Tunguvegur 19,
Einarsnes 58,
Heiðargerði 72,
Melar, reitur 1.540,
Starengi 6,
Ásvallagata 7,
Bergþórugata 21,
Laufásvegur 58,
Leifsgata 26,
Skólavörðustígur 16,
Kjalarnes, Móar,
Gamla höfnin,
Lambhagavegur 11A,
Sóleyjargata 2,
Gufunes, útivistarsvæði,
Lóð fyrir gagnaver,
Aðalskipulag Reykjavíkur endurskoðun,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
288. fundur 2010
Ár 2010, fimmtudaginn 21. janúar kl. 10:00 var haldinn 288. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur.
Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 2 hæð. (Stardal).Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:
1.10 Tunguvegur 19, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Sæmundar Pálssonar og Ólafíu Magnúsdóttur, mótt. 8. desember 2009, varðandi breytingu á deiliskipulagi Sogavegar vegna lóðarinnar nr. 19 við Tunguveg. Í breytingunni felst m.a. að gera byggingarreit á norðurhluta lóðarinnar, færa tvö bílastæði sem eru við götu inn á lóð og fleira samkvæmt uppdrætti Arkhús ehf., dags. 2. desember 2009. Tillagan var kynnt frá 17. desember til og með 14. janúar 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kári Pálsson og Guðrún María Ólafsdóttir, dags. 12. janúar 2010.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
2.10 Einarsnes 58, (fsp) stækkun gistiheimilis
Lögð fram fyrirspurn Alaska ehf., dags. 19. janúar 2010, varðandi stækkun gistiheimilis að Einarsnesi 58.
Vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
3.10 Heiðargerði 72, (fsp) breyting úti
Á fundi skipulagsstjóra 20. mars 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. mars 2009 þar sem spurt er hvort að leyfi fengist fyrir stækkun 1. hæðar og rishæðar á einbýlishúsinu á lóð nr. 72 við Heiðargerði. Erindinu var vísað til umfjöllunar verkefnisstjóra Fossvogs og er nú lagt fram að nýju.
Frestað.
Lagfæra þarf uppdrætti.
4.10 Melar, reitur 1.540, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Gláma Kím að deiliskipulagi Mela reitur 1.540 móttekin 3. desember 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af Hagamel, Hofsvallagötu, Hringbraut og Furumel. Einnig er lögð fram forsögn að deiliskipulagi Mela dags. apríl 2009 og ábendingar sem bárust við forkynningunni.
Vísað til skipulagsráðs.
5.10 Starengi 6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 14. janúar 2010, þar sem gerðar eru athugasemdir við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins.
6.10 Ásvallagata 7, svalir á suðurhlið
Á fundi skipulagsstjóra 15. janúar 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2010 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir þrennum svölum á suðurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 7 við Ásvallagötu.
Erindi fylgir fsp. BN040457 dags. 29. september og BN039601 dags. 24. mars 2009 ásamt samþykki eiganda kjallaraíbúðar dags. 18. desember 2009 áritað á uppdrátt.
Áður gerð stækkun: 20,3 ferm., 40,6 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 3.126
Samþykkt að grenndarkynna framlagða uppdrætti fyrir hagsmunaaðilum að Ásvallagötu 5 og 9 ásamt Brávallagötu 18.
7.10 Bergþórugata 21, breyta í flokk III
Á fundi skipulagsstjóra 15. janúar 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2010 þar sem sótt er um leyfi til að breyta skilgreiningu veitingahúss á 1. hæð í flokk III í húsi nr. 21 við Bergþórugötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 21. janúar 2010.
Erindi fylgir bréf eiganda dags. 8. desember 2009 og greinargerð um hljóðvist frá verkfræðistofunni Önn ehf. dags. 22. desember 2009.
Gjald kr. 7.700
Kynna formanni skipulagsráðs.
8.10 Laufásvegur 58, (fsp) breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn Úti og Inni arkitekta, dags. 19. janúar 2010, varðandi breytta notkun 1. hæðar að Laufásvegi 58 úr verslunar- og skrifstofurými í íbúðir.
Kynna formanni skipulagsráðs.
9.10 Leifsgata 26, kvistir, áður gerð stækkun
Á fundi skipulagsstjóra 15. janúar 2010 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. janúar 2010 þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðum kvistum í rishæð fjölbýlishússins á lóð nr. 26 við Leifsgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra, dags. 21. janúar 2009.
