Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Hlíðarendi, Valssvæði,
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis,
1.171.1 Hljómalindarreitur,
Bauganes 22,
Melar, reitur 1.540,
Grensásvegur 62,
Hólmvað 54-70,
Starengi 50, 52, 80, 82, 106 og 108,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Félag Múslima á Íslandi,
Skipulagsráð,
Vesturgata 5B,
Kjalarnes, Móavík,
Vogar sunnan Skeiðarvogs,
Kjalarnes, Mógilsá,
Tunguvegur 19,
Skúlagata 4,
Reitur Menntaskólans í Reykjavík,
Fróðengi 1-11, Spöngin 43,
Skipulagsráð
215. fundur 2010
Ár 2010, miðvikudaginn 15. september kl. 09:08, var haldinn 215. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Sverrir Bollason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hildur Sverrisdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Bjarni Þ Jónsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson, Þórarinn Þórarinsson og Björn Ingi Eðvaldsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 3. og 10. september 2010.
Umsókn nr. 100098 (01.62)
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
2. Hlíðarendi, Valssvæði, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 23. júlí 2010 var lögð fram tillaga ALARK arkitekta ehf. dags. 30. apríl 2010 að breytingu á deiliskipulagi á lóð Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda. Í tillögunni felst breyting á gildandi deiliskipulagi sem byggir á niðurstöðu í vinningstillögu í hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar, samkvæmt uppdrætti dags. 30. apríl 2010. Einnig lagður fram skýringaruppdráttur og greinargerð dags. 30. apríl 2010, umsögn umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10 mars 2010 og 20. maí 2010, minnisblað skipulagsstjóra dags. 5. maí 2010, minnisblaði Menntasviðs dags. 17. maí 2010 varðandi þörf á skóla og leikskóla fyrir Valssvæði að Hlíðarenda og hljóðvistarskýrslum og greinargerð dags. í maí 2010. Auglýsing stóð yfir frá 9. júní 2010 til og með 22. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Bragi Halldórsson dags. 9. júní 2010 THG. Halldór Guðmundsson, arkitekt, f.h. Isavia ohf. dags. 15. júlí og THG. Halldór Guðmundsson, arkitekt, f.h. Reita dags. 16. júlí, Stefán Karlsson f.h. Knattspyrnufélagsins Vals dags. 19. júlí 2010.
Kristín Soffía Jónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:10
Frestað.
Umsókn nr. 100072 (04.36.3)
410604-3370
Erum Arkitektar ehf
Grensásvegi 3-5 108 Reykjavík
3. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, breyting á deiliskipulagi, áhorfendastúka
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Erum arkitekta f.h. Íþróttafélagsins Fylkis dags. 25. febrúar 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Íþróttasvæðis Fylkis við Fylkisveg. Í breytingunni felst breyting á fyrirkomulagi mannvirkja og færsla áhorfendastúku innan lóðarinnar samkvæmt uppdrætti dags. í febrúar, móttekin 25. febrúar 2010. Einnig lögð fram greinargerð, móttekin 25. febrúar 2010, og tölvubréf Arnars Hafsteinssonar framkvæmdastjóra Fylkis, dags. 15. apríl 2010. Auglýsing stóð yfir frá 21. maí til og með 2. júlí 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Magnús Magnússon og E. Kristrún Guðbergsdóttir dags. 30. maí 2010, undirskriftarlisti 12 íbúa við Dísarás dags. 22. júní, Sif Ómarsdóttir, Þórhallur Þráinsson og Sigríður Einarsdóttir dags. 26. júní Gunnlaugur Þráinsson dags. 28. júní, María Ýr Valdimarsdóttir og Rúnar Sigurðsson, Ásta Bárðardóttir og Páll Kolka Ísberg dags. 2. júlí og Jóhannes Guðbjörnsson dags. 3. júlí 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 13. september 2010.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80601 (01.17.11)
430491-1059
Festar ehf
Klapparstíg 29 101 Reykjavík
270151-2999
Benedikt T Sigurðsson
Suðurlandsbraut 60 108 Reykjavík
421199-2569
Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
4. 1.171.1 Hljómalindarreitur, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 3. september 2010 var lagt fram bréf Benedikts Sigurðssonar f.h. Festa ehf. dags. 2. ágúst 2010 með áfangaskiptingu framkvæmda ásamt nýrri og breyttri tillögu Arkitektur.is að breytingu á deiliskipulagi Laugavegs- og Skólavörðustígsreits vegna Hljómalindarreits sem afmarkast af Laugarvegi, Smiðjustíg, Hverfisgötu og Klapparstíg. Í breytingunni felst aukin uppbygging, breyttar götumyndir og fyrirkomulag á opnu torgi á miðju reitsins, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrætti , greinargerð og skilmálum arkitektur.is dags. 24. ágúst 2010.
