Sóltún 2-4,
Bryggjuhverfi, höfn,
Elliðaárdalur,
Bankastræti 7,
Geirsgata 9,
Hverafold 5,
Jafnasel,
Kristnibraut 55-59,
Laugarásvegur 25,
Safamýri 15,
Þórsgata 24-28,
Bergþórugata 23,
Bókhlöðustígur 2,
Einarsnes,
Engjateigur 9,
Betri Reykjavík,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
378. fundur 2012
Ár 2012, föstudaginn 13. janúar kl. 10:30, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 378. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur.
Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Valný Aðalsteinsdóttir og Margrét Leifsdóttir.
Ritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:
1.12 Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Öldungs hf. dags. 13. október 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna lóðarinnar nr. 2-4 við Sóltún. Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni, breytingu á innra rými ásamt breytingu á bílastæðum og lögun byggingarreitar húshluta nr. fjögur og tengibyggingar o.fl., samkvæmt uppdrætti Nexus Arkitekta dags. 11. október 2011. Einnig er lagt fram skuggavarp Nexus Arkitekta ódags. Tillagan var auglýst frá 23. nóvember 2011 til og með 5. janúar 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Guðmundsson dags. 2. janúar 2012 og Hróbjartur Hróbjartsson fh. VA arkitekta ehf. dags. 4. janúar 2011.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
2.12 Bryggjuhverfi, höfn, breyting á deiliskipulagi vegna innsiglingarmerkja
Lögð fram umsókn Framkvæmda og eignasviðs dags. 12. janúar 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis, skv. uppdrætti dags. 11. janúar 2012, vegna uppsetningar á innsiglingarljósum við höfnina í Bryggjuhverfi.
Vísað til skipulagsráðs.
3.12 Elliðaárdalur, breyting á deiliskipulagi vegna göngu- og hjólabrúa
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 4. janúar 2011 að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna göngu- og hjólabrúa við Geirsnef.
Vísað til skipulagsráðs.
4.12 Bankastræti 7, (fsp) gistiheimili
Á fundi skipulagsstjóra 6. janúar 2012 var lögð fram fyrirspurn Bandalags íslenskra farfugla dags. 30. desember 2011 um hvort reka megi gistiheimili á 2.-4. hæð hússins nr. 7 við Bankastræti. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. janúar 2012.
Jákvætt með vísan til þeirra skilyrða sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
5.12 Geirsgata 9, (fsp) fækkun bílastæða og breytingar á húsnæði
Lögð fram fyrirspurn Hafgulls ehf. dags. 12. janúar 2012 varðandi fækkun bílastæða og breytingar á húsnæði á lóðinni nr. 9 við Geirsgötu.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Sækja þarf um byggingarleyfi og samþykki meðlóðarhafa þarf að liggja fyrir.
6.12 Hverafold 5, (fsp) innri breytingar
Á fundi skipulagsstjóra 6. janúar 2012 var lögð fram fyrirspurn Jóns I. Garðarssonar ehf. dags. 4. janúar 2012 um að breyta sólbaðsstofu í húsinu á lóðinni nr. 5 við Hverafold í íbúð.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
7.12 Jafnasel, orðsending skrifstofu borgarstjórnar
Á fundi skipulagsstjóra 18. nóvember 2011 var lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R11110047 dags. 14. nóvember 2011 ásamt erindi framkvæmdastjóra Atlantsolíu dags. 10. nóvember 2011 þar sem óskað er eftir lóð við Jafnasel undir rekstur Bensínstöðvar. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra 11. janúar 2012.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
8.12 Kristnibraut 55-59, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Heiðrúnar Harðardóttur dags. 12. desember 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, svæði 1 vegna lóðarinnar nr. 55-59 við Kristnibraut. Í breytingunni felst bygging á bílgeymslu við austurmörk lóðarinnar, samkvæmt uppdrætti Plúsarkitekta ehf. dags. 29. nóvember 2011. Einnig er lagt fram samþykki Önnu Jóhannsdóttur, Grétars Viðars Grétarssonar og Guðmundar Leifssonar f.h. húsfélaganna að Kristnibraut 55, 57 og 59 ódags.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir húsfélögum að Kristnibraut 43-47 og 49-53.
