Austurstræti 6, Tryggvagata 11, Tryggvagata 11, Tryggvagata 16, Tryggvagata 16, Bankastræti 14-14B, Reitur 1.174.3 Stjörnubíósreitur, Spítalastígur 2, Vitastígur 18, Vogar sunnan Skeiðarvogs, Laugarásvegur 73, Skeiðarvogur 151, Jafnasel 6, Jakasel 33, Þúfusel 4, Túnahverfi, Blönduhlíð 25, Snorrabraut 71, Þverholt, Almannadalur 17-23, Golfæfingasvæði - Kjalarnes, Víðidalur, Fákur, Bústaðavegur 151, Laugardalur, Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur, Kirkjustétt 28, Laufrimi 20 - 24,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

281. fundur 2009

Ár 2009, föstudaginn 20. nóvember kl. 10:10, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 281. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Bragi Bergsson, Gunnhildur S Gunnarsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Lilja Grétarsdóttir, Björn Ingi Edvardsson og Björn Axelsson. Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


1.09 Austurstræti 6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 6. nóvember 2009 var lögð fram fyrirspurn Lindarvatns ehf. dags. 27. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á 6. hæð. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulagsráðs.

2.09 Tryggvagata 11, (fsp) gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta í gistiheimili 2. 3. og 4. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 11 við Tryggvagötu.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist landnotkun samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur.

3.09 Tryggvagata 11, (fsp) breyta 4.hæð í gistiheimili
Á fundi skipulagsstjóra 13. nóvember 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. nóvember 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili eða litlar íbúðir á 4. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 11 við Tryggvagötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist landnotkun samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur.

4.09 Tryggvagata 16, (fsp) breyta 4. hæð i gistiheimili
Á fundi skipulagsstjóra 13. nóvember 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. nóvember 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili eða litlar íbúðir á 4. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 16 við Tryggvagötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist landnotkun samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur.

5.09 Tryggvagata 16, (fsp) breyta 5. hæð í gistiheimili
Á fundi skipulagsstjóra 13. nóvember 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. nóvember 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta gistiheimili eða litlar íbúðir á 5. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 16 við Tryggvagötu. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Samræmist landnotkun samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur.

6.09 Bankastræti 14-14B, (fsp) nr 14 veitingastaður í fl. 2 eða 3
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að innrétta veitingastað í flokki II eða III á annarri hæð hússins á lóð nr. 14 - 14B við Bankastræti. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með þeim fyrirvörum og skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

7.09 Reitur 1.174.3 Stjörnubíósreitur, (fsp) aðgengi að baklóðum á reit
Á fundi skipulagsstjóra 6. nóvember 2009 var lögð fram fyrirspurn Eddu Þórsdóttur, dags. 2. nóv. 2009, varðandi aðgengi að baklóðum á reit 1.174.3, Stjörnubíósreit. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Frestað.

8.09 Spítalastígur 2, reyndarteikningar mhl 01, 02 og 03
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2009 þar sem sótt er um leyfi til að lyfta þaki mhl. 02, innrétta vinnustofu þar og byggja svalir, að byggja svalir á mhl. 03 jafnframt því sem gerð er grein fyrir áður gerðu anddyri og útitröppum á fjölbýlishúsinu á lóð nr. 2 við Spítalastíg.
Áður gerð stækkun: ?? ferm., ?? rúmm.
Stækkun: 23,1 ferm., 72 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 5.544
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

9.09 Vitastígur 18, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 13. nóvember 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. nóvember 2009 þar sem spurt er hvort byggja megi við og stækka einbýlishús úr timbri á lóð nr. 18 við Vitastíg. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins 24. júní 2009, umsögn borgarminjavarðar 27. júní 2009 dags. ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

10.09 Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Hús og skipulag ehf. að deiliskipulagi Voga, sunnan Skeiðarvogs dags. 17. nóvember 2009. Einnig er lögð fram að lokinni forkynningu forsögn dags. 18. júní 2009 og þær athugasemdir sem bárust við forkynningunni.
Vísað til skipulagsráðs.

11.09 Laugarásvegur 73, stækkun íbúða á 1 og 2 hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. júlí 2009 þar sem sótt er um leyfi til að stækka núv. bílgeymslu og byggja á 1. og 2. hæð úr steinsteypu við íbúðarhúsið á lóð nr. 73 við Laugarásveg. Grenndarkynning stóð frá 18. september til og með 16. október 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Svavarsson, f.h. eigenda að Dyngjuvegi 14, dags. 8. október 2009. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. nóvember 2009.
Meðfylgjandi bréf frá arkitekt dags 26.8. 2008
Stærðir: Niðurrif bílskúrar 53,7 ferm., 128,8 rúmm.
Stækkun kjallari: 71 ferm. 1. hæð 87,5 ferm., 2. hæð 87,5 ferm., 463,6 rúmm.Samtals: Niðurrif 53,7 ferm., Stækkun 279,8 ferm., 564,2 rúmm.Gjald 7.700 + 45.615

Vísað til skipulagsráðs.

