Laugavegur 12B,
Laugavegur 18B,
Norðurgarður 1,
Vesturgata 24,
Skólavörðustígur 18,
Sólvallagata 14,
Óðinsgata 8b,
Flókagata 58,
Láland 18-24,
Sólvallagata 21,
Freyjubrunnur 33,
Freyjubrunnur 31,
Haukdælabraut 78-92,
Laugavegur 34B,
Engjavegur 7,
Úlfarsbraut 82,
Ásvallagata 27,
Akurgerði 39,
Hringbraut 29, Félagsstofnun stúdenta,
Brúnastekkur 11,
Hlíðarendi 2,
Mávahlíð 40,
Austurstræti 17,
Laugavegur 20-20A,
Garðsendi 3,
Sólvallagata 68,
Skaftahlíð 13,
Laugavegur 28a,
Laugavegur 63,
Laugavegur 73 og Hverfisgata 92-96,
Framnesvegur 3,
Norðurbrún 2,
Hverfisgata 53 og 55, Vatnsstígur 10a og 12, reitur 1.152.5,
Hjallavegur 14,
Skólavörðustígur 45,
Borgartún 24,
Óðinsgata 15,
Fossaleynir 1, Egilshöll,
Blesugróf 4,
Klapparstígur 1-7 lóð númer 5,
Hólavað 63-75,
Fossaleynir 16,
Brúarvogur 1-3,
Brautarholt 4-4A,
Vesturgata 6 - 10A,
Hestháls 12,
Ingólfsstræti 4,
Lyngháls 5,
Stórhöfði 34-40,
Skógarsel 12,
Miklabraut vestan Kringlumýrarbrautar,
Úlfarsfell,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
593. fundur 2016
Ár 2016, föstudaginn 15. júlí kl. 09:02, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 593. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Ann Andreasen
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Guðlaug Erna Jónsdóttir, Hildur Gunnarsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir og Jón Kjartan Ágústsson
Ritari var Björgvin Rafn Sigurðarson
Þetta gerðist:
1.16 Laugavegur 12B, Stækkun hótels, nýbygging o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að rífa austari hluta húss, hækka þann vestari um eina hæð og byggja steinsteypta viðbyggingu, fjórar hæðir og kjallara, opna yfir lóðamörk á nr. 16 og innrétta nýtt anddyri/aðalinngang og stækkun á Hótel Skjaldbreið sem þar er, á lóð nr. 12B við Laugaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. janúar 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8. janúar 2016, umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 29. janúar 2016, umsögn Borgarsögusafns dags. 13. janúar 2016, brunahönnun dags. 15. júní 2016 og umsögn SHS um sjúkraflutninga dags. 13. júní 2016.
Niðurrif: xx ferm., xx rúmm.
Stækkun: 595,7 ferm., xx rúmm.
Stærð eftir stækkun: 852,8 ferm., 2.508,6 rúmm
Gjald kr. 9.823
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra
2.16 Laugavegur 18B, Veitingahús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að breyta kaffihúsi, tegund e, í veitingastað, tegund c, ásamt því að koma fyrir aðstöðu starfsfólks á 1. hæð og skrifstofum á 2. hæð í verslunarhúsnæði á lóð nr. 18b við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
3.16 Norðurgarður 1, 2.hæð - Stækka mötuneyti - svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2016 þar sem sótt er um leyfi til viðbyggingar ásamt þaksvölum á 2. hæð í fiskvinnsluhúsi HB Granda á lóð nr. 1 við Norðurgarð.
Stækkun: A-rými x ferm., x rúmm. C-rými x ferm.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
4.16 Vesturgata 24, Nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tveggja hæða tvíbýlishús með kjallara og risi, steinsteypt, klætt og einangrað að utan með bárujárni á lóð nr. 24 við Vesturgötu.
Stærðir:262,7 ferm., 748,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
5.16 Skólavörðustígur 18, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Arkþings ehf., mótt. 14. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.0 vegna lóðarinnar nr. 18 við Skólavörðustíg. Í breytingunni felst að byggja við kjallara og 1. hæð hússins til suðurs jafnt við efri hæðir hússins, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 14. apríl 2016. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. maí 2016. Grenndarkynning stóð frá 15. júní til 13. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
6.16 Sólvallagata 14, Sameining íbúða - kvistir, anddyri o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. maí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að sameina íbúðir hússins, byggja tvo kvisti, nýtt anddyri, útitröppur og svalir á vesturhlið, byggja geymslu á baklóð, breyta innra skipulagi og innrétta einbýlishús á lóð nr. 14 við Sólvallagötu. Grenndarkynning stóð frá 16. júní til 14. júlí 2016. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Sigríður Magnúsdóttir, dags. 14. júlí 2016.
Umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 2. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 19. apríl 2016. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 20. maí 2016 fylgir erindinu ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. maí 2016. Stækkun: 23,6 ferm., xx rúmm. Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra
7.16 Óðinsgata 8b, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Páls V Bjarnasonar ark. f.h. Dags B. Eggertssonar, mótt. 7. júní 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.180.3 vegna lóðar nr. 8B við Óðinsgötu. Í breytingunni felst að skilgreindur er nýr byggingarreitur vestan við húsið fyrir sólstofu á 1. hæð, samkvæmt uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf., dags. 8. júní 2016. Grenndarkynning stóð frá 16. júní til 14. júlí 2016. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
8.16 Flókagata 58, (fsp) svalir
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn Kjartans Hafsteins Rafnssonar f.h. Sigurðar Arnljótssonar, mótt. 10. júní 2016, um að setja nýjar svalir á suðurhlið/bakhlið hússins á lóð nr. 58 við Flókagötu. Á 2. og 3. hæð myndu svalir tengjast núverandi svölum en á rishæð yrði um að ræða frístandandi svalir. Á fyrstu hæð/kjallara er fyrirhugað að setja inn gönguhurð, samkvæmt uppdr. Kjartans Hafsteins Rafnssonar, dags. 8. júní 2016. Erindi var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2016 samþykkt.
9.16 Láland 18-24, (fsp) 18, breyting á byggingarmagni/nýtingarhlutfalli
Lögð fram fyrirspurn Mansard teiknistofu, dags. 30. júní 2016 um breytingu á byggingarmagni/nýtingarhlutfalli á lóð nr. 18-24 við Láland skv. uppdrætti, dags. 30. júní 2016. Einnig lögð fram greinargerð hönnuða, dags. 30. júní 2016. Farið er fram á að byggja bílskúr áfastan við hús til suð-austurs, auk
viðbyggingar til norð-vesturs. Þá er óskað eftir því að hækka ibúðarhluta úr 2,1 m í sömu hæð og aðra hluta hússins.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2016 samþykkt.
10.16 Sólvallagata 21, (fsp) kvistur
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lögð fram fyrirspurn Gunnars Dofra Ólafssonar, mótt. 22. apríl 2016, um að setja kvist á þak hússins á lóð nr. 21 við Sólvallagötu. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí.
Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2016.
Vakin er athygli fyrirspyrjanda á að erindið fellur undir gr. 8.1 í Gjaldskrá
vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg 1111/2014.
11.16 Freyjubrunnur 33, Fjölbýlishús
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 7 íbúða fjölbýlishús með bílgeymslu fyrir 5 bíla á lóð nr. 33 við Freyjubrunn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2016
Stærð A-rými: 767,6 ferm., 2.511,5 rúmm.
B-rými: 182,3 ferm., 288,2 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 13. júlí 2016.
12.16 Freyjubrunnur 31, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 3. júní 2016 var lögð fram umsókn Mansard teiknistofu, mótt. 26. maí 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals hverfi 04 vegna lóðar nr. 31 við Freyjubrunn. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 5 í 7 og aukning á byggingarmagni um 44,4m2 samkvæmt uppdrætti, dags. 12.júlí 2016. Einnig lögð fram greinargerð hönnuðar, dags. 18. maí 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Freyjubrunni 22, 24, 26, 28, 29, 30, 32 og 33, Friggjarbrunni 1, Iðunnarbrunni 6 og 8.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gr. 7.6 og 8.1 í Gjaldskrá
vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg 1111/2014.
13.16 Haukdælabraut 78-92, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn Pálma ehf. f.h. Jóns Guðmundssonar, dags. 7. júní 2016, um breytingu á deiliskipulagi Reynisvatnsás vegna lóðarinnar nr. 78 - 92 við Haukdælabraut. Í breytingunni felst færsla á lóðarmörkum og breytingu á hæðarsetningu húsanna, samkv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 10. maí 2016. Fyrirspurn var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2016 samþykkt.
