Áland 1,
Fálkagata 18,
Grettisgata 9,
Hallgerðargata 1,
Hrefnugata 5,
Langagerði 48,
Langholtsvegur 177-179,
Lindargata 14,
Rauðarárstígur 35-41 og Þverholt 20-32,
Sólvallagata 47,
Vesturlandsvegur Hallar,
Öldugata 12,
Bergstaðastræti 72,
Brautarholt 4-4A,
Bústaðavegur 95,
Faxaskjól 30,
Jöldugróf 6,
Lindarsel 10 og 12,
Skipholt 21,
Álfsnes,
Hólmsland C-13 C-14,
Kjalarnes, Dalsmynni,
Kjalarnes, Esjugrund 52,
Kjalarnes, Sætún,
Vogabyggð svæði 1,
Vogabyggð svæði 1,
Austurbakki 2,
Dunhagi, Hjarðarhagi, Tómasarhagi,
Fjölnisvegur 11,
Hávallagata 9,
Hlíðarendi 20-26 (Haukahlíð 5),
Hvammsgerði 10,
Hverfisgata 41,
Hverfisgata 41,
Rauðagerði 30A-30B,
Sogavegur 42,
Stararimi 55,
Hverfisgata 65 og 67,
Hverfisgata 98A, 100 og 100A,
Nönnugata 8,
Spítalastígur 10,
Njálsgata 56,
Skriðustekkur 1-7,
Öldugata 53,
Funafold 5,
Hallarmúli 2,
Hlíðargerði 26,
Mjölnisholt 10,
Norðurbrún 2,
Víkurgarður/Fógetagarður,
Efstaland 26,
Hrísateigur 47 og Laugarnesvegur 74A,
Skólavörðustígur 22B,
Bjarkargata 6,
Borgartún 8-16A,
Freyjubrunnur 23,
Hallgerðargata 13,
Kirkjusandur - lóðir G, H og I,
Iðunnarbrunnur 18-20,
Laugavegur 151-155,
Lofnarbrunnur 14,
Lofnarbrunnur 40-42,
Silfratjörn 2,
Úlfarsbraut 14,
Vitastígur 16,
Árleynir 2A, Keldnaholti,
Tryggvagata 13,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
701. fundur 2018
Ár 2018, föstudaginn 19. október kl. 09:45, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 701. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sólveig Sigurðardóttir, Ingvar Jón B. Gíslason, Björn Ingi Edvardsson, Hildur Gunnarsdóttir, Margrét Þormar, Lilja Grétarsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson og Hrafnhildur Sverrisdóttir.
Ritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:
1.18 Áland 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Studio F ehf. dags. 3. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Áland. Í breytingunni felst að breyta þakformi viðbyggingar úr sama formi á núverandi húsi yfir í flatt viðsnúið þak með þaksvölum, samkvæmt uppdr. Studio F ehf. dags. 3. október 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
2.18 Fálkagata 18, (fsp) veitingastaður í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Júlíönu S. Jónsdóttur mótt. 8. október 2018 varðandi rekstur veitingastaðar í flokki II á 1. hæð hússins á lóð nr. 18 við Fálkagötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2018.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2018. Samræmist deiliskipulagi.
3.18 Grettisgata 9, Breyta íbúð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að breyta íbúð á 4. hæð í gistiheimili í húsi á lóð nr. 9 við Grettisgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
Gjald kr. 11.000
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
4.18 Hallgerðargata 1, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. mótt 9. október 2018 varðandi uppbyggingu á lóð nr. 1 við Hallgerðargötu, samkvæmt uppdr. Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 8. október 2018. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018 samþykkt.
5.18 Hrefnugata 5, Geymsluskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 16. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að rífa bílskúr og byggja nýjan á lóð nr. 5 við Hrefnugötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. september 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. september 2018. Stærð: 34,5 ferm og 76,1 rúmm. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Hrefnugötu 3 og 7 og Flókagötu 14, 16 og 16 A.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..
6.18 Langagerði 48, Breyting á BN033298
Sótt er um leyfi til að breyta áður samþykktu erindi BN033298 þannig að núverandi svalir eru fjarlægðar og nýjar svalir byggðar á viðbyggingu og gluggum breytt á húsinu á lóð nr. 48 við Langagerði.
Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
7.18 Langholtsvegur 177-179, (fsp) stækkun lóðar
Lögð fram umsókn Jóhanns Eyvindssonar dags. 19. september 2018 varðandi stækkun lóðarinnar að Langholtsvegi 179, lóð nr. 177-179 við Langholtsveg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
8.18 Lindargata 14, Breyting á nýtingu matshluta 1. hæðar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að sameina matshluta á lóð og breyta notkun 1. hæðar úr iðnaði í íbúð í húsi á lóð nr. 14 við Lindargötu.
Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
9.18 Rauðarárstígur 35-41 og Þverholt 20-32, (fsp) Þverholt 32 - fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Jóns Ásgeirs Einarssonar mótt. 8. október 2018 um að skipta íbúð í húsinu nr. 32, mhl. 301, á lóð nr. 35-41 við Rauðarárstíg og 20-32 við Þverholt í tvær íbúðir.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
10.18 Sólvallagata 47, (fsp) gististaður í flokki II
Lögð fram fyrirspurn Sigrúnar Lilliendahl dags. 6. október 2018 varðandi rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 47 við Sólvallagötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2018.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2018.
11.18 Vesturlandsvegur Hallar, breyting á skilmálum
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa dags. 10. ágúst 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulagsins Vesturlandsvegur Halla. Í breytingunni felst að fellt er úr gildi 1000 fermetra lágmarksstærð einstakra verslana. Tillagan var auglýst frá 4. september 2018 til og með 16. október 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
12.18 Öldugata 12, Viðbyggingar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvær viðbyggingar með þaksvölum við hús á lóð nr. 12 við Öldugötu.
Bréf með rökstuðningi um endurupptöku frá eigendum dags. 23. apríl 2018, afrit af tölvupósti SHS dags. 2. mars 2018, útlitsteikningar með undirritun eigenda nr. 10, 13 og 14 ódagsett fylgir með umsókn. Einnig fylgir útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 16. febrúar 2018 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. febrúar 2018. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 25. maí 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. júlí 2018. Erindinu fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 18.06.2018. Stækkun viðbygging: xxx ferm., xxx rúmm. Stækkun bílskúr: xxx ferm., xxx rúmm. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bárugötu 11,13 og 15 og Öldugötu 10, 11, 13, 14 og 15
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..
13.18 Bergstaðastræti 72, (fsp) bílastæði
Lögð fram fyrispurn Ólafs Loftssonar dags. 15. október 2018 um að setja bílastæði á lóð nr. 72 við Bergstaðastræti.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
14.18 Brautarholt 4-4A, Stækka 4 hæð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að endurskipuleggja 2. og 3. hæð, stækka 4. hæð yfir svalir til suðurs og innrétta þar 11 gistirými sem verða viðbót við núverandi gististað í flokki II, teg. b fyrir samtals 66 gesti í 32 herbergjum í húsi nr. 4 á lóð nr. 4-4A við Brautarholt.
Erindi fylgir samþykki meðlóðarhafa dags. 17. september 2018. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. október 2018 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. október 2018. Stækkun: 46,2 ferm., 82,2 rúmm. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brautaholti 2 og 6 og Skipholti 1.3 og 5.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..
15.18 Bústaðavegur 95, (fsp) fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Auðuns Georgs Ólafssonar mótt. 23. júlí 2018 varðandi fjölgun íbúða í húsinu á lóð nr. 95 við Bústaðaveg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
16.18 Faxaskjól 30, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónassonar dags. 15. október 2018 um uppbyggingu á lóð nr. 30 við Faxaskjól sem felst í byggingu einnar hæðar nýbyggingar á lóð, samkvæmt uppdr. Teikning.is
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
17.18 Jöldugróf 6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Arnars Inga Guðmundssonar dags. 3. október 2018 um breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðarinnar nr. 6 við Jöldugróf sem felst í að færa byggingarreit lítillega til vesturs, færa bílskúrinn austan megin á lóðina o.fl., samkvæmt uppdr. Kristjáns G. Leifssonar dags. 10. maí 2018, 10. júní 2018 og 18. september 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
18.18 Lindarsel 10 og 12, (fsp) fella niður göngustíg
Lögð fram fyrirspurn Björns Ragnars Lárussonar dags. 12. október 2018 um að fella niður göngustíg á milli lóðanna nr. 10 og 12 við Lindargötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. .19. október 2018.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
19.18 Skipholt 21, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Helga M. Hallgrímssonar dags. 10. október 2018 um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 21 við Skipholt sem felst í hækkun hússins og breyta notkun húsnæðis úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. ódags. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018 samþykkt.
