Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins,
Engjavegur - Laugardalur,
5.Gata v/Rauðavatn 2,
Saltvík 125744,
Viðey,
Sogavegur 77,
Bankastræti,
Fríkirkjuvegur 11,
Haðarstígur 4,
Haukdælabraut 66,
Laugavegur 3,
Óðinsgata 26,
Smáragata 12,
Stuðlaháls 2,
Tryggvagata 22,
Urðarstígur 11A,
Vatnagarðar, lóðir Eimskips,
Vesturbrún 10,
Lyngháls 4,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
391. fundur 2012
Ár 2012, föstudaginn 20. apríl kl. 10:07, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 391. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Marta Grettisdóttir .
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum:, Björn Ingi Edvardsson og Valný Aðalsteinsdóttir.
Ritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
1.12 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, bréf borgarstjóra
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. apríl 2012 vegna samþykkt borgarráðs s.d. að vísa tillögu um samkomulag um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, bréf rýnihóps um gerð og framkvæmd svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins frá 29. mars 2012 ásamt fylgiskjölum til umsagnar skipulagsráðs.
Vísað til skipulagsráðs.
2.12 Engjavegur - Laugardalur, Brettavöllur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2012 þar sem sótt er um leyfi til að setja brettavöll 42 x 9 metra á lengd á ómerkta lóð í Laugadal við Engjaveg. Gjald kr. 8.500
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
3.12 5.Gata v/Rauðavatn 2, (fsp) - Endurbyggja sumarhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að endurbyggja eftir bruna sumarhús við 5. götu við Rauðavatn 2.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
4.12 Saltvík 125744, Nýtt aligrísahús og tengibygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja nýtt aligrísahús ásamt tengibyggingu aligrísahúsi mhl 16 og áðurgerðri viðbygginu og þremur fóðursílóum við hús mhl 16 á lóð 125744 við Saltvík Kjalanesi.
Stækkun mhl 16 : XX ferm og XX rúmm. Stærðir fóðursílóa: mhl. XX. XX ferm. og XX rúmm mhl. XX. XXferm., XXrúmm. mhl. XX. XX ferm. XX rúmm. Gjald kr. 8.500 + XX.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
5.12 Viðey, Breyta hesthúsi í Snyrtingar - Vb.083972
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2012 þar sem sótt er um leyfi til að breyta mhl. 03, sem er hesthús, í snyrtingar fyrir almenning og eldri snyrtingar verða aflagðar í Viðey.
Gjald kr. 8.500
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
6.12 Sogavegur 77, (fsp) breyting á landnotkun
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Hjálmars Ragnarssonar dags. 2. apríl 2012 um að byggja hótel á lóðinni nr. 77 við Sogaveg, samkvæmt uppdrætti KRark dags. 28. mars 2012.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
7.12 Bankastræti, (fsp) - Sýningagallerý
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2012 þar sem spurt er hvort breyta megi rými sem áður hýsti náðhús kvenna í sýningargallerí undir nr. 0 við Bankastræti.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
8.12 Fríkirkjuvegur 11, (fsp) endurbætur og breytingar
Lögð fram fyrirspurn Novator F11 ehf. dags. 13. apríl 2012 um að breyta innra fyrirkomulagi hússins á lóðinni nr. 11 við Fríkirkjuveg, samkvæmt uppdrætti T.ark ódags.
Kynna formanni skipulagsráðs.
9.12 Haðarstígur 4, Kvistur - fjarlægja reykháf
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2012 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist á suðausturhlið, fjarlægja reykháf ásamt reyndarteikningum af einbýlishúsi á lóð nr. 4 við Haðarstíg. Erindi var grenndarkynnt frá 30. mars til og með 7. maí 2012 en þar sem samþykki hagsmunaaðila barst mótt. 27. apríl 2012 er erindi nú lagt fram að nýju.
Erindi fylgir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 13. febrúar 2012.
Stærðir stækkun xx ferm., 24 rúmm.