Guðrún Fanney Sigurðardóttir arkitekt og Páll Tómasson kynntu.
Frestað.
Umsókn nr. 80174 (01.67.42)
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
010768-3499
Magnús Einarsson
Mánabraut 4 200 Kópavogur
5. Bauganes 22, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð er fram að nýju umsókn Alark f.h. Magnúsar Einarssonar dags. 6. mars 2008 um breytingu á deiliskipulagi Skildinganess vegna lóðar nr. 22 við Bauganes skv. uppdrætti, dags. 25. febrúar 2008. Einnig eru lagðar fram athugasemdir frá fyrri grenndarkynningu frá Guðjóni Ólafssyni Kjalarlandi 10 dags. 7. apríl 2008 og Björk Aðalsteinsdóttur Bauganesi 24 dags. 10. apríl 2008 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags 23. apríl 2008. Málið var samþykkt þann 25. apríl 2008 en fellt úr gildi 6. júlí 2010. Einnig er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. júlí 2010 ásamt uppdrætti Alark dags. 25. febrúar 2008, endurdags. 23. júlí 2010. Grenndarkynningin stóð yfir frá 30. júlí 2010 til og með 30. ágúst 2010. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Björk Aðalsteinsdóttir dags. 30. ágúst 2010. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 1. september 2010.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 90134
6. Melar, reitur 1.540, deiliskipulag
Á fundi skipulagsstjóra 20. ágúst 2010 var lögð fram að tillaga Teiknistofunnar Gláma Kím að deiliskipulagi Mela reitur 1.540, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti og skýringamynd dags. í janúar 2010 Skipulagssvæðið afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel. Einnig er lögð fram forsögn að deiliskipulagi Mela dags. apríl 2009 og ábendingar sem bárust við forkynningunni. Auglýsing stóð yfir frá 5. maí 2010 til og með 16. júní 2010. Engar athugasemdir bárust. Samþykkt var að framlengja frest til að gera athugasemdir við tillöguna til 13 ágúst 2010. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Örn Úlfar Sævarsson dags. 10. ágúst og Ragnheiður Hákonardóttir, 2 bréf dags. 12. og 13. ágúst, Guðríður Kristjánsdóttir, f.h. eigenda að Hagamel 16-22 dags. 12. ágúst og Hrund Ó. Andradóttir dags. 13. ágúst 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 13. september 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 100287 (01.80.5)
440703-2590
THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
500300-2130
Landspítali
Eiríksgötu 5 101 Reykjavík
7. Grensásvegur 62, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn THG f.h. Landspítala, dags. 3. ágúst 2010, um breytingu á deiliskipulagi lóðar Grensásdeildar Landspítalans nr. 62 við Grensásveg skv. uppdrætti, dags. 23. júlí 2010. Tillaga að breytingu gengur út á að byggja opið skýli yfir bílastæði fatlaðra á lóð og breyta fyrirkomulagi bílastæða á lóðinni sunnan megin við aðalbyggingu. Ekki er um neina stærðaraukningu að ræða. Grenndarkynningin stóð yfir frá 11. ágúst 2010 til og með 8. september 2010. Athugasemd barst frá Orkuveitu Reykjavíkur dags. 7. september 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 13. september 2010.
