Reitur 1.520, Lýsisreitur, Ármúli 1, Skógarás 21 og 23, Blönduð byggð, Iðunnarbrunnur/Gefjunarbrunnur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Friggjarbrunnur 20-22, Hlíðarendi 2-6, Laugavegur 99, Úlfarsbraut 58-60, Þórðarhöfði 10, Vatnsveituvegur, Holtavegur 10, Ingólfsstræti 1, Lofnarbrunnur 18-20, Félagsbústaðir, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Lækjartorg, Vatnsendahvarf, Langholtsvegur 113, Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitir, Skildinganes,

Skipulagsráð

74. fundur 2006

Ár 2006, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 09:07, var haldinn 74. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Halldór Guðmundsson, Gunnar Bjarki Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Birgir Hlynur Sigurðsson, Magnús Sædal Svavarsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson, Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Bergljót S. Einarsdóttir, Björn Axelsson, Jóhannes Kjarval, Ólöf Örvarsdóttir og Þórarinn Þórarinsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40452 (01.52.0)
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
1.
Reitur 1.520, Lýsisreitur, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa dags. í apríl 2004 og tillaga að deiliskipulagi dags. í nóv. 2006. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytisins, dags. 23. ágúst 2005. Málið var í kynningu frá 26. júní til og með 20. júlí 2006. Athugasemdabréf barst frá Halldóru Sigurbjörnsdóttur og Hjalta Eyjólfssyni Lágholtsvegi 15, dags. 29. júní 2006, Hróbjarti Guðmundssyni, dags. 30. júní 2006, Íslenskum aðalverktökum, dags. 14. júlí 2006, Sveini Yngva Egilssyni og Ragnheiði I. Bjarnadóttur, dags. 20. júlí 2006, Guðna Th. Jóhannessyni og Eliza Reid, dags. 21. júlí 2006, Björk Guðjónsdóttur og Jóni H. Jóhannssyni f.h. húseigenda að Lágholtsvegi 4, 6, 8 og 10, dags. 24. júlí 2006 og Auði Kristinsdóttur, dags. 25. og 27. júlí 2006. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags. 20. nóvember 2006 ásamt greinargerð Rannsóknarstofu í veðurfari, dags. október 2006.

Svandís Svavarsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:10

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir. Ráðið samþykkti jafnframt að kynna tillöguna fyrir hverfisráði Vesturbæjar og halda íbúafund um málið.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60368 (01.26.14)
420605-0480 Immobilia ehf
Ármúla 1 108 Reykjavík
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
2.
Ármúli 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Úti og inni arkitekta, dags. 18. maí 2006 síðast breytt 10. ágúst 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Ármúla. Einnig lagt fram skuggavarp, mótt. 4. ágúst 2006. Auglýsing stóð yfir frá 11. september 2006 til og með 23. október 2006. Athugasemdabréf barst frá Valgerði S. Pálsdóttur, dags. 20. október 2006, Ólafi Ö. Haraldssyni, dags. 20. október 2006, Gunnari S. Magnússyni, dags. 20. október 2006, Arndísi Arnarsdóttur, dags. 20. október 2006, Geirmundi Einarssyni, dags. 20. október 2006, Kristjáni Jónssyni f.h. eigenda í Lágmúla 9, dags. 20. október 2006, Steen Henriksen og Birgi Björnssyni f.h. samráðshóps foreldraráðs Álftamýrarskóla, Álfborgar og Múlaborgar, dags. 20. október 2006, Þórhildi H. Jónsdóttur, dags. 20. október 2006 og 23. október 2006, Snæbirni Jónssyni, dags. 20. október 2006, Steinunni I. Stefánsdóttur, dags. 21. október 2006, Baldínu Ólafsdóttur, dags. 22. október 2006, Árna Gunnarssyni, dags. 22. október 2006, Soffíu Jónsdóttur og Helga Þ. Helgasyni, dags. 22. október 2006, Gunnari Ævarssyni, dags. 23. október 2006, Sigríði Björnsdóttur, dags. 23. október 2006, Birnu Siðurðardóttur, dags. 23. október 2006, Sif Cortes, dags. 23. október 2006, Brynju Birgisdóttur, dags. 23. október 2006, Sigrúnu S. Hafstein, dags. 23. október 2006, Kolbrúnu Ólafsdóttur, dags. 23. október 2006, Ingu H. Kristjánsdóttur, dags. 23. október 2006, Kristínu Þ. Kristjánsdóttur, dags. 23. október 2006, Sæmundi I. Jónssyni, dags. 23. október 2006, Gróu Másdóttur, dags. 22. október 2006, Berglindi Snorradóttur og Birgi Eiríksson, dags. 20. október 2006, Bryndísi Gunnlaugsdóttur, dags. 23. október 2006, Ástu G. Guðbrandsdóttur, dags. 23. október 2006, Magnúsi Smith, dags. 23. október 2006, Súsönnu G. Hreiðarsdóttur, dags. 23. október 2006, Kristínu L. Árnadóttur, dags. 23. október 2006, Gunnari Ingimarssyni, dags. 23. október 2006, Siggeiri Þorsteinssyni og Björk I. Arnórsdóttur, dags. 23. október 2006, Maríu Pálsdóttur og Jóni B. Valssyni, dags. 23. október 2006, Helgu Lárusdóttur og Arnari M. Ólafssyni, dags. 23. október 2006, Birgi Björnssyni og Björk Alfreðsdóttur, dags. 23. október 2006, fjórum íbúum að Háaleitisbraut 75, dags. 23.1 október 2006 og undirbúningshópi fyrir stofnun íbúasamtaka Háaleitishverfis, dags. 23. október 2006. Að loknum athugasemdafresti barst bréf frá Sigurði Kristjánssyni, dags. 24. október 2006, Hrefnu Stefánsdóttur, dags. 24. október 2006, Gunnari Hilmarssyni, dags. 24. október 2006 og Lindu S. Þórisdóttur, dags. 27. október 2006. Einnig lögð fram fundargerð Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 18. október 2006 og tölvupóstur lóðarhafa um fundi Skýrr og Immobilia, dags. 20. október 2006. Lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 14. nóvember 2006 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. nóvember 2006.

