillögu dags. s.d. að deiliskipulagi vegna göngutengingar milli suður Seláss og Norðlingaholts. Auglýsingin stóð yfir frá 15. desember 2010 til og með 28. janúar 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Hestamannafélagið Fákur dags. 27. janúar 2011. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 3. febrúar 2011.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100422 (04.3)
6.
Suður Selás, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju uppdráttur Skipulags- og byggingarsviðs dags 23. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Seláss. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagins er breytt til austurs vegna nýs deiliskipulags milli Suður Seláss og Norðlingaholts. Auglýsingin stóð yfir frá 15. desember 2010 til og með 28. janúar 2011. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst tillaga að deiliskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs


Umsókn nr. 100423 (04.79)
7.
Norðlingaholt, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju uppdráttur Skipulags- og byggingarsviðs dags 23. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts. Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er breytt til vesturs vegna nýs deiliskipulags milli Suður Seláss og Norðlingaholts. Auglýsingin stóð yfir frá 15. desember 2010 til og með 28. janúar 2011. Engar athugasemdir bárust.

Auglýst tillaga að deiliskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100408 (04.38.86)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
8.
Selásskóli, Selásbraut 109, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 18. nóvember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Selás vegna lóðarinnar nr. 109 við Selásbraut. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir boltagerði við Selásskóla samkvæmt uppdrætti dags. 17. nóvember 2010. Auglýsingin stóð yfir frá 15. desember 2010 til og með 28. janúar 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ólafur Hrannar Eyþórsson dags. 27. janúar 2011, Guðjón D. Haraldsson f.h. foreldra og íbúa við Selásskóla dags. 28. og 31. janúar 2011 meðfylgjandi bréfinu dags. 31. janúar eru undirskriftalisti íbúa sem næst búa við fyrirhugaðan völl, Örn Halldórsson skólastjóri Selásskóla dags. 28. janúar 2011 og Þórarinn Þórhallsson dags. 28. janúar 2011. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 3. febrúar 2011. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt nýrri tillögu dags. 3. febrúar 2011, þar sem gert er ráð fyrir stærri boltagerði en í áður auglýstri tillögu.

Frestað.


Umsókn nr. 100444 (01.63)
9.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Aðalskipulag Reykjavíkur
Að lokinni forkynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2002-2024 dags. 9. desember 2010. Í breytingunni felst heimild um byggingu nemendaíbúða á svæði Vísindagarða við Háskóla Íslands. Tillagan var kynnt á vef skipulags- og byggingarsviðs í janúar og á íbúafundi 25. janúar 2011.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010



Umsókn nr. 90460 (01.63)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
10.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ
Á fundi skipulagsstjóra 26. nóvember 2010 var lagt fram erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 23. mars 2010 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 29. mars 2010. Einnig eru lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. júní 2010 af kynningarfundi vegna málsins sem haldinn var þann 3. júní sl. Auglýsing stóð yfir frá 31. apríl 2010 til og með 30. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 31. maí, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 22. júní, Helga Þorkelsdóttir, Páll Þorgeirsson, Jóhannes Fossdal og Hilda Hansen dags. 28. júní, Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. júní, Ragnheiður Harðardóttir og Jón Sch. Thorsteinsson dags. 29. júní, greinargerð Glámu Kím unnin fyrir íbúa við Odda- og Aragötu dags. 28. júní, Ingibjörg E. Björnsdóttir f.h. Svanhildar Sigurðardóttur dags. 30. júní, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson dags. 30. júní, Bjarki Gunnar Halldórsson dags. 30. júní, Baldur Símonarson dags. 30. júní, Jón Jóhannes Jónsson dags. 30. júní og Max Dager f.h. Norræna hússins dags. 1. júlí 2010. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 25. október 2010.

Frestað.


Umsókn nr. 110057 (01.63)
11.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 15. janúar 2011 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 15. janúar 2011. Einnig er lögð fram umsögn Isavia dags. 26. janúar 2011.

Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:40
Frestað.

Umsókn nr. 70806 (01.13.61)
12.
Vesturgata 5B, breyting á deiliskipulagi Grjótaþorps
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Argos dags. 14. desember 2007, lagfærð 23. september 2010 að breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna flutnings Gröndalshúss á lóð nr. 5B við Vesturgötu. Auglýsingin stóð yfir frá 29. september 2010 til og með 14. janúar 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorgeir Þorgeirsson dags. 10. janúar 2011, Inga Dagfinnsdóttir dags. 14. janúar 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 3. febrúar 2011

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúi Samfylkingarinnar, Hjálmar Sveinsson sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað ásamt Sóleyju Tómasdóttur og Elsu Hrafnhildi Yeoman :"Fyrirhugaður flutningur á Gröndalshúsi er lokakafli í sorgarsögu. Ef borgaryfirvöld hefðu haldið vöku sinni undanfarin ár hefðu þau gripið til ráðstafana til að vernda og lagfæra húsið á þeim stað við Vesturgötuna þar sem það hefur alltaf verið. Þar og hvergi annarstaðar er það merkilegur hluti af menningarsögu Reykjavíkur. Aðeins þar er það hluti af bókmenntaborginni Reykjavík. Benedikt Gröndal var höfuð skáld Reykjavíkur. Hverjum dytti í hug að færa Bláturninn í Stokkhólmi þar sem Stindberg bjó eða smáhýsið á Kalsatahæðinni í Prag, þar sem Franz Kafka bjó um tíma."


