Iðnskólareitur, Stjórnarráðsreitur, Bauganes 3A, Bykoreitur, Holtsgötureitur, Holtsgata 7b, Reitur 1.520, Lýsisreitur, Rauðagerði 34, Traðarland 1, Víkingur, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Brautarholt 8, Freyjubrunnur 29, Ránargata 26, Ánanaust 15, Gufunes, Lindargata 28-32, Laufásvegur 68, Kópavogur, Þórsgata 4, Holtsgata 1, Lækjargata 2a, Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, Vesturbæjarsundlaug, Frakkastígsreitur, Skipulags- og byggingarsvið,

Skipulagsráð

67. fundur 2006

Ár 2006, miðvikudaginn 4. október kl. 09:10, var haldinn 67. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Óskar Bergsson, Gísli Marteinn Baldursson, Oddný Sturludóttir, Svandís Svavarsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Bjarni Þ Jónsson, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Stefán Finnsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 40344 (01.19)
470498-2699 Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
1.
Iðnskólareitur, reitur 1.19 deiliskipulag
Lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa, dags. júní 2004. Einnig lögð fram drög að tillögu Hornsteina móttekin 28. september 2006 að deiliskipulagi Iðnskólareits. Bréf Iðnskólans í Reykjavík dags. 13. júní og 31. ágúst 2005. Einnig lagðar fram frumtillögur Studio Granda mótteknar 8. mars 2006 að uppbyggingu á Iðnskólareit. Einnig lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 129 dags. 2006.

Dagur B. Eggertsson tók sæti á fundinum kl. 9:15
Stefán Þór Björnsson tók sæti á fundinum kl. 9:17

Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Gísli Marteinn Baldursson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 20015 (01.17.00)
521291-1259 Batteríið ehf
Trönuhrauni 1 220 Hafnarfjörður
2.
Stjórnarráðsreitur, Reitur 1.170.0, Lækjargata/Hverfisgata/Ingólfsstræti/Bankastræti
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Batterísins ehf. arkitekta, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.170.0, sem afmarkast af Lækjargötu, Hverfisgötu, Ingólfsstræti og Bankastræti, dags. 26. nóvember 2004. Auglýsingin stóð yfir frá 29. desember til 9. febrúar 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Halldór Halldórsson f.h. Húseigendafélagsins Hverfisgötu 4-6, 4a og 6a, dags. 8. febrúar 2005, Edda Hauksdóttir f.h. Herbertsprents ehf., dags. 3. febrúar 2005. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 18. febrúar 2005 og bréf Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 10. nóvember 2005 og 27. mars 2006. Lögð fram ný tillaga Batterísins, dags. 6. júlí 2006.
Samþykkt að auglýsa nýja tillögu. Jafnframt er ákveðið að kynna tillöguna sérstaklega fyrir þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við fyrri auglýsta tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra vísaði til fyrri bókunar vegna málsins. Bókunin er eftirfarandi:
"Fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir of miklu byggingarmagni að mínu mati. Bygging á bak við stjórnarráðsbyggingu ætti ekki að vera meiri en tvær hæðir og skáþak myndi laga hana betur að útliti stjórnarráðshússins og Bankastræti 3."


Umsókn nr. 60538 (01.67.20)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
260565-4279 Magnús Bjarki Stefánsson
Bauganes 3a 101 Reykjavík
3.
Bauganes 3A, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkþing, dags. 17. ágúst 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 3A við Bauganes. Einnig lagt fram skuggavarp, ódagsett. Kynning stóð yfir frá 30. ágúst 2006 til og með 27. september 2006. Athugasemdabréf bárust frá Pétri Böðvarssyni, dags. 18. september 2006 og Björk Einarsdóttur, dags. 24. september 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. september 2006.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

Umsókn nr. 40204 (01.13.8)
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
4.
Bykoreitur, Reitur 1.138, Hringbraut, Ánanaust, Sólvallagata og Framnesvegur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga að deiliskipulagi reits 1.138, sem afmarkast af Hringbraut, Ánanaustum, Sólvallagötu og Framnesvegi. Auglýsing stóð yfir frá 18. júlí til og með 29. ágúst 2006. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Fjórir íbúar að Sólvallagötu 82, dags. 28.08.06 og 29.08.06 og Geir Ragnarsson f.h. 26 íbúa að Sólvallagötu 80-84. Lögð fram drög að umsögn hverfisarkitekts dags. 8. september 2006.
Athugasemdir kynntar. Frestað.

