Einimelur 10,
Ægisíða 56,
Geirsgata 11,
Háskólinn í Reykjavík - Nauthólsvegur 83, 85, 87 og 89,
Skógargerði 1,
Völvufell 7A,
Auglýsingaskilti í borgarlandi,
Auglýsingaskilti í borgarlandi,
Hrísateigur 15,
Njálsgata 36,
Krókháls 5-5G,
Krókháls 6 og Lyngháls 5,
Laugarnes,
Freyjubrunnur 7-9,
Jarpstjörn 16-20,
Jöklafold 14,
Silfratjörn 11-15,
Silfratjörn 11-15,
Hólavað 13-27,
Stararimi 59,
Stekkjarsel 7,
Þykkvibær 21,
Furugerði 23,
Hofteigur 22,
Úlfarsbraut 112,
Ingólfsstræti 21,
Kleppsvegur 66-68,
Kleppsvegur 70-72,
Kleppsvegur 74-76,
Sólvallagata 27,
Vesturgata 61,
Bergstaðastræti 60,
Langholtsvegur 168,
Sóleyjargata 33,
Tjarnargata 10C,
Hafnarfjörður, aðalskipulag,
Seltjarnarnes,
Seltjarnarnes,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
801. fundur 2020
Ár 2020, föstudaginn 11. desember kl. 10:10, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 801. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Helena Stefánsdóttir og Vigdís Þóra Sigfúsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ólafur Melsted, Haukur Hafliði Nínuson, Sólveig Sigurðardóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Björn Ingi Edvardsson, Lilja Grétarsdóttir, Hulda Einarsdóttir og Birkir Ingibjartsson.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
1.20 Einimelur 10, Stækkun
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum og til þess að byggja ofan á bílskúr og stækka íbúð einbýlishúss á lóð nr. 10 við Einimel.
Stækkun: 40.1 ferm., 207.5 rúmm. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 24. nóvember 2020, umsögn Minjastofnunar dags. 18. maí 2020, svar skipulagsfulltrúa við fyrirspurn, SN200336, dags. 12. júní 2020, umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. nóvember 2020, mæliblað 1.526.2 með síðustu breytingu dags. 8. ágúst 1962 ásamt ódagsettu hæðablaði og yfirlit breytinga ásamt skuggavarpi. Gjald kr. 11.200
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
2.20 Ægisíða 56, Breytingar í kjallara og nýr gluggi í risi auk áður gerðra breytinga á 1.og 2.hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2020 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi kjallaraíbúðar, grafa frá suðurhlið og setja hurð og verönd auk þess er sótt um leyfi til að setja þakglugga í ris og fyrir áður gerðum breytingum á 1. og 2. hæð húss á lóð nr. 56 við Ægissíðu.
Erindi fylgir afrit af teikningum samþ. 18. júlí 1955 og 28. október 1970 og mæliblað nr. 1.554.0 ódagsett, einnig samþykki eigenda íbúðar 0201 á afriti af teikningum dags. 20. nóvember 2020 og staðfesting á eignarhaldi mótt. 3. desember 2020. Stækkun: 39,9 ferm., 121,6 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
3.20 Geirsgata 11, (fsp) breyting á notkun
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2020 var lögð fram fyrirspurn ASK Arkitekta ehf. dags. 18. nóvember 2020 ásamt bréfi ódags. um rekstur á starfsemi sem felur í sér þróun og framleiðslu trefjabáta í húsinu á lóð nr. 11 við Geirsgötu. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir af framleiðsluferli Rafnars ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2020 samþykkt.
4.20 Háskólinn í Reykjavík - Nauthólsvegur 83, 85, 87 og 89, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Kanon arkitekta ehf. dags. 2. desember 2020 ásamt bréfi dags. 2. desember 2020 um breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík vegna lóðanna nr. 83, 85, 87 og 89 við Nauthólsveg sem felst í fjölgun íbúða um 10 úr 415 íbúðum í 425 íbúðir, fækkun byggingarreita fyrir svonefnd stakstæð hús á reit A og B úr tveimur í eitt fyrir hvorn reit, stækkun byggingarreits fyrir stakstæð hús ásamt því að leyfilegur hæðafjöldi verði þrjár hæðir í stað tveggja til þriggja hæða, á fyrstu hæð stakstæðs húss á reit B verði gert ráð fyrir félagsaðstöðu fyrir íbúðir háskólagarðanna og íbúðir deiliskipulagssvæðisins munu dreifast á reiti A, B, C í stað A, B, C og D en ekki verði gert ráð fyrir íbúðum á reit D, samkvæmt tillögu Kanon arkitekta ehf. dags. 12. október 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.20 Skógargerði 1, Sólpallur, gluggi, svalahurð o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. desember 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir nýjum glugga og svalahurð á austur vegg sem og verönd, einnig er sótt um að færa salerni og eldhús innan 1. hæðar í húsi á lóð nr. 1 við Skógargerði.
