Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21, Áland, Furuborg, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, Kaplaskjól, Kristnibraut 65-67, Afgreiðslufundu byggingarfulltrúa, Laugavegur 178, Lækjargata 8, Landakot, Borgartún 8-16, Skaftahlíð 24, Vatnsstígur 4, Flugvallarvegur, Langirimi 21-23, Lóð fyrir einkasjúkrahús, Skipulagsráð, Laugavegur 4-6, Skipulagsráð, Sóleyjarimi 1-7, Sóleyjarimi 1-7, Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1,

Skipulagsráð

221. fundur 2010

Ár 2010, miðvikudaginn 27. október kl. 09:07, var haldinn 221. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og áheyrnarfulltrúnn Sóley Tómasdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Helga Björk Laxdal, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir, Margrét Þormar, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir og Lilja Grétarsdóttir. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 22. október 2010.







Umsókn nr. 60118 (04.35.09)
050255-5229 Linda Hrönn Ágústsdóttir
Fjarðarás 5 110 Reykjavík
2.
18">Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu eru lögð fram að nýju drög að breytingu á deiliskipulagi Árbær - Selás vegna lóðarinnar að Þykkvabæ 21. dags. 16. febrúar 2006. Málið var í kynningu frá 30. mars 2006 til og með 27. apríl 2006. Athugasemdabréf bárust frá Birni S. Ásgeirssyni hrl. f.h. Bjarna Ágústssonar og Ástu Marinósdóttur dags. 10. apríl, Theódóri Marinóssyni dags. 19. apríl, Ingva G. Sigurðssyni mótt. 25. apríl, Stefáni Thors dags. 26. apríl, listi með 127. undirskriftum frá íbúum úr Árbænum mótt. 26. apríl, Ólafi Hannibalssyni og Guðrúnu Pétursdóttur dags. 4. apríl og Árna Vigfússyni, Sigurði Halldórssyni og Theodór Marinóssyni dags. 26. apríl 2006. Einnig lagt fram bréf lögfræði og stjórnsýslu dags. 27. apríl 2006 til lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar vegna beiðni um umsögn vegna eignarnámsheimilda, umsögn lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 12. september 2006 og bréf borgarstjóra dags. 6. október 2006, vegna samþykkt borgarráðs 5. október 2006 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 27. september 2006, varðandi viðræður um kaup á Árbæjarbletti 62 vegna breytinga á deiliskipulagi Árbæjar og Seláss, ennfremur er lögð fram umsögn lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 12. september 2006 og bréf Lex lögmannsstofu dags. 5. desember 2007. Erindinu var vísað til umsagnar Framkvæmda- og eignasviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Framkvæmda- og eignaráðs dags. 19. febrúar 2009. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 4. október 2010.
Synjað með vísan til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90093
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3.
Áland, Furuborg, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 5. mars 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgarspítalans vegna lóðar leikskólans Furuborgar. Í breytingunni felst stækkun lóðar og byggingarreits auk fjölgunar á bílastæðum, samkvæmt uppdrætti dags. 3. mars 2009. Einnig er lögð fram skýrsla Umhverfis- og samgöngusviðs að svifryks- og hljóðvistarmælingum fyrir lóðina, dags. 25. júní 2010. Tillagan var áður auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2009.

Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 09:10
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að nýju.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90460 (01.63)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
4.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ
Á fundi skipulagsstjóra 2. júlí 2010 var lagt fram erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 23. mars 2010 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 29. mars 2010. Einnig eru lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarsviðs dags. 9. júní 2010 af kynningarfundi vegna málsins sem haldinn var þann 3. júní sl. Auglýsing stóð yfir frá 31. apríl til og með 30. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 31. maí, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 22. júní, Helga Þorkelsdóttir, Páll Þorgeirsson, Jóhannes Fossdal og Hilda Hansen dags. 28. júní, Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. júní, Ragnheiður Harðardóttir og Jón Sch. Thorsteinsson dags. 29. júní, greinargerð Glámu Kím unnin fyrir íbúa við Odda- og Aragötu dags. 28. júní, Ingibjörg E. Björnsdóttir f.h. Svanhildar Sigurðardóttur dags. 30. júní, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Helgi Björnsson dags. 30. júní, Bjarki Gunnar Halldórsson dags. 30. júní, Baldur Símonarson dags. 30. júní, Jón Jóhannes Jónsson dags. 30. júní og Max Dager f.h. Norræna hússins dags. 1. júlí 2010.

Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 09:20
Frestað.
Skipulagsráð óskar eftir því að samgöngustefna Háskóla Íslands verði lögð fram á fundi ráðsins. Óskað er eftir því að umbeðin gögn berist tímanlega fyrir fund skipulagsráðs í næstu viku.


