Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Lækjargata 12, reitur 1.141.2, Laugardalur, Þróttur, Víðidalur, Fákur, Afgreiðslufundundur byggingarfulltrúa, Sæmundargata 2, Sörlaskjól 24, Urðarbrunnur 22, Kjalarnes, Fitjakot, Starhagi, Miðborgarvakt skipulagsráðs, Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkur, Fannafold 166 og 168, Hellisheiðaræð, Álfsnes, Álfsnes, Sorpa, Austurbrún 26, Dugguvogur 8-10, Lokastígur 28, Stóragerði 40-46, Hólmsheiði - nafngiftir, Tryggvagata 13, Gylfaflöt suður, Garðhús 37, Sumarleyfi skipulagsráðs,

Skipulagsráð

138. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 11. júní kl. 09:00, var haldinn 138. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Kristján Guðmundsson, Snorri Hjaltason, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Oddný Sturludóttir, Brynjar Fransson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Helga Björk Laxdal, Jóhannes Kjarval og Björn Axelsson Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur 6. júní 2008.


Umsókn nr. 80082 (01.14.12)
601202-3280 Eignarhaldsfélagið Fasteign hf
Bíldshöfða 9 110 Reykjavík
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
2.
Lækjargata 12, reitur 1.141.2, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. dags. 10. apríl 2007 um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 12 við Lækjargötu skv. uppdráttum teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 3. febrúar 2008, breytt 18. mars 2008. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýbyggingu á lóðinni og sameiningu lóðanna Lækjargata 12 og Vonarstræti 4 og 4B. Einnig er lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 19. mars 2008. Tillagan var auglýst frá 21. apríl til og með 3. júní 2008.
Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Karl Steingrímsson fh. Kirkjuhvols dags. 15. maí 2008, Sigurður Sigurðarson f.h. Eignasögu ehf., dags. 23. maí 2008, Inga Sigurjónsdóttir f.h. Eignasögu ehf., dags. 2. júní 2008,Hallfríður Jakobsdóttir, Herbert Haraldsson, Hólmfríður Garðarsdóttir og Karl Sólnes Jónsson dags. 2. júní 2008, Emma Furuvik, dags. 3. júní 2008, Kári Halldór f.h. íbúasamtaka Reykjavíkur, dags. 3. júní 2008.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 70035 (01.39)
521286-1569 Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
3.
Laugardalur, Þróttur, breyting á deiliskipulagi, uppbygging vallarmála
Á fundi skipulagsstjóra 6. júní 2008 lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 16. janúar 2007, varðandi erindi Knattspyrnufélagsins Þróttar, dags. 12. desember 2006 um breytingu á deiliskipulagi Þróttarsvæðis í Laugardal. Einnig er lagt fram bréf Íþrótta og tómstundaráðs, dags. 23. nóvember 2007 ásamt uppdrætti dags. október 2007.

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80409 (04.76)
4.
Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 6. júní 2008 var lögð fram tillaga Landslags, dags. 6. júní 2008 að breytingu á deiliskipulagi Fákssvæðis í Víðidal.
Kynnt.
Frestað.


Umsókn nr. 38464
5.
Afgreiðslufundundur byggingarfulltrúa,
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 492 frá 10. júní 2008.


Umsókn nr. 38409
600169-2039 Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
6.
Sæmundargata 2, skilti
Sótt er um leyfi til að reisa skilti fyrir Háskóla Íslands við Suðurgötu og Sæmundargötu, Einnig við Stakkahlíð vegna KHÍ.
Gjald kr. 7.300