Erindi fylgir tölvupóstur frá hönnuði þar sem samþykki eiganda Skógargerðis 3 kemur fram og bréf hönnuðar dags. 26. nóvember 2020, einnig ljósmyndir sem staðfesta breytingu á gluggum mótt. 3. desember 2020. Gjald kr. 11.200
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Skógargerði 1a, 3, 4, 6 og Sogavegi 218 og 220.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
6.20 Völvufell 7A, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Halls Kristmundssonar dags. 26. nóvember 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi Breiðholt 3, Fell vegna lóðarinnar nr. 7A við Völvufell. Í breytingunni felst breyting á notkun hússins úr skóladagheimili í vistheimili fyrir ungmenni ásamt færslu á lóðarmörkum til suður þannig að lóð minnkar um 500 m2, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf. dags. 7. febrúar 2020.
Lagfærð bókun frá fundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember sl.
Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Yrsufelli 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20 og 22.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.6 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
7.20 Auglýsingaskilti í borgarlandi, (fsp) tímabundin skilti
Lögð fram fyrirspurn Vésteins Gauti Hauksson dags. 17. nóvember 2020 um að setja tímabundin auglýsingaskilti við bílastæðahús að Vitatorgi, Stjörnuporti og Traðarkoti. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 11. desember 2020.
Umsögn skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 11. desember 2020 samþykkt.
8.20 Auglýsingaskilti í borgarlandi,
Lögð fram fyrirspurn Vésteins Gauti Hauksson dags. 6. og 9. nóvember 2020 um að setja auglýsingaskilti á borgarlandi í Bankastræti og Skúlagötu. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra og Borgarhönnunar dags. 10. desember 2020.
Neikvætt, með vísan til skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnuðar dags. 10. desember 2020 samþykkt.
9.20 Hrísateigur 15, (fsp) rishæð, kvisti o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 var lögð fram fyrirspurn Þóris Jósefs Einarssonar dags. 16. nóvember 2020 um að gera rishæð með kvistum á húsið á lóð nr. 15 við Hrísateig, setja nýjar svalir á 1. og 2. hæð á suður og vesturhlið hússins, svalir á rishæð og gera útgang út í garð úr kjallara á suðurhlið. Einnig er lögð fram skissa dags. í október 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020 samþykkt.
10.20 Njálsgata 36, nýtt lóðablað/lóðabreyting
Lagt fram breytingablað dags. 4. desember 2020 ásamt hluta úr lóðauppdrætti dags. 4. desember 2020 vegna stækkun lóðarinnar nr. 36 við Njálsgötu. Einnig eru lögð fram skýringarblöð; endanleg lóðarstærð ásamt spildu úr borgarlandi dags. 4. desember 2020 og lóðarblöð.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
11.20 Krókháls 5-5G, nr. 5A - staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 3. desember 2020 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Pawels Kowalczyk f.h. PK campers Iceland ehf. um að reka ökutækjaleigu að Krókhálsi 5A, lóð nr. 5-5G við Krókháls. Sótt er um leyfi fyrir 5 ökutækjum í útleigu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020 samþykkt.
12.20 Krókháls 6 og Lyngháls 5, breytingu á lóðarmörkum
Lögð fram umsókn Vektors, hönnun og ráðgjöf dags. 8. desember 2020 um breytingu á lóðarmörkum lóðanna nr. 6 við Krókháls og 5 við Lyngháls sem felst í að lóð nr. 6 við Krókháls stækkar um 16 m2 og lóð nr. 5 við Lyngháls minnkar sem því nemur. Einnig er lögð fram skissa á byggingarleyfisuppdrætti og eignaskiptayfirlýsing dags. 3. desember 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018.