Vakin er athygli fyrirspyrjanda á að erindið fellur undir gr. 7.6 og 8.1 í Gjaldskrá
vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg 1111/2014.
14.16 Laugavegur 34B, Rífa turnbyggingu, breyting inni, tengibygging o.fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að rífa turnbyggingu á baklóð, breyta innra skipulagi og gluggasetningu, byggja tengibyggingu milli L34A og L34B þar sem áður stóð turnbygging, innrétta hótel á efri hæðum og starfsmannaaðstöðu á 1. hæð húss á lóð nr. 34B við Laugaveg.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
15.16 Engjavegur 7, Endurbyggja þak, bakvegg og handrið
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2016 þar sem sótt er um leyfi fyrir endurnýjun á stúku ásamt viðbyggingu á lóð nr. 7 við Engjaveg.
Stærðir: A-rými x ferm., x rúmm. B-rými x ferm., x rúmm. C-rými x ferm.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
16.16 Úlfarsbraut 82, Fjölbýlishús - fjórbýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja fjögurra íbúða fjölbýlishús, tvær hæðir og kjallara, steinsteypt og einangrað að utan og klætt málmklæðningu, með bílgeymslu fyrir 4 bíla á lóð nr. 82 við Úlfarsbraut.
Stærð A-rými: 696,3 ferm., 2.254,5 rúmm. B-rými: 22,9 ferm. C-rými: 56,2 ferm.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
17.16 Ásvallagata 27, (fsp) endurbygging á þaki og svalir fyrir íbúðir
Lögð fram fyrirspurn Brynjars Úlfarssonar dags. 9. júní 2016 um að rífa og endurbyggja þak hússins á lóð nr. 27 við Ásvallagötu nokkru frábrugðið því þaki sem fyrir er, fjarlægja skorstein og setja svalir á allar íbúðir hússins.
Erindið dregið til baka sbr. tölvupóstur fyrirspyrjanda dags. 11. júlí 2016.
18.16 Akurgerði 39, 39-41 - Breyta kvisti
Lagt fram erindi af fundi byggingarfulltrúa dags. 5. júlí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að lengja og breikka kvist á norðurhlið, framlengja þak á suðurhlið yfir svalir og klæða með glerkerfi utan á þær, til að breikka áður samþykkt sólskýli um 1,3 metra og að lokum er sótt um leyfi til að breyta þaki bílsúrs á nr. 39 á og við parhús á lóð nr. 39-41 við Akurgherði.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 10.100
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Akurgerði 31, 33, 35, 37 og Grundargerði 2, 4, 6, 7 og 8.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gr. 8.1 í Gjaldskrá
vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.
19.16 Hringbraut 29, Félagsstofnun stúdenta, (fsp) deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn ASK arkitekta ehf. dags. 28. júní 2016 varðandi deiliskipulag fyrir Hringbraut 29, bygging við Gamla Garð samkv. teikningum og myndum ASK arktitekta ódags. Í deiliskipulaginu felst fjölgun á íbúðum og/eða herbergjum fyrir stúdenta.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
20.16 Brúnastekkur 11, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 1. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn Kjartans H. Rafnssonar dags. 23. maí 2016 þar sem óskað er samþykkis á áður gerðum framkvæmdum. Í breytingunni fólst m.a. lokun á opinni bílageymslu og útbúið frístundaherbergi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2016 samþykkt.
21.16 Hlíðarendi 2, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016 var lögð fram umsókn Valsmanna hf., mótt. 14. apríl 2016, varðandi breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 2 við Hlíðarenda. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit og aukning á byggingarmagni á reit A, samkvæmt uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 15. júní 2016. Einnig er lögð fram greinargerð Alark arkitekta ehf., dags. 15. júní 2016. Erindi var kynnt formanni umhverfis- og skipulagsráðs og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
22.16 Mávahlíð 40, Svalir - rishæð
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á risíbúð, 0301, í fjölbýlishúsi á lóð nr. 40 við Mávahlíð. Erindinu var vísað til meðferðar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2016.
Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda á teikningu dags. 10. maí 2016 og samþykki eiganda íbúðar 0001 dags. 15.1. 2016.