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 37865 (01.53.201.5)
300468-5359 Jón Garðar Guðmundsson
Tómasarhagi 51 107 Reykjavík
7.
Sörlaskjól 24, hækkun ports, kvistir o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt erum leyfi til að hækka hús, byggja tvo nýja kvisti, breyta kvisti og gluggum sem fyrir eru, stækka svalir, grafa frá kjallara og breyta innra skipulagi einbýlishússins á lóðinni nr. 24 við Sörlaskjól.
Erindinu fylgir bréf hönnuðar dags. 26. febrúar 2008
og 15. apríl 2008, ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 7. mars 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 7. mars 2008.
Ennfremur bréf hönnuðar dags. 11. mars 2008 og yfirlýsing burðarvirkishönnuðar dags. sama dag.
Stækkun húss: 47 ferm., 160 rúmm. Gjald kr. 7.300 + 11.680
Grenndarkynningin stóð frá 2. maí til og með 30. maí 2008. Eftirtaldir sendu inn athugasemdir:
Einar T. Einarsson Ægissíðu 117 dags. 29. maí, Karl Már Einarsson Sörlaskjóli 26 dags. 29. maí 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. mars 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að byggingarleyfi verði gefið út þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 38246 (05.05.620.8)
010166-3229 Trausti Hafsteinsson
Breiðavík 35 112 Reykjavík
030564-2359 Jumara Rocha Fortes
Breiðavík 35 112 Reykjavík
8.
Urðarbrunnur 22, nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt einbýlishús á þremur pöllum með innbyggðri bílgeymslu, blandað sléttu og bogadregnu þakformi á lóðinni nr. 22 við Urðarbrunn.
Samþykki aðliggandi úthlutaðra lóða eru á uppdrætti dags. 29. apríl 2008.
Stærð íbúðar 1. hæð 105,2 ferm. íbúð 2. hæð 103,5 ferm., bílgeymsla 32,8 ferm. Samtals 241,5 ferm., 811,6 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 59.246
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 70677
560192-2319 Eykt hf
Skúlagötu 63 105 Reykjavík
9.
Kjalarnes, Fitjakot, (fsp) vinnubúðir
Á fundi skipulagsstjóra 26. október 2007 var lögð fram fyrirspurn forstjóra Eyktar hf, dags. 24. október 2007, um leyfi til að reisa vinnubúðir fyrir allt að 50 manns á landareigninni Fitjakoti og fá stöðuleyfi fyrir þær til næstu fimm ára. Erindinu var vísað til umsagnar Umhverfissviðs og veiðifélags Leirvogsár.Nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfissviðs, dags. 7. nóv. 2007 og veiðifélags Leirvogsár dags. 6. maí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 22. maí 2008.
Neikvætt með vísan til framlagðra umsagna.

Umsókn nr. 80364 (01.55.5)
700169-3919 Knattspyrnufélag Reykjavíkur
Frostaskjóli 2 107 Reykjavík
10.
Starhagi, æfingasvæði KR
Á fundi skipulagsstjóra 23. maí 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. maí 2008,ásamt erindi framkvæmdastjóra KR frá 9. s.m. varðandi breytingar og umbætur á æfingasvæði við Starhaga. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs, umhverfis- og samgönguráðs og skipulagsráðs.
Erindinu var vísað til meðferðar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. júní 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til skilyrða í umsögn umhverfisstjóra.

Umsókn nr. 80387
11.
Miðborgarvakt skipulagsráðs,
Laugavegur 4-6


Umsókn nr. 30308
521280-0189 Minjasafn Reykjavíkur
Pósthólf 10020 130 Reykjavík
010451-3619 Margrét Þormar
Lokastígur 22 101 Reykjavík
280778-4789 Bragi Bergsson
Laugateigur 22 105 Reykjavík
231258-2649 Þórólfur Jónsson
Grundargerði 31 108 Reykjavík
12.
Fegrunarviðurkenningar Reykjavíkur, skipan fulltrúa
Skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að viðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og uppgerð eldri húsa árið 2008.
Samþykkt að Þórólfur Jónsson deildarstjóri garðyrkjudeildar og Bragi Bergsson starfsmaður skipulags- og byggingarsviðs skipi vinnuhóp varðandi lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnanna og Margrét Þormar hjá embætti hjá embætti skipulagsstjóra auk fulltrúa frá Minjasafni Reykjavíkur skipi vinnuhóp vegna eldri húsa.