13.20 Laugarnes, (fsp) loftgæðamælir
Lögð fram fyrirspurn Kanon arkitekta ehf. f.h. Faxaflóahafna dags. 24. nóvember 2020 ásamt bréfi dags. 24. nóvember 2020 um að staðsetja loftgæðamæli í Laugarnesi á afgirtum reit á borgarlandi, samkvæmt uppdrætti Kanon arkitekta ehf. dags. 23. nóvember 2020. Einnig er lagður fram uppdráttur Mannvits dags. 5. júní 2020, minnisblað Faxaflóahafna ódags., minnisblað verkfræðistofunnar Vatnaskil dags. 4. júní 2020 og kort sem sýnir núverandi stöðu fornleifa ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
14.20 Freyjubrunnur 7-9, (fsp) breytingar á húsi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2020 var lögð fram fyrirspurn Björn Ólafs Bragasonar dags. 24. nóvember 2020 ásamt bréfi dags. 23. október 2020 um breytingar á húsinu á lóð nr. 7-9 við Freyjubrunn, samkvæmt aðaluppdr. síðast br. 25. júní 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
15.20 Jarpstjörn 16-20, (fsp) fjölgun íbúða
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2020 var lögð fram fyrirspurn Walters Hjaltested dags. 17. nóvember 2020 og greinargerð ódags. um fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 16-20 við Jarpstjörn um 3 þannig að fjöldi íbúða og bílgeymslna verði 6. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
16.20 Jöklafold 14, (fsp) aukaíbúð í kjallara hússins
Lögð fram fyrirspurn Hector Wilham Roque Rosal dags. 7. nóvember 2020 um að gera aukaíbúð í kjallara hússins á lóð nr. 14 við Jöklafold. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
17.20 Silfratjörn 11-15, (fsp) 60 cm útbygging á hluta 2. hæðar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 var lögð fram fyrirspurn Sigursteins Sigurðssonar dags. 23. nóvember 2020 ásamt bréfi dags. 22. nóvember 2020 um hvort heimilt sé að útbygging á hluta 2. hæðar hússins á lóð nr. 11-15 við Silfratjörn skagi út sem nemur 60 cm, samkvæmt uppdr. Sigursteins Sigurðssonar arkitekts dags. 22. nóvember 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020 samþykkt.
18.20 Silfratjörn 11-15, Raðhús
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2020 þar sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja íbúða raðhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 11-15 við Silfratjörn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Stærðir: x.xx., x.xx rúmm. Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 22. nóvember 2020, mæliblað 5.0525.3 útgefið 13. september 2019 og hæðablað 5.052.3 útgáfa 1 dags 29. maí 2019. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020 samþykkt.
19.20 Hólavað 13-27, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 var lögð fram fyrirspurn Auðar Óskar Emilsdóttur dags. 2. desember 2020 um stækkun 1. hæðar hússins á lóð nr. 13-27 sem nemur svölum, u.þ.b. 2 m út og 5 metra á lengd fyrir hverja einingu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020 samþykkt.
20.20 Stararimi 59, (fsp) breyting á húsi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 var lögð fram fyrirspurn Jóns Dals Kristbjörnssonar dags. 1. nóvember 2020 um að loka 26 m2 gati á neðri hæð hússins á lóð nr. 59 við Stararima. Einnig er lögð fram grunnmynd/skissa ódags. og ljósmynd. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020 samþykkt.
21.20 Stekkjarsel 7, Áður gerðar breytingar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2020 þar sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum sem sem felast í því að óútgröfnu rými er breytt í íbúðarrými og geymslu í kjallara og gluggi stækkaður á norðurhlið einbýlishússins á lóð nr.7 við Stekkjarsel. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Stækkun vegna útgrafins rýmis: XX ferm ., XX rúmm. Gjald kr. 11.200
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
22.20 Þykkvibær 21, Reyndarteikningar- Árbæjarreitur 62
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. desember 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. desember 2020 þar sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á einbýlishúsi á lóð nr. 21 við Þykkvabæ. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Erindi fylgir lóðauppdráttur 4.352.4 dags. 14. maí 2020. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020 samþykkt.