Erindi fylgir ástandsskoðun hússins dags 23. júlí 2009, söluyfirlit dags. 18. júlí 2009 og tölvupóstur dags. 22. júlí 2009. Erindi fylgir einnig samþykki tveggja meðeigenda árituð á uppdrátt dags. 11. september og tölvupóstar með samþykkjum hinna eigendanna dags. 8. og 10. nóvember 2009, ennfremur samþykki nýs eiganda, Sindra Viðarssonar dags. 10. desember 2009.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 9. október fylgja erindinu. Áður gerð stækkun kvista: 15,5 ferm. og 31,4 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 2.418
Samþykkt að grenndarkynna framlagða uppdrætti fyrir hagsmunaaðilum að Leifsgötu 24, 28 og Eiríksgötu 29 og 31 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
10.10 Skólavörðustígur 16, (fsp) breyting á inngangi í verslunarhúsnæði
Lögð fram fyrirspurn Elmars Vernharðssonar f.h. ÞEJ-fasteigna ehf., dags. 19. janúar 2010, varðandi breytingu á inngangi í verslunarhúsnæði að Skólavörðustíg 16.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
11.10 Kjalarnes, Móar, afmörkun lóðar o.fl.
Lagt fram erindi Guðmundar Lárussonar, dags. 14. janúar 2010, varðandi afmörkun lóðarspildu í landi Móa á Kjalarnesi samkvæmt loftmynd, dags. desember 2009, ásamt því að byggja smábýli.
Kynna formanni skipulagsráðs.
12.10 Gamla höfnin, (fsp) hótelskip
Lagt fram bréf hafnarstjóra, dags. 10. desember 2009, varðandi langtíma viðlegu hótelskips í Gömlu höfninni.
Kynna formanni skipulagsráðs.
13.10 Lambhagavegur 11A, breyting á lóð
Á fundi skipulagsstjóra 15. janúar 2010 var lagt fram erindi Ferdinands Alfreðssonar f.h. Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 7. janúar 2010, um að stækka lóðina nr. 11A við Lambhagaveg. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipualgsstjóra dags. 20. janúar 2010.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðisins.
Verkefnisstjóra er falið að vera í sambandi við fyrirspyrjanda.
14.10 Sóleyjargata 2, afmörkun lóðar fyrir Hljómskálann
Á fundi skipulagsstjóra 8. janúar 2010 var lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 4. jan. 2010, varðandi lóðarafmörkun fyrir Hljómskálann. Lagt er til að lóðin verði skráð nr. 2 við Sóleyjargötu.
Erinidinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagtr fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
Embætti skipulagsstjóra mun vinna tillögu að lóðaafmörkun og leggja fyrir skipulagsráð til samþykktar.
15.10 Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Fjöreflis ehf. mótt. 7. maí 2009 um breytingu á deiliskipulagi Gufunes útivistarsvæði vegna skemmtigarðs. Í breytingunni felst að færa og stækka byggingarreit samkvæmt uppdrætti Landarks dags. 5. maí 2009. Einnig var lögð fram eldri umsögn umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar dags. 1. apríl 2009, fundargerð af samráðsfundi dags. 11. júní 2009, lagfærðir uppdrættir dags. 16. júní 2009, breytt 19. ágúst 2009 og umsögn umhverfis - og samgöngusviðs dags. 12. júní 2009. Einnig lögð fram bókun Hverfaráðs Grafarvogs dags. 3. september og 8. desember 2009, bréf ÍTR dags. 22. september 2009, bréf Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 19. nóvember 2009.
Tillagan var auglýst frá 18. nóvember 2009 til og með 4. janúar 2010. Eftirtaldur aðili sendi inn athugasemdir: Rúnar G. Valdimarsson, dags. 22. desember 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 21. janúar 2010.
Vísað til skipulagsráðs.
16.10 Lóð fyrir gagnaver, umsókn Greenstone ehf
Lögð fram umsókn Greenstone ehf. til skrifstofu Framkvæmdasviðs, ódags., um úthlutun lóðar fyrir gagnaver. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 15. janúar 2010.
Umsókn skipulagsstjóra samþykkt.
17.10 Aðalskipulag Reykjavíkur endurskoðun, hverfafundir
Kynntar niðurstöður samráðsfunda í hverfum borgarinnar vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur.
Vísað til skipulagsráðs.