Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Alþingisreitur, Hverfisgata 103, Hádegismóar, búddahof, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Hafnarstræti 19, Sævarhöfði 33, Elliðaárvogur, Verslunarhúsnæði, Bræðraborgarstígur 31, Götuheiti - Tillaga um ný götuheiti, Réttarsel 7-9, Vesturgata 31, Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2009,

Skipulagsráð

154. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 09:10, var haldinn 154. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð Ráðssalur Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Snorri Hjaltason, Stefán Þór Björnsson, Brynjar Fransson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Marta Grettisdóttir, Örn Þór Halldórsson, Jóhannes Kjarval og Björn Axelsson Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 7. nóvember 2008.


Umsókn nr. 80659 (01.14.11)
420169-3889 Alþingi
Kirkjustræti 150 Reykjavík
521291-1259 Batteríið ehf
Trönuhrauni 1 220 Hafnarfjörður
2.
Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 24. október 2008 var lögð fram umsókn Alþingis dags. 22. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Alþingisreits. Í breytingunni felst að færa götuhlið nýbyggingar Kirkjustrætis 6 út í sömu línu og eldri hús. Einnig er sótt um að rýmka byggingarreit fyrir göngubrú samkv. meðfylgjandi uppdrætti Batterísins dags. 22. október 2008.
Frestað.

Umsókn nr. 80637 (01.15.44)
660504-2060 Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
3.
7">Hverfisgata 103, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 24. október 2008 var lögð fram tillaga Plúsarkitekta dags. 9. október 2008 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að rífa núverandi byggingar og randbyggja lóðina samanber meðfylgjandi uppdrætti Plúsarkitekta dags. 4. nóvember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Jafnframt er samþykkt að upplýsa hagsmunaaðila í nágrenninu um tillöguna sérstaklega.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80358 (04.41)
4.
Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,
Að lokinni auglýsingu er lagður fram uppdráttur Vífils Magnússonar ark., dags. 21. apríl 2008 að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa. Tillagan gerir ráð fyrir að ný lóð verði afmörkuð fyrir Búddistahof. Við það lengist deiliskipulagssvæði til suðurs og austurs. Byggingar eru þrjár, hof, samkomu, og fyrirlestrarsalir og stúpa (strýta) ásamt 12 bílastæðum. Byggingarmagn er samtals 600 m². Tillagan var auglýst frá 19. september til og með 31. október 2008. Athugasemd barst frá: Sæmundi Eiríkssyni, f.h. reiðveganefndar Harðar, dags. 14. október 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. nóvember 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80657 (05.8)
5.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, endurauglýsing deiliskipulags
Lagður fram uppdráttur Landmótunar, dags. 22. október 2008, að deiliskipulagi á Hólmsheiði vegna stækkunar á losunarsvæði fyrir jarðveg. Samhljóða deiliskipulag hafði verið fellt úr gildi með úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 24. júlí 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 39196
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 513 frá 11. nóvember 2008.


Umsókn nr. 39173 (01.11.850.3)
550667-0299 Sjóklæðagerðin hf
Miðhrauni 11 210 Garðabær
7.
Hafnarstræti 19, auglýsingasegl
Ofangreindir aðilar sækja um tímabundið leyfi til 10. janúar 2009 fyrir auglýsingasegli 15x8,5 m á austurgafl húss Rammagerðarinnar við Hafnarstræti 19.

Stefán Þór Björnsson vék af fundi kl. 10:35


Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið.
Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 80680
481004-2680 Kaupangur eignarhaldsfélag ehf
Hlíðasmára 2 201 Kópavogur
8.
Sævarhöfði 33, (fsp) aðstaða fyrir steypustöð
Lögð fram fyrirspurn Kaupangs eignarhaldsfélag ehf.um aðstöðu á lóð Björgunar að Sævarhöfða 33 samkv. meðf. uppdrætti Arkís dags. 15. október 2008. Einnig lagt fram bréf Björgunar dags. 17. október 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við erindið enda verði um bráðabirgðastaðsetningu að ræða. Fyrirspyrjendur skulu leggja inn umsókn um stöðuleyfi til byggingarfulltrúa.

Umsókn nr. 70327 (04.0)
681194-2749 Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 26 101 Reykjavík
9.
Elliðaárvogur, rammaskipulag
Kynnt staða rammaskipulagsvinnu Kanon arkitekta ehf. og VSÓ ráðgjöf fyrir Elliðaárvog frá 2006.

Júlíus Vífill Ingvarsson vék af fundi kl. 10.50 þá höfðu allir liðir fundarins verið afgreiddir nema liður 15.
Halldóra Bragadóttir og Helgi B. Thóroddssen frá Kanon arkitektum ehf. og Stefán Ó. Thors frá VSÓ ráðgjöf kynntu.

Umsókn nr. 80652
570480-0149 Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
10.
Verslunarhúsnæði, Úttekt á auðu verslunarhúsnæði
Á fundi skipulagsstjóra 17. október 2008 var lagt fram til umsagnar erindi frá Framkvæmda- og eignaráði Reykjavíkur dags. 15. október 2008 varðandi úttekt á auðu verslunarhúsnæði í Reykjavík. Erindinu var vísað til umsagnar hjá aðalskipulagsteymi skipulagsstjóra. og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 6. nóvember 2008
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

Umsókn nr. 39169 (01.13.740.1)
11.
Bræðraborgarstígur 31,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. nóvember 2008 ásamt bréfi dags. 5. október sl. vegna draslsöfnunar á lóð nr. 31 við Bræðraborgarstíg.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 39172
12.
Götuheiti - Tillaga um ný götuheiti,
Lögð fram tillaga nafnanefndar um götuheiti á Slippasvæði.
Frestað.

Umsókn nr. 39171 (04.92.520.6)
13.
Réttarsel 7-9,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. nóvember 2008 ásamt bréfi dags. 6. október, rafpósti eigenda dags. 3. nóvember og undirskriftarlista mótt. 15. september 2008, vegna óleyfisframkvæmda og viðhaldsskorti á parhúsi nr. 7 á lóðinni Réttarsel 7-9.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 39170 (01.13.510.3)
14.
Vesturgata 31,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 9. nóvember 2008 ásamt bréfum dags. 29. september og 23. október 2008 vegna seinagangs við byggingarframkvæmdir á Vesturgötu 31.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 70698
15.
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2009,
Kynnt drög að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2009.