Baldursgötureitur 1,
Baldursgata 39,
Blönduhlíð 5,
Kaplaskjólsvegur 54,
Mjóstræti 10B,
Nóatún 33,
Skipholt 27,
Skólavörðustígur 40,
Túngötureitur,
Úthlíð 16,
Þingholtsstræti 2-4,
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Laufásvegur 73,
Flutningshús, Nýlendureitur,
Árvað 1,
Goðaland 1-21,
Dugguvogur 3,
Efstasund 82,
Friggjarbrunnur 13-15,
Gerðarbrunnur 52,
Hesthamrar 13,
Hestháls 14,
Kleifarsel 18,
Klettagarðar 27,
Kvistaland 10-16,
Köllunarklettsvegur 4,
Lofnarbrunnur 16,
Kjalarnes, Esjumelur 2,
Kúrland 1-29, 2-30,
Kambsvegur 1,
Norðurgrafarvegur 2,
Smiðshöfði 5,
Sogavegur,
Suðurhólar 35,
Urðarbrunnur 128,
Hólmsheiði B -16,
Vesturlandsvegur, Hallar,
Kjalarnes, Vellir,
Reynisvatnsheiði, Orkuveita Reykjavíkur,
Staðahverfi, golfvöllur,
Lóðarumsókn lögreglu höfuðborgarsvæðisins,
Grófartorg,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
195. fundur 2008
Ár 2008, föstudaginn 11. janúar kl. 10:25, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 195. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 3, 3. hæð.
Fundinn sátu: Birgir H. Sigurðsson og Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Þormar, Jóhannes S. Kjarval, Bragi Bergsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Axelsson, Þórarinn Þórarinsson, Lilja Grétarsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir
Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1.08 Baldursgötureitur 1, deiliskipulag, reitur 1.186.3
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram tillaga teiknistofunnar Traðar dags. 29. nóvember 2007, að deiliskipulagi Baldursgötureits. Reiturinn afmarkast af Freyjugötu, Baldursgötu, Þórsgötu og Njarðargötu. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 8. mars 2007 á athugasemdum sem bárust við forkynningu og skuggavarp. Hagsmunaaðilakynning stóð yfir frá 28. des. 2007 til 11. janúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Björg Finnsdóttir Þórsgötu 20, dags. 7. jan., Áshildur Haraldsdóttir, dags. 7. jan., Helga Þorsteinsdóttir Freyjugata 17b, dags. 3. jan., Guðríður Jóhannesdóttir Þórsgötu 16, dags. 7. jan., Lára V. Júlíusdóttir Freyjugötu 17a, dags. 5. jan., Katla Sigurgeirsdóttir Þórsgötu 22a, dags. 9. jan., Einnig lagt fram bréf Helgu Þorsteinsdóttur Freyjugata 17b, dags. 8. jan. 2008 með beiðni um að frestur til að skila athugasemdum verði lengdur.
Samþykkt að framlengja frest til að gera athugasemdir við kynnta tillögu til 28. janúar nk.
2.08 Baldursgata 39, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Óðinstorgi f.h. Hásteina ehf., dags. 8. jan. 2008, um uppbyggingu á lóð nr. 39 við Baldursgötu skv. uppdr., dags. jan. 2008. Tillagan er fólgin í að gera upp hornhúsið með því að hækka það um 1 hæð og gerð viðbyggingar milli Lokastígs 11 og Baldursgötu 39.
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
3.08 Blönduhlíð 5, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. nóvember 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja staðsteypta bílgeymslu á norðvesturhorni lóðar þríbýlishússins nr. 5 við Blönduhlíð. Grenndarkynning stóð yfir frá 4. desember 2007 til 4. janúar 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Magnús Óskarsson Blönduhlíð 3, dags. 18. des. 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 12. janúar 2008.
Samþykki meðlóðarhafa fylgir erindinu á ódagsettri teikningu.
Stærðir: 36,1 ferm., 103,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 7.024
Vísað til skipulagsráðs.
4.08 Kaplaskjólsvegur 54, bílgeymsla
Sótt er um leyfi til að byggja bílgeymslu á norðausturhlið lóðar nr. 54 við Kaplaskjólsveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 17. ágúst 2007 fylgir erindinu. Málinu fylgir samþykki eiganda Kaplaskjólsvegar 52 dags. 24. ágúst 2007. Grenndarkynning stóð yfir frá 1. til 29. október 2007. Athugasemd barst frá Einari Hjörleifssyni og Hildigunni Erlingsdóttur Granaskjóli 3, dags. 29. okt. 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra, dags. 2. nóv. 2007.
