Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Víðidalur, Fákur,
Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs,
1.171.1 Hljómalindarreitur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Laugavegur 74,
Skaftahlíð 24,
Vatnsstígur 4,
Flugvallarvegur,
Langirimi 21-23,
Skáldastígur,
Leynigerði,
Örnefni í borgarlandinu,
Kirkjuteigur 24,
Hvammsgerði 8,
Nýlendugata 24c,
Fálkagötureitur,
Skipulagsráð
223. fundur 2010
Ár 2010, miðvikudaginn 10. nóvember kl. 09:15, var haldinn 223. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum:, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Björn Axelsson og Margrét Leifsdóttir
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 5. nóvember 2010.
Umsókn nr. 90164 (04.76)
2. Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi ll
Lögð fram tillaga Landslags ehf., dags. 13. nóvember 2009, að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis hestamannafélagsins Fáks í Víðidal. Einnig er lagt fram bréf Hestamannafélagsins Fáks, dags. 21. apríl 2009, og tillaga formanns skipulagsráðs um endurskoðun skipulagsins sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs þann 22. apríl 2009.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 9:58 þá var einngi búið að afgreiða mál nr. 7, 9 og 10 á fundinum, Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum í hennar stað
Kynnt.
Umsókn nr. 70721 (01.14.04)
3. Vallarstræti og suðurhluti Ingólfstorgs, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Björns Ólafs arkitekts dags. 5. nóvember 2009 að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar þar sem fram koma hugmyndir lóðarhafa að því hvernig má koma til móts við athugasemdir sem bárust við fyrri tillögu. Einnig er lögð fram áður auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna suðurhluta Ingólfstorgs, Vallarstrætis og lóðunum Thorvaldsensstræti 2, Vallarstræti 4 og Aðalstræti 7 ásamt athugasemdum sem bárust við auglýsingunni.
Frestað.
Umsókn nr. 80601 (01.17.11)
430491-1059
Festar ehf
Klapparstíg 29 101 Reykjavík
270151-2999
Benedikt T Sigurðsson
Suðurlandsbraut 60 108 Reykjavík
421199-2569
Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
4. 1.171.1 Hljómalindarreitur, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 15. september 2010 var lagt fram bréf Benedikts Sigurðssonar f.h. Festa ehf. dags. 2. ágúst 2010 með áfangaskiptingu framkvæmda ásamt nýrri og breyttri tillögu Arkitektur.is að breytingu á deiliskipulagi Laugavegs- og Skólavörðustígsreits vegna Hljómalindarreits sem afmarkast af Laugarvegi, Smiðjustíg, Hverfisgötu og Klapparstíg. Í breytingunni felst aukin uppbygging, breyttar götumyndir og fyrirkomulag á opnu torgi á miðju reitsins, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrætti, greinargerð og skilmálum arkitektur.is dags. 24. ágúst 2010. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Frestað.
Umsókn nr. 42279
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 611 frá 9. nóvember 22010.
Umsókn nr. 100399 (01.17.42)
690402-5720
Laug ehf
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
080864-5749
Orri Árnason
Laugavegur 39 101 Reykjavík
6. Laugavegur 74, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Laug ehf. dags. 20. október 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.2 vegna lóðarinnar nr. 74 við Laugaveg. Í breytingunni felst að hluti jarðhæðar verður nýtt sem hótel og hluti sem verslun. Einnig er lagt fram bréf hönnuðar dags. 14. október 2010.
Neikvætt.
Ekki er fallist á að breyta deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirspurnina.
Umsókn nr. 100318 (01.27.42)
440703-2590
THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
711208-0700
Reitir fasteignafélag hf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
7. Skaftahlíð 24, (fsp) stækkun
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta dags. 3. september 2010 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 24 við Skaftahlíð samkvæmt uppdrætti dags. 25. ágúst 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. október 2010.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að lóðarhafi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, í samráði við embætti skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 40514 (01.17.211.9)
490996-2499
S33 ehf
Stórhöfða 33 110 Reykjavík
8. Vatnsstígur 4, (fsp) niðurrif og nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. október 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að rífa hús sem fyrir er á lóð og byggja nýtt, þrjár hæðir og kjallara, tólf íbúðir með bílgeymslu fyrir fimm bíla í kjallara á lóð nr. 4 við Vatnsstíg.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 3. desember 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 14. desember 2009.
Erindinu er vísað til skoðunar og meðferðar í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu á svæðinu.