20.18 Álfsnes, drög að tillögu að matsáætlun vegna nýs starfssvæðis Björgunar
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. september 2018 var lagt fram bréf Björgunar dags. 7. september 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um drög að tillögu að matsáætlun dags. 7. september 2018 vegna nýs starfssvæðis Björgunar á Álfsnesi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt minnisblaði skrifstofu umhverfisgæða dags. 18. okt´ber 2018.
Lagt fram.
21.18 Hólmsland C-13 C-14, (fsp) - Rotþrær
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. september 2018 þar sem spurt er hvort leyft yrði að setja niður tvær 2800 lítra rotþrær við gamla sumarbústaði, C13 og C14 í Hólmslandi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2018..
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. október 2018 samþykkt.
22.18 Kjalarnes, Dalsmynni, (fsp) þjónustumiðstöð
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Bærings Bjarnasonar dags. 10. október 2018 ásamt greinargerð dags. 28. september 2018 um uppbyggingu á alhliða þjónustumiðstöð fyrir stærri flutningabíla ásamt skiptistöð vegna almenningssamgangna á þeim hluta lóðarinnar Dalsmynni, sem er á mótum Vesturlandsvegar og Kjósarvegar.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
23.18 Kjalarnes, Esjugrund 52, (fsp) setja glugga í kjallara
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 14. september 2018 var lögð fram fyrirspurn Þorsteins Svavars McKinstry og Guðríðar Guðmundsdóttur mótt. 21. ágúst 2018 um að setja glugga á gluggalausan gaflvegg í kjallara hússins á lóð nr. 52 við Esjugrund á Kjalarnesi. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra .
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
24.18 Kjalarnes, Sætún, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2018 var lögð fram umsókn Kristins Gylfa Jónssonar dags. 19, september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sætún á Kjalarnesi. Í breytingunni felst að í stað einnar lóðar fyrir atvinnuhúsnæði verða tvær lóðir, samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar arkit. dags. 15. október 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
25.18 Vogabyggð svæði 1, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Þorsteins Inga Garðarssonar dags. 5. október 2018 um breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar svæði 1 sem felst í að heimilað verði að byggja á lóð 1.6 hagkvæmar íbúðir ofan á þegar heimilaða bílageymslu, samkvæmt tillögu Jvantspijker dags 25. september 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
26.18 Vogabyggð svæði 1, framkvæmdaleyfi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2018 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds dags. 28. september 2018 um framkvæmdaleyfi á svæði 1 í Vogabyggð sem felst í uppbyggingu sjóvarnar- og grjótvarnargarðs og landfyllingu á Gelgjutanga, samkvæmt uppdr. VSÓ ráðgjafar dags. 2. ágúst 2018. Einnig er lagt fram minnisblað skrifstofu umhverfisgæða dags. 26. maí 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2018.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. október 2018 . Vísað til skrifstofu sviðsstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í . gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016.
27.18 Austurbakki 2, breyting á deiliskipulagi vegna Landsbanka
Lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar dags. 8. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Austurhafnar vegna lóðarinnar nr. 2 við Austurbakka. Í breytingunni felst að hámarkskótar byggingar á byggingarreit 6 hækka allir um 0,9 m., samkvæmt uppdr. Batterísins arkitekta ehf. dags. 2. október 2018.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
28.18 Dunhagi, Hjarðarhagi, Tómasarhagi, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 2. október 2018 um nýtt deiliskipulag fyrir Dunhaga 18-20. Í tillögunni felst að heimilt er að byggja hæð ofan á núverandi fjölbýlishús, aftan við húsið, byggja nýtt lyftuhús, og viðbyggingu á einni hæð auk kjallara, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 1. október 2018.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
29.18 Fjölnisvegur 11, Kvistir á norðurhlið, lækkun garðs, nýr stigi og ýmsar smá breytingar.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýjan kvist á norðurhlið, gera nýjan stiga milli annarrar hæðar og riss, breyta innra fyrirkomulagi og lækka land við suðurhlið húss á lóð nr. 11 við Fjölnisveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra .Jafnframt er erindi BN055016 dregið til baka. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 24. ágúst 2018. Stækkun: 9,9 ferm., 17,1 rúmm. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Fjölnisvegi 9,10,12 og 13 og Sjafnargötu 8. 10. 12 og 14.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..