Stærð: 41,2 ferm., 107,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 7.869
Frestað. Lagfæra þarf uppdrætti í samræmi við umsögn skipulagsstjóra.
5.08 Mjóstræti 10B, (fsp) kvistir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2008 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja kvista á einbýlishúsið á lóðinni nr. 10B við Mjóstræti.
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
6.08 Nóatún 33, breyting á deiliskipulagi Háteigskirkju
Á fundi skipulagsstjóra 16. nóvember 2007 var lögð fram umsókn Björgvins Þórðarsonar f.h. Háteigskirkju, dags. 25. okt. 2007 ásamt bréfi, dags. 13. nóv. 2007, um breytingu á deiliskipulagi Háteigskirkju fyrir íbúðarlóð í norðvesturhorni lóðarinnar skv. uppdrætti Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. október 2007. Í upphaflegu skipulagi var lóð þessi ætluð fyrir prestsbústað. Erindinu var vísað til umsagnar lögfræði - og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 29. nóvember 2007 og umsögn skipulagsstjóra dags. 10. janúar 2008.
Neikvætt með vísan til framlagðra umsagna.
7.08 Skipholt 27, (fsp) stækkun
Á fundi skipulagsstjóra 4. janúar 2008 var lögð fram fyrirspurn Arkís, dags. 21. des. 2007, um hækkun og stækkun á Skipholti 27 skv. uppdrætti, dags. 19. des. 2007. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 7. janúar 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
8.08 Skólavörðustígur 40, (fsp) uppbygging á lóð
Á fundi skipulagsstjóra 7. desember 2007 var lögð fram fyrirspurn Zeppelin arkitekta, dags. 6. des. 2007, um niðurrif húss og uppbyggingu á lóð nr. 40 við Skólavörðustíg skv. uppdr., dags. 3. des. 2007. Lagt er til að byggt verði 4 hæða hús með kjallara. Erindinu var vísað til umsagnar vesturteymis arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. janúar 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
9.08 Túngötureitur, forsögn að skipulagi
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulagsstjóra að forsögn fyrir deiliskipulagi Túngötureits, dags. í desember 2007. Reiturinn afmarkast af Túngötu, Hofsvallagötu, Hávallagötu og Bræðraborgarstíg. Forkynning á forsögn stóð yfir frá 17. des. 2007 til 8. janúar 2008. Athugasemdir og ábendingar bárust frá eftirtöldum aðilum: Áshildur Haraldsdóttir Túngötu 44, dags. 6. jan., Guðrún Bjarnadóttir og Ingólfur Hannesson Hávallagötu 36, dags,. 7. jan., Geir Svansson Bræðraborgarstíg 23a, dags. 8. jan., Irma Erlingsdóttir Bræðraborgarstíg 23a, dags. 7. jan., Edda Einarsdóttir Hávallagötu 48, dags. 7. jan., Haraldur Ólafsson Hávallagötu 48, dags. 7. jan., Arthur Bogason o.fl. Túngötu 40, dags. 8. jan., Elísabet Þórðardóttir og Einar Gunnarsson Hávallagötu 34, dags. 7. jan. 2008.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.
10.08 Úthlíð 16, (fsp) bílskúr
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. januar 2008 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr skv. teikningum samþykktum 8. desember 1960 við einbýlishúsið á lóðinni nr. 16 við Úthlíð.
Vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
11.08 Þingholtsstræti 2-4, breyting á deiliskipulagi reits 1.170.2
Lögð fram umsókn Gests Ólafssonar, dags. 19. des. 2007, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.170.2 vegna lóðanna Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1 skv. uppdrætti, dags. 8. janúar 2008. Um er að ræða stækkun á kjallararými og hækkun á bakhýsi Þingholtsstrætis 2-4 og hækkun á Skólastræti 1.
Ólöf Örvarsdóttir tók sæti á fundinum klukkan 11:26 í stað Birgis Sigurðssonar
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Þingholtsstræti 6, Skólastræti 3, 3b og Bankastræti 4 og 6, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
12.08 Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja 2008
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra dags. 11. janúar 2008 að auglýsingu um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur.
Vísað til skipulagsráðs.