Umsókn nr. 90100
5.
Teigahverfi norðan Sundlaugavegar, nýtt deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga að deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar dags. 22. október 2010. Einnig er lögð fram Húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur skýrsla nr. 150 dags. 2009, endurskoðað varðveislumat Minjasafns Reykjavíkur vegna Bjargs dags. 23. febrúar 2010 og samantekt verkefnisstjóra dags. 6. ágúst 2010 varðandi ábendingar úr hagsmunaaðilakynningu.
Elín Gunnlaugsdóttir, arkitekt kynnti tillöguna.
Frestað.


Umsókn nr. 100380
6.
Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 22. október 2010 að breytingu á deiliskipulagi Kaplaskjóls. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að á lóðunum nr. 1 til 3 við Meistaravelli sé gert ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum í stað fjögurra.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson sat hjá við afgreiðslu málsins


Umsókn nr. 100337 (04.11.54)
561184-0709 Búseti svf,húsnæðissamvinnufél
Skeifunni 19 108 Reykjavík
190253-5389 Eyjólfur Einar Bragason
Melhæð 2 210 Garðabær
7.
Kristnibraut 65-67, breyting á skilmálum
Lögð fram umsókn og tillaga Eyjólfs Einars Bragasonar f.h. Búseta svf dags. 10. september 2010 að breytingu á skilmálum deiliskipulags Grafarholts, svæðis 3 vegna lóðarinnar nr. 65-67 við Kristnibraut. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum hússins úr 18 í 19.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 42241
8.
Afgreiðslufundu byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 609 frá 26. október 2010.


Umsókn nr. 100379 (01.25.11)
090638-4839 Þráinn Karlsson
Hjallaland 8 108 Reykjavík
570703-2260 Vallhólmi ehf
Hjallalandi 8 108 Reykjavík
9.
Laugavegur 178, (fsp) breyta skrifstofuhúsnæði í hótel
Lögð fram fyrirspurn Vallhólma ehf. móttekin 18. október 2010 varðandi leyfi til að breyta skrifstofuhúsnæði í hótel á 2, 3 og 4 hæð og 1. hæð í morgunverðarsal og móttöku á lóðinni nr. 178 við Laugaveg samkvæmt uppdrætti Þráins & Benedikts dags. í október 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra 22. október 2010.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist landnotkun í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.
Sækja þarf um byggingarleyfi.


Umsókn nr. 100382 (01.14.05)
450269-3609 Lækur ehf
Bæjarlind 6 201 Kópavogur
080864-5749 Orri Árnason
Laugavegur 39 101 Reykjavík
10.
Lækjargata 8, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Zeppelin arkitekta f.h. Lækjar ehf., dags. 21. okt. 2010, um breytingu á deiliskipulagi Pósthússtrætisreits vegna aukins byggingarmagns fyrir Lækjargötu 8.
Neikvætt.
Ekki er fallist á að heimila breytingu á deiliskipulagi svæðisins í samræmi við fyrirspurnina.


Umsókn nr. 100384 (01.16.01)
680169-4629 Kaþólska kirkjan á Íslandi
Pósthólf 490 121 Reykjavík
101069-5249 Davíð Kristján Chatham Pitt
Skildinganes 11 101 Reykjavík
11.
Landakot, (fsp) safnaðarheimili á lóð Kaþólsku kirkjunnar
Lögð fram fyrirspurn Davíðs Pitt f.h. Kaþólsku kirkjunnar, dags. 18. okt. 2010, um safnaðarheimili og fjölnotahús á lóð Kaþólsku kirkjunnar við Landakot.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindið.
Tillagan verður auglýst þegar hún berst.


Umsókn nr. 100145 (01.22.01)
680504-2880 PK-Arkitektar ehf
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
681205-3220 Höfðatorg ehf
Skúlagötu 63 105 Reykjavík
12.
Borgartún 8-16, (fsp) færsla á byggingarmagni
Lögð fram að nýju fyrirspurn PK Arkitekta dags. 14. apríl 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Höfðatorgsreits. Einnig er lagt fram erindi PK - Arkitekta dags. 23. september 2010 ásamt uppdrætti dags. 4. apríl 2008 breyttur 27. ágúst 2010 og skýringaruppdrætti dags. 20. september 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. október 2010.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 100318 (01.27.42)
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
711208-0700 Reitir fasteignafélag hf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
13.
Skaftahlíð 24, (fsp) stækkun
Á fundi skipulagsstjóra 10. september 2010 var lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta dags. 3. september 2010 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 24 við Skaftahlíð samkvæmt uppdrætti dags. 25. ágúst 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. október 2010.
Frestað.

