Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Heiðarás 13,
Baldursgötureitur 1,
Laugavegur 4-6,
Reitur 1.13, Nýlendureitur,
Bröndukvísl 18,
Samgöngumiðstöð,
Sætún 1,
Heiðmörk, Vatnsendakrikar,
Hólmsheiði/Almannadalur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Barmahlíð 8,
Laugavegur 12,
Tryggvagata 16,
Jónsgeisli 59,
Suðurlandsbraut 8 og 10,
Útilistaverk,
Skipulagsráð
147. fundur 2008
Ár 2008, miðvikudaginn 17. september kl. 09:05, var haldinn 147. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Brynjar Fransson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Magnús Skúlason, Magnús Sædal Svavarsson og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 11. september 2008.
Umsókn nr. 80494 (43.73.2)
100165-3339
Guðmundur Möller
Reykás 17 110 Reykjavík
060463-3019
Gunnar Valdimar Árnason
Heiðarás 13 110 Reykjavík
2. Heiðarás 13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju tillaga Guðmundar Möller dags. 11. júlí að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina númer 13 við Heiðarás. Breytingin felst í því að stækka byggingarreit fyrir útigeymslu með svölum á þaki og léttum stiga niður í garð. Grenndarkynning stóð frá 1. ágúst til og með 1. september 2008. Athugasemdir bárust frá: Ingu B. Arthur og Gunnari R Oddgeirssyni, Heiðarási 11 dags. 30. ágúst 2008 Athugasemdir kynntar. Athugasemdunum var vísað til umsagnar verkefnisstjóra skipulagsstjóra og er erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. september 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð
Umsókn nr. 70031 (01.18.63)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
3. Baldursgötureitur 1, deiliskipulag, reitur 1.186.3
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram tillaga teiknistofunnar Traðar dags. 29. nóvember 2007, að deiliskipulagi Baldursgötureits ásamt skuggavarpi, forsögn og samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2007 og húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 138, dags. 2008. Reiturinn afmarkast af Freyjugötu, Baldursgötu, Þórsgötu og Njarðargötu. Hagsmunaaðilakynning stóð yfir frá 28. des. 2007 til 11. janúar 2008 og var frestur til að gera athugasemdir framlengdur til 28. janúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Björg Finnsdóttir Þórsgötu 20, dags. 7. jan., Áshildur Haraldsdóttir, dags. 7. jan., Helga Þorsteinsdóttir Freyjugata 17b, dags. 3. jan., Guðríður Jóhannesdóttir Þórsgötu 16, dags. 7. jan., Lára V. Júlíusdóttir Freyjugötu 17a, dags. 5. jan., Katla Sigurgeirsdóttir Þórsgötu 22a, dags. 9. jan., 10 íbúar að Þórsgötu 19, dags. 6. janúar 2008, Steinunn Jóhannesdóttir og Einar K. Haraldsson Þórsgötu 18, dags. 11. janúar, Kári Sölmundarson og Auður Þórsdóttir Þórsgötu 18a, dags. 10. janúar, Anna Pálsdóttir Lokastíg 24, dags. 11. janúar, Bergljót Haraldsdóttir og Sigtryggur Magnússon Lokastíg 5, dags. 11. janúar, Kristín B. Óladóttir Þórsgötu 16a, dags. 11. janúar, ályktun frá fundi 10 íbúa á reitnum, mótt. 11. janúar, Borgarlögmenn f.h. eiganda Freyjugötu 17a, dags. 12. janúar 2008. Einnig er lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 27. júní 2008 ásamt nýjum uppdráttum Teiknistofunnar Traðar dags. 15. september 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu samkvæmt uppdráttum dags. 15. september 2008. Jafnframt er samþykkt að upplýsa þá aðila sem gerðu athugasemdir við hagsmunaaðilakynningu um efnisatriði nýrrar tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80475 (01.17.13)
4. Laugavegur 4-6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er nú lagt fram að nýju tillaga Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. að breyttu deiliskipulagi reits 1.171.3 vegna Laugavegs 4 og 6. dags. 20. júní 2008. Tillagan var auglýst frá 17. júlí til og með 28. ágúst 2008.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Haukur Geir Garðarsson fh. Laugavegar ehf. dags. 28. ágúst. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 11. september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80585