Gjald kr. 10.100
Jákvætt með þeim skilyrðum og leiðbeiningum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2016.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gr. 8.1 í Gjaldskrá
vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014.
23.16 Austurstræti 17, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn THG arkitekta dags 22. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinna að Austurstræti 17. Í breytingunni felst hækkun á byggingareit og að lyftuhús nái upp fyrir efsta þak samkv. bréfi/teikn. THG dags. 22. júní 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
24.16 Laugavegur 20-20A, byggingarreitur fyrir niðurgrafna sorpgeymslu
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016 var lögð fram umsókn Ragnhildar Ingólfsdóttur f.h. Laugaverks ehf., mótt. 10. maí 2016, um bretingu á deiliskipulagi fyrir niðurgrafna sorpgeymslu í gangstéttinni fyrir framan húsið á lóð nr. 20-20A við Laugaveg, samkvæmt uppdr. Teiknilistar ehf., dags. 10. maí 2015. Einnig er lagt fram bréf Guðlaugs Ö. Þorsteinssonar f.h. Laugaverks ehf., dags. 6. maí 2016. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2016
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 12. júlí 2016.
25.16 Garðsendi 3, Viðbygging
Á fundi skipulagsfulltrúa 24 júní 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að staðsteypa viðbyggingu til suðurs og breyta formi þaks á húsi á lóð nr. 3 við Garðsenda. Erindi var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2016.
Neikvæð umsögn skipulagsfulltrúa frá 19. mars 2014, jákvæð umsögn skipulagsfulltrúa frá 23. maí 2014 og ástandsskoðun á húsi dags. í febrúar 2012 fylgja erindinu. Stækkun: 69,0 ferm., 262,3 rúmm. Gjald kr. 10.100
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2016 samþykkt.
26.16 Sólvallagata 68, (fsp) breyta íbúð á 3. hæð hússins í tvær íbúðir
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016 var lögð fram fyrirspurn Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., mótt. 9. maí 2016, um að breyta 3. hæð hússins á lóð nr. 68 við Sólvallagötu í tvær íbúðir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júlí 2016 samþykkt.
27.16 Skaftahlíð 13, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Inga Arnar Weisshappel, 27. júní 2016, framsent frá byggingarfulltrúa, 6. júlí 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst m.a. að stækka núverandi kvisti um 50cm og bæta við kvistum á norður og vesturhlið í samskonar lokastærð á húsinu að Skaftahlíð 13.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
28.16 Laugavegur 28a, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Grettir Guesthouse ehf.,framsent frá byggingarfulltrúa, 28. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi hússins að Laugavegi 28a. Í breytingunni felst hækkun á núverandi húsi um eina hæð ásamt svölum samkvæmt meðfylgjandi teikningu Byggingar- og skipulagshönnunar ehf. dags. 21. júní 2016.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
29.16 Laugavegur 63, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kurt og Pí ehf., mótt. 25. maí 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðar nr. 63 við Laugaveg. Í breytingunni felst að breyta risi í þeim hluta hússins sem snýr að Vitastíg í íbúð, lengja núverandi kvist á norðvestur hlið og gera innbyggðar svalir á þakinu, samkvæmt uppdrætti
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
30.16 Laugavegur 73 og Hverfisgata 92-96, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Rauðsvíkur ehf. dags. 30. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna að Laugavegi 73 og Hverfisgötu 92-96. Í breytingunni felst m.a. að lóð Laugavegar 73 sé stækkuð, byggingarmagn aukið og íbúðum fjölgað og lóð Hverfisgötu 92 sé minnkuð og bílakjallari stækkaður að lóðarmörkum.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
31.16 Framnesvegur 3, (fsp) stækkun á húsi
Lögð fram fyrirspurn Sigrúnar Andrésdóttur, 27. júní 2016, framsent frá byggingarfulltrúa, 6. júlí 2016 þar sem óskað er eftir stækkun á húsinu að Framnesvegi 3. Í breytingunni felst m.a. að bæta einni hæð fyrir íbúð ásamt inndregnum svölum. Áætluð hækkun er 2,3 metrar. Meðfylgjandi er uppdráttur einrúm ehf. dags. 15.06.2016
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
32.16 Norðurbrún 2, (fsp) ofanábygging
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta ehf., dags. 1. júlí 2016 um að byggja ofan á núverandi verslunarhús inndregnar hæðir fyrir smáíbúðir á lóð nr. 2 við Norðurbrún skv. uppdrætti, ódags. Einnig lögð fram greinargerð hönnuða, dags. 1. júlí 2016.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
33.16 Hverfisgata 53 og 55, Vatnsstígur 10a og 12, reitur 1.152.5, (fsp) aukið byggingarmagn
Lögð fram fyrirspurn skrifstofu Eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. júlí 2016 um gerð á deiliskipulagi sem tekur til lóðanna nr. 53 og 55 við Hverfisgötu og
Vatnsstíg 10A og nr. 12 við sömu götu. Aukið er byggingarmagn á öllum lóðunum, sbr. tillögu Hornsteina, dags. 28. júní 2016.
Fyrirspyrjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.
34.16 Hjallavegur 14, Endurnýjun - BN034278
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. júlí 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteyptan tvöfaldan bílskúr á lóðinni nr. 14 við Hjallaveg.
Endurnýjun á byggingarleyfi BN034278.
Stærð: 54 ferm., 192,5 rúmm.
Gjald kr. 10.100
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.
35.16 Skólavörðustígur 45, (fap) stækka jarðhæð
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júní 2016 þar sem spurt er hvort stækka megi jarðhæð Hótels Leifs Eiríkssonar og stækka herbergi á 1. og 2. hæð í rými sem gerir ráð fyrir lyftu samanber deiliskipulag dags. 7.10. 2008 fyrir hótel á lóð nr. 45 við Skólavörðustíg.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.
36.16 Borgartún 24, ökutækjaleiga
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 7. júlí 2016 þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa varðandi ökutækjaleigu að Borgartúni 24. Sótt er um leyfi fyrir fjórum bílum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016 samþykkt.
37.16 Óðinsgata 15, (fsp) breyting á notkun
Lögð fram umsókn Ásmundar Jóhannssonar f.h. Ólafar Sigurðardóttur, mótt. 7. júní 2016 um að breyta tveimur útigeymslum í húsinu á lóð nr. 15 við Óðinsgötu í herbergi til skammtímaútleigu, samkvæmt uppdr. Arko sf., dags. 13. maí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
38.16 Fossaleynir 1, Egilshöll, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Alark, dags. 30. júní 2016 um breytingu á deiliskipulagi Egilshallar að Fossaleyni 1 skv. uppdráttum, dags. 17. júní 2016. Sótt er um breytingu á byggingareitum og byggingamagni á reitum D og H. Vegna fyrirhugaðs stærra handboltahúss er sótt um leyfi til að breyta lögun byggingareits H og auka byggingamagn um 3000 m2. Sótt um leyfi til að færa byggingareit D fyrir bílgeymsluhús, til suðurs á lóð.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
39.16 Blesugróf 4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ágústs hins mikla ehf. dags. 22. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Blesugróf 4 samkv. uppdr. Arkþings dags. 13. júní 2016. Í breytingunni felst að byggingareitur bílskúrs er færður og nýtingarhlutfall aukið.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Blesugróf 2, 6, Jöldugróf 3 og 17.
Vakin er athygli umsækjanda á að erindið fellur undir gr. 7.6 og 8.1 í Gjaldskrá
vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg 1111/2014.
40.16 Klapparstígur 1-7 lóð númer 5, ökutækjaleiga
Lögð fram umsókn Samgöngustofu dags. 7. júlí 2016 um umsögn vegna ökutækjaleigu að Klapparstíg 5. Aðgengi fyrir 20 bíla frá júní til ágúst og 10 bíla frá september til maí. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016 samþykkt.
41.16 Hólavað 63-75, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kjartans Hrafns Kjartanssonar dags. 15. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna raðhúss á lóðum að Hólavaði 63-71 samkv. uppdrætti Krark., Kristinn Ragnarsson, dags. 5. apríl 2016. Í breytingunni felst breyting á byggingarmagni/nýtingarhlutfalli, m.a. að bæta við glerskálum og geymsluloftum á húsunum.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
42.16 Fossaleynir 16, beiðni um umsögn
Lögð fram umsókn Samgöngustofu dags. 6. júlí 2016 þar sem óskað er umsagnar skipulagsfulltrúa varðandi ökutækjaleigu 10 bifreiða á svæðinu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016 samþykkt.