Umsókn nr. 60352 (01.13.46)
450997-2699 Listakot ehf
Holtsgötu 7 101 Reykjavík
260355-4069 Ragnhildur Ingólfsdóttir
Tjarnarstígur 20 170 Seltjarnarnes
5.
Holtsgötureitur, Holtsgata 7b, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram tillaga Ragnhildar Ingólfsdóttur, dags. 11. maí 2006, um breytingu á deiliskipulagi Holtsgötureits á lóðinni nr. 7b við Holtsgötu. Einnig lagt fram bréf Margrétar H. Sveinsdóttur f.h. Listakots, mótt. 19. maí 2006 og 30. ágúst 2006. Kynningin stóð yfir frá 14. til 28. september 2006. Athugasemdir bárust frá Hjördísi Hákonardóttur, dags. 25. september 2006, húsfélaginu Bræðraborgarstíg 32, dags. 27. september 2006, húseigendum Sólvallagötu 54, dags. 26. september 2006, Sigurjón Þorvaldsson, dags. 27. september 2006, íbúum að Bræðraborgarstíg 34, dags. 28. september 2006, íbúar að Vesturvallagötu 3, dags. 26. september 2006.
Synjað með vísan til þeirra athugasemda sem báurst við hagsmunaaðilakynningu.

Umsókn nr. 40452 (01.52.0)
670885-0549 Gláma,vinnustofa sf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
6.
Reitur 1.520, Lýsisreitur, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa dags. í apríl 2004 og tillaga að deiliskipulagi dags. í sept. 2005. Einnig lagt fram bréf Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytisins, dags. 23. ágúst 2005. Málið var í kynningu frá 26. júní til og með 20. júlí 2006. Athugasemdabréf barst frá Halldóru Sigurbjörnsdóttur og Hjalta Eyjólfssyni Langholtsvegi 15, dags. 29. júní 2006, Hróbjarti Guðmundssyni, dags. 30. júní 2006, Íslenskum aðalverktökum, dags. 14. júlí 2006, Sveini Yngva Egilssyni og Ragnheiði I. Bjarnadóttur, dags. 20. júlí 2006, Guðna Th. Jóhannessyni og Eliza Reid, dags. 21. júlí 2006, Björk Guðjónsdóttur og Jóni H. Jóhannssyni f.h. húseigenda að Lágholtsvegi 4, 6, 8 og 10, dags. 24. júlí 2006 og Auði Kristinsdóttur, dags. 25. og 27. júlí 2006. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags. 21. ágúst 2006.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 60253 (01.82.30)
070757-4789 Guðrún Stefánsdóttir
Barmahlíð 17 105 Reykjavík
7.
Rauðagerði 34, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Strikið, dags. 29. mars 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 34 við Rauðagerði. Málið var í kynningu frá 10. apríl til og með 8. maí 2006. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Gunnlaugur Júlíusson, dags. 7. maí 2006, Gauti Höskuldsson, dags. 5. maí 2006, Gróa Sigurðardóttir, dags. 7. maí 2006, Anna Gísladóttir, dags. 7. maí 2006, Ómar G. Ingvarsson og Steinunn Jónsdóttir, dags. 8. maí 2006. Einnig lagt fram bréf lóðarhafa, dags. 18. september 2006. Jafnframt er lögð fram breytt tillaga, dags, 1. september 2006, ásamt skuggavarpi, dags. 6. september 2006. Jafnframt er lagt fram bréf Gauta Höskuldssonar og Hafrúnar Friðriksdóttur, dags. 21. september 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. september 2006.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð, með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.

Stefán Þór Björnsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 50440 (01.87.59)
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
8.
Traðarland 1, Víkingur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 16. desember 2005, að breytingu á deiliskipulagi á íþróttasvæði Víkings að Traðarlandi 1 skv. uppdr., móttekin 1. júní 2006. Kynningin stóð yfir frá 26. júní til 15. júlí. Athugasemdir bárust frá Ragnari Aðalsteinssyni f.h. Þóris Jensen og Helgu Valsdóttur, dags. 11. júlí og 28. mars 2006, Ásu Ársælsdóttur og Eddu Hauksdóttur, dags. 12. júlí 2006, Einars Ásgeirssonar, dags. 11. júlí 2006, Jón Wendel og Jóhanna Eiríksdóttir, dags. 14. júlí 2006, Dröfn Gunnarsdóttir og Magnús Þráinsson, dags. 14. júlí 2006, Dagbjartur Guðmundsson og Tatjana Latinovic, dags. 14. júlí 2006. Lögð fram greinargerð RTS verkfræðistofu, dags. 20. september 2006 og drög að umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. september 2006. Einnig lagður fram breyttur uppdr., dags. 29. september 2006. Jafnframt er lögð fram tillaga að álagsbílastæðum við Bústaðaveg, dags. 28. september 2006.
Athugasemdir kynntar. Frestað.

Umsókn nr. 34763
9.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 414 frá 3. október 2006.


Umsókn nr. 34400 (01.24.120.5)
560178-0939 S.Waage sf
Hlíðarbyggð 19 210 Garðabær
10.
Brautarholt 8, ofanábygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 15. ágúst 2006. Sótt er um leyfi til að byggja nýja hæð úr stálgrind klæddri múr ofan á húsið á lóðinni nr. 8 við Brautarholt. Samþykki meðeigenda dagsett 31. júlí 2006 fylgir erindinu. Kynning stóð yfir frá 24. ágúst til og með 21. september 2006. Athugasemd barst frá Eðvarði Ingólfssyni, dags. 21. september 2006 og Henný R. Kristinsdóttur, Ólafi Ö. Gunnarssyni og Garðari Thor Cortes, dags. 21. september 2006. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29. september 2006 fylgir erindinu.
Stækkun: 5406 ferm., og 1656,9 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 101.070
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 34756 (02.69.550.3)
660504-3030 Fasteignafélagið Hlíð ehf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
11.
Freyjubrunnur 29, Fjölbýlishús með 5 íbúðum
Sótt er um leyfi til að byggja 5 íbúða fjölbýlishús með lyftu úr forsteyptum einingum á 4 hæðum, sú efsta inndreginn með álklæddum timbur útveggum. Á neðstu hæð eru fimm yfirbyggð bilstæði auk stæðis fatlaðra á lóð fjölbýlishús nr. 29 við Freyjubrunn. Stærð: 1. hæð 137,3 ferm., 2. hæð 252,0 ferm., 3. hæð 252,0 ferm., 4. hæð 155,5 ferm., samtals 796,8 ferm., 2458,9 rúmm. Bílastæði / inngangur (B - rými) 99,5 ferm., 278,6 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 166.988
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 34520 (01.13.510.9)
200670-3539 Benedikt Jónsson
Ránargata 26 101 Reykjavík
130572-5459 Unnur Eva Jónsdóttir
Ránargata 26 101 Reykjavík
12.
Ránargata 26, breytingar og stækkun
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2006. Sótt er um að framlengja þak aðalhússins yfir viðbygginguna og stækka rishæð, gera kvist á þakið og lækka bílskúrsgólf á húsinu Ránargata 26, skv. uppdr. Arkitektar Ólöf og Jon ehf., dags. 15. ágúst 2006. Einnig lagt fram skuggavarp mótt. 24. ágúst 2006. Kynning stóð yfir frá 31. ágúst 2006 til og með 28. september 2006. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: 15.3 ferm., 118.0 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 7.198
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 60607 (01.13.34)
680301-2630 Þórsafl hf
Skútahrauni 15 220 Hafnarfjörður
280662-4889 Sveinn Ragnarsson
Fjallalind 50 201 Kópavogur
13.
Ánanaust 15, (fsp) breyting á deliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Friðriks Friðrikssonar ark., dags. 18. september 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 15 við Ánanaust.
Frestað.

Umsókn nr. 60626 (02.2)
010445-2219 Hallsteinn Sigurðsson
Ystasel 37 109 Reykjavík
14.
Gufunes, (fsp) umhverfislistaverk
Lögð fram fyrirspurn Hallsteins Sigurðssonar, dags. 27. september 2006, varðandi breytingu á afmörkun afnotasvæðis í Gufunesi fyrir umhverfislistaverk skv. skissu, dags. sept. 2006. Einnig lögð fram eldri umsögn Framkvæmdasviðs vegna málsins dags. 17. ágúst 2005.
Ráðið gerir ekki athugasemd við breytingu á afmörkun afnotasvæðis með sömu skilmálum og áður hafa verið samþykktir. Erindinu vísað til Framkvæmdasviðs til afgreiðslu.