Umsókn nr. 90348 (08.1)
13.
Heiðmörk, nýtt deiliskipulag
Á fundi skipulagsstjóra 6. janúar 2011 var lögð fram tillaga Landmótunar dags. 8. júlí 2010 að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk samkvæmt meðfylgjandi deiliskipulagsuppdrætti. Einnig er lögð fram greinargerð og umhverfisskýrsla ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 2. júlí 2009. Auglýsing stóð yfir frá 11. ágúst 2010 til og með 1. nóvember 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir. umsögn/bréf skíðagöngufélagsins Ulls dags. 15. september, Björn Guðmundsson dags. 21. september, Sigurður Sigurðsson f.h. sumarbústaðaeigenda í Heiðmörk dags. 21. september, Garðar Briem dags. 21. september, Samtök Hestamanna: Fákur, Reiðveganefnd í Kjalarnesþingi og Landsamband hestamanna dags. 21. september 2010, Anna Ólafsdóttir dags. 22. september, Harald og Þórunn dags. 22. september og Skógræktarfélag Reykjavíkur dags. 28. september 2010. Einnig lagðar fram umsagnir: Vegagerðarinnar dags. 20. ágúst 2010, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. september 2010 ásamt bókun Umhverfis- og samgönguráðs s.d., umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. september 2010, umsögn Landsnets dags. 14. september 2010, umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. september 2010, umsögn Veiðimálastofnunar dags. 22. september 2010, umsögn Veiðifélags Elliðavatns dags. 21. september 2010 ásamt rannsóknarskýrslu Veiðimálastofnunar, umsögn og bókun skipulagsnefndar Kópavogs, ásamt beiðni um samráðsfund dags. 22. september 2010 og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 8. nóvember 2010. Samrit af erindi Kópavogsbæjar barst frá skrifstofu borgarstóra s.d., athugasemdir og umsögn skógræktar ríkisins dags. 27. september 2010, athugasemdir Kópavogsbæjar dags. 25. október 2010, Bergljót Rist dags. 1. nóvember 2010 og athugasemdir Garðabæjar dags. 3. nóvember 2010. Einnig lagt fram bréf Orkuveitunnar dags. 21. desember 2010 þar sem lagðar eru fram tillögur að mótvægisaðgerðum. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. janúar 2011 um bréf OR frá 21. desember 2010.

Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
14.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram lýsing Spital vegna deiliskipulags og umhverfismats vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011. Einnig eru lögð fram drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 11:55
Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 12:20

Halldóra Bragadóttir arkitekt kynnti stöðu deiliskipulagsvinnunnar.

Umsókn nr. 42563
15.
afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 621 frá 1. febrúar og 622 frá 8. febrúar 2011.



Umsókn nr. 100409
440269-7969 Listasafn Einars Jónssonar
Pósthólf 1051 121 Reykjavík
16.
Hallgrímstorg 3 / Hnitbjörg, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 21. janúar 2011 var lögð fram fyrirspurn Listasafns Einars Jónssonar dags. 18. nóvember 2010 varðandi leyfi til að byggja viðbyggingu við húsið nr. 3 við Hallgrímstorg Hnitbjörg samkvæmt tillögu Studio Granda dags. í september 2010. Einnig er lagt fram bréf Borgarminjavarðar dags. 4. nóvember 2010, bréf Húsafriðunarnefndar dags. 12. nóvember 2010 og tölvubréf Júlíönu Gottskálksdóttur dags. 20. janúar 2011.
Frestað.

Umsókn nr. 110059
17.
Skipulagsráð, tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins; Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur."Á undanförnum árum hefur fjölgað þeim veitingastöðum sem bjóða þjónustu sína utandyra. Sem dæmi um það hversu stutt er síðan þessi þróun hófst fyrir alvöru er að í Þróunaráætlun miðborgar, sem er frá árinu 2001, er ekki fjallað um veitingarekstur á gangstéttum og torgum borgarinnar. Þessi starfsemi setur þó sterkan svip á yfirbragð og ímynd miðborgarinnar í þá veru að gera hana meira aðlaðandi og líflegri.
Í þeim tilgangi að skapa skjól fyrir viðskiptavini hafa víða í miðborginni verið settir upp lauslegir veggir af ýmsum toga. Sums staðar má bæta aðstöðu fyrir veitingaþjónustu utandyra og dæmi eru um að húsgögn standist ekki sjálfsagðar kröfur um gæði og útlit.
Lagt er til að skipulagsstjóri móti drög að stefnu hvað varðar veitingarekstur utandyra og leggi fyrir skipulagsráð. Þær verði settar fram með aðgengilegum hætti og verði leiðbeiningareglur fyrir rekstraraðila veitingahúsa. Miðað verði við að leiðbeiningareglurnar verði tilbúnar á vefsvæði sviðsins í apríl mánuði. Haft verði samráð við veitingamenn og aðra sem málið varðar.
Einnig felur ráðið skipulags- og byggingarsviði að bregðast við því sem sett hefur upp á útisvæðum veitingahúsa í leyfisleysi.
Frestað.