43.16 Brúarvogur 1-3, staðsetning ökutækjaleigu
Lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 24. júní 2016 þar sem óskað er eftir umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu að Brúarvogi 1-3. Fjöldi ökutækja eru 55 í langtímaleigu og eru því ekki geymdar fyrir utan starfstöð. Einnig er lagður fram tölvupóstur umsækjanda dags. 13. júlí 2016. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016 samþykkt.
44.16 Brautarholt 4-4A, Breyta iðnaðarhúsnæði í íbúðarhúsnæði
Á fundi skipulagsfulltrúa 24. júní 2016 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. júní 2016 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einnar hæðar viðbyggingu á baklóð, stækka glugga og koma fyrir svölum á báðar hliðar, koma fyrir lyftu og innrétta 13 íbúðir á 1. - 3. hæð atvinnuhúss nr. 4, mhl. 01 á lóð nr.4-4A við Brautarholt. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júlí 2016.
Gjald kr. 10.100
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
45.16 Vesturgata 6 - 10A, (fsp) breytt fyrirkomulag
Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta dags 22. júní 2016 varðandi breytingu á innra fyrirkomulagi vegna Vesturgötu 6 - 10A samkv. bréfi umsækjanda dags. 22. júní 2016. Í breytingunni felst ósk um starfsemi gistiheimilis, verslunar og veitingastaðar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
46.16 Hestháls 12, (fsp) stækkun húss
Á fundi skipulagsfulltrá dags. 24. júní 2016 var lögð fram fyrispurn Gunnars Atla Hafsteinssonar, mótt. 13. júní 2016, varðandi stækkun hússins á lóð nr. 12 við Hestháls, samkvæmt uppdr. Gunnars Atla Hafsteinssonar, dags. 19. júní 2016. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
47.16 Ingólfsstræti 4, rekstrarleyfi í flokki II
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. júní 2016, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa á umsókn Piotr Krzyztof Brzezinski um nýtt rekstrarleyfi í flokki II að Ingólfsstræti 4. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 15. júlí 2016.
Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
48.16 Lyngháls 5, staðsetning ökutækjaleigu
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016 var lagt fram bréf Samgöngustofu dags. 26. júní 2016 þar sem óskað er eftir umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu að Lynghálsi 5. Áætlaður fjöldi ökutækja eru 5. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016 samþykkt.
49.16 Stórhöfði 34-40, nr. 40, ökutækjaleiga
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2016 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 21. júní 2016 þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um ökutækjaleigu að Stórhöfða 40 á lóð nr. 34-40 við Stórhöfða. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. júlí 2016 samþykkt.
50.16 Skógarsel 12, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn SEA vegna lóðar ÍR, íþróttafélags dags. 29. júní 2016 varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður-Mjóddar. Í breytingunni felst breyting og stækkun á byggingareit samkv. uppdr. teiknistofunnar Storð dags. 28. júní 2016.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
51.16 Miklabraut vestan Kringlumýrarbrautar, framkvæmdaleyfi
Á fundi skipulagsfulltrúa 10. júní 2016 var lögð fram umsókn Veitna ohf. mótt. 2. maí 2016, um framkvæmdaleyfi vegna þverunar Miklubrautar vestan Kringlumýrarbrautar vegna endurnýjunar á vatnslögnum, samkv. meðfylgjandi teikningum Veitna ohf., ódags. Einnig er lagt fram bréf Veitna ohf., dags. 2. maí 2016. Einnig lögð fram umsögn Vegagerðarinnar dags. 8. júlí 2016. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skrifstofu sviðstjóra til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli umsækjanda á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2. í Gjaldskrá
vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1111/2014. Greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis áður en leyfi er gefið út.
52.16 Úlfarsfell, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna Og atvinnuþróunar, dags. 28. júní 2016 um framkvæmdaleyfi vegna moldarfyllingar í nýjan kirkjugarð í Úlfarsfelli. Auk þess verður gerður aðkomuvegur að kirkjugarðinum. Einnig lögð fram umhverfisskýrsla VSÓ, dags. mars 2016.
Leiðrétt bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júlí 2016. Rétt bókun er:
Vísað til umsagnar skrifstofu umhverfisgæða.