Umsókn nr. 60606 (01.15.24)
120944-2669 Kristinn Ragnarsson
Skaftahlíð 27 105 Reykjavík
210959-5809 Guðbjartur K Ingibergsson
Hléskógar 6 109 Reykjavík
15.
Lindargata 28-32, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn KRark, dags. 15. september 2006, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 28-32 við Lindargötu. Einnig lagt fram bréf Ómars I. Tryggvasonar f.h. lóðarhafa, dags. 14. september 2006.
Erindi kynnt.
Vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.


Umsókn nr. 60644 (01.19.72)
420805-1010 AB stoð ehf
Brautarholti 2 105 Reykjavík
16.
Laufásvegur 68, málskot (fsp) breyting á deiliskipulagi
Spurt er hvort heimilað yrði að breyta deiliskipulagi Smáragötureits vegna lóðarinnar nr. 68 við Laufásveg í samræmi við fyrirspurnaruppdrætti K.J, Hönnunar ehf., dags. 2. október 2006, mótt. 3. október 2006. Lögð fram eldri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. júní 2006.
Frestað.

Umsókn nr. 60594
700169-3759 Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
17.
Kópavogur, Nýi Lundur, breytt lóðanýting
Lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 8. september 2006, ásamt bréfi Magnúsar G. Gunnlaugssonar, dags. 20. ágúst 2006, varðandi breytingu á skipulagi lóðarinnar við Nýja Lund.
Vísað til meðferðar sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 60554 (01.18.42)
170857-5779 Guðlaugur Gunnarsson
Þórsgata 4 101 Reykjavík
18.
Þórsgata 4, (málskot) innkeyrsla, bílastæði
Lagt fram bréf Guðlaugs Gunnarssonar, dags. 24. ágúst 2006, um að koma fyrir 2-3 einkabílastæðum og innkeyrslu að þeim á lóðinni nr. 4 við Þórsgötu, skv. uppdr. Árna Þ. Jónssonar, dags. 4. maí 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags, 14. júní 2006 og umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 6. september 2006.
Frestað.

Umsókn nr. 60637 (01.13.46)
19.
Holtsgata 1, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 28. september 2006 vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 29. júní 2005 um að heimila sameiningu lóðanna nr. 1 og 3 við Holtsgötu og nr. 32A við Bræðraborgarstíg í eina lóð, að rífa húsið nr. 32A við Bræðraborgarstíg og bílskúr á lóðinni nr. 1 við Holtsgötu ásamt því að byggja fjölbýlishús úr steinsteypu með 13 íbúðum og bílageymslu í kjallara fyrir 13 bíla á hinni sameinuðu lóð. Úrskurðarorð: Hin kærða ákvörðun skipulagsráðs frá 29. júní 2005 er felld úr gildi hvað varðar húsið nr. 3 við Holtsgötu.


Umsókn nr. 40687 (01.14.05)
20.
Lækjargata 2a, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 26. september 2006, varðandi kæru vegna samþykktar byggingarfulltrúa dags. 9. nóvember 2004 á umsókn um leyfi til að koma fyrir veitingastöðum á þriðju og fjórðu hæð hússins nr. 2A við Lækjargötu.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 50168 (01.13.46)
21.
Reitur 1.134.6 - Holtsgötureitur, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 28. september 2006 vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 9. febrúar 2005 um deiliskipulag Holtsgötureits. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 9. febrúar 2005 um deiliskipulag Holtsgötureits.


Umsókn nr. 40366 (01.52.61)
22.
Vesturbæjarsundlaug, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram niðurstaða úrskurðarnefndar skipulags- og bygggingarmála vegna kæru Hjalta Hjaltasonar á samþykkt um deiliskipulag Vesturbæjarsundlaugar.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu samþykktar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 21. apríl 2004, sem staðfest var á fundi borgarráðs hinn 27. apríl 2004, um deiliskipulag Vesturbæjarsundlaugar.


Umsókn nr. 50212 (01.17.21)
580105-1140 Atelier arkitektar ehf
Suðurlandsbraut 6 108 Reykjavík
23.
Frakkastígsreitur, Reitur 1.172.1, Laugavegur, Vatnsstígur, Hverfisgata og Frakkastígur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. september 2006, vegna samþykkt borgarráðs 21. þ.m. á afgreiðslu skipulagsráðs 20.s.m., varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi Frakkastígsreits, sem afmarkast af Laugavegi, Vatnsstíg, Hverfisgötu og Frakkastíg.


Umsókn nr. 20289
24.
Skipulags- og byggingarsvið, fjárhagsáætlun
Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2007.