Ágúst Jónsson tók sæti á fundinum kl. 9:24

Athugasemdir kynntar. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að funda með íbúum, þar sem lögð verður sérstök áhersla á upplýsingar og samráð um umferðarmál á svæðinu, í samstarfi við Framkvæmdasvið og hverfisráð Háaleitis.

Umsókn nr. 60649 (04.38.65)
450506-2060 C-35 ehf
Rjúpufelli 33 111 Reykjavík
3.
Skógarás 21 og 23, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Kristins Sveinbjörnssonar ark. að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Skógarás 21 og 23. mótt. 6. október 2006. Kynning stóð yfir frá 13. október til og með 10. nóvember 2006. Athugasemdabréf barst frá Berglindi Ragnarsdóttur, dags. 1. nóvember 2006 og Ragnari Valssyni, Sveini Ragnarssyni og Guðrúnu E. Bragadóttur, dags. 7. nóvember 2006, undirskriftalisti 11 íbúa við Skógarás, dags. 8. nóvember 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2006.
Kynntri tillögu synjað með vísan til athugasemda íbúa og umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 60567
4.
Blönduð byggð, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á greinargerð Aðalskipulags Reykjavíkur varðandi blandaða byggð. Auglýsing stóð yfir frá 2. október til og með 13. nóvember 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60623 (02.69.3)
5.
Iðunnarbrunnur/Gefjunarbrunnur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagshöfunda VA arkitekta, mótt. 20. nóvember 2006 að breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Úlfarsárdals, vegna byggingarreita við Iðunnarbrunn og Gefjunarbrunn. Einnig lögð fram samantekt skipulagshöfunda dags. 22. ágúst 2006. Jafnframt er lagt fram bréf Kristins Lárussonar, dags. 11. október 2006 og bréf Kristins S. Traustasonar og Viðars Ö. Traustasonar, dags. 16. október 2006. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. 20. október 2006.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 35013
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 421 frá 21. nóvember 2006.


Umsókn nr. 34987 (05.05.330.1)
141276-5739 Baldur Smári Gunnarsson
Laugarnesvegur 79 105 Reykjavík
060163-7669 Úlfar Ægir Þórðarson
Rauðagerði 63 108 Reykjavík
7.
Friggjarbrunnur 20-22, parhús
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt tveggja hæða parhús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 20-22 við Friggjarbrunn.
Málinu fylgir yfirlýsing brunahönnuðar dags. 2. nóvember 2006.
Friggjarbrunnur 20, stærðir: íbúð 173,3 ferm., bílgeymsla 24,5 ferm. Samtals 197,8 ferm., 744,1 rúmm.
Friggjarbrunnur 22, íbúð 173,3 ferm., bílgeymsla 24,5 ferm. Samtals 197,8 ferm., 744,1 rúmm.
Samtals 395,6 ferm., 1488,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 90.780
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 34868 (01.62.880.1)
670269-2569 Knattspyrnufélagið Valur
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
8.
Hlíðarendi 2-6, 2-4 - auglýsingaskilti Atlantsolíu
Sótt er um leyfi fyrir auglýsingaskilti við Bústaðarveg, 6,4 metra háu og 2,0 metra breiðu á lóðinni nr. 2-6 við Hlíðarenda.
Gjald kr. 6.100
Synjað.
Samræmist ekki samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur sbr. gr. 6.94 en þar segir:
Skilti sem snúa að stofn eða tengibraut önnur en þjónustuskilti fyrir viðkomandi lóð eru óheimil.


