Bergstaðastræti 9b, Framnesvegur 16, Bauganes 31A, Einarsnes 62a og 64a, Holtsgata 1, Laufásvegur 19, Laugavegur 151-153, Skipholt 11-13, Skógarhlíð 16, Bústaðavegur 3, Vesturgata 61, Akurgerði 37, Grjótháls 7-11, Holtavegur 10, Holtavegur 29b, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Kjalarnes, Lækjarmelur 14, Klyfjasel 12 og 14, Naustavogur 15 - Snarfari, Smábýli 15A, Sólheimar 29-35, Vallá 125762, Vesturbrún 18, Reynisvatnsás Grafarholt, Búrfellslína, Kolviðarhólslína, Hellisheiðaræð, Nesjavallalína 2, Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

175. fundur 2007

Ár 2007, föstudaginn 10. ágúst kl. 10:00, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 175. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 3, 3. hæð. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Nikulás Úlfar Másson, Margrét Þormar, Þórarinn Þórarinsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Margrét Leifsdóttir og Haraldur Sigurðsson. Ritari var Harri Ormarsson
Þetta gerðist:


1.07 Bergstaðastræti 9b, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Arkitekta Ólöf og Jon f.h. lóðarhafa, dags. 31. júlí 2007, um viðbyggingu við austurhlið húss nr. 9b við Bergstaðastræti.
Ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn á eigin kostnað sem síðan verður grenndarkynnt.

2.07 Framnesvegur 16, kvistur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. ágúst 2007 þar sem erindi eigenda fasteignarinnar að Framnesvegi 16, dags. 20. júlí 2007, um að gera kvist á húsið er framsent skipulagsstjóra.
Vesturteymi arkitekta falið að svara erindinu.

3.07 Bauganes 31A, breyting á deiliskipulagi Einarsness
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa dags. 22. maí 2007 ásamt tillögu Berglindar Sigvaldadóttir dags. 18. maí 2007 að breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðarinnar nr. 31A við Bauganes. Í breytingunni felst að stækka og færa byggingarreit og setja flatt þak á húsið.
Kynningin stóð frá 7. júní til og með 5. júlí 2007. Athugasemdir bárust frá eigendum Bauganes 29, 29a og 33a, dags. 25. júní 2007, eigendum Bauganes 31, dags. 25. júní 2007, eigendum Bauganes 33, dags. 5. júlí 2007.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 09.08.2007.
Vísað til skipulagsráðs.

4.07 Einarsnes 62a og 64a, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Helga Hafliðasonar ark., dags. 12. júní 2007 ásamt uppdrætti, dags. 8. júní 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 62a og 64a við Einarsnes. Breytingin gengur út á að byggingarreitur fyrir bílskúra er færður til og stækkaður. Einnig lagt fram samþykki lóðarhafa Bauganess 27, dags. 28. júní 2007 og yfirlýsing lóðarhafa Einarsness 62A og 64A, mótt. 3. júlí 2007. Grenndarkynning stóð yfir frá 6. júní til 3. ágúst 2007. Athugasemd barst frá Jóni Sigurðssyni og Jónínu Thorarensen Bauganesi 25, dags. 2. ágúst 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 09.08.07.
Vísað til skipulagsráðs.

5.07 Holtsgata 1, (fsp) byggja sólskála
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. júlí 2007 þar sem spurt er hvort byggja megi viðbyggingu (sólskála) á þakverönd á milli á núverandi húss (Holtsgata 1) og nýbyggingar ( Bræðraborgarstigur 30) á sameiginlegri lóð nr. 1,1a og 3 við Holtsgötu og nr. 30 við Bræðraborgarstíg.
Vísað til umsagnar vesturteymis.

Ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn á eigin kostnað sem síðan verður grenndarkynnt, svo framarlega sem samþykki meðlóðarhafa liggi fyrir.

6.07 Laufásvegur 19, (fsp) sorpgeymsla
Lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2007 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir gerð sorp og reiðhjólaskýlis á landi Reykjavíkur á syðsta bílstæði fyrir framan húsið á lóð nr. 19 við Laufásveg. Vísað til umsagnar vesturteymis. Lagður fram tölvupóstur Framkvæmdasviðs dags.28.07.07.

Ekki er hægt að fallast á að sorp og reiðhjólageymsla verði staðsett á bílastæði í samræmi við umsögn Framkvæmdasviðs.

7.07 Laugavegur 151-153, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn H.H.-verk, dags. 2. ágúst 2007, varðandi uppbyggingu á lóðunum nr. 151 og 153 við Laugaveg skv. uppdrætti Archús, dags. 1. ágúst 2007.
Neikvætt að breyta deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurnina.