Sóley Tómasdóttir vék af fundi kl. 12:05
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 100320 (04.74.17)
310551-3259
Jón Guðmundsson
Látraströnd 12 170 Seltjarnarnes
8. Hólmvað 54-70, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Jóns Guðmundssonar dags. 8. september 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðarinnar nr. 54-70 við Hólmvað. Í breytingunni felst að lóð er stækkuð samkvæmt uppdrætti dags. 25. ágúst 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 100315
671197-2919
Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
160471-2989
Þóra Þórsdóttir
Starengi 106 112 Reykjavík
9. Starengi 50, 52, 80, 82, 106 og 108, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Arkís ehf. dags. 3. september 2010 ásamt uppdrætti dags s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi Engjahverfi, hluta C vegna lóðanna nr. 50, 52, 80, 82, 106 og 108. Í breytingunni felst stækkun lóðanna til austurs um 2 metra.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 42044
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundur nr. 602 frá 7. september og fundur nr. 603 frá 14. september 2010.
Umsókn nr. 100178
11. Félag Múslima á Íslandi, (fsp) staðsetning Mosku
Lögð fram fyrirspurn Félags Múslima á Íslandi dags. 6. maí 2010 þar sem óskað er eftir viðræðum vegna staðsetningar á lóð fyrir Mosku í Reykjavík. Staðsetningar sem bent er á eru, svæði vestan Veðurstofu Íslands, á lóð Íslandsbanka við Kirkjusand og á lóð Sjómannaskólans við Háteigsveg.
Kynnt.
Umsókn nr. 100324
12. Skipulagsráð, kosning varamanns
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. september 2010 vegna samþykktar borgarráðs frá 7. september 2010 um að Óttar Proppé taki sæti Barða Jóhannssonar sem varamaður í skipulagsráði.
Umsókn nr. 70806 (01.13.61)
13. Vesturgata 5B, breyting á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Gröndalshúss
Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. apríl 2008 vegna samþykktar skipulagsráðs frá 9. apríl 2008 varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Grjótaþorps vegna Gröndalshús ásamt mótmælum 7 nágranna dags. 22. apríl 2008. Einnig lagt fram bréf dags. 27. júní 2008 sem 34 nágrannar Gröndalshússlóðar skrifa undir og lýsa ánægju sinni með framkvæmdina.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 12:36
Kynnt.
Umsókn nr. 100314
521004-2740
Themis ehf lögmannsstofa
Bíldshöfða 9 110 Reykjavík
14. Kjalarnes, Móavík, málskot
Lagt fram málskot Themis Lögmannsstofu dags. 30. ágúst 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 20. ágúst 2010 varðandi stofnun nýrrar lóðar úr landi Móavíkur á Kjalarnesi. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12.ágúst 2010.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 90101 (01.4)
15. Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um nýtt deiliskipulag vegna Voga, sunnan Skeiðarvogs.
Umsókn nr. 100286
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
561204-2760
Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
16. Kjalarnes, Mógilsá, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Mógilsár og Kollafjarðar vegna tveggja lóða fyrir dreifistöðvar OR.
Umsókn nr. 90453 (01.83.70)
251255-7179
Sæmundur Pálsson
Hlyngerði 4 108 Reykjavík
17. Tunguvegur 19, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi Sogavegar vegna lóðarinnar að Tunguvegi 19.
Umsókn nr. 100281 (01.15.03)
530269-3889
Sjávarútvegshúsið (Skúlagata 4)
Nóatúni 17 105 Reykjavík
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
18. Skúlagata 4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 2. september 2010 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulag Stjórnarráðsreits vegna lóðarinnar að Skúlagötu 4.
Umsókn nr. 80512 (01.18.00)
19. Reitur Menntaskólans í Reykjavík, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 23. júlí 2008 ásamt kæru, dags. 1. júlí 2008, þar sem kærð er ákvörðun um deiliskipulag fyrir reit 1.1.80.0, reit Menntaskólans í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 1. september 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 100066 (02.37.6)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20. Fróðengi 1-11, Spöngin 43, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 18. febrúar 2010, ásamt kæru, dags. 28. janúar 2010, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Spangarinnar varðandi Fróðengi 1-11 í Reykjavík. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 31. ágúst 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.