Austurstræti 6, Einarsnes 42a, Grettisgata 18a, Klapparstígur 17, Laufásvegur 58, Laugavegur 76A og B, Sólvallagata 67, Vatnsstígur 4, Kjalarnes, Norðurkot, Kjalarnes, Varmhólar, Dragháls 28-30 Fossháls 27-29, Klettháls 7, Lokastígsreitir 2, 3 og 4, Reynisvatnsland 53, Kjalarnes, Brautarholt, Nauthólsvík, Öskjuhlíð, Nökkvavogur 34, Skipasund 56, Skipasund 18, Álftamýri 16-22, Langagerði 48, Suðurlandsbraut 66,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

278. fundur 2009

Ár 2009, föstudaginn 30. október kl. 11:40, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 278. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Bragi Bergsson, Björn Axelsson, Björn Ingi Edvardsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Lilja Grétarsdóttir. Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


1.09 Austurstræti 6, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Lindarvatns ehf. dags. 27. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurstræti. Í breytingunni felst að stækka húsið til suðurs að lóðarmörkum og byggja við norðurhlið að hluta og setja kvisti á 6. hæð.
Kynna formanni skipulagsráðs.

2.09 Einarsnes 42a, (fsp) breyting á lóð
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 23. október 2009 varðandi sölu af hluta lóðarinnar nr. 42a við Einarsnes til Einarsnes 44a.
Frestað

3.09 Grettisgata 18a, (fsp) lóðamál
Lagt fram erindi borgarstjóra dags. 15. okt. 2009, um uppbyggingarmöguleika að Grettisgötu 18a. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. október 2009.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

4.09 Klapparstígur 17, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Hafsteins Gunnars Hafsteinssonar dags. 10. september 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 17. við Klapparstíg. Í breytingunni felst að byggja tvílyft hús með portbyggðu risi og kjallara samkvæmt uppdrætti es Teiknistofunnar dags. 20. ágúst 2009. Tillagan var grenndarkynnt frá 18. sept. til og með 16. okt. 2009. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Seth, dags, 17. sept. 2009, Guðmundur Pétursson og Jóna E. Jónsdóttir, dags. 16. okt. 2009 og Gyða Jónsdóttir, dags. mótt. 19. október 2009. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 29. október 2009.
Vísað til skipulagsráðs.

5.09 Laufásvegur 58, (fsp) breyta í íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. október 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta þrjár íbúðir í fyrrum verslunarrými á jarðhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 58 við Laufásveg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. október 2009.
Erindi fylgir bréf hönnuðar og eiganda bæði dags. 12. október 2009
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

6.09 Laugavegur 76A og B, (fsp) bílastæðaréttur
Á fundi skipulagsstjóra 23. október 2009 var lögð fram fyrirspurn Guðbrands Brandssonar, dags. 16. okt. 2009, varðandi bílastæðarétt o.fl. á lóðinni Laugavegi 76. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og lögfræði - og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 26. október 2009.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

7.09 Sólvallagata 67, breyting á deiliskipulagi v/ boltagerði
Lagt fram erindi Framkvæmd- og eignasviðs mannvirkjaskrifstofa dags. 28. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarskóla. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir boltagerði við Vesturbæjarskóla samkvæmt uppdrætti, dags. 28. október 2009.
Vísað til skipulagsráðs.

8.09 Vatnsstígur 4, (fsp) niðurrif og nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. október 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að rífa hús sem fyrir er á lóð og byggja nýtt, þrjár hæðir og kjallara, tólf íbúðir með bílgeymslu fyrir fimm bíla í kjallara á lóð nr. 4 við Vatnsstíg.
Frestað.

9.09 Kjalarnes, Norðurkot, framkvæmdaleyfi fyrir malarnám
Á fundi skipulagsstjóra 12. júní 2009 var lögð fram umsókn Sigurbjörns Hjaltasonar og Bergþóru Andrésdóttur, dags. 25. maí 2009, um framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Norðurkots á Kjalarnesi. Erindinu var vísað til umsagnar Umhverfisstofnunar og umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 19. júní 2009 og Umhverfisstofnunar dags. 26. október 2009.
Vísað til skipulagsráðs.

10.09 Kjalarnes, Varmhólar, (fsp) framkvæmdaleyfi fyrir malarnám
Á fundi skipulagsstjóra 23. október 2009 var lögð fram fyrirspurn Sesselju Árnadóttur f.h. Árna Snorrasonar, dags. 19. okt. 2009, um framkvæmdaleyfi fyrir malarnám í landi Varmhóla á Kjalarnesi. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 26. október 2009.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

11.09 Dragháls 28-30 Fossháls 27-29, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkitektastofunar við Austurvöll, dags. 30. október 2009 um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 28-30 við Dragháls og 27-29 við Fossháls. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Bitruhálsi 1 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

12.09 Klettháls 7, (fsp) viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. október 2009 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja 52,6 ferm. viðbyggingu við suðurgafl húss og stækka geymslu um 100 ferm norðan megin á atvinnuhúsnæðinu á lóð nr. 7 við Klettháls. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 30. október 2009..
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsögn skipulagsstjóra.