13.08 Laufásvegur 73, stækka bílskúr, jarðhýsi, anddyri o.fl.
Á fundi skipulagsstjóra 14. desember 2007 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. desember 2007 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja og stækka bílskúr, lækka gólf í kjallara, byggja jarðhýsi, sem umlykur kjallara á þrjá vegu, stækka 1. hæð með anddyri til norðvesturs, stigahúsi til norðausturs, eldhúsi til suðausturs, stækka 2. hæð með nýjum svölum á þaki anddyris og á þaki eldhúss, innrétta rishæð með nýjum kvistum til suðvesturs og norðausturs í einbýlishúsi nr. 73 við Laufásveg. Gjald kr. 6.800 + xxxx.
Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Kynna formanni skipulagsráðs.
14.08 Flutningshús, Nýlendureitur, lóðarumsókn fyrir hús sem áður stóð við Laugaveg 74
Á fundi skipulagsstjóra var lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar (R07120064), dags. 19. des. 2007 ásamt erindi Fríðu Bragadóttur og Kristjáns Kristjánssonar frá 11. s.m., þar sem sótt er um lóð undir flutningshús sem stóð fyrrum að Laugavegi 74. Erindinu var vísað til skrifstofustjóra framkvæmdasviðs og skipulagsstjóra. Einnig lagður fram tölvupóstur umsækjanda, dags. 3. janúar 2008. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Kynna formanni skipulagsráðs.
15.08 Árvað 1, (fsp) skipting lóðar, breytt notkun
Á fundi skipulagsstjóra 21. desember 2007 var lögð fram fyrirspurn Glámu Kím, dags. 19. des. 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 1 við Árvað skv. uppdrætti, dags. des. 2007. Lóðinni yrði skipt upp í tvær lóðir og stærri hlutinn notaður undir verslunar- og þjónustuhús en sá minni ætlaður litlu fjölbýlishúsi. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. janúar 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
16.08 Goðaland 1-21, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 19. október 2007 voru lagðir fram nýjir og breyttir uppdrættir dags. 12. október 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 - 21 við Goðaland. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit fyrir viðbyggingu á húsinu númer 1-3 ásamt ósk um að setja glugga á austurhlið. Á fundinum var málinu frestað en er nú lagt fram að nýju ásamt erindi Batterísins f.h. lóðarhafa dags. 25. október 2007 og nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna hússins nr. 1 og 3 við Goðaland dags. 21. desember 2007.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Grundarlandi 4 og 6 ásamt Hellulandi 2, 4 og 6.
17.08 Dugguvogur 3, atvinnuhúsnæði í íbúð
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. desember 2007 þar sem sótt er um leyfi til að setja svalir og þakglugga og breyta atvinnuhúsnæði í íbúð og vinnustofu á 2. og 3. hæð í húsi á lóð nr. 3 við Dugguvog.
Samþykki meðeigenda fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Frestað.
18.08 Efstasund 82, málskot
Lagt fram málskot Alark, dags. 7. janúar 2008, vegna synjunar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 4. des. 2007 á umsókn um þakgarð á bílgeymslu í Efstasundi 82.
Vísað til skipulagsráðs.
19.08 Friggjarbrunnur 13-15, parhús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja parhús úr forsteyptum einingum, tvær hæðir og kjallari, byggja pall og koma fyrir setlaug á lóðinni nr. 13-15 við Friggjarbrunn.
Málinu fylgir bréf hönnuðar dags. 17. desember 2007.
Stærð húss nr. 13: Kjallari íbúð 89,8 ferm., 1. hæð íbúð 57,5 ferm., bílgeymsla 30 ferm., 2. hæð íbúð 87,5 ferm.
Hús nr. 15 sömu stærðir.
Friggjarbrunnur 13-15 samtals: 529,6 ferm., 1616,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 115.002
Neikvætt. Stærð húss samræmist ekki ákvæðum deiliskipulags.
20.08 Gerðarbrunnur 52, einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús á tveim hæðum, steinsteypta neðri hæð og efri hæð úr timbri, með innbyggðri bílgeymslu klætt að utan með xx á lóðinni nr. 52 við Gerðarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 50,9 ferm., bílgeymsla 38,4 ferm., 2. hæð íbúð 134,3 ferm.
Samtals 270,9 ferm., 896,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 60.955
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
21.08 Hesthamrar 13, rífa sólstofu og byggja viðbyggingu
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2008 þar sem sótt er um leyfi til að rífa sólstofu og byggja í staðinn viðbyggingu sunnan við einbýlishúsið á lóðinni nr. 13 við Hesthamra.
