Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitir
Verknúmer : SN060194
89. fundur 2007
Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitir, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 30. mars 2007 vegna kæru á samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá 24. nóvember 2005 um deiliskipulag fyrir reit 1.184.0, er afmarkast af Óðinsgötu, Bjargarstíg, Grundarstíg og Spítalastíg, og á breytingu á því deiliskipulagi er skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti hinn 17. janúar 2007 varðandi nýtingarhlutfall lóðanna að Bergstaðastræti 16 og 18. Úrskurðarorð: Samþykkt borgarráðs Reykjavíkur frá 24. nóvember 2005 um deiliskipulag fyrir reit 1.184.0 er felld úr gildi. Einnig er felld úr gildi ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur um breytingu á nefndu deiliskipulagi er samþykkti hinn 17. janúar 2007 varðandi nýtingarhlutfall lóðanna að Bergstaðastræti 16 og 18.
74. fundur 2006
Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitir, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 6. nóvember 2006, vegna kæru Þ.G. verktaka ehf. og Sighvatar Snæbjörnssonar, dags. 7. mars 2006, á samþykki borgarráðs frá 24. nóvember 2005 vegna Bergstaðastrætisreits.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
48. fundur 2006
Reitur 1.184.0, Bergstaðastrætisreitir, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra Þ.G. verktaka ehf. og Sighvatar Snæbjörnssonar, dags. 7. mars 2006, þar sem kært er samþykki borgarráðs frá 24. nóvember 2005 og gerð krafa um að það verði fellt úr gildi.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.