13.09 Lokastígsreitir 2, 3 og 4, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Dennis og Hjördísar ehf. að deiliskipulagi Lokastígsreita dags. í maí 2009. Tillagan var auglýst frá 7. september til og með 19. október 2009.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Sigurður H. Þorsteinsson dags. 16. október, íbúasamtök miðborgar dags. 16. október, Ásgeir Guðjónsson og Loftur Ásgeirsson, dags. 18. október, Lilja Gunnarsdóttir og Eyjólfur I. Ásgeirsson dags. 18. október, Friðþjófur Árnason og Líney Símonardóttir, dags. 18. október, Anna D. Steinþórsdóttir, dags. 18. október, Þórólfur Antonsson, dags. 19. október, Dýrleif Bjarnadóttir, dags. 19. október, Bjarni R. Bjarnason, dags. 19. október, Jóhann Gunnar Jónsson dags. 19. október og Zeppelín arkitektar dags. 19. október 2009. Einng lagt fram bréf Hverfisráðs miðborgar dags. 23. september 2009.
Kynna formanni skipulagsráðs.

14.09 Reynisvatnsland 53, skipting lóðar
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa móttekið 26. október 2009 varðandi skiptingu lóðarinnar nr. 53 á Reynisvatnslandi.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Lóðarhafar skulu láta vinna tillögu að skiptingu lóðarinnar og leggja fram til samþykktar hjá skipulagsráði.

15.09 Kjalarnes, Brautarholt, (fsp) golfvöllur
Lögð fram fyrirspurn Bjarna Pálssonar dags. 28. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kjalarnes, Brautarholt vegna golfvallar samkvæmt uppdrætti Einars Ingimarssonar dags. 23. október 2009.
Vísað til umsagnar hjá Umhverfis- og samgöngusviði, heilbrigðiseftirliti.

16.09 Nauthólsvík, breyting á deiliskipulagi svæði C
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs dags. 29. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna svæði C, stríðsminjasafns. Í breytingunni felst breyting á lóðarmörkum samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 12. júní 2009.
Vísað til skipulagsráðs.

17.09 ">Öskjuhlíð, göngu- og hjólastígar
Lögð fram umsókn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 28. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar vegna göngu- og hjólastíga frá Nauthólsvík til að Suðurhlíðum samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 22. september 2009.
Vísað til skipulagsráðs.

18.09 Nökkvavogur 34, bílageymsla
Á fundi skipulagsstjóra 9. október 2009 var lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 6. október 2009 þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr við einbýlishúsið á lóð nr. 34 við Nökkvavog. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju.
Stærð: 43,5 ferm., 144,6 rúmm.Gjald kr. 7.700 + 11.134
Frestað.

19.09 Skipasund 56, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Verslunarinnar Rangá sf. dags. 23. október 2009 varðandi breytingu á deiliskipulagi Sundin, reitir 1.3 og 1.4 vegna lóðarinnar nr. 56 við Skipasund. Í breytingunni felst að viðbygging til suðurs og breyting á bílastæðum samkvæmt uppkasti dags. 18. október 2009.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjendur láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, sem síðar verður grenndarkynnt.

20.09 Skipasund 18, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ólafar Ólafsdóttur dags. 30. október varðandi breytingu á deiliskipulagi Sunda vegna lóðarinnar nr. 18 við Skipasund. Í breytingunni felst breyting á byggingarreit samkvæmt uppdrætti ARKÓ dags. 20. október 2009.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Efstasundi 17, 19 og 21 ásamt Skipasundi 15, 16, 19 og 20.

21.09 Álftamýri 16-22, bílskúrar
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 29. október 2009 varðandi fyrirspurn Bjarneyjar K. Ólafsdóttur dags. 27. október 2009 vegna bílskúra við húsið nr. 16-22 við Álftamýri.
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins.

22.09 Langagerði 48, (fsp) viðbygging, geymsla.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. október 2009 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja geymslu við bílskúr á lóð einbýlishússins á lóð nr. 48 við Langagerði.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

23.09 Suðurlandsbraut 66, breyting á bílastæðum
Á fundi skipulagsstjóra 23. október 2009 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. október 2009 þar sem sótt er um leyfi til að breyta hönnun lóðar og bílastæða við hjúkrunarheimilið á lóð nr. 66 við Suðurlandsbraut.Gjald kr. 7.700
Erindi fylgir samþykki eiganda Suðurlandsbrautar 58-64 dags. 12. október 2009.
Frestað.