23.20 Furugerði 23, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís arkitekta ehf. f.h. EA11 ehf. mótt. 14. desember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði. Í breytingunni felst að fjarlægja núverandi mannvirki og koma fyrir íbúðum á lóð. Nýir byggingarreitir verði skilgreindir á lóðinni sem skipt er upp í reit A og reit B og lóð sameinuð, kvöð um nýtingu lóðar fyrir götu á reit B verður aflétt o.fl., samkvæmt deiliskipulags-, skýringar- og skilmálauppdráttum Arkís arkitekta ehf. dags. 16. júlí 2020. Einnig er lagður fram lagfærður skýringaruppdr. merktur 1.03 dags. 16. júlí 2020 br. 17. ágúst 2020. Jafnframt er lögð fram húsakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. janúar 2018, umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. maí 2018 og hljóðvistarskýrsla Mannvits dags. 14. ágúst 2020. Tillagan var auglýst frá 16. september 2020 til og með 28. október 2020. Eftirtaldir sendur athugasemdir/umsögn: íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 1. október 2020, Emilía Valdimarsdóttir dags. 25. október 2020, Bryndís Valsdóttir og Snædís Logadóttir dags. 25. október 2020, Ólöf Jóhannsdóttir dags. 25. október 2020, Helga Helgadóttir og Kristinn Zimsen dags. 26. október 2020, Elfar Andri Aðalsteinsson dags. 26. október 2020, Guðrún S. Gröndal dags. 27. október 2020, Ásta Ragnheiður Thorarensen og Þórarinn Hilmarsson dags. 27. október 2020, Fanný Jónmundsdóttir dags. 27. október 2020, Jóhanna Þórunn Ásgrímsdóttir og Hermann Þór Gíslason dags. 27. október 2020 og Ingibjörg Halldórsdóttir hdl. f.h. íbúa og eigendur Furugerðis 10 og 12 dags. 28. október 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. október 2020 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
24.20 Hofteigur 22, Hækkun á þaki bílskúrs - áður gert
Að lokinni grenndarkynningu er lögð lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. september 2020 þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðri hækkun á bílskúrsþaki í eigu íbúðar 0101 í íbúðarhúsi á lóð nr. 22 við Hofteig, samkvæmt uppdr. Sæmundar Óskarssonar dags. 5. maí 2020. Einnig er lagður fram tölvupóstur Ingibjargar Indriðadóttur dags. 2. október 2020 þar sem samþykki er dregið til baka. Erindi var grenndarkynnt frá 10. nóvember 2020 til og með 8. desember 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Sesselja Lind Magnúsdóttir dags. 8. desember 2020.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. ágúst 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. ágúst 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 31. ágúst 2020. Stækkun: x.xx rúmm. Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 5. maí 2020 ásamt samþykki eiganda íbúðar 0201 að Hofteigi 20, dags. 5. maí 2020. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
25.20 Úlfarsbraut 112, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Þórðar Steingrímssonar dags. 7. desember 2020 ásamt bréfi dags. 1. desember 2020 um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr 112 við Úlfarsbraut sem felst í að gera tvær íbúðir á lóð í stað einbýlishúss.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
26.20 Ingólfsstræti 21, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Studio Granda ehf. dags. 30. nóvember 2020 ásamt bréfi dags. 30. nóvember 2020 varðandi breytingu á deiliskipulagi reist 1.180.2 vegna lóðarinnar nr. 21 við Ingólfsstræti. Í breytingunni felst að endurbyggja skúrinn á baklóð og gera samtengda viðbyggingu við skúrinn í sömu stærð og sömu einkennum, samkvæmt uppdráttum Studio Granda dags. 23. nóvember 2020. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 3. nóvember 2020.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
27.20 Kleppsvegur 66-68, Fjölgun íbúða - kjallara
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera breytingar og lóð ásamt því að breyta innra skipulagi og fjölga eignum um fjórar, gera tvær nýjar íbúðir í kjallara stigahúss nr. 66, mhl.01, og aðrar tvær í kjallara stigahúss nr. 68, mhl.02, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 66-68 við Kleppsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Erindi fylgir minnisblað burðarvirkishönnuðar hjá VSÓ ráðgjöf, dags. 6. nóvember 2020. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 20020 samþykkt.
28.20 Kleppsvegur 70-72, Fjölgun íbúða - kjallara
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera breytingar og lóð ásamt því að breyta innra skipulagi og fjölga eignum um fjórar, gera tvær nýjar íbúðir í kjallara stigahúss nr. 70, mhl.01, og aðrar tvær í kjallara stigahúss nr. 72, mhl.02, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 70-72 við Kleppsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Erindi fylgir minnisblað burðarvirkishönnuðar hjá VSÓ ráðgjöf, dags. 6. nóvember 2020. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 20020 samþykkt.
29.20 Kleppsvegur 74-76, Fjölgun íbúða - kjallara
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. nóvember 2020 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. nóvember 2020 þar sem sótt er um leyfi til þess að gera breytingar og lóð ásamt því að breyta innra skipulagi og fjölga eignum um fjórar, gera tvær nýjar íbúðir í kjallara stigahúss nr. 74, mhl.01, og aðrar tvær í kjallara stigahúss nr. 76, mhl.02, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 74-76 við Kleppsveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2020.