450400-3510
VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
5. Reitur 1.13, Nýlendureitur, Breyting á deiliskipulagi v/ Ægisgötu 4
Lögð fram tillaga VA. arkitekta dags. 10. september 2008 á breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits v/ Ægisgötu 4. Í breytingunni felst textabreyting í skilmálatöflu samkv. meðfylgjandi uppdr. dags. 10. september 2008.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 80513 (04.23.55)
060566-5699
Anna Dóra Helgadóttir
Lúxemborg
6. Bröndukvísl 18, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá framkvæmdasviði dags. 31. maí 2006 þar sem lagt er til að fækka bílastæðum um minnst 2-3 fyrir utan svefnherbergisgluggan á Bröndukvísl 18 með vísan í bréf Önnu Dóru Helgadóttur dags. 18. apríl 2006 samkvæmt tillögu Björns Inga Edvardssonar og Björns Axelssonar að breytingu á deiliskipulagi, dags. 25. júlí 2008. Tillagan var grenndarkynnt frá 7. ágúst til og með 4. september 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Halldór Már og María Margeirsdóttir Bröndukvísl 21 og Jóhann Margeirsson, Kristrún Helgadóttir og Lillí Jóhannsdóttir Bröndukvísl 22 dags. 19. ágúst 2008, Einar Ólafsson og Emilía Guðrún Jónsdóttir Bröndukvísl 20 dags. 26. ágúst 2008, Guðrúnu Björnsdóttur og Örnólfi Sveinssyni Bröndukvísl 1 mótt. 3. sept, Örn Árnason Bröndukvísl 9 dags. 3. september 2008, Erna Árnadóttir Bröndukvísl 7 dags. 4. september 2008 og Jón Gunnarsson Bröndukvísl 5 dags. 3. september 2008, Þórunn R Þorsteinsdóttir og Erling Jóhannsson Bröndukvísl 13 dags. 4. sept. Guðrúnu Björgu Sigurbjörnsdóttur og Birni Ástmarssyni Bröndukvísl 15 dags. 3. sept., Óskar Magnússon Bröndukvísl 19 dags 31. ágúst 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra og með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 80589
7. Samgöngumiðstöð, matslýsing
Lögð fram matslýsing (1 drög) dags í september 2008 vegna umhverfismats deiliskipulags samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri.
Samþykkt að vísa framlagðri matslýsingu til umsagnar Skipulagsstofnunar í samræmi við ákvæði laga um mat um umhverfisáhrifum.
Umsókn nr. 80573 (01.21.62)
140548-2439
Halldór Guðmundsson
Laugalækur 14 105 Reykjavík
561000-2550
Húsfélagið Sætúni 1
Sætúni 1 105 Reykjavík
8. Sætún 1, veltiskilti á lóð
Á fundi skipulagsstjóra 5. september 2008 var lögð fram umsókn Húsfélagsins á Sætúni 1 dags. 29. ágúst þar sem sótt er um leyfi fyrir veltiskilti á norðvesturhluta lóðarinna að Sætúni 1. Gert er ráð fyrir að á skiltaflötum sem vísa í þrjár áttir verði birtar auglýsingar sem tengjast starfsemi á lóð ásamt almennum auglýsingum. Meðfylgjandi eru uppdrættir dags. 29. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. september 2008.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 80360
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
9. Heiðmörk, Vatnsendakrikar, framkvæmdaleyfi vegna kaldavatnslagnar
Á fundi skipulagsstjóra 25. júlí 2008 var lögð fram að nýju umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 20. júní 2008, um framkvæmdaleyfi fyrir niðurgrafna kaldavatnslögn í Vatnsendakrika í Heiðmörk. Erindinu var vísað til umsagnar sviðsstýru Umhverfis- og samgöngusviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 28. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 80584
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
10. Hólmsheiði/Almannadalur, Breyting á deiliskipulagi v/ lokahús OR
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 9. september 2008 um breytt deiliskipulag á Hólmsheið/Almannadal. Í breytingunni felst að lóðamörk og byggingarreitur fyrir lokahús Orkuveitur Reykjavíkur er sett inn samkv. uppdrætti Landslags ehf. dags. 22. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 38928
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 505 frá 16. september 2008.