30.18 Hávallagata 9, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar dags. 5. okróber 2018 ásamt bréfi Herdísar Kjerulf Þorgeirsdóttur dags. 5. október 2018 varðandi breytingar hússins á lóð nr. 9 við Hávallagötu sem felast í að breyta þaki, stækka hús þar sem vestursvalir 1. og 2. hæðar ásamt ónotuð rými í kjallara er og gera nýjar svalir á 1. og 2. hæð, samkvæmt uppdr. P ARK teiknistofu sf. dags. 24. ágúst 2018 og 16. október 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
31.18 >Hlíðarendi 20-26 (Haukahlíð 5), breyting á skilmálum deiliskipulags
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 27. júní 2018 varðandi breytingu á skilmálum deiliskipulags Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 20-26 við Hlíðarenda. Í breytingunni felst að valkvætt verður að byggja bílageymslu fyrir atvinnuhúsnæði á jarðhæð eða í bílakjallara, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. dags. 15. maí 2018. Tillagan var auglýst frá 4. september 2018 til og með 16. október 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
32.18 Hvammsgerði 10, Breytingar á eldra húsnæði - rishæð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til að stækka kvist á norðurhlið og til að byggja svalir á vesturgafli einbýlishúss á lóð nr. 10 við Hvammsgerði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2018..
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2018.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 11.000
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. október 2018 samþykkt.
33.18 >Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar mótt.2. nóvember 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðarinnar er hækkað, fjölga íbúðum í húsinu í þrjár, ein á hverri hæð (utan kjallara) og ein í risi, og koma fyrir svölum á norðurhlið hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku dags. 1. nóvember 2017. Einnig er lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Sjens vegna byggingarréttar við Hverfisgötu 41 dags. 31. október 2016 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 11. desember 2017. Tillagan var auglýst frá 5. janúar 2018 til og með 16. febrúar 2018. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigurjón Gunnsteinsson dags. 27. janúar 2018. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. febrúar 2018 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
34.18 Hverfisgata 41, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 9. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skuggahverfis vegna lóðarinnar nr. 41 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar frá núverandi ástandi, frá 1,09 í 2,33, en lækkað frá gildandi heimild sem er 2,88. Heimilt verður að hafa allt að fimm íbúðir í húsinu, tvær á hverri hæð (utan kjallara) og ein í risi. Heimilt verður að hafa verslun og þjónustu á fyrstu hæð og kjallara og svalir á norðurhlið hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 9. október 2018.
Vísað til skipulags- og samgönguráðs.
35.18 Rauðagerði 30A-30B, (fsp) 30B - fjölgun íbúða
Lögð fram fyrirspurn Gunnars B. Ólafssonar dags. 4. október 2018 um fjölgun íbúða um eina í húsinu nr. 30B á lóð nr. 30A-30B við Rauðagerði.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
36.18 Sogavegur 42, Stækkun kjallara
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að stækka kjallara með því að grafa út, gera geymslu, sjónvarpsherbergi og þvottaherbergi og koma fyrir stiga niður í kjallara í húsi á lóð nr. 42 við Sogaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018..
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags 18. sept. 2018. Samþykki eigenda á Sogavegi 40. Stækkun er 59,1 ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.000
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
37.18 Stararimi 55, (fsp) stækka íbúð
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2018 var lögð fram fyrirspurn Jónu Svandísar Þorvaldsdóttur dags. 15. september 2018 þar sem óskað er eftir að nýta óskráð rými undir bílskúr sem hluta af íbúð, útbúa tröppur meðfram bílskúr og gera hurð og glugga, samkvæmt skissu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2018..
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. október 2018.
38.18 Hverfisgata 65 og 67, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 8. apríl 2016 var lögð fram umsókn Richards Ólafs Briem, mótt. 17. mars 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðanna nr. 65 og 67 við Hverfisgötu. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf., dags. 28. júlí 2015. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 31. maí 2016.
Umsækjandi hafi samband við embættið.
39.18 Hverfisgata 98A, 100 og 100A, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2018 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hallgrímssonar dags.12. september 2018 ásamt bréfi Mannverks f.h. Laugavegar 56 ehf. dags. 10. september 2018 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðanna nr. 98A, 100 og 100A sem felst í að stað þess að rífa húsin á lóðum Hverfisgötu 98A og 100 þá verði þau gerð upp og byggð ofan á þau viðbótarhæð og ný rishæð. Rífa niður núverandi byggingu við Hverfisgötu 100A og byggja í hennar stað nýbyggingu með kjallara. Húsið að Hverfisgötu 100A yrði hækkað um ca. 100 cm., samkvæmt tillögu Arkþings ehf. ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018 samþykkt.