8.07 Skipholt 11-13, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga GLÁMA-KÍM dags. 19. mars 2007 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 11-13 við Skipholt mótt. 23. mars 2007. Einnig lagt fram bréf Lögstofunnar Ármúla 21 ehf, dags. 30. mars 2007, f.h. Guðmundar Kristinssonar eiganda hluta lóðarinnar nr. 11-13 við Skipholt. Einnig lagt fram bréf lóðarhafa Skipholti 9. Samþykkt var að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skipholti 6 - 24 (jöfn númer) ásamt númer 9 og 15, Stúfholti 1 og 3 og Brautarholti 8 - 16 (jöfn númer). Grenndarkynning stóð frá 29. mars til og með 27. apríl 2007 auk þess sem samþykkt var að framlengja frest til athugasemda til 7. maí 2007. Athugasemdir bárust frá Bryndísi F. Harðardóttur dags. 26. apríl 2007, Sól Hrafnsdóttur dags. 25. apríl 2007, Ársæli Guðlaugssyni dags. 26. apríl 2007, Brigitte M. Jónsson og Jóni I. Jónssyni dags. 27. apríl 2007, Rögnu B. Ársælsdóttur dags. 27. apríl 2007, Karli Valdimarssyni og Sigurði Vigfússyni dags. 25. apríl 2007, Kristni P. Péturssyni og Ragnheiði Bragadóttur dags. 1. maí 2007, Kára R. Jóhannssyni dags. 2. maí 2007, Elísabetu Guðmundsdóttur dags. 2. maí 2007, Einari B. Kvaran fh. húsfélagsins Skipholti 15 dags. 6. maí 2007, Ingimundi Hákonarsyni dags. 5. maí 2007, Svavari G. Jónssyni fh. lóðarhafa Stúfholts 1 og 3 og Skipholts 9 dags. 25. apríl 2007, Bæringi Sæmundssyni dags. 25. apríl 2007, Eðvarð Ingólfssyni dags. 25. apríl 2007, Axel G. Thorsteinsson dags. 25. apríl 2007, Magnúsi G. Þórarinssyni dags. 25. apríl 2007, Ólafi Jónssyni dags. 25. apríl 2007, Bryndísi V. Ásmundsdóttur dags. 25. apríl 2007, Lukkana Erb-Im dags. 25. apríl 2007. Eftir að athugasemdafresti lauk barst athugasemd frá Yvonne Kristínu Nielsen ódags og mótt. 10. maí 2007 og Dönu Jónsson dags. 25. apríl en mótt. 18. maí 2007. Með vísan til framkominna athugasemda um galla á málsmeðferð grenndarkynningarinnar er nú samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að nýju fyrir hagsmunaaðilum að Skipholti 6 - 24 (jöfn númer) ásamt númer 9 og 15, Stúfholti 1 og 3 og Brautarholti 8 - 16 (jöfn númer). Athugasemdir sem nú þegar hafa borist halda gildi sínu og verður fjallað um þær þegar málið verður afgreitt.
Grenndarkynningin stendur frá 6. júní til og með 4. júlí 2007. Athugasemd barst frá Þórhalli Sigurðssyni og Sigríði Rut Thorarensen fh. Hrannar Thorarensen dags 8. júní 2007, Sveini Sveinssyni hrl f.h. Guðmundar Kristinssonar ehf, dags. 3. júlí 2007.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 03.08.07.
Vísað til skipulagsráðs.

9.07 Skógarhlíð 16, Bústaðavegur 3, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 27. júlí 2007 var lögð fram fyrirspurn Skeljungs, dags. 16. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna Skógarhlíð 16 og Bústaðavegur 3. Breytingin gengur út á breytta legu göngustíga við Bústaðaveg og Skógarhlíð, stækkun lóðarinnar Bústaðavegur 3 og heimild til byggingar afgreiðsluhúss á mörkum lóðanna nr. 3 við Bústaðaveg og nr. 16 við Skógarhlíð. Vísað til umsagnar umhverfisstjóra og vesturteymis arkitekta hjá skipulagsstjóra.

Vísað til Framkvæmdasviðs vegna stækkunar lóðar.

10.07 Vesturgata 61, (fsp) niðurrif, uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn Arkforms f.h. Ólafs Axelssonar dags. 8. ágúst 2007, um niðurrif steinbæjar og uppbyggingu á lóð nr. 61 við Vesturgötu.
Vísað til umsagnar arkitekta vesturteymis.

11.07 Akurgerði 37, (fsp) stækkun húss, kvistir
Lögð fram fyrirspurn Sólveigar Jónsdóttur, dags. 8. ágúst 2007, um kvisti og stækkun húss nr. 37 við Akurgerði.
Vísað til umsagnar arkitekta austurteymis.