12.09 Skeiðarvogur 151, viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2009 þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja núverandi viðbyggingu og byggja stærri viðbyggingu úr steypu til norðurs við einbýlishúsið á lóð nr. 151 við Skeiðarvog.
Jákvæð fyrirspurn BN040131 dags. 14. júlí 2009
Niðurrif: 13,0 ferm. XXX rúmm.Stækkun: 37,0 ferm. XXXrúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Skeiðarvogi 149 og 153 ásamt Hlunnavogi 7, 9 og 11.

13.09 Jafnasel 6, viðbygging ofl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2009 þar sem sótt er um leyfi til að rífa viðbyggingu og byggja stærri viðbyggingu við norðausturgafl, úr timbri við atvinnuhúsnæðið á lóð nr. 6 við Jafnasel 6.
Bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa fundur 508 frá 2008 og auglýsing frá skipulagsstjóra Reykjavíkur 12. sept. 2008 .
Niðurrif: XXX ferm. XXX rúmm.
Stækkun: XXX ferm. XXX rúmm.
Gjald kr. 7.700 + XXX
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

14.09 Jakasel 33, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Guðlaugs Kr. Sigurðssonar, dags. 6. okt. 2009, um breytingu á deiliskipulagi Seljahverfis vegna lóðar nr. 33 við Jakasel skv. uppdrætti Önnu M. Tómasdóttur ark., dags. 5. okt. 2009. Grenndarkynningin stóð frá 14. október til og með 11. nóvember 2009. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

15.09 Þúfusel 4, (fsp) stækkun á kjallara
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að stækka kjallara/jarðhæð til vesturs eins og sýnt er á meðfylgjandi skissum af einbýlishúsinu á lóð nr. 4 við Þúfusel.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, sem síðar verður grenndarkynnt.

16.09 Túnahverfi, deiliskipulag staðgreinireitir 1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0, 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351
Lögð fram tillaga Arkhússins ehf. að deiliskipulagi Túnahverfis dags. 18. nóvember 2009. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. apríl 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af staðgreinireitum
1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0 og 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351, Samtúni, Nóatúni, Miðtúni, Hátúni og Höfðatúni.
Kynnt.

17.09 Blönduhlíð 25, bílageymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja steinsteypta bílgeymslu við fjölbýlishúsið á lóð nr. 25 við Blönduhlíð.
Erindi fylgir jákvæð fsp. dags. 7. nóvember 2006 og 10. mars 2009.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.700 + xx
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Drápuhlíð 34 og 36 ásamt Blönduhlíð 23 og 27.

18.09 Snorrabraut 71, (fsp) grindverk
Á fundi skipulagsstjóra 13. nóvember 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. nóvember 2009 þar sem spurt er hvort setja megi mannhæðarhátt grindverk við biðskýli á gangstétt við hús á lóð nr. 71 við Snorrabraut. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við uppsetningu grindverks með þeim skilyrðum um hæð sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.

19.09 Þverholt, (fsp) varðandi þrengingu Þverholts
Lagt fram bréf GuðjónÓ - prentsmiðju, mótt. 12. nóvember 2009, þar sem óskað er eftir skýringu á hvers vegna gatan við Þverholt var gerð að einstefnuakstursgötu.
Erindið er framsent Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar til afgreiðslu.

20.09 Almannadalur 17-23, (fsp) stækkun gerðis, frágangur lóða
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Jónssonar, dags. 8. nóv. 2009, um stækkun á gerðum við hesthús og frágang lóða.
Vísað til umfjöllunar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.

21.09 Golfæfingasvæði - Kjalarnes, (fsp) golfæfingasvæði Kjalarnesi
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2009 þar sem spurt er hvort Ungmennafélag Kjalarness fái 300/400 metra æfingasvæði fyrir golf nálægt Grundarhverfi á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. nóvember 2009.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

22.09 Víðidalur, Fákur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Víðidals mótt. 10. júní 2009 ásamt bréfi Orkuveitu Reykjavíkur til skipulagsráðs, dags. 19. maí 2009, vegna bókunar á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 15. maí s.l. varðandi deiliskipulag hesthúsabyggðar í Víðidal.
Kynna formanni skipulagsráðs.

23.09 Bústaðavegur 151, (fsp) lóð fyrir iðkun hafnabolta og tennisíþrótta
Lögð fram fyrirspurn Hafna- og Mjúkboltafélags Reykjavíkur dags. 9. nóvember 2009 varðandi lóð fyrir heilsársæfingasvæði fyrir hafnabolta og tennisíþróttir á lóðinni nr. 151 við Bústaðaveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. nóvember 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

24.09 Laugardalur, Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur, (fsp) lóð fyrir iðkun hafnabolta og tennisíþrótta
Lögð fram fyrirspurn Hafna- og Mjúkboltafélags Reykjavíkur dags. 9. nóvember 2009 varðandi lóð fyrir heilsársæfingasvæði fyrir hafnabolta og tennisíþróttir í Laugardal Austurhluta svæði V. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. nóvember 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

25.09 Kirkjustétt 28, (fsp) viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við suðurhlið kjallara og gera svalir ofan á við einbýlishúsið á lóð nr. 28 við Kirkjustétt.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

26.09 Laufrimi 20 - 24, (fsp) nr. 24 bílskúrar
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. nóvember 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja 2 - 5 bílskúra við fjölbýlishúsið nr. 24 á lóð nr. 20-24 við Laufrima.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.