Skipulagsráð, Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Elliðaárdalur, Haðaland 26, Fossvogsskóli, Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, Túnahverfi, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Tryggvagata 10, Kjalarnes, Brautarholt, Skipulagslög, Aðalskipulag Reykjavíkur, Svæðisskipulag, Sæbraut, Alþingisreitur fornleifarannsókn, Lofnarbrunnur 6-8, Kirkjuteigur 12, Grundarstígur 10,

Skipulagsráð

193. fundur 2009

Ár 2009, miðvikudaginn 9. desember kl. 09:05, var haldinn 193. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Stefán Þór Björnsson, Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Sigurður Kaiser Guðmundsson, Magnús Skúlason, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir, Þórarinn Þórarinsson og Björn Ingi Edvardsson Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 90450
1.
Skipulagsráð, forgangsröðun í atvinnumálum
Kynnt skýrsla um Forgangsröðun í atvinnumálum
-Leiðbeinandi viðmið- dags. 8. desember 2009.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók sæti á fundinum kl. 9:10


Oddný Sturludóttir og Sigurður Snævarr kynntu.

Umsókn nr. 10070
2.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 4. desember 2009.


Umsókn nr. 90396 (04.2)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
500299-2319 Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
3.
Elliðaárdalur, breytt deiliskipulag vegna lóða Orkuveitunnar
Á fundi skipulagsstjóra 6. nóvember 2009 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. nóv. 2009, um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóða fyrir borholuhús Orkuveitunnar í dalnum. Einnig lagt fram bréf Landslags ehf., dags. 4. nóv. 2009 ásamt uppdrætti. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvubréfi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. nóvember 2009.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90423 (01.86.39)
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
4.
Haðaland 26, Fossvogsskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 26 við Haðaland, lóð Fossvogsskóla. Í breytingunni felst að heimilt verður að staðsetja boltagerði í suðvesturhluta lóðar, að byggingarreitur fyrir færanlegar stofur verði staðsettur á núverandi boltavelli og færslu og fækkun á bílastæðum samkvæmt uppdrætti, dags. 26. nóvember 2009
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu sérstaklega um auglýsingu tillögunnar með bréfi.


Umsókn nr. 90131 (04.36.3)
470199-3189 Teiknistofan Storð ehf
Sunnuvegi 11 220 Hafnarfjörður
5.
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, deiliskipulag, grasæfingasvæði
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Storð ehf. dags. 10. júlí 2009 að breytingu á deiliskipulagi íþróttasvæðis Fylkis. Deiliskipulagssvæðið afmarkast af gervigrasvelli og lóð Árbæjarsundlaugar til norðurs, göngustíg neðan við Klapparás til austurs og göngustíg meðfram Elliðaám til vesturs samkvæmt uppdrætti dags. 10. júlí 2009. Einnig eru lagðar fram umsagnir Veiðimálastofnunar dags. 19. ágúst 2009 og 23. nóvember 2009 ásamt umsögn Umhverfisstofnunar dags. 30. september 2009.
Tillögunni vísað til umsagnar umhverfis- og samgönguráðs.

Umsókn nr. 90135 (01.2)
6.
Túnahverfi, deiliskipulag staðgreinireitir 1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0, 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351
Lögð fram tillaga Arkhússins ehf. að deiliskipulagi Túnahverfis dags. 18. nóvember 2009. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. apríl 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af staðgreinireitum1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0 og 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351, Samtúni, Nóatúni, Miðtúni, Hátúni og Höfðatúni.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á reitnum.

Umsókn nr. 40780
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 567 frá 8. desember 2009.


Umsókn nr. 40686 (01.13.210.1)
421105-1380 Cent ehf
Suðurlandsbraut 52 108 Reykjavík
8.
Tryggvagata 10, niðurrif
Sótt er um leyfi til að rífa iðnaðar- og verslunarhúsið á lóð nr. 10 við Tryggvagötu.
Erindi fylgir ástandsskýrsla dags. 7. júlí, bréf hönnuðar til Húsafriðunarnefndar dags. 2. október, umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 9. nóvember og bréf hönnuðar dags. 10. nóvember, 2009 ásamt umsögnum Minjasafns Reykjavíkur dags. 16. september og 24. nóvember 2009
Stærð niðurrifs: Fastanr. 200-0547 Mhl.01 merkt 0101 verslunarhús 346 ferm., fastanr. 200-0548 Mhl.02 merkt 0101 iðnaðarhús 163 ferm.
Samtals niðurrif: 509 ferm. Gjald kr 7.700
Frestað.

Umsókn nr. 90385
250572-3959 Bjarni Pálsson
Brautarholt 1 116 Reykjavík
9.
Kjalarnes, Brautarholt, (fsp) golfvöllur
Á fundi skipulagsstjóra 30. október 2009 var lögð fram fyrirspurn Bjarna Pálssonar dags. 28. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kjalarnes, Brautarholt vegna golfvallar samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar dags. 23. október 2009. Erindinu var vísað til umsagnar hjá Umhverfis- og samgöngusviði, heilbrigðiseftirliti og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 2. desember 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 4. desember 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 80167
10.
Skipulagslög, frumvarp
Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 26. október 2009 til Umhverfisráðuneytisins vegna frumvarps til skipulagslaga.
Helga Björk Laxdal lögfræðingur kynnti

Umsókn nr. 90447
11.
Aðalskipulag Reykjavíkur, Íbúaspá
Kynnt íbúaspá vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur.
Haraldur Sigurðsson skipulagsfræðingur kynnti.

Umsókn nr. 90436
12.
Svæðisskipulag, athafnasvæðið Tungumelum
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 30. nóvmeber 2009 ásamt erindi Mosfellsbæjar varðandi tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna stækkunar á athafnasvæðinu á Tungumelum.
Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 90440
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
13.
Sæbraut, útilistaverk Varða
Lagt fram erindi menningar- og ferðamálaráðs dags. 25. nóvember varðandi staðsetningu á útilistaverkinu Vörðu við Sæbraut.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu. listaverksins.

Umsókn nr. 90328 (01.14.11)
14.
Alþingisreitur fornleifarannsókn, skipan í vinnuhóp ásamt skýrslu vinnuhópsins
Lögð fram skýrsla vinnuhóps Mennta- og Menningarmálaráðherra dags. 6. nóvember 2009 að stefnu um framhald rannsókna, varðveislu og sýningu á fornleifum á Alþingisreit og nágrenni.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður kynnti.

Stefán Þór Björnsson vék af fundi kl. 11:40


Umsókn nr. 40761 (02.69.580.4)
15.
Lofnarbrunnur 6-8, bréf byggingarfulltrúa
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 18. ágúst 2009 til lóðarhafa í Lofnarbrunni 6-8 og svarbréf eigenda dags. 12. sept. 2009.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 40779 (01.36.200.1)
16.
Kirkjuteigur 12, bréf Húsafriðunarnefndar
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 2. desember 2009 þar sem lýst er friðun á ytra byrði Laugarneskirkju, sem gerð var með bréfi menntamálaráðherra dags. 16. nóvember 2009, m.t.v. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 104/2001.


Umsókn nr. 90316
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Grundarstígur 10, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 31. ágúst 2009 ásamt kæru dags. 19. ágúst 2009, þar sem kært er byggingarleyfi fyrir breytingum á fasteigninni nr 10. við Grundarstíg. Einnig lagt fram tölvubréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 7. desember 2009 vegan stöðvunarkröfu og umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 7. desember 2009.
Umsögn lögfræði- og stjornsýslu samþykkt.