Niðurrif: Sólstofa 15,7 ferm., 53,4 rúmm.
Stækkun: 30,7 ferm., 108,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 7.358
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
22.08 Hestháls 14, breyting á deiliskipulagi Hálsahverfis
Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Arkidea f.h. Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 12. október 2007, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 14 við Hestháls skv. uppdrætti Arkidea, mótt. 1. nóvember 2007. Breytingin gengur m.a. út á að skipta lóðinni í tvennt auk þess sem sótt er um að nýta kvöð um umferð austan megin við lóðina. Auglýsingin stóð yfir frá 21. nóv. 2007 til 4. jan. 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda í viðauka 2.4. um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
23.08 Kleifarsel 18, breytt notkun
Á fundi skipulagsstjóra 4. janúar 2008 var lögð fram fyrirspurn eignaumsýsludeildar Framkvæmdasviðs, dags. 18. des. 2007, varðandi breytta notkun á húsi og lóð við Kleifarsel 18. Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 11. janúar 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
24.08 Klettagarðar 27, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 21. desember 2007 var lögð fram umsókn skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna, dags. 18. des. 2007 um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 27 við Klettagarða skv. uppdrætti Arkís, dags. 26. nóv. 2007. Einnig lögð fram bókun hafnarstjórnar frá 11. des. 2007. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulagsráðs, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
25.08 Kvistaland 10-16, nr. 12, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn PK-arkitekta f.h. Björns Sveinbjörnssonar, dags. 7. og 21. nóv. 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 10-16 við Kvistaland vegna húss nr. 12 skv. uppdrætti, dags. 21. nóv. 2007. Sótt er m.a. um stækkun á byggingarreit. Grenndarkynning stóð yfir frá 4. des. 2007 til 4. jan. 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Berglind Ólafsdóttir, dags. 13. des. 2007, Grétar Gunnarsson Kúrlandi 11, dags. 6. jan. 2008, Lilja Grétarsdóttir og Bjarni Kjartansson Kúrlandi 9, dags. 4. jan. 2008
Athugasemdir kynntar. Frestað.
26.08 Köllunarklettsvegur 4, (fsp) gistiheimili eða íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir gistiheimili eða íbúðum samanber bréf fyrirspyrjanda dags. 5. desember 2007 í einingu 0201 matshluta 01 á lóðinni nr. 4 við Köllunarklettsveg.
Neikvætt. Samræmist ekki ákvæðum Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024.
27.08 Lofnarbrunnur 16, (fsp)
Lögð fram fyrirspurn Vektors, dags. 9. janúar 2008, um hvort uppdrættir, dags. s.d. séu í samræmi við skilmála.
Ekki eru gerðar athugasemdir við útfærslu deiliskipulags.
28.08 Kjalarnes, Esjumelur 2, (fsp) hæð nýbyggingar
Lögð fram fyrirspurn Vektors f.h. Bygg Ben ehf., dags. 10. janúar 2008, um hæð nýbyggingar á lóð nr. 2 við Esjumela í Kjalarnesi.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, sem síðar verður grenndarkynnt.
29.08 Kúrland 1-29, 2-30, (fsp) breyting á skála yfir svölum nr. 11
Lögð fram fyrirspurn Grétars Gunnarssonar, dags. 8. janúar 2008, um breytingu á skála yfir svölum húss nr. 11 á lóðinni Kúrland 1-29, 2-30.
Vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
30.08 Kambsvegur 1, stækka svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 27. nóvember 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka svalir 1., 2. og 3. hæðar við austurhlið fjölbýlishússins á lóð nr. 1 við Kambsveg. Grenndarkynning stóð yfir frá 30. nóv. til 4. jan. 2008. Athugasemd barst frá Jóni Þorgeirssyni, dags. 8. des. 2007.
Samþykki nágranna að Kambsvegi 1A og 3 dags. 14. mars 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.800
Vísað til skipulagsráðs.
31.08 Norðurgrafarvegur 2, (fsp) lóðarstækkun
Lögð fram fyrirspurn verkfræðistofunnar Hamraborg f.h. blikksmiðjunnar Grettis ehf., dags. 2. janúar 2008, um stækkun lóðar nr. 2 við Norðurgrafarveg.
Vísað til skipulagsráðs.