40.18 Nönnugata 8, (fsp) byggja yfir svalir að hluta til
Lögð fram fyrirspurn Eldjárns Árnasonar mótt. 4. október 2018 um að byggja að hluta yfir svalir á norðurhlið hússins á lóð nr. 8 við Nönnugötu, samkvæmt tillögu Stáss Design ehf. dags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
41.18 Spítalastígur 10, Hækkun á húsi og breyting á þakrými
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 16. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja eina hæð ofan á, breyta rishæð og fjölga íbúðum um eina ásamt því að breyta útistiga í húsi á lóð nr. 10 við Spítalastíg.
Samþykki meðlóðarhafa í mhl. 02 áritað á teikningu fylgir erindi.
Einnig fylgja umsagnir Minjastofnunar dags. 30.10.2017, 13.06.2018 og 10.09.2018 og lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 09.03.2018 við fsp. SN180103. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
42.18 Njálsgata 56, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 6. október 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.3, vegna lóðarinnar nr. 56 við Njálsgötu. Í breytingunni felst að hækka og stækka núverandi byggingu og setja kvisti á þak, breyta byggingarreit til suðurs og byggja þar nýja viðbyggingu á einni hæð með kjallara og svölum á þaki byggingarinnar, rífa núverandi bílgeymslu og byggja nýja bílgeymslu og færist sú bygging u.þ.b. 5,8 metra inná lóðina svo útbúa megi bílastæði á lóð, samkvæmt uppdr. K.J. hönnunar ehf. dags. 19. september 2018.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1193/2016.
43.18 Skriðustekkur 1-7, Bílageymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 16. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílageymslu við hús nr. 5 á lóð nr. 1-7 við Skriðustekk.
Bréf frá hönnuði dags. 25. sept. 2018 fylgir. Stærð bílskúr er: 45,0 ferm. 162,6. Gjald kr. 11.000
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
44.18 Öldugata 53, Svalir - 2. 3. og 4.hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. ágúst 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á bakhlið 2., 3. og 4. hæðar, gera sérnotaflöt fyrir íbúð 1. hæðar og koma fyrir fellistiga á fjölbýlishúsi á lóð nr. 53 við Öldugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 10. september 2018 til og með 8. október 2018. Engar athugasemdir bárust.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 23. júní 2017 fylgir erindi, ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. júní 2017. Jafnframt er erindi BN046007 dregið til baka. Erindi fylgir samþykki meðeigenda dags. 21. maí 2017. Gjald kr. 11.000
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
45.18 Funafold 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð að nýju umsókn Sturlu Þórs Jónssonar dags. 19. júlí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Íbúðabyggðar norðan Grafarvogs - suðurhluti vegna lóðarinnar nr. 5 við Funafold. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit á vesturhlið hússins svo hægt verði að byggja garðskála og stækka bílskúrinn til norður innan byggingarreits, samkvæmt uppdr. Sturlu Þórs Jónssonar dags. 18. júlí 2018. Erindi var grenndarkynnt frá 14. september 2018 til og með 12. október 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
46.18 Hallarmúli 2, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnundar dags. 10. október 2018 þar sem stofnunin getur ekki tekið afstöðu til erindisins þar sem stofnunin telur að athugasemd, sem varðar samræmi við aðalskipulag, hafi ekki verið svarað á fullnægjandi hátt. Auk þess sem skýra þarf betur hvernig aðkoma hópferðabifreiða verður leist.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
47.18 Hlíðargerði 26, Viðbygging suðurhlið
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu með anddyri við aðalinngang á suðurhlið einbýlishússins á lóð nr. 26 við Hlíðargerði.
Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. september 2015. Stækkun: 6,8 ferm., 21,2 rúmm. Gjald kr. 11.000
Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Hágerði 11, 21 og 31 og Hlíðagerði 26 og Melgerði 31.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 8.1. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1193/2016..
48.18 Mjölnisholt 10, (fsp) hækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Kristínar H. Hálfdánardóttur og Matthíasar E. Sigvaldasonar mótt. 4. október 2018 varðandi hækkun hússins á lóð nr. 10 við Mjölnisholt. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018 samþykkt.
49.18 Norðurbrún 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn THG Arkitekta ehf. dags. 21. júní 2018 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Norðurbrún. Í breytingunni felst að rífa núverandi verslunarhús og byggja nýtt íbúðarhús með verslun að hluta til á 1., 2. hæðin verður inndreginn frá suðvestri. Húsin verða því tvær hæðir og kjallari með verslun - og þjónustu á götuhæð og íbúðum á 1. og 2. hæð, samkv. uppdráttum THG Arkitekta ehf. dags. 4. júní 2018. Einnig er lagt fram skuggavarp dags. 4. júní 2018. Einnig er lögð fram ábending Bjarna Pálmasonar dags. 16. október 2018.
Umsækjandi hafi samband við embættið vegna skuggavarpsuppdrátta.
50.18 Víkurgarður/Fógetagarður, undirbúningur friðlýsingar
Lagt fram bréf Minjastofnunar dags. 4. október 2018 varðandi undirbúning að friðlýsingu Víkurgarðs við Aðalstræti. Með vísan til 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er umhverfis- og skipuagssviði gefinn kostur á að koma á framfæri formlegum eða efnislegum athugasemdum við friðlýsingartillöguna og drög að friðlýsingarskilmálum. Óskað er eftir að svar berist eigi síðar en 15. október 2018.
Vísað til meðferðar skrifstofu sviðsstjóra og embættis borgarlögmanns.
51.18 Efstaland 26, (fsp) stækkun húss og veitingastaður í flokki II
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf. dags. 14. september 2018 um að innrétta veitingastað í flokki II á jarðhæð hússins á lóð nr. 26 við Efstaland, stækka húsið sem felst í að byggja við suðurhlið hússins og gera veitingasvæði sunnan við húsið sem færu aðeins út fyrir lóðarmörk, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 14. september 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
52.18 Hrísateigur 47 og Laugarnesvegur 74A, (fsp) hækkun húsa
Lögð fram fyrirspurn Magneu Þóru Guðmundsdóttur dags. 15. október 2018 um hækkun á húsunum nr. 47 við Hrísateig og 74A við Laugarnesvegi um tvær hæðir, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Stiku ehf. dags. 11. október 2018.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
53.18 83">Skólavörðustígur 22B, (fsp) bílastæði o.fl.
Lögð fram fyrirspurn Dóru Sifjar Tynes dags. 6. október 2018 um að setja tvö bílastæði á lóð nr. 22B við Skólavörðustíg og færa kvöð á lóð nr. 22A um umferð á lóð nr. 22B til enda lóðarinnar þannig að unnt er að keyra bíl inn á lóð nr. 22B við Skólavörðutíg.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
54.18 Bjarkargata 6, (fsp) bílastæði o.fl.
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2018 var lögð fram fyrirspurn ASK Arkitekta ehf. dags. 11. september 2018 um að opna inn á lóð nr. 6 við Bjarkargötu og setja hlið sunnan við hús og koma fyrir einu bílastæði, loka fyrir bílastæði innan lóðar norðan við húsið og bæta við bílastæði í götu í stað þess sem fellur niður við opnun, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta ehf. dags. 30. maí 2018. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018..
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
55.18 Borgartún 8-16A, (fsp) Bríetartún 9-11 - gististaður/hostel
Lögð fram fyrirspurn Gísla Vals Gíslasonar dags. 4. október 2018 um rekstur gististaðar/hostel í húsinu að Bríetartúni 9-11, lóð nr. 8-16A við Borgartún. Einnig er lögð fram skissa/tillaga ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
56.18 Freyjubrunnur 23, breyting á deiliskipulagi
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2018 var lögð fram umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 18. september 2018 um breytingu á deiliskipulagi að Freyjubrunni 23. Í breytingunni felst að fjölga íbúðum úr fimm í átta, auka byggingarmagn og setja stakstætt sorpskýli úti á lóðinni samkv. uppdrætti Mansard teiknistofu dags. 3. september 2018. Einnig eru lagðar fram greinargerð dags. 18. september og bréf borgarlögmanns dags. 5. september 2018. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Umsækjandi hafi samband við embættið.
57.18 Hallgerðargata 13, (fsp) hluti húss út fyrir byggingarreit
Lögð fram fyrirspurn Karls Magnúsar Karlssonar dags. 5. október 2018 ásamt bréfi dags. 5. október 2018 um hvort hluti hússins á lóð nr. 13 við Hallgerðargötu megi standa út fyrir byggingarreit, samkvæmt uppdráttum ódags.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
58.18 Kirkjusandur - lóðir G, H og I, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkitekta Laugavegi 164 ehf. dags. 25. september 2018 ásamt bréfi dags. 25. september 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kirkjusands vegna lóðarinnar nr. 20 við Hallgerðargötu. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni ofanjarðar, fjölgun íbúða, fjölgun bílastæð í kjallara o.fl.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
59.18 Iðunnarbrunnur 18-20, (fsp) breyta parhúsalóð í fjölbýlishúsalóð
Lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar dags. 28. september 2018 ásamt bréfi dags. 28. september 2018 um að breyta parhúsalóð að Iðunnarbrunni 18-20 í fjögurra íbúða fjölbýlishúsalóð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
60.18 Laugavegur 151-155, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn ION hótels ehf. mótt. 1. ágúst 2018 varðandi breytingu á notkun hússins á lóð nr. 151-155 við Laugaveg úr íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
61.18 Lofnarbrunnur 14, Fjölbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. október 2018 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypt 3ja hæða, 11 íbúða fjölbýlishús auk bílakjallara á lóð nr. 14 við Lofnarbrunn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 5. maí 2017 fylgir erindinu. Bréf frá hönnuði dags. 26. apríl. 2018 og 4. okt. 2018. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.Stærð: A rými 1.437,8 ferm., 4.580.8 rúmm. B rými XX ferm., XX rúmm. Gjald kr. 11.000
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
62.18 Lofnarbrunnur 40-42, 42 - Br.inni, nýta óuppf.rými
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. september 2018 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. september 2018 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi á efri hæð og í kjallara, bæta við hurð og glugga á austurhlið kjallara og innrétta gluggalaus rými í sökkli parhúss nr. 42 á lóðinni nr. 40-42 við Lofnarbrunn. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem samþykkt var í borgarráði þann 10. maí 2007 fylgir erindinu ásamt samþykki eiganda Lofnarbrunns 40 áritað á uppdrátt. Stækkun: 22,9 ferm., 126 rúmm. Gjald kr. 9.500
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19. október 2018 samþykkt.
63.18 Silfratjörn 2, (fsp) breyting á hæðarkótum og húsnúmerum
Lögð fram fyrirspurn Bjarg íbúðafélags hses. dags. 2. október 2018 varðandi breytingu á hæðarkótum lóðanna að Silfratjörn 2-4, Gæfutjörn 20-28 og Skyggnisbraut 25-31 ásamt breytingu á húsnúmerum, samkvæmt tillögu á hæðarblaði.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
64.18 Úlfarsbraut 14, (fsp) deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Björns Ragnars Björnssonar dags. 15. október 2018 ásamt bréfi Björns Ragnars Björnssonar og Grétu Mjallar Bjarnadóttur dags. 14. október 2018 um afstöðu skipulagsfulltrúa til tiltekinna atriða í mögulegri hönnunarútfærslu fyrir einbýlishús að Úlfarsbraut 14.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
65.18 Vitastígur 16, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf. f.h. Klittur ehf. dags. 27. febrúar 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits vegna lóðar nr. 16 við Vitastíg. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi HH ehf. dags. 23. febrúar 2018. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 19. apríl 2017. Lagður fram deiliskipulagsuppdráttur Teiknistofunnar Tröð, dags. 28. júní 2018. Erindi var grenndarkynnt frá 17. september 2018 til og með 15. október 2018. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar
66.18 Árleynir 2A, Keldnaholti, umsagnarbeiðni
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 12. október 2018 þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um hvort starfsemi Matís ohf. sem felst í fiskeldi til rannsókna í húsnæði að Árleyni 2A, Keldnaholti, er í samræmi við gildandi aðalskipulag Reykjavíkur.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.
67.18 Tryggvagata 13, (fsp) fella niður kvöð, gististaður
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. ágúst 2018 var lögð fram fyrirspurn Hildigunnar Haraldsdóttur f.h. T13 ehf., dags. 31. júlí 2018. Í fyrirspurn er beiðni um að fella út kvöð um bann við rekstur á íbúðahóteli á lóðinni að Tryggvagötu 13. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 28. september 2018.
Umsögn deildarstjóra aðalskipulags dags. 28. september 2018 samþykkt.