9.12 Laugarásvegur 25, rífa skúr - byggja í stað viðbyggingu
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2011 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja einlyfta skúrbyggingu við austurhlið og byggja þess í stað úr steinsteypu tvílyfta viðbyggingu á bakhluta lóðarinnar, sbr. fyrirspurn BN043304, sem tengist með tengigangi úr timbri núverandi húsi, byggt 1935, á lóð nr. 25 við Laugarásveg. Meðfylgjandi með fyrirspurn er greinargerð arkitekts dags. 7.7. 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 29.7. 2011. Einnig er lagt fram bréf Ólafar Nordal og Tómasar M. Sigurðssonar dags. 8. desember 2011 þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti vegna grenndarkynningar sem líkur 15. desember 2011. Á fundi skipulagsstjóra þann 9. desember 2011 var samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 3. janúar 2012. Að lokinni kynningu sendu eftirtaldir aðilar athugasemdir: Sigríður Guðmundsdóttir dags. 13. desember 2011, Ólöf Nordal og Tómas Sigurðsson dags. 3. janúar 2012.
Vísað til skipulagsráðs.
10.12 Safamýri 15, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. janúar 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka hús til norðurs eins og sýnt er á meðfylgjandi teikningu af þríbýlishúsi á lóð nr. 15 við Safamýri.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.
11.12 Þórsgata 24-28, (fsp) vínveitingaleyfi
Á fundi skipulagsstjóra 6. janúar 2012 var lögð fram fyrirspurn Sunnugistingar ehf. dags. 19. desember 2011 varðandi vínveitingaleyfi í húsinu á lóð nr. 26 við Þórsgötu. Einnig er lögð fram greinagerð Steinþórs Þorsteinssonar f.h. Sunnugistingu ehf. dags. 15. desember 2011. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 9. janúar 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
12.12 Bergþórugata 23, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Bergþóru Magnúsdóttur dags. 9. janúar 2012 varðandi viðbyggingu við húsið á lóðinni nr. 23 við Berþórugötu, samkvæmt uppdrætti Tvíhorf dags. 6. janúar 2012.
Fyrirspurninni er vísað til skoðunar í yfirstandandi deiliskipulagsvinnu á svæðinu.
13.12 Bókhlöðustígur 2, (fsp) veitingarekstur í flokki ll ásamt stækkun á kjallara
Á fundi skipulagsstjóra 6. janúar 2012 var lögð fram fyrirspurn Völundar Snæs Völundarsonar dags. 20. desember 2011 varðandi stækkun á kjallara hússins á lóðinni nr. 2 við Bókhlöðustíg ásamt reksturs veitingastaðar í flokki ll. Einnig er lagt fram bréf Hjörleifs Stefánssonar dags. 20. desember og bréf Völundar Snæs Völundarsonar dags. 19. desember 2011. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. janúar 2012.
Jákvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.11. janúar 2012.
14.12 Einarsnes, (fsp) söluvagn
Á fundi skipulagsstjóra 6. janúar 2012 var lögð fram fyrirspurn Sigurðar J. Sæmundssonar dags. 4. janúar 2012 varðandi rekstur á söluvagni við Einarsnes. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skiplagsstjóra dags. 11. janúar 2012.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
15.12 Engjateigur 9, (fsp) breyting lóð
Á fundi skipulagsstjóra 9. desember 2011 var lögð fram fyrirspurn Verkfræðingafélags Íslands dags. 5. desember 2011 varðandi breytingu á lóðinni nr. 9 við Engjateig. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 13. janúar 2012.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 13. janúar 2012.
16.12 Betri Reykjavík, samskipti við borgarbúa
Á fundi skipulagsstjóra 6. janúar 2012 var lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 3. janúar 2012 varðandi bætt samskipti við borgarbúa, hugmynd tekin af samráðsvefnum Betri Reykjavík 30. desember 2011. Erindinu var vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 12. janúar 2012.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.