Umsókn nr. 34998 (01.17.411.6)
560305-1090 Lögskjal ehf
Laugavegi 99 101 Reykjavík
9.
Laugavegur 99, nýbygging og viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt skrifstofuhús við norðurhlið núverandi húss nr. 99 (matshluta 01) auk inndreginnar fjórðu hæðar og geymslukjallara allt einangrað að utan og að mestu klætt með dökkgráum steinflísum, einnig er sótt um að breyta húsum nr. 95 og 97, loka áður undirgönngum að Laugavegi, byggja við norðurhlið 2. og 3. hæðar, byggja inndregna 4. hæð yfir Laugaveg 95, 97 og núverandi Laugaveg 99 sem allt verður sameinað í einn matshluta á sameinaðri lóð nr. 95 -99 við Laugaveg.
Jafnframt er erindi 33125 dregið til baka.
Brunahönnun VSI dags. 11. nóvember 2006, bréf VHÁ dags. 31. október 2006 og f.h. umsækjenda dags. 15. nóvember 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun kjallari 339,5 ferm., 1. hæð 350 ferm., 2. hæð 432,4 ferm., 3. hæð 417,4 ferm., 4. hæð 546,6 ferm., samtals 2085,9 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xxx
Frestað.
Ráðið leggur mikla áherslu á vandað útlit húsa og frágang á þessari lóð. Umsókninni er vísað til umsagnar rýnihóps um útlit húsa við Laugaveg.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.


Umsókn nr. 34994 (02.69.860.1)
281266-4979 Ríkharður Sveinsson
Katrínarlind 6 113 Reykjavík
060451-3979 Hilmar Þorkelsson
Safamýri 25 108 Reykjavík
021266-4189 Jóna Kristjana Halldórsdóttir
Katrínarlind 6 113 Reykjavík
10.
Úlfarsbraut 58-60, parhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 58-60 við Úlfarsbraut.
Stærð: Íbúð 1. hæð 198 ferm., 2. hæð 139 ferm., bílgeymsla 45,6 ferm., samtals 382,6 ferm., 1376 ferm.
Gjald kr. 6.100 + 83.936

Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 34975
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
11.
Þórðarhöfði 10, saltpækilstöð við hlið saltgeymslu
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. nóvember 2006. Sótt er um að byggja saltpækilstöð sem samanstendur af þremur stáltönkum og einni pækilstöð við norðausturhorn saltgeymslunnar á lóðinni nr. 10 við Þórðarhöfða skv. uppdrætti Framkvæmdasviðs, mótt. 16. nóvember 2006.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.


Umsókn nr. 60391
550805-0220 Hestamiðstöð Reykjavíkur ehf
Álfaborgum 9 112 Reykjavík
12.
Vatnsveituvegur, (fsp) lóðarumsókn Hestamiðstöðvar Reykjavíkur
Lögð fram umsókn Hestamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 11. apríl 2006, um lóð við Vatnsveituveg fyrir reiðskemmu til þjálfunar fatlaðra á hestum. Jafnframt er lögð fram umsögn hestamannafélagsins Fáks, dags. 19. október 2006, umsögn ÍTR, dags. 20. nóvember 2006 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. nóvember 2006 og 13. júní 2006.
Neikvætt með vísan til umsagnar hestamannafélagsins Fáks og umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 60564 (01.40.81)
450599-3529 Fasteignafélagið Stoðir hf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
13.
Holtavegur 10, (fsp) bygging bílastæðapalls o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Halldórs Guðmundssonar, dags. 16. september 2006, ásamt hefti, mótt. 17. nóvember 2006, varðandi byggingu bílastæðapalls, viðbyggingar að norðan og vestan og stækkun milligólfa í núverandi húsi nr. 10 við Holtaveg. Einnig lagt fram bréf Faxaflóahafna, dags. 10. október 2006, umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 27. október 2006 og bókun hafnarstjórnar, dags. 14. nóvember 2006.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, sem síðar verður kynnt og auglýst í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingarlaga. Ráðið gerir þó alla fyrirvara um jákvæða umsögn Framkvæmdasviðs um fullunna tillögu vegna framtíðarlegu Sundabrautar.