Erindi fylgir minnisblað burðarvirkishönnuðar hjá VSÓ ráðgjöf, dags. 6. nóvember 2020. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 20020 samþykkt.
30.20 Sólvallagata 27, (fsp) nýr kvistur og breyting á kvisti
Lögð fram fyrirspurn Haralds Andra Haraldssonar dags. 8. desember 2020 ásamt bréfi dags. 30. nóvember 2020 um að setja kvist á húsið á lóð nr. 27 við Sólvallagötu í íbúð 0302 sem snýr í suður ásamt því að breyta/stækka kvist íbúðar 0401 sem snýr í vestur, samkvæmt tillögu/skissu ódags. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
31.20 Vesturgata 61, (fsp) breyting á lóðar og uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Johnson dags. 29. október 2020 um að skipta lóðinni nr. 61 við Vesturgötu í tvo hluta þannig að úr verði tvær nánast jafn stóðar lóðir og byggja hús álíka stórt og steinbærinn við Seljaveg, samkvæmt fyrirspurnartillögu Gunnlaugs Ó. Johnson ark. ódags. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. október 2020.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
32.20 Bergstaðastræti 60, (fsp) rekstur gististaðar í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Einars Huga Bjarnasonar dags. 4. desember 2020 um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 60 við Bergstaðastræti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2020.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrú dags. 9. desember 2020.
33.20 Langholtsvegur 168, (fsp) hækkun á rishæð
Lögð fram fyrirspurn Sei ehf. dags. 20. nóvember 2020 um að hækka rishæð hússins á lóð nr. 168 við Langholtsveg og gera Mansard þak, samkvæmt uppdr. Sei ehf. dags. 18. nóvember 2020. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2020.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. desember 2020.
34.20 Sóleyjargata 33, (fsp) rekstur gististaðar í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Skyggnu ehf. dags. 3. desember 2020 um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 33 við Sóleyjargötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2020.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 9. desember 2020.
35.20 Tjarnargata 10C, Þaksvalir og kvistur
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. ágúst 2020 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist og koma fyrir þaksvölum á norðvesturhlið ósamþykktrar íbúðar 0401 í húsi á lóð nr. 10C við Tjarnargötu. Erindi var grenndarkynnt frá 2. september 2020 til og með 30. september 2020. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Emilía Kristín Bjarnason dags. 21. september 2020 og Gústaf Þór Tryggvason hrl. dags. 21. september 2020. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. október 2020 og er nú lagt fram að nýju ásamt skuggavarpsuppdr. Bark studio dags. 1. desember 2020. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 21. febrúar 2020 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10. febrúar 2020. Einnig fylgir bréf skipulagsfulltrúa dags. 24. febrúar 2020. Samþykki meðeigenda fylgir dags. 8. nóvember 2019. Stækkun: 3,4 ferm., 7,6 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
36.20 Hafnarfjörður, aðalskipulag, skipulagslýsing
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. nóvember 2020 var lagt fram bréf Hafnarfjarðarbæjar dags. 3. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir umsögn á skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 11. desember 2020.
Umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 11. desember 2020 samþykkt.
37.20 Seltjarnarnes, lýsing vegna breytingu á aðal- og deiliskipulagi - verslun og þjónusta í Ráðagerði
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. nóvember 2020 var lagt fram erindi Seltjarnarnesbæjar, dags. 2. nóvember 2020, þar sem kynnt er lýsing, dags. 16. október 2020, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og á deiliskipulagi Vestursvæðis vegna verslunar og þjónustu í Ráðagerði. Frestur til að skila inn athugasemdum eða ábendingum er til og með 13. nóvember 2020. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 11. desember 2020.
Umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 11. desember 2020 samþykkt.
38.20 Seltjarnarnes, lýsing vegna breytingu á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags - leikskóli við Suðurströnd.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. nóvember 2020 var lagt fram erindi Seltjarnarnesbæjar, dags. 2. nóvember 2020, þar sem kynnt er lýsing, dags. 19. október 2020, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 og gerð nýs deiliskipulags vegna leikskóla við Suðurströnd. Frestur til að skila inn athugasemdum eða ábendingum er til og með 13. nóvember 2020. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 11. desember 2020.
Umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 11. desember 2020 samþykkt.