Skuggahverfi,
Garðastræti 33,
Ferjuvogur 2, Vogaskóli,
Laugardalur, Þróttur,
Reitur 1.230, Bílanaustreitur,
Reitur 1.230, Bílanaustreitur,
Kjalarnes, Esjuberg,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Ásvallagata 4,
Hjallavegur 27,
Sléttuvegur 19-23,
Hádegismóar 2,
Skaftahlíð 24,
Fossaleynir 1, Egilshöll,
Auglýsingaskilti,
Jafnasel 8, Sorpa,
Nauthólsvík/veitingaskáli,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Bústaðahverfi,
Frakkastígur 7,
Kjalarnes, Esjuberg,
Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur,
Sléttuvegur,
Skipulagsráð
21. fundur 2005
Ár 2005, miðvikudaginn 6. júlí kl. 09:00, var haldinn 21. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B Eggertsson, Anna Kristinsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson, Halldór Guðmundsson, Nikulás Úlfar Másson, Jón Árni Halldórsson, Sigríður Kristín Þórisdóttir og Harri Ormarsson
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 50327 (01.15.2)
470498-2699
Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
1. Skuggahverfi, breytt deiliskipulag reits 1.152.3
Lögð fram tillaga Hornsteina arkitekta að breytingu á deiliskipulagi reits 1.152.3 dags. 4. júlí 2005. Einnig lagt fram minnisblað Hornsteina dags. 12. maí 2005 og samantekt á byggingarmagni og nýtingarhlutfalli dags. 26. maí 2005.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 40084 (01.16.11)
2. Garðastræti 33, breyting á deiliskipulagi f. rússneska sendiráðið
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 33 við Garðastræti, dags. 20.05.05. Grenndarkynning stóð yfir frá 30.05 til 26.06 2005. Athugasemdarbréf bárust frá Iðunni Leifsdóttur Túngötu 3, dags. 23.06.05 og íbúum Túngötu 3, dags. 24.06.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. júní 2005.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50371 (01.44.01)
480190-1069
Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
3. Ferjuvogur 2, Vogaskóli, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram tölvubréf mannvirkjaskrifstofu Framkvæmdasviðs dags. 23. júní 2005 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Vogaskóla. Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi dags. 30. júní 2005.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 50306 (01.39)
4. Laugardalur, Þróttur, viðbygging við félagsheimili
Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs, dags. 23.05.05 varðandi viðbyggingu við félagsheimili Þróttar í Laugardal skv. uppdr. pk arkitekta, dags. 14.05.05. Einnig lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vesturhluta dags. júní 2005.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 50051 (01.23.0)
5. Reitur 1.230, Bílanaustreitur, aðalskipulagsbreyting
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi vegna reits 1.230, Bílanaustreits. Tillagan var í auglýsingu frá 23. mars til 12. maí 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Stjórn Húsfélaganna við Mánatún 2, 4 og 6, Sóltún 5, 7, 9 og 11-13 ásamt Borgartúni 30a og b, dags. 10.05.05, eigandi að skrifstofuhúsinu að Borgartúni 30, dags. 10.05.05, 20 samhljóða bréf íbúðareigenda að Mánatúni 2, dags. 09.05.05, 23 samhljóða bréf íbúðareigenda að Mánatúni 4, dags. 29.04.05, 21 samhljóða bréf íbúðareigenda að Mánatúni 6, dags. 04.05.05, 20 samhljóða bréf íbúðareigenda að Sóltúni 5, dags. 04.05.05, 21 samhljóða bréf íbúðareigenda að Sóltúni 7, dags. 04.05.05, 24 samhljóða bréf íbúðareigenda að Sóltúni 9, dags. 02.05.05, 30 samhljóða bréf íbúðareigenda að Sóltúni 11-13, dags. 04.05.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2005.
Auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 40611 (01.23.0)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
681194-2749
Kanon arkitektar ehf
Laugavegi 28 101 Reykjavík
6. Reitur 1.230, Bílanaustreitur, deiliskipulag
Lögð fram að nýju tillaga Kanon arkitekta og Teiknistofunnar Traðar að deiliskipulagi lóðanna Borgartún 26, Sóltúni 1 og 3, dags. 2.desember 2004, breytt 20. febrúar 2005. Málið er í auglýsingu frá 23. mars til 4. maí, frestur framlengdur til 12. maí 2005. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugsemdir: Sverrir Norland f.h. Smith & Norland Nóatúni 4, mótt. 25.04.05, 14 samhljóða bréf eigenda í Borgartúni 30a og b ásamt lista með 21 nafni eigenda í Borgartúni 30a og b, mótt. 9.05.05, bréf Vífils Oddssonar Borgartúni 30b, dags. 11.05.05, bréf B.P. skip ehf Borgartúni 30, dags. 10.05.05, 20 samhljóða bréf eigenda að Mánatúni 2 ásamt lista með 22 nöfnum eigenda í Mánatúni 2, dags. 9.05.05, 22 samhljóða bréf eigenda að Mánatúni 4 ásamt lista með 24 nöfnum eigenda í Mánatúni 4, dags. 29.04.05, 21 samhljóða bréf eigenda að Mánatúni 6 ásamt lista með 21 nafni eigenda í Mánatúni 6, dags. 4.05.05, 19 samhljóða bréf eigenda að Sóltúni 5 ásamt bréfi Óskars H. Gunnarssonar Sóltúni 5, dags. 4.05.05, 22 samhljóða bréf eigenda að Sóltúni 7, dags. 4.05.05, 24 samhljóða bréf eigenda að Sóltúni 9 ásamt lista með 25 nöfnum eigenda í Sóltúni 9, dags. 2.05.05, Edda Gunnarsdóttir Sóltúni 9, dags. 9.05.05, Guðmundur E. Erlendsson Sóltúni 9, dags. 11.05.05, 33 samhljóða bréf eigenda að Sóltúni 11-13, dags. 4.05.05 og stjórn húsfélaganna við Mánatún 2, 4 og 6, Sóltún 5, 7, 9 og 11-13 ásamt Borgartúni 30a og b, dags. 10.05.05. Einnig lagt fram bréf Umhverfissviðs, dags. 31.05.05, umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1.07.05 og tölvubréf Magnúsar Jónssonar, dags. 05.07.05, f.h. húsfélaga í Sóltúni og Mánatúni.
Frestað.
Umsókn nr. 40695
701265-0339
Teiknistofan Óðinstorgi sf
Óðinsgötu 7 101 Reykjavík
7. Kjalarnes, Esjuberg, deiliskipulag að vistvænu þorpi
Lögð fram umsókn Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. 3.06.05, ásamt tillögu að deiliskipulagi að vistvænu þorpi að Esjubergi í Kjalarnesi, dags. júní 2005.
Kristrún Heimisdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:03, áður höfðu verið afgreiddir liðir nr. 1-6, 14, 16 og 17.
Salvör Jónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:12, áður höfðu verið afgreiddir liðir nr. 1-6, 14, 16 og 17.
Frestað. Umsækjanda ber að leggja fram samþykki aðlægra landeigenda vegna aðkomu. Einnig er farið fram á að lögð verði fram nákvæmari greinargerð með lýsingu á fyrirhugaðri vistvænni byggð.
Umsókn nr. 32035
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 354 frá 5. júlí 2005.
Umsókn nr. 31674 (01.16.210.9)
160866-5279
Guðjón Rúnarsson
Ásvallagata 4 101 Reykjavík
9. Ásvallagata 4, svalir 2.hæð - br.inni
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. maí 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir að suðurhlið annarrar hæðar og breyta innra fyrirkomulagi í kjallara og á fyrstu og annarri hæð hússins á lóðinni nr. 4 við Ásvallagötu, samkv. uppdr. Björgvins Sæmundssonar arkitekts, dags. 10.05.05 Grenndarkynning stóð yfir frá 1.06 til 29.06 2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðeigenda dags. 20. janúar 2005 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 31398 (01.38.410.6)
190561-3809
Ásgeir Örn Gestsson
Hjallavegur 27 104 Reykjavík
191264-5339
Hildur Björg Hannesdóttir
Hjallavegur 27 104 Reykjavík
311079-5739
Ólafur Ingibergsson
Hjallavegur 27 104 Reykjavík
10. Hjallavegur 27, br. inni og úti
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 19. apríl 2005. Sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi á lóð, koma fyrir útgöngudyrum að garði á austurhlið fyrstu hæðar, breyta inngangströppum á vesturhlið og svölum á austurhlið annarrar hæðar, einangra og klæða hús utan með múrkerfi, breyta innra fyrirkomulagi, fjarlægja skorstein, hækka ris og byggja kvisti á austur- og vesturhlið rishæðar hússins á lóðinni nr. 27 við Hjallaveg Grenndarkynning stóð yfir frá 26.05 til 23.06.2005. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki nágranna (á teikn.) fylgir erindinu ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 29. apríl 2005.
Stærð: Stækkun rishæð xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 31741
580377-0339
Samtök aldraðra
Hafnarstræti 20 101 Reykjavík
11. Sléttuvegur 19-23, nýtt fjölbýlishús m 70 íbúðum
Sótt er um leyfi til þess að byggja fjölbýlishús á þremur og sex hæðum með 70 íbúðum fyrir aldraða á lóðinni nr. 19-23 við Sléttuveg. Húsið verði byggt úr steinsteypu, einangrað að utan og klætt báraðri málmklæðningu. Í kjallara verði bílgeymsla fyrir 70 bíla, geymslur o.fl.
Erindinu fylgir tölvupóstur OR dags. 30. júní 2005, tölvupóstur vegna auglýsingar dags. 14. júní 2005.
Stærðir: Bílgeymsla 2.322,9 ferm. og 7.521,2 rúmm. Annað rými, 8.750,3 ferm. og 26.552,1 rúmm. Samtals 11.073,2 ferm. og 34.073,3 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 1.942.178
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 31979 (04.41.230.1)
590404-2410
Klasi hf
Pósthólf 228 121 Reykjavík
430169-1069
Árvakur hf
Kringlunni 1 103 Reykjavík
12. Hádegismóar 2, skrifstofub. á 2 h
Sótt er um leyfi til þess að byggja tveggja hæða skrifstofubyggingu austan við prentsmiðju Morgunblaðsins ásamt kjallara undir hluta húss, allt einangrað að utan og veggir klæddir steinflísum og álplötum á lóð nr. 2 við Hádegismóa.
Brunahönnun VSI dags. 27. júní 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Skrifstofuhús kjallari 162 ferm., 1. hæð 2040 ferm., 2. hæð 1652,9 ferm., samtals 3854,9 ferm., 16739,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 954.174
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Skipulagsferli ólokið.
Halldór Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 30981 (01.27.420.1)
450599-3529
Fasteignafélagið Stoðir hf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
13. Skaftahlíð 24, tengibygging, bílag.kj.
Að lokinni endurtekningu grenndarkynningar byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. mars 2005. Sótt er um leyfi til að byggja tengibyggingu milli norðurhúss (mhl 03) og suðurhúss (mhl 01) ásamt bílageymslu neðanjarðar á lóðinni nr. 24 við Skaftahlíð, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 22.02.05, breytt 05.05.05. Tengibyggingin verði byggð ofan á núverandi kjallara milli húsanna. Jafnframt verði innra fyrirkomulagi allra hæða í norðurhúsi breytt o.fl. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 11.05.05. Málið var í kynningu frá 11. maí til 8. júní 2005. Þessir sendu inn athugasemdir: Dýrunn Anna Óskarsdóttir, Skaftahlíð 30, dags. 17.05.05, Ragnar Freyr Ingvarsson og Snædís Eva Sigurðardóttir, Skaftahlíð 8, dags. 23.05.05, Sigfríður Björnsdóttir, Skaftahlíð 29, dags. 06.06.05, Hilmar Sigurðsson, f.h. Húsfélagsins Skaftahlíð 12-24, dags. 06.06.05, íbúðareigendur Skaftahlíð 38, dags. 07.06.05, Ingibjörg Elíasdóttir, Skaftahlíð 40, dags. 08.06.05, Ingimar Guðmundsson og Ásdís Valdimarsdóttir, Skaftahlíð 40, dags. 08.06.05, Arnór Þ. Sigfússon, Skaftahlíð 28, dags. 08.06.05.. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4.07.05 og umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 5.07.05
Stækkun: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsagnir skipulagsfulltrúa og Framkvæmdasviðs samþykktar.
Umsókn nr. 50255 (02.46)
690191-1219
Nýsir hf
Flatahrauni 5a 220 Hafnarfjörður
14. Fossaleynir 1, Egilshöll, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Alark, dags. 29.06.05, um stækkun lóðar að Fossaleyni 1, samkv. uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 29.06.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2005.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn. Tillögunni verður vísað til umsagnar ÍTR og umferðadeildar Framkvæmdasviðs þegar hún berst. Að þeim fengnum verður tillagan auglýst. Ráðið leggur sérstaka áherslu á að í tillögunni verði sýndar nýjar lausnir vegna umferðar og bílastæða.
Umsókn nr. 50362
540291-2259
Landsbanki Íslands hf
Austurstræti 11 155 Reykjavík
15. Auglýsingaskilti, Landsbankinn
Lagt fram bréf Landsbankans, dags. 21.06.05, varðandi tímabundið leyfi fyrir allt að 10 auglýsingaskiltum á ýmsum stöðum í borginni.
Neikvætt.
Umsókn nr. 50268 (04.99.3)
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
16. Jafnasel 8, Sorpa, fsp. v. aðkomu
Lögð fram að nýju fyrirspurn Arkþings ehf, dags. 02.05.05, varðandi nýja útkeyrslu frá endurvinnslustöð Sorpu við Jafnasel. Einnig lagt fram bréf verkfræðistofu Framkvæmdasviðs, dags. 2. júní 2005. Lagður fram uppdráttur Arkþings ehf, dags. 30.06.05.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn. Tillagan verði bæði auglýst og kynnt sérstaklega í samráði við hverfisráð Breiðholts.
Umsókn nr. 40058 (01.66)
530201-2280
Nexus Arkitektar ehf
Heiðargerði 33 108 Reykjavík
17. Nauthólsvík/veitingaskáli, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju fyrirspurn Nexus arkitekta, dags. 08.04.05, að stækkun veitingahússins Nauthóls ásamt umsögn umhverfisstjóra, dags. 29.04.05. Einnig lögð fram bókun íþrótta- og tómstundaráðs frá 16.06.05 og bréf Nexus arkitekta, dags. 30.06.05.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn, að því undanskildu að ekki er fallist á staðsetningu þjónustuskála á lóð.
Umsókn nr. 10070
18. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 24. júní og 1. júlí 2005.
Umsókn nr. 50388 (01.81.8)
19. Bústaðahverfi, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 24.06.05 ásamt kæru til nefndarinnar frá Kristjáni Halldórssyni, dags. 27.02.05, vegna breytingar á deiliskipulagi Bústaðahverfis sem samþykkt var í skipulagsráði 26.01.05.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 50389 (01.17.30)
20. Frakkastígur 7, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 24.06.05 ásamt kæru til nefndarinnar frá Guðfinnu Guðmundsdóttur hdl f.h. Ingibjargar Jónsdóttur, dags. 15.03.05, vegna ákvörðunar skipulagsráðs 16.02.05 um að synja leyfi til þess að breyta verslunarrými í íbúð í matshluta 03 á lóðinni nr. 7 við Frakkastíg.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 50392
21. Kjalarnes, Esjuberg, Stekkur, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 30.06.05 ásamt kæru til nefndarinnar frá Lögmönnum Skólavörðustíg 12 f.h. Heiðars og Guðmundar Aðalsteinssona, dags. 6.04.05, vegna ákvörðunar skipulagsráðs 14.03.05 um að synja heimild til þess að skipta út lóð úr landi Stekks á Kjalarnesi.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 50384 (01.11.53)
22. Reitur 1.115.3 - Ellingsen reitur, kæra
Lögð fram kæra Harðar Einarssonar hrl. f.h. Reykjaprents ehf., dags. 20.05.05, til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Kærð eru tvö atriði í deiliskipulagi fyrir Ellingsenreit, eins og það var afgreitt á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur hinn 6. apríl 2005 og borgarráð Reykjavíkur staðfesti hinn 14. apríl 2005 og þess krafizt, að deiliskipulagsákvörðunin verði ógilt.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 50393 (01.79)
23. Sléttuvegur, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 30.06.05 ásamt kæru til nefndarinnar frá Lex ehf. f.h. húsfélagsins Sléttuvegi 15-17, dags. 13.04.05, vegna samþykktar skipulagsráðs 2.02.05 um breytingu á aðalskipulagi á lóð D við Sléttuveg.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.