Umsókn nr. 40514 (01.17.211.9)
490996-2499 S33 ehf
Stórhöfða 33 110 Reykjavík
14.
Vatnsstígur 4, (fsp) niðurrif og nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. október 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að rífa hús sem fyrir er á lóð og byggja nýtt, þrjár hæðir og kjallara, tólf íbúðir með bílgeymslu fyrir fimm bíla í kjallara á lóð nr. 4 við Vatnsstíg.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 3. desember 2009 fylgir erindinu ásamt umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 14. desember 2009.
Frestað.

Umsókn nr. 100328 (01.62.8)
550169-6149 Flugbjörgunarsveitin Reykjavík
Flugvallarvegi 101 Reykjavík
420381-0349 Verkfræðistofa Sigurðar Sigurðs
Hegranesi 15 210 Garðabær
15.
Flugvallarvegur, málskot
Lagt fram málskot Verkfræðistofu Sigurðar Sigurðssonar f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík dags. 8. september 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra varðandi afnot af grænu svæði, stækkun á lóð og viðbótarbílastæði, breikkun og færslu á núverandi inn- og útkeyrslu ásamt því að leggja nýja innkeyrslu á lóð Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur við Flugvallarveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 24. júní 2010.
Frestað.

Umsókn nr. 100369 (02.54.68)
550896-2149 Spöng ehf
Bæjarflöt 15 112 Reykjavík
701205-1540 Teiknistofan Óðinstorgi ehf
Óðinsgötu 7 101 Reykjavík
16.
Langirimi 21-23, málskot
Lagt fram málskot Spangar ehf. dags. 11. október 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 10. september 2010 um að breyta endahúsnæði á vesturenda á 2. hæð á lóð nr. 21-23 við Langarima, úr sólbaðsstofu í íbúð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. október 2010.
Frestað.

Umsókn nr. 100208
17.
Lóð fyrir einkasjúkrahús, staðsetning
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra dags. 14. maí 2010 vegna erindis Ástráðar Haraldssonar f.h. undirbúningsfélags um stofnun og rekstur einkasjúkrahúss í Reykjavík dags 22. mars 2010 varðandi staðsetningu fyrir slíkt sjúkrahús innan borgarmarkanna.
Frestað.

Umsókn nr. 100355
18.
Skipulagsráð, tillaga um kynningu á framkvæmdum
Lögð fram eftirfarandi tillaga. "Samfylkingin og Besti flokkurinn gera tillögu um að ítarleg kynning á framkvæmdum í borginni á framkvæmdarstað verði eitt af skilyrðum byggingarleyfis. Sérstök áhersla skal lögð á ítarlega myndræna kynningu og upplýsingatexta á byggingarstað þar sem byggt er í miðborginni. Slíkar upplýsingar skal setja upp á framkvæmdarstað um leið og framkvæmdir hefjast."
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til meðferðar hjá embætti skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 100213 (01.17.13)
19.
Laugavegur 4-6, lokun svæðisins
Lagðar fram tillögur Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 18. október 2010 að grindverki lóðarinnar nr. 4-6 við Laugaveg.
Frestað.

Umsókn nr. 100366
500269-3249 Olíuverslun Íslands hf
Pósthólf 310 121 Reykjavík
20.
Skipulagsráð, Fjölorkustöðvar
Lagt fram bréf Olíuverslunar Íslands hf. dags. 6. október 2010 þar sem félagið upplýsir skipulagsráð Reykjavíkur að félagið hafi á stefnuskrá sinni að gera í framtíðinni stærstu þjónustustöðvar sínar að fjölorkustöðvum. Bréfinu fylgir afrit af bréfi til Sorpu dags. 5. október 2010 varðandi dreifingu á metangasi fyrir bifreiðar.


Umsókn nr. 100176 (02.53.61)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
21.
Sóleyjarimi 1-7, kæra 24/2010, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 4. maí 2010 ásamt kæru dags. 23. apríl 2010 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir lokun svala fjölbýlishússins að Sóleyjarima 1-7. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 18. okt. 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 100233 (02.53.61)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
22.
Sóleyjarimi 1-7, kæra 37/2010, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru dags. 7. júní 2010 þar sem kærð er synjun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa þ. 18. maí 2010 á byggingarleyfisumsókn fyrir lokun svala í mhl. 04 í íbúð 0602 á 6. hæð fjölbýlishússins nr. 1-7 við Sóleyjarima. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 18. okt. 2010.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 100386 (01.17.02)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
23.
Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 21. október 2010 ásamt kæru dags. 14. september 2010 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun um sameiningu lóðanna Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1 í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.