Halldór Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 60712 (01.15.03)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
580505-0740 Gamla gagnkvæma ehf
Laugavegi 16 101 Reykjavík
14.
12">Ingólfsstræti 1, (fsp) breyting á húsi, málskot til skipulagsráðs
Lögð fram að nýju fyrirspurn VA arkitekta, dags. 31. október 2006, um að klæða húsið nr. 1 við Ingólfsstræti með málmklæðningu að hluta, byggja sjöundu hæð hússins út þannig að hún yrði ekki inndreginn og breyta hluta af þaki í þaksvalir. Einnig lagðir fram uppdr. EON arkitekta, dags. 31. október 2006. Einnig lagt fram bréf Gamla gagnkvæma ehf, dags. 16. nóvember 2006, með beiðni um málskot vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa dags. 3. nóvember sl.
Frestað.

Umsókn nr. 60697
031167-5829 Arnar Skjaldarson
Fálkahraun 6 220 Hafnarfjörður
250574-2909 Elmar Freyr Kristjánsson
Glaðheimar 14a 104 Reykjavík
15.
Lofnarbrunnur 18-20, (fsp) breyting á byggingarreit, málskot
Lögð fram fyrirspurn Arnars Skjaldarsonar og Elmars Kristjánssonar, dags. 9. nóvember 2006, varðandi breytingu á byggingarreit lóðar nr. 18-20 við Lofnarbrunn.
Ráðið er jákvætt gagnvart erindinu og felur skipulagshöfundum að vinna tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags vesturhluta Úlfarsársdals þar sem gert er ráð fyrir að unnt verði að víkja frá ákvæðum um bundna byggingarlínu þar sem um er að ræða óveruleg frávik sem hafa lítil sem engin grenndaráhrif.

Umsókn nr. 60725
510497-2799 Félagsbústaðir hf
Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík
17.
Félagsbústaðir, lóðaumsóknir
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. nóvember 2006, ásamt bréfi framkvæmdastjóra Félagsbústaða h.f., dags. 24. október 2006, þar sem sótt er um úthlutun lóða fyrir fjölbýlishús við Vallarás og Spöngina til fjölgunar leiguíbúða. Borgarráð felur skipulagssviði að vinna við gerð deiliskipulags á reitnum.


Umsókn nr. 10070
18.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 17. nóvember 2006.


Umsókn nr. 60738 (01.14.0)
20.
Lækjartorg, endurnýjun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar, dags. 8. nóvember 2006, vegna svohljóðandi bókunar sem samþykkt var að vísa til skipulagsráðs á fundi 7. nóvember 2006: "Borgarstjórn samþykkir að leitað verði samstarfs við Landsbankann/Landsafl um endurskipulagningu og endurnýjun Lækjartorgs í kjölfar uppkaupa Landsbankans/Landafls á Hafnarstræti 20. Þannig má nýta þau einstöku tækifæri sem skapast við niðurrif hússins til að tengja saman gamla miðbæ Reykjavíkur og hið nýja austurhafnarsvæði þar sem nýjar höfuðstöðvar Landsbankans og hið glæsilega Tónlistar- og ráðstefnuhús munu rísa á næstu árum."
Tillögunni er vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Umsókn nr. 60735
700169-3759 Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
21.
Vatnsendahvarf, athafnasvæði, breyting á aðalskipulagi, deiliskipulag
Lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogsbæjar, dags. 5. nóvember 2006 varðandi Vatnsendahvarf athafnasvæði, breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulag


Umsókn nr. 60747 (01.41.40)
22.
Langholtsvegur 113, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 16. nóvember 2006 vegna kæru á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 22. desember 2004 á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Langholtsvegi 113 í Reykjavík. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 60194 (01.18.40)
23.
Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitir, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 6. nóvember 2006, vegna kæru Þ.G. verktaka ehf. og Sighvatar Snæbjörnssonar, dags. 7. mars 2006, á samþykki borgarráðs frá 24. nóvember 2005 vegna Bergstaðastrætisreits.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 40365 (01.67)
24.
Skildinganes, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 14. nóvember 2006, varðandi kæru vegna breytts deiliskipulag Skildinganess. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 18. febrúar 2004 um breytt deiliskipulag Skildinganess, sem staðfest var í borgarráði hinn 24. febrúar 2004.