Umsókn nr. 80401 (02.85.26)
250354-3559 Örn Stefánsson
Fannafold 166 112 Reykjavík
13.
Fannafold 166 og 168, tilfærsla lóðarmarka, breyting á lóðarstærð
Á fundi skipulagsstjóra 6. júní 2008 lögð fram umsókn Arnar Stefánssonar, dags. 4. júní 2008 varðandi tilfærslu lóðarmarka Fannafoldar 166 og 168 skv. uppdrætti Lilju Grétarsdóttur, dags. 19. maí 2008.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 80058 (08.2)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
14.
Hellisheiðaræð, framkvæmdaleyfi
Á fundi skipulagsstjóra 16. maí 2008 var lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 16. janúar 2008 um framkvæmdaleyfi fyrir niðurgrafna flutningsæð hitaveitu, Hellisheiðaræð, sem liggja mun meðfram Sogslínu 2 frá Hellisheiðarvirkjun að miðlunargeymum O.R. á Reynisvatnsheiði.
Erindinu var vísað til umsagnar Umhverfis- og skipulagssviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 29. maí 2008.
Samþykkt með vísan til e-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 80399
15.
Álfsnes, höfn og iðnaðarsvæði
Lagt fram minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs, dags. 30. maí 2008 varðandi höfn og iðnaðar- og athafnasvæði á norðvestanverðu Álfsnesi vestan Sundabrautar.


Umsókn nr. 70320
510588-1189 SORPA bs
Gufunesi 112 Reykjavík
16.
Álfsnes, Sorpa, framtíðarvinnslusvæði
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2007 varðandi umsókn Sorpu bs. um lóð undir framtíðarvinnslusvæði fyrirtækisins í Álfsnesi. Einnig lagt fram minnisblað Skipulags- og byggingarsviðs, dags. 30. maí 2008.


Umsókn nr. 80394 (01.38.16)
17.
Austurbrún 26, Kæra
Lagt er fram bréf frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 10. mars 2008 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Austurbrún 26 sem var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 19. desember 2007 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 11. febrúar 2008.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýsla.

Umsókn nr. 80393 (01.45.40)
18.
Dugguvogur 8-10, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 3. apríl 2008 þar sem kærð er synjun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 4. mars 2008 á byggingarleyfisumsókn varðandi fasteignina að Dugguvogi númer 10.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýsla.

Umsókn nr. 80396 (01.18.13)
19.
Lokastígur 28, Kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 28. apríl 2008.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýsla.

Umsókn nr. 80395 (01.80.31)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20.
Stóragerði 40-46, Kæra
Lagt fram bréf frá úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 19. mars 2008 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagsáætlun Stóragerðis 40-46 sem var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 16. janúar 2008. Breytingin var auglýst þann 26. febrúar 2008.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýsla.

Umsókn nr. 38457
21.
Hólmsheiði - nafngiftir,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 4. júní 2008 um torg- og götuheiti í athafnahverfi í Hólmsheiði.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 80403 (01.11.74)
22.
Tryggvagata 13, bréf Ungmennafélags Íslands
Á fundi skipulagsstjóra 6. júní 2008 var lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 29. maí 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa bréfi Ungmennafélags Íslands frá 21. s.m. til framkvæmda- og eignasviðs og skipulagssviðs.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 80180 (02.57.5)
23.
Gylfaflöt suður, nýjar atvinnulóðir, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 29. maí 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. á bókun skipulagsráðs frá 21. s.m. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á Gylfaflöt suður.


Umsókn nr. 38497 (02.84.020.1)
24.
Garðhús 37,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 10. júní 2008 vegna stöðvunar óleyfisframkvæmda á lóð nr. 37 við Garðhús.
Skipulagsráð staðfesti stöðvun framkvæmda.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 80003
25.
Sumarleyfi skipulagsráðs,
Lögð fram tillaga formanns skipulagsráðs að fundadagskrá sumarið 2008.
Samþykkt að fella niður fundi dags. 25. júní, 23. og 30. júlí.