Umsókn nr. 110045 (01.15.24)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
18.
Lindargata 36, sala lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. janúar 2011 vegna samþykkt borgarráðs um að vísa erindi skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs dags. 13. janúar 2011 um sölu lóðar nr. 36 við Lindargötu til umsagnar skipulagsráðs. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 4. febrúar 2011.

Frestað.

Umsókn nr. 42515
19.
Ný götunöfn í Túnahverfi, Bríetartún, Þórunnartún, Katrínartún og Guðrúnartún.
Lögð fram tillaga að kynningarbréfi skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 14. janúar 2011 í Túnahverfi til hagsmunaaðila vegna tillögu Reykjavíkurborgar um nafnabreytingar á fjórum götum í Túnahverfi.

Frestað.

Umsókn nr. 100416
20.
Sæbraut, upplýsingarskilti
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 23. nóvember 2010 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsstjóra varðandi erindi Landforms ehf. f.h. Ferðafélags íslands dags. 19. nóvember 2010 um leyfi fyrir uppsetningu á upplýsingarskilti við Sæbraut á móts við Faxagötu og Kalkofnsveg.

Frestað.

Umsókn nr. 110039 (01.27.42)
21.
Skaftahlíð 24, bréf hverfisráðs Hlíða
Lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 28. janúar 2011 vegna bókunar hverfisráðs Hlíða frá 17. janúar 2011 þar sem óskað er eftir rökstuðningi Skipulags- og byggingasviðs fyrir heimild til viðbyggingar við hús nr. 24 við Skaftahlíð.

Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 110056
22.
Miðborgin, ályktun hverfisráðs varðandi íbúðahótel/hótelíbúðir
Lagt fram bréf Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða dags. 31. janúar 2011 vegna bókunar hverfisráðs Miðborgar frá 27. janúar 2011 um að nauðsynlegt sé að skýra betur skilmála og skilyrði fyrir byggingu íbúðahótela/hótelíbúða. Hverfisráð hvetur jafnframt til þess að stofnaður verði stýrihópur um reglur fyrir hótel og gistirými í Reykjavík sem undirhópur undir aðalskipulagshóp.

Vísað til meðferðar hjá stýrihópi um endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur.

Umsókn nr. 110018 (01.86.14)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
23.
Kúrland 27, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 17. janúar 2011 ásamt kæru dags. 7. janúar 2011 þar sem kærð er synjun á leyfi fyrir áður gerðri setlaug á lóðinni að Kúrlandi 27 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 3. febrúar 2011.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 100160 (01.80.24)
24.
Hvammsgerði 8, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 27. janúar 2011 vegna kæru á synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. mars 2010 um leyfi til að byggja svalaskýli úr stálstyrktum prófílum með tvöföldu einangrunargleri og einangrandi plötum á milli svala á fyrstu og annarri hæð íbúðarhússins að Hvammsgerði 8 í Reykjavík.
Úrskurður:
Felld er úr gildi synjun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. mars 2010, er borgarráð staðfesti hinn 11. sama mánaðar, um leyfi til að byggja svalaskýli úr stálstyrktum prófílum með tvöföldu einangrunargleri og einangrandi plötum á milli svala á fyrstu og annarri hæð íbúðarhússins að Hvammsgerði 8 í Reykjavík.



Umsókn nr. 100176 (02.53.61)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
25.
Sóleyjarimi 1-7, kæra 24/2010, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 27. janúar 2011 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 16. mars 2010 um að veita byggingarleyfi fyrir lokun svala á 2. til 5. hæð fjölbýlishúss að Sóleyjarima 1-7 í Reykjavík.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 16. mars 2010 um að veita byggingarleyfi fyrir lokun svala á 2. til 5. hæð fjölbýlishússins að Sóleyjarima 1-7 í Reykjavík.



Umsókn nr. 100233 (02.53.61)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26.
Sóleyjarimi 1-7, kæra 37/2010, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 27. janúar 2011 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. maí 2010 um að hafna umsókn um lokun svala íbúðar 0602 á efstu hæð fjölbýlishúss að Sóleyjarima 1-7 í Reykjavík.
Úrskurðarorð
Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. maí 2010, sem borgarráð staðfesti 20. sama mánaðar, um að hafna umsókn um lokun svala íbúðar 0602 á sjöttu hæð fjölbýlishússins að Sóleyjarima 1-7.