Brautarholt 4-4A,
Skólavörðustígur 2,
Laugateigur 21,
Laugavegur 61-63,
Brautarholt 6,
Hlaðhamrar 42,
Hlíðargerði 22,
Hólmasund 2,
Hraunteigur 30,
Skúlagata 26, 28 og 30,
Stafnasel 4,
Kjalarnes, Saltvík,
Klettagarðar 7,
Glaðheimar 10,
Hólmaslóð 6,
Lágholtsvegur 15,
Skeljatangi 9,
Þorláksgeisli 45,
Njálsgata 35,
Héðinsgata 2,
Dalhús 83-85,
Fálkagata 18,
Hofteigur 10,
Veltusund 3B,
Bergþórugata 55,
Hringbraut 116, Bykoreitur,
Lautarvegur, Háaleitisbraut,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
750. fundur 2019
Ár 2019, fimmtudaginn 7. nóvember kl. 09:20, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 750. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og samgönguráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson og Helena Stefánsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Haukur Hafliði Nínuson, Jón Kjartan Ágústsson, Hildur Gunnarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir og Birkir Ingibjartsson.
Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
1.19 Brautarholt 4-4A, (fsp) skipting lóðar
Lögð fram fyrirspurn V Tólf Fasteigna ehf. dags. 25. október 2019 um að skipta lóðinni nr. 4-4A við Brautarholt.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.19 Skólavörðustígur 2, Bankastræti 14-14b - Ósamþykkt einstaklingsíbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta geymslu í ósamþykkta einstaklingsíbúð og er um að ræða áður gerðar breytingar á mhl.04, Skólavörðustíg 2 á lóð nr. 14-14B við Bankastræti.
Stærð: 32.4 ferm., 75.4 rúmm. Jafnframt hefur erindi BN056551 verið dregið til baka sbr. tölvupóst frá hönnuði dags. 30. nóvember 2019. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
3.19 Laugateigur 21, Breyting á erindi BN056011,- svalir á rishæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN056011 þannig að svalir eru byggðar framan við kvist á vesturþekju rishæðar í íbúðarhúsi á lóð nr. 21 við Laugateig.
Stækkun: xx.x ferm. xx.x rúmm. Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 31. október 2019. Gjald kr. 11.200
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
4.19 Laugavegur 61-63, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. ágúst 2019 var lögð fram umsókn Kurt og Pí ehf. dags. 19 ágúst 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar nr. 61-63 við Laugaveg. í breytingunni felst að heimilt er að gera þakvalir á risíbúð hússins að Laugavegi 63, samkvæmt uppdrætti Kurt og pí ehf. dags. 19. apríl 2019. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt samþykki meðlóðarhafa dags. 13. apríl 2019 og 23. september 2019, mótt. 1. nóvember 2019.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Laugavegi 65 og Vitastíg 9 og 9A
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7. 6.gr. sbr. gr. 12 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
5.19 Brautarholt 6, (fsp) fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn T.ark Arkitekta ehf. dags. 29. október 2019 ásamt bréfi dags. 22. október 2019 um að fjölga íbúðum á 3. hæð hússins á lóð nr. 6 við Brautarholt um tvær, úr 6 íbúðum í 8 íbúðir, samkvæmt tillögu T.ark Arkitekta ehf. dags. 28. september 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
6.19 Hlaðhamrar 42, (fsp) stækkun á lóð
Lögð fram fyrirspurn Jóhannesar Baldvins Jónssonar dags. 17. október 2019 ásamt greinargerð dags. 17. október 2019 um stækkun lóðarinnar nr. 42 við Hlaðhamra út á borgarland, samkvæmt yfirlitsmynd/tillögu ódags. Einnig er lögð fram ljósmynd. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2019.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2019.
7.19 Hlíðargerði 22, Sótt um leyfi til að byggja garðskála við einb.hús.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. nóvember 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja garðskála við einbýlishús á lóð nr. 22 við Hlíðargerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun: 15.4 ferm, 42.3 rúmm. Gjald kr. 11.200
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Hlíðargerði 20 og 24 og Melgerði 25, 27 og 29.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1231/2018.
8.19 Hólmasund 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 17. júlí 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Þróttarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 2 við Hólmasund. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður til austurs til að rúma tækjageymslu annarsvegar og sorp- og hjólageymslu hinsvegar, samkvæmt uppdr. Arkitekta Laugavegi 164 ehf./Glámu Kím dags. 16. júlí 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 4. október 2019 til og með 1. nóvember 2019. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
9.19 Hraunteigur 30, Bílageymsla
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. nóvember 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og reisa þess í stað tvöfaldan bílskúr í eigu íbúða 0101 og 0201 á lóð nr. 30 við Hraunteig. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. nóvember 2019.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 25. september 2019 og A4 afrit af teikningu samþykktri þann 31. júlí 1947 sem sýnir tvöfaldan bílskúr sömu stæðrar og nú er sótt um. Sömu teikningu er að finna í eignarskiptasamning þinglýstum 2. maí 2007 þar sem fram kemur að bílskúr sé ekki að fullu byggður. Stækkun: xx.x ferm., xx.x rúmm. Gjald kr. 11.200
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. nóvember 2019.
10.19 Skúlagata 26, 28 og 30, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn T.ark Arkitekta ehf. dags 26. júní 2019, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 26, 28 og 30 við Skúlagötu. Breytingin fyrir Skúlagötu 26 felst í megin atriðum í stækkun byggingarreits og lóðar, breyttri aðkomu að bílakjallara, hækkun hámarks hæðar úr 60 m í 66,5 m til að koma fyrir þakformi, tæknirýmum, útsýnissvæði og flutningi á spennistöð út að Vitastíg. Breytingin fyrir Skúlagötu 28 felst í betri skilgreiningu flóttastiga og breyttum bíla- og hjólastæða kröfum. Breytingin fyrir Skúlagötu 30 felst í breyttum bíla- og hjólastæða kröfum, samkvæmt uppdr. dags. 20. júní 2019 síðast br. 29. ágúst 2019. Einnig er lagt fram samþykki/umboð eigenda Skúlagötu 26, 28 og 30 dags 5. júlí 2019 og samgöngumat Eflu dags 29. ágúst 2019. Tillagan var auglýst frá 23. september 2019 til og með 4. nóvember 2019. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
11.19 Stafnasel 4, (fsp) innkeyrsla á lóð
Lögð fram fyrirspurn Konráðs Logns Haraldssonar dags. 23. október 2019 um að gera innkeyrslu á lóð nr. 4 við Stafnasel. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2019.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2019.
12.19 Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Atla Jóhanns Guðbjörnssonar dags. 10. september 2019 ásamt bréfi dags. 10. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að bæta við nýjum byggingarreit (reitur F) á landið fyrir starfsmannahús, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 10. september 2019.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1231/2018
13.19 Klettagarðar 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags. 19. ágúst 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 7 við Klettagarða. Í breytingunni felst að byggingarreitur er minnkaður og færður til suðvesturs og aðkoma á norðvesturhluta lóðar færist til norðausturs samkvæmt uppdrætti ASK Arkitekta dags. 19. ágúst 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. október 2019 til og með 31. október 2019. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
14.19 Glaðheimar 10, Bílskúr - 0002
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að byggja úr timbureiningum, aðra af tveimur upphaflega fyrirhuguðum, samliggjandi bílgeymslum, 0002, upp að norðurgafli húss á lóð nr. 10 við Glaðheima.
Erindi fylgir hluti mæliblaðs 1.435.0 síðast breytt í júli 1972 og hæðablað teiknað í júní 1957. Stærð bílgeymslu: xx.x ferm., xx.x rúmm. Gjald kr. 11.200.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
15.19 Hólmaslóð 6, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn ASK Arkitekta ehf. dags 28. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar Örfirisey vegna lóðarinnar nr. 6 við Hólmaslóð. Í breytingunni felst breyting á þakflötum í þaksvalir samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti ASK Arkitekta ehf. dags. 28. júní 2019. Einnig er lögð fram umsögn Faxaflóahafna dags. 13. september 2019. Tillagan var grenndarkynnt frá 8. október 2019 til og með 5. nóvember 2019. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
16.19 Lágholtsvegur 15, (fsp) stækkun húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. október 2019 var lögð fram fyrirspurn Svanlaugar Rósar Ásgeirsdóttur og Xaviers Rodriguez Gallego dags. 14. október 2019 varðandi stækkun hússins á lóð nr. 15 við Lágholtsveg, samkvæmt uppdr. Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 1. september 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. nóvember 2019.
Leiðrétt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. nóvember 2019, samþykkt.
Lóðarhafi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
17.19 Skeljatangi 9, (fsp) stækkun byggingarreits og húss
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. nóvember 2019 var lögð fram fyrirspurn Kurt og Pí ehf. dags. 11. október 2019 ásamt greinargerð dags. 11. október 2019 um stækkun á byggingarreit lóðarinnar nr. 9 við Seljatanga ásamt stækkun hússins sem felst í að vesturhluti hússins er lengdur til suðurs og þar komið fyrir sólskála á neðri hæð og svölum á þeim efri, samkvæmt uppdr. Kurt og Pí ehf. dags. 10. október 2019. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2019.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.
18.19 Þorláksgeisli 45, (fsp) hleðslustæði við hlið fjölbýlishússins
Lögð fram fyrirspurn Nikulásar Más Finnssonar dags. 29. ágúst 2019 um að setja hleðslustæði/bílastæð á grasfleti við hlið fjölbýlishússins á lóðinni nr. 45 við Þorláksgeisla. Einnig er lögð fram ljósmynd og loftmynd ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
19.19 Njálsgata 35, (fsp) - Svalir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. nóvember 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2019 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir svölum (stálsvölum) á vesturhlið rishæðar húss nr. 35 við Njálsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. nóvember 2019.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. nóvember 2019, samþykkt.
20.19 Héðinsgata 2, ósk um umsögn vegna starfsleyfis
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 4. nóvember 2019 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa vegna umsóknar Vöku hf. um starfsleyfi fyrir bílapartasölu, bifreiða og vélarverkstæði og hjólbarðaverkstæði að Héðinsgötu 2. Um er að ræða flutning í nýtt hús. Sótt er um tímabundið starfleyfi til ársins 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
21.19 Dalhús 83-85, Þak yfir svalir og svalalokanir
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2019 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja þak yfir svalir og setja upp svalalokanir á raðhúsi, mhl.01 og mhl.02 á lóð nr. 83-85 við Dalhús. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2019.
Stækkun: nr. 83 : B-rými: 16.2 ferm., 37.3 rúmm., nr. 85: B-rými: 16.2 ferm., 37.3 rúmm. Gjald kr. 11.200
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. nóvember 2019, samþykkt.
22.19 Fálkagata 18, Breyta verslun í íbúðir.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. október 2019 þar sem sótt er um leyfi til að breyta verslunarhúsæði á 1. hæð í 3 einstaklingsíbúðir, innra skipulagi breytt á 2. hæð sem og gluggum og útihurðum á húsi nr. 18 við Fálkagötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2019.
Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 5. október 2019 og bréf hönnuðar með yfirliti yfir breytingar. Gjald kr. 11.200
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2019.
23.19 Hofteigur 10, (fsp) breyta bílskúr í íbúð
Lögð fram fyrirspurn Orra Parviainen dags. 29. október 2019 um að breyta bílskúr á lóð nr. 10 við Hofteig í íbúð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2019.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. nóvember 2019.
24.19 Veltusund 3B, Viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að byggja þriggja hæða viðbyggingu úr timbri á steyptum kjallara þar sem verða tveir veitingastaðir í flokki I, tegund veitingaverslun á 1. hæð, undirbúningseldhús, starfsmannaaðstaða og tvær íbúðir á 2. hæð og þrjár íbúðir á 3. hæð ásamt matsal starfsfólks veitingastaðanna í húsi á lóð nr. 3b við Veltusund.
Erindi fylgir skýringateikningar hönnuðar dags. 3. október 2019, greinagerð hönnuðar dags. 30. september 2019 og greinagerð um brunahönnun dags. 4. október 2019. Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 21. október 2019. Stærðir stækkunar eru: Kjallari: Óbreytt. 1. hæð: 12, 9 ferm., 33,5 rúmm. 2. hæð: 48,9 ferm., 136,9 rúmm. 3. hæð: 48,9 ferm., 161,8 rúmm. Þakvirki: 23,0 ferm., 8,4 rúmm. Heildarstækkun 110,7 ferm., 340,6 rúmm. Samtals stærð eftir stækkun: 690,9 ferm., 1850,3 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
25.19 Bergþórugata 55, Breyting inni - þrjár íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi allra hæða þannig að í húsinu verða 3 íbúðir, eldri svalir verða fjarlægðar og gluggar færðir nær upprunalegri gerð, nýjar svalir gerðar, sagað niður úr gluggum fyrir svalahurðir auk þess sem ný vinnustofa verður byggð á baklóð þar sem áður var skúr á lóð nr. 55 við Bergþórugötu.
Erindinu fylgir umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 18. ágúst 2019, varmatapsútreikningar mótt. 19. ágúst 2019, yfirlit yfir breytingar mótt. 19. ágúst 2019. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. september 2019 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. september 2019. Vinnustofa: 45,2 ferm., 115,3 rúmm. Gjald kr. 11.200
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
26.19 Hringbraut 116, Bykoreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Plúsarkitekta ehf. dags 27. júní 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi Byko reitar á lóðinni nr. 77 við Sólvallagötu og nr. 116 við Hringbraut. Breytingin felst í hækkun hámarksfjölda íbúða úr 70 íbúðum í 84, inn- og útkeyrsla í bílakjallara heimiluð frá Hringbraut en engin útkeyrsla við Sólvallagötu, svalir megi ná út fyrir lóðarmörk byggingu sem stendur við Hringbraut samkvæmt greinagerð Plúsarkitekta ehf. dags 27. júní 2019. Einnig lagður fram deiliskipulagsuppdr. Plúsarkitekta ehf. dags 27. júní 2019. Ennfremur lagðar fram skýringamyndir og skuggavarp, dags. 27.júní 2019., breytt 3. júlí 2019 ásamt greinargerð, Hljóðsvistarskýrsla EFLU dags. 17.apríl 2019 og minnisblað EFLU dags. 7.ágsúst 2019 um áhrif á samgöngur. Tillagan var auglýst frá 10. september 2019 til og með 31. október 2019. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Ólafur Hauksson dags. 22. september 2019, Sigríður Erla Jóhönnudóttir dags. 22. október 2019, Erla Björk Baldursdóttir dags. 22. október 2019, Margrét Einarsdóttir skólastjóri f.h. skólaráðs Vesturbæjarskóla dags. 29. október 2019 og Íbúasamtök Vesturbæjar dags. 31. október 2019.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
27.19 Lautarvegur, Háaleitisbraut, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. október 2019 var lögð fram umsókn Stéttafélagsins ehf. dags. 14. október 2019 varðandi framkvæmdaleyfi við Lautaveg og Háaleitisbraut sem felst í yfirborðsfrágangi stíga, samkvæmt teikningasetti Eflu dags. 5. september 2019. Einnig eru lagðir fram almennir skilmálar og verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. í september 2019. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki er um framkvæmdaleyfisskylda framkvæmd að ræða sbr. gr. 4. og 5 í reglugerð nr. 772/2102 um framkvæmdaleyfi.