Umsókn nr. 38931 (01.70.130.6)
12. Barmahlíð 8, fyrirspurn
Lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 25. ágúst 2008, vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa á fyrirspurn frá 8. júlí sl. þar sem spurt var hvort leyft yrði að gera tvær sjálfstæðar íbúðir í kjallara hússins nr. 8 við Barmahlíð.
Málinu fylgir afrit af bréfi Borgarleigunnar ehf. dags. 29. júlí sl. og bréf byggingarfulltrúa til Borgarleigunnar dags. 30. júlí.
Neikvætt með vísan til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 37836 (01.17.140.1)
701293-5419
Laugaberg hf
Burknabergi 8 221 Hafnarfjörður
13. Laugavegur 12, vísað til byggingarfulltrúa
Lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn BN037678 frá Laugabergi hf. þar sem sótt er um leyfi til að setja upp tvo veggi með hurðum til að mynda 21,2 ferm. lokað port með þaki úr segldúk að þremur fjórðuhluta milli húsana á lóð nr. 1 við Bergstaðarstræti (sbr. fyrirspurn nr. BN37445) og Laugavegar 12. hurðirnar eru ekki læsanlegar og eru 1,0 meter á breidd til að tryggja flóttaleiðir úr portinu á lóðinni nr. 12 við Laugaveg. Lagt fram bréf eiganda Laugavegar 12b dags. 7. febrúar 2008 , bréf byggingarfulltrúa til borgarráðs dags. 7. febrúar 2008 og bréf borgarráðs dags. 22. febrúar 2008 þar sem samþykkt er að vísa málinu að nýju til meðferðar byggingarfulltrúa. Jafnframt lagt fram bréf Tryggva Þórhallssonar hdl. dags. 21. mai 2008, umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 8. júlí 2008, bréf borgarráðs dags. 7. ágúst 2008 og tölvupóstur Tryggva Þórhallssonar hdl. dags. 26. ágúst 2008.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 12b og Bergstaðastræti 1.
Umsókn nr. 38613 (01.13.210.4)
570498-2669
AFA JCDecaux Ísland ehf
Vesturvör 30b 200 Kópavogur
14. Tryggvagata 16, útisalerni Laugaveg 50-52 og Tryggvagötu
Á fundi skipulagsstjóra dags. 25. júlí 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15.júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir útisalerni á Laugarvegi, framan við nr. 50 og 52 og á horni Tryggvagötu og Naustsins. Ljósmyndir fylgja með. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi og er nú lagt fram að nýju.
Frestað.
Umsókn nr. 80516 (04.11.34)
150562-3769
Heimir Ríkarðsson
Jónsgeisli 59 113 Reykjavík
15. Jónsgeisli 59, málskot
Á fundi skipulagsráðs 13. ágúst 2008 var lagt fram málskot Heimis Ríkarðssonar dags. 27. júlí 2008 þar sem óskað er eftir því að erindi frá 22. mars 2007, þar sem sótt var um viðbótarbílastæði á austanverða lóð Jónsgeisla 59, verði endurskoðað með tilliti til þeirra atriða sem koma fram í erindinu. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10. september 2008.
Fyrri afgreiðsla staðfest með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 80569 (01.26.21)
170242-4599
Einar V Tryggvason
Miðdalur 270 Mosfellsbær
16. Suðurlandsbraut 8 og 10, Málskot
Lagt fram málskot Einars V. Tryggvasonar fh. Avion properties dags. 24. júlí 2008 vegna afgreiðslu skiplagsstjóra 6. júní 2008 á erindi vegna Suðurlandsbrautar 8 og 10. Einnig er lagt fram tölvupóstur Einars V. Tryggvasonar dags. 25. ágúst 2008 og endurbætt tillaga Einars Tryggvasonar og Avion properties dags. 1. september 2008.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir vék af fundi kl. 10:15
Kynnt.
Umsókn nr. 80581
17. 1">Útilistaverk, Samstaða (Partnership)
Lagt fram bréf Hafþórs Yngvasonar dags. 8. september 2008 þar sem óskað er eftir nýrri staðsetningu á útilistaverkinu Samstöðu (Partnership). Lagt er til að listaverkinu verði komið fyrir sjávarmegin við Sæbrautina til móts við austurenda gömlu kaffibrennslu Ó Johnson og Kaaber.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við staðsetninguna.