32.08 Smiðshöfði 5, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn og tillaga Arkþings ehf.. dags. 22. nóvember 2007, að breyttu deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Smiðshöfða. Í breytingunni felst að byggingarreitur á suðurhúsi er stækkaður til vesturs. Grenndarkynning stóð yfir frá 4. desember 2007 til 4. janúar 2008. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til skipulagsráðs.
33.08 Sogavegur, textabreyting á skilmálum
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra dags. 11. janúar 2008 að textabreytingu skilmála vegna kvista fyrir deiliskipulagssvæðið Sogavegur.
Vísað til skipulagsráðs.
34.08 Suðurhólar 35, breyting á deiliskipulagi vegna 35e
Lagt fram erindi Brynju Hússjóðs Öryrkjabandalagsins dags. 16. nóvember 2007 varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 35 við Suðurhóla. Í breytingunni felst að rýmka og breyta byggingarreit fyrir sambýli merkt hús E á meðfylgjandi uppdrætti VA arkitekta dags. 16. nóvember 2007. Einnig lagt fram bréf framkvæmdastjóra Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, dags. 2. janúar 2008.
Frestað. Ítrekað er óskað eftir að aflað verði samþykki allra meðlóðarhafa, áður en erindið verður afgreitt til skipulagsráðs.
35.08 Urðarbrunnur 128, (fsp) uppbygging og hönnun lóðar
Lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. desember 2007 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja einbýli á tveimur hæðum samkvæmt meðfylgandi skissum á lóðinni nr. 128 við Urðarbrunn. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju
Ekki er unnt að taka afstöðu til erindisins. Aðilum er bent á að frágangur á lóðarmörkum skal vera í samræmi við ákvæði deiliskipulags og er þar að auki háð samkomulagi lóðarhafa.
36.08 Hólmsheiði B -16, (fsp) lengja húsið um 9 m
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. janúar 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að lengja hesthúsið um 9,0 metra til austurs á lóðinni nr. 16 B við Hólmsheiði.
Vísað til umfjöllunar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.
37.08 Vesturlandsvegur, Hallar, lóðarumsókn Bernhard ehf
Lögð fram orðsending (R04120077) skrifstofu borgarstjóra, dags. 2. janúar 2008 ásamt umsókn Bernhard ehf. frá 4. desember 2007 um lóðir 9.1e1 og 9.1e2 í Höllum við Vesturlandsveg.
Vísað til umfjöllunar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.
38.08 Kjalarnes, Vellir, endurskoðun aðalskipulags
Á fundi skipulagsstjóra 21. desember 2007 var lögð fram orðsending R07120009 frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. des. 2007 ásamt bréfi Reynis Kristinssonar ábúanda að Völlum frá 2. des. 2007, um endurskoðun á aðalskipulagi og þá um leið þess svæðis sem nær til Valla á Kjalarnesi. Erindinu var vísað til umfjöllunar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn dags. 11. janúar 2008.
Vísað til skipulagsráðs.
39.08 Reynisvatnsheiði, Orkuveita Reykjavíkur, breyting á deiliskipulagi vegna miðlunargeyma O.R.
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 3. jan. 2008, þar sem athugasemdir eru gerðar við framlögð gögn.
Vísað til umfjöllunar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.
40.08 Staðahverfi, golfvöllur, breytt notkun leigulands, málskot
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar (R05010085), dags. 8. janúar 2008, ásamt erindi stjórnar Golfklúbbs Reykjavíkur varðandi breytta notkun leigulands golfvallarins í Staðahverfi skv. uppdrætti teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 22. feb. 2007.
Vísað til umfjöllunar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.
41.08 Lóðarumsókn lögreglu höfuðborgarsvæðisins, lóð fyrir höfuðstöðvar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12. febrúar 2007, ásamt bréfi Böðvars Jónssonar aðstoðarmanns fjármálaráðherra dags. 31. janúar 2007 varðandi lóð fyrir höfuðstöðvar lögreglunnar og nýtt fangelsi. Einnig lagt fram bréf lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, dags. 11. maí 2007.
Vísað til meðferðar hjá skipulagsstjóra.
42.08 Grófartorg, útilistaverk
Á fundi skipulagsstjóra var lagt fram bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 18. des. 2007 til borgarráðs, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs 13. s.m., vegna listaverks á útisvæði austan við Ziemsen húsið á Grófartorgi. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulagsráðs.