Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Suðurlandsvegur, tvöföldun, Stjörnugróf, Árbær-Selás, Ánanaust, Sorpa, Úlfarsárdalur, Halla- og Hamarhlíðarlönd, Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, Kirkjusandur 2/Borgartún 41, Glitnisreitur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Borgarvernd, húsvernd, Vatnsstígur 8, 10a, 10b og 12., Kjalarnes, Sigtún, Vatnsmýrin, Erindisbréf, Skipulagsráð, Njálsgata 28, Ingólfsstræti 21B, Hverfisgata 103, Hádegismóar, búddahof, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Ofanleiti 14, Sóleyjarimi 13,

Skipulagsráð

156. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 26. nóvember kl. 09:15, var haldinn 156. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð Ráðssal Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Stefán Þór Björnsson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Marta Grettisdóttir, Haraldur Sigurðsson, Þórarinn Þórarinsson, Lilja Grétarsdóttir, Jóhannes Kjarval og Gunnhildur S Gunnarsdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 21. nóvember 2008.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:18


Umsókn nr. 80668 (05.8)
2.
Suðurlandsvegur, tvöföldun, breyting á svæðisskipulagi höfðuborgarsvæðisins
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 21. nóvember 2008 að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfðuborgarsvæðisins ásamt umhverfissmati vegna tvöföldunar á Suðurlandsvegi.
Samþykkt skv. 14. gr. 2. mgr. sem óveruleg breyting á svæðisskipulagi



Umsókn nr. 80598 (01.8)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
170937-4579 Ferdinand Alfreðsson
Láland 22 108 Reykjavík
3.
Stjörnugróf, breyting á deiliskipulagi vegna dreifistöðvar
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Ferdinand Alfreðssonar dags. í júli 2008, br. 14. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi við Stjörnugróf. Í breytingunni felst að afmörkuð er lóð fyrir nýja dreifistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. í júlí 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. október til og með 4. nóvember 2008. Athugasemdir bárust þann 3. nóvember frá 9 íbúum búsettum í Blesugróf 13-21. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. nóvember 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs


Umsókn nr. 80705
4.
Árbær-Selás, breyting á skilmálum "garðhús"
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra dags 18. nóvember 2008 að breytingu á skilmálum deiliskipulags Árbær - Selás, vegna húsagerðarinnar "garðhús".
Breytingin felst í því að bætt er við texta í skilmálum varðandi heimild til byggingar garðskála.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80699 (01.13.0)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
510588-1189 SORPA bs
Gufunesi 112 Reykjavík
5.
Ánanaust, Sorpa, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn og uppdráttur Arkþings f.h. Sorpu, dags. 18. nóv. 2008 vegna breytingar á deiliskipulagi lóðar Sorpu við Ánanaust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að fella niður grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

Umsókn nr. 80709 (02.6)
6.
Úlfarsárdalur, Halla- og Hamarhlíðarlönd, breyting á deiliskipulagi vegna íþróttahúss
Lögð fram tillaga VA arkitekta dags. 21. nóvember að breytingu á deiliskipulaginu við Halla- og Hamrahlíðalönd, Úlfarsárdalur hverfi 4. Í breytingunni felst að fella út af uppdrætti reit fyrir íþróttahús samkv. meðfylgjandi uppdrætti.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs


Umsókn nr. 80707 (02.6)
561204-2760 Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
491070-0139 Knattspyrnufélagið Fram
Safamýri 28 108 Reykjavík
7.
Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landmótunar fh. knattspyrnufélagsins Fram dags. 20. nóvember 2008 að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdal útivistarsvæði. Í breytingunni felst stækkun á deiliskipulagssvæði, stækkun á byggingarreit auk þess sem hámarkshæð á íþróttahúsi er hækkuð, nýr byggingarreitur fyrir geymslu, þakskýli yfir áhorfendur og flóðlýsing keppnisvallar samkv. meðfylgjandi uppdrætti Landmótunar dags. 20. nóvember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80685
610507-0180 Lómur ehf
Kirkjusandi 2 155 Reykjavík
8.
Kirkjusandur 2/Borgartún 41, Glitnisreitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Lóms ehf. dags 10. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands 2 vegna lóðanna að Kirkjusandi 2, Borgartúns 41, Glitnisreits. Sótt er um breytingu á deiliskipulagi á grundvelli fyrstu verðlauna samkeppnistillögu Monarken ab. Í tillögunni felst aukið byggingarmagn, aukið magn íbúðahúsnæðis og neðanjarðarbílageymslur samk. meðfylgjandi uppdráttum Arkitekthuset Monarken og batterísins dags. 15. október 2008. Einnig er lögð fram greinargerð Batterísins dags. 16. október 2008 og drög Efla verkfræðistofu að umferð og gatnakerfi dags. 14. október 2008 og niðurstöður hljóðvistarútreikninga dags. 15. október 2008.
Kynnt.

Bókun skipulagsráðs:
Skipulagsráð telur mikilvægt að skýra ýmsa þætti sem snúa að Glitnisreit en
á reitnum hefur verið gert ráð fyrir því að rísi höfuðstöðvar Glitnis.

Með tilliti til aðstæðna felur ráðið skipulagsstjóra að afla upplýsinga
varðandi eignarhald og uppbyggingaráform eiganda. Umsókn um breytt
deiliskipulag er í nafni Lóms ehf. en samkvæmt gögnum málsins er það félag
í eigu Glitnis Banka ehf. Óskað er upplýsinga um hver fari með stjórn
félagsins og hvert hún sæki umboð sitt. Jafnframt þarf að svara því hvort
enn sé gert ráð fyrir nýjum höfuðstöðvum bankans á þessum stað.

Samráð hefur ekki verið haft við Reykjavíkurborg um áætlað byggingarmagn og
aukningu á íbúðarhluta tillögunnar á kostnað skrifstofuhúnæðis.

Einnig felur skipulagsráð skipulagsstjóra að fara yfir lögfræðilega hlið
málsins með hliðsjón af breyttum forsendum


Umsókn nr. 39232
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 515 frá 25. nóvember 2008.


Umsókn nr. 70387
10.
Borgarvernd, húsvernd, stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum
Lögð fram að nýju 8. drög að skýrslu vinnuhóps um stefnumótun í borgar- og húsverndarmálum dags. 2. maí 2008.
Hjörleifur Stefánsson arkitekt kynnti

Umsókn nr. 80693
11.
Vatnsstígur 8, 10a, 10b og 12., varðveislumat
Lögð fram skýrsla Minjasafns Reykjavíkur dags. 10. nóvember 2008 vegna endurskoðunar á varðveislumati húsanna að Vatnsstíg 8, 10a, 10b og 12.

Kristín Einarsdóttir aðstoðarsviðsstjóri Framkvæmda- og eignasviðs tók sæti á fundinum undir þessum lið
Kynnt.

Umsókn nr. 80677 (03.24)
010965-3499 Valgeir Halldór Geirsson
Sigtún 116 Reykjavík
12.
Kjalarnes, Sigtún, skipting lóðar
Á fundi skipulagsstjóra 7. nóvember 2008 var lögð fram umsókn Valgeirs Geirssonar, dags. 5. nóvember 2008, varðandi skiptingu lóðarinnar Sigtún við Brautarholtsveg á Kjalarnesi samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 20. júní 2008. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra Kjalarness og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 21. nóvember 2008.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð

Umsókn nr. 80703 (01.6)
13.
Vatnsmýrin, sýning á tillögum um miðborgarbyggð
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. nóv. 2008 ásamt erindi Samtaka um betri byggð frá 12. s.m. þar sem óskað er eftir að haldin verði sýning á tillögum um miðborgarbyggð í Vatnsmýri. Erindinu er vísað f.h. borgarráðs til meðferðar skipulagsráðs.
Málinu er vísað til frekari úrvinnslu embættis skipulagsstjóra í samráði við samtökin Betri byggð.

Umsókn nr. 80710
14.
Erindisbréf, stefnumörkun
Lagðar fram tillögur skipulags- og byggingarsviðs dags. 24. nóvember 2008 að erindisbréfum vegna starfa vinnuhópa á vegum sviðsins starfsárið 2008-2009.

Frestað.

Umsókn nr. 80711
15.
Skipulagsráð, fyrirkomulag funda 2008
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 24. nóvember 2008 að fyrirkomulagi funda skipulagsráðs um jól og áramót 2008
Samþykkt að fella niður reglulega fundi skipulagsráðs sem koma upp á dögunum 24. og 31. desember nk. Fyrsti fundur ráðsins á nýju ári verður haldinn þann 7. janúar.

Umsókn nr. 39230 (01.19.020.2)
16.
Njálsgata 28,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 14. nóvember 2008 vegna stöðvunar framkvæmda á lóð nr. 28 við Njálsgötu sbr. ákvæði 1. mgr. 56. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt

Umsókn nr. 60168 (01.18.02)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
17.
Ingólfsstræti 21B, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 19. nóvember 2008 vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs frá 25. janúar 2006 um að afturkalla samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2005 og synja um samþykkt byggingarleyfis fyrir áður gerðum geymsluskúr á lóðinni nr 21b við Ingólfsstræti.
Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 25. janúar 2006, sem staðfest var í borgarráði 26. sama mánaðar, um að afturkalla samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2005 og synja um samþykkt byggingarleyfis fyrir áður gerðum geymsluskúr á lóðinni nr. 21b við Ingólfsstræti.


Umsókn nr. 80637 (01.15.44)
660504-2060 Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
18.
Hverfisgata 103, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar um breytingu á deiliskipulagi fyrir Hverfisgötu 103.


Umsókn nr. 80358 (04.41)
19.
Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Hádegismóa vegna Búddahofs.


Umsókn nr. 80657 (05.8)
20.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, endurauglýsing deiliskipulags
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiðar vegna jarðvegsfyllingar.


Umsókn nr. 80435 (01.74.62)
411203-3790 Hamborgarabúlla Tómasar ehf
Pósthólf 131 121 Reykjavík
660702-2530 GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
21.
Ofanleiti 14, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. á synjun skipulagsráðs frá 7. s.m. vegna breytinga á deiliskipulagi lóðar við Ofanleiti 14.


Umsókn nr. 80428 (02.53.4)
420502-5830 Laugarnes ehf - fasteignarfélag
Lækjartorgi 5 101 Reykjavík
480206-1500 Arkitektastofa Pálma Guðm ehf
Hafnarstræti 20 101 Reykjavík
22.
Sóleyjarimi 13, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. nóvember 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. á breytingu á deiliskipulagi fyrir Sóleyjarima 13.