Umsókn nr. 100328 (01.62.8)
550169-6149
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík
Flugvallarvegi 101 Reykjavík
420381-0349
Verkfræðistofa Sigurðar Sigurðs
Hegranesi 15 210 Garðabær
9. Flugvallarvegur, málskot
Lagt fram málskot Verkfræðistofu Sigurðar Sigurðssonar f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík dags. 8. september 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra varðandi afnot af grænu svæði, stækkun á lóð og viðbótarbílastæði, breikkun og færslu á núverandi inn- og útkeyrslu ásamt því að leggja nýja innkeyrslu á lóð Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur við Flugvallarveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. júní 2010.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 25. júní 2010 staðfest.
Umsókn nr. 100369 (02.54.68)
550896-2149
Spöng ehf
Bæjarflöt 15 112 Reykjavík
701205-1540
Teiknistofan Óðinstorgi ehf
Óðinsgötu 7 101 Reykjavík
10. Langirimi 21-23, málskot
Lagt fram málskot Spangar ehf. dags. 11. október 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 10. september 2010 um að breyta endahúsnæði á vesturenda á 2. hæð á lóð nr. 21-23 við Langarima, úr sólbaðsstofu í íbúð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. október 2010.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 10. september 2010 staðfest.
Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi kl. 11:30
Umsókn nr. 90365
11. Skáldastígur, bréf
Lögð fram orðsending borgarstjóra ásamt bréfi Kristins E. Hrafnssonar dags. 8. október 2009 varðandi Skáldastíg í Grjótaþorpi. Einnig er lögð fram umsögn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 17. ágúst 2010, tölvupóstur borgarminjavarðar dags. 24. ágúst 2010 og bréf borgarráðs dags. 7. október 2010 ásamt tillögu og greinargerð menningar- og ferðamálaráðs dags. 29. september 2010. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags.18. október 2010.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
Umsókn nr. 42264
12. Leynigerði, nafngift
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa til skipulagsráðs dags. 26. október 2010 vegna nafngiftar á bakstíg samhliða Sogavegi tengdum Tunguvegi.
Hluti af korti úr borgarvefsjá fylgir erindinu.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt
Umsókn nr. 100390
13. Örnefni í borgarlandinu, bréf Menningar- og ferðamálaráðs
Lagt fram bréf Menningar- og ferðamálasviðs dags. 26. október 2010 vegna fundar menningar- og ferðamálaráðs 25. október 2010 þar sem ráðið beinir þeim tilmælum til skipulagsráðs að endurskoða skipun í nafnanefnd síðan 2001 og óskar jafnframt að fulltrúi frá Minjasafni Reykjavíkur taki sæti í nefndinni. Einnig lögð fram umsögn Borgarminjavarðar dags. 18. október 2010.
Umsókn nr. 42265 (01.36.300.1)
14. Kirkjuteigur 24, friðun Laugarnesskóla
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 22. október 2010 vegna friðunar á Laugarnesskóla á lóð nr. 24 við Kirkjuteig. Friðunarskjal Menntamálaráðherra dags. 14. september 2010, en þar kemur fram að friðun nái til ytra byrðis hússins og miðrýmis skólans í seinni byggingaráfanga hans. Jafnframt afrit af tilkynningarbréfi Menntamálaráðuneytisins til Húsafriðunarnefndar dags. 19. október 2010.
Umsókn nr. 100160 (01.80.24)
15. Hvammsgerði 8, kæra, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 12. apríl 2010 þar sem kærð er afgreiðsla á byggingarleyfisumsókn um svalaskýli milli svala á 1. og 2. hæð hússins að Hvammsgerði 8. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 22. sept. 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 90004 (01.13.11)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
16. Nýlendugata 24c, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4. nóvember 2010 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkur frá 24. september 2008 um breytt deiliskipulag Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 24c við Nýlendugötu í Reykjavík.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu samþykktar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 24. september 2008 um breytt deiliskipulag Nýlendureits vegna lóðarinnar nr. 24c við Nýlendugötu í Reykjavík.
Umsókn nr. 90288 (01.55)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17. Fálkagötureitur, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 4. nóvember 2010 vegna kæru á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 15. maí 2008 um deiliskipulag fyrir Fálkagötureit, sem afmarkast af Tómasarhaga, Hjarðarhaga, Suðurgötu, lóðum við Fálkagötu 1-13 og Tómasarhaga 7.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 15. maí 2008 um deiliskipulag fyrir Fálkagötureit í Reykjavík.