Gjald kr. 8.500 + 2.040
Samþykkt með vísan til viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
10.12 Haukdælabraut 66, (fsp) hækkun nýtingarhlutfalls
Lögð fram fyrirspurn Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofnunar dags. 17. apríl 2012 varðandi hækkun á nýtingarhlutfalli lóðarinnar nr. 66 við Haukdælabraut.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
11.12 Laugavegur 3, niðurfelling á kvöð
Lagt fram erindi Hjörleifs Stefánssonar dags. 16. apríl 2012 varðandi niðurfellingu á kvöð um gangandi umferð á lóð nr. 3 við Laugaveg.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
12.12 Óðinsgata 26, (fsp) - Viðbygging bakgarði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við geymsluskúr á baklóð tvíbýlishúss á lóð nr. 26 við Óðinsgötu.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
13.12 Smáragata 12, Þak, kvistur og svalir
Á fundi skipulagsstjóra 13. apríl 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. apríl 2012 þar sem sótt er um leyfi til að gera breytingar innanhúss, endurnýja þak og byggja þrjá kvisti, byggja nýjar svalir til vesturs, fjarlægja skorstein, byggja úr steinsteypu með timburþaki geymsluskúr á lóð, gera nýjan sérinngang á austurhlið og útgang úr kjallara, sbr. fyrirspurn BN043116, á íbúðarhúsi á lóð nr. 12 við Smáragötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 18.apríl 2012
Meðfylgjandi er samkomulag eigenda dags. 12. desember 2011, þinglýstur eignaskiptasamningur frá apríl 1992 og afsal frá júní 1992 og íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 3. febrúar 2012. Stækkun húss: xx rúmm.Geymsluskúr: 25 ferm., 67,3 rúmm.Gjald kr. 8.000 + 5.384
Umsögn skipulagsstjóra dags.18. apríl 2012 samþykkt.
14.12 Stuðlaháls 2, (fsp) - Geymsluhús fyrir reiðhjól
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. apríl 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja óupphitað geymsluhús fyrir reiðhjól og garðhúsgögn við atvinnuhús á lóð nr. 2 við Stuðlaháls.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
15.12 Tryggvagata 22, (fsp) stækkun húss og færsla á svölum
Á fundi skipulagsstjóra 13 apríl 2012 var lögð fram fyrirspurn Eikar Fasteignafélags hf. og Prikið ehf. dags. 12. apríl 2012 varðandi stækkun hússins nr. 22 við Tryggvagötu ásamt færslu á svölum, samkvæmt uppdrætti +Arkitekta dags. 23. mars 2012. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 18. apríl 2012.
Neikvætt með vísant til umsagnar skipulagsstjóra dags. 18. apríl 2012.
16.12 Urðarstígur 11A, (fsp) hækkun húss og tengibygging
Lögð fram fyrirspurn Pálmars Halldórssonar dags. 17. apríl 2012 um að hækka húsið á lóðinni nr. 11A við Urðarstíg um eina hæð og byggja tengibyggingu milli húss og geymsluskúrs.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
17.12 Vatnagarðar, lóðir Eimskips, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi faxaflóahafna sf. dags. 12. apríl 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vatnagarða, Sundabakka vegna lóða Eimskips, samkvæmt uppdrætti Arkís dags. 8. mars 2012.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.
18.12 Vesturbrún 10, (fsp) stækkun
Á fundi skipulagsstjóra 13. apríl 2012 var lögð fram fyrirspurn Kristjáns Eggertssonar dags. 12. apríl 2012 varðandi stækkun hússins nr. 10 við Vesturbrún, samkvæmt uppdrætti Krads. dags. 12. apríl 2012. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. apríl 2012.
Jávætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 17. apríl 2012.
20.12 Lyngháls 4, br. úr veitingaleyfi 2 í leyfi 3
Á fundi skipulagsstjóra 23. mars 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. mars 2012 þar sem sótt er um leyfi til að auka mögulegan gestafjölda, lengja opnunartíma og breyta flokkun veitingarstaðar úr fl. II í fl. III á Take away Thai matstofu í húsi á lóð nr. 4 við Lyngháls. Erindinu var vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 18. apríl 2012. Meðfylgjandi er hljóðvistarskýrsla dags. 10.2. 2012. Gjald kr. 8.000 + 8.000
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu dags. 18. apríl 2012.