12.07 Grjótháls 7-11, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Arkitekturis f.h. Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, dags. 26. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 7-11 við Grjótháls skv. uppdrætti, mótt. í júlí 2007.
Ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn á eigin kostnað sem síðan verður unnin áfram í samráði við arkitekta austurteymis.

13.07 Holtavegur 10, auglýsingaskilti
Lögð fram umsókn teiknistofu Halldórs Guðmundssonar f.h. fasteignafélagsins Stoða, dags. 3. ágúst 2007, um auglýsingaskilti á húsi og lóð nr. 10 við Holtaveg skv. uppdrætti, dags. 31. júlí 2007.
Umsækjandi hafi samband við arkitekta austurteymis hjá embættinu.

14.07 Holtavegur 29b, breyting á deiliskipulagi Laugardals
Að lokinni auglýsingu er lögð fram ný tillaga Zeppelin arkitekta, dags. 12. júní 2007, að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna byggingu sex íbúða sambýlis á tveimur hæðum við Holtaveg, við hlið núverandi sambýlis fyrir fatlaða. Auglýsingin stóð yfir frá 27. júní til 8. ágúst 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Jens Fylkisson Njörvasund 8, dags. 28. júní, Gígja Sigurðardóttir Goðheimum 14, dags. 27. júní, Magnús Kristinsson, Goðheimum 14, dags. 27. júní, Andrea Þormar Sæviðarsundi 55, dags. 1. ágúst, Atli Jósafatsson Sæviðarsundi 55, dags. 1. ágúst, Hildur Hafstein Goðheimum 7, dags. 2. ágúst, Björg Hermannsdóttir Álfheimum 40, dags. 1. ágúst, Sigurbjörg Óskarsdóttir Álfheimum 26, dags. 1. ágúst, Pálmi Jónsson Álfheimum 26, dags. 1. ágúst, Sigrún Sigurjónsdóttir Álfheimum 26, dags. 1. ágúst, Ólöf Davíðsdóttir Álfheimum 30, dags. 7. ágúst, Magnús Magnússon Álfheimum 40, dags. 7. ágúst 2007, Lilja Jónsdóttir Karfavogi 28, dags. 8. ágúst, Gauti Kristmannsson Langholtsvegi 87, dags. 8. ágúst. Einnig lögð fram 107 samhljóða athugasemdarbréf, dags. 1. ágúst 2007 frá eftirfarandi heimilisföngum: Álfheimar 26, 28, 30, 32, 34, 36, 38, 40, 42, Ljósheimar 10, 12, Drekavogur 4, 46, Bugðulækur 2, Gullteigur 12. Ennfremur lagt fram bréf Guðmundar Arasonar f.h. Íbúasamtaka Laugardals, dags. 8. ágúst 2007, þar sem farið er fram á framlengingu athugasemdarfrests.
Kynna formanni skipulagsráðs.

15.07 Hólmsheiði, jarðvegsfylling, deiliskipulag, stækkun á losunarstað
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Landmótunar að deiliskipulagi hluta Hólmsheiðar vegna stækkunar á losunarsvæði fyrir jarðveg ásamt framlengingu á Reynisvatnsvegi. Einnig lagður fram uppdráttur dags. 6. maí 2006 ásamt greinargerð dags. 29. maí 2007, erindi Framkvæmdasviðs, dags. 5. mars 2007 og umsögn Umhverfissviðs dags. 27. mars 2007. Auglýsingin stóð yfir frá 27. júní til 8. ágúst 2007. Athugasemdir bárust frá Magnúsi Guðlaugssyni hrl f.h. Græðis, dags. 7. ágúst 2007 og Guðbjarna Eggertssyni hdl f.h. Þóris Einarssonar, dags. 3. ágúst 2007. .
Athugasemdir kynntar. Vísað til umsagnar umhverfisstjóra.

16.07 Kjalarnes, Lækjarmelur 14, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju tillaga Arkform, mótt. 16. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 14 við Lækjamel á Kjalarnesi. Breytingin felur í sér færslu á byggingarreit. Einnig lagt fram bréf Brimco og Planka til skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs, mótt. 8. ágúst 2007.
Lagfæra þarf uppdrátt sem verður grenndarkynntur. Hönnuður hafi samband við arkitekta austurteymis embættisins.

17.07 Klyfjasel 12 og 14, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Daníels Guðmundssonar, dags. 10. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 12 og 14 við Klyfjasel skv. uppdrætti teiknistofunnar Röðuls, dags. 21. maí 2007. Breytingin felst m.a. í stækkun lóðanna. Einnig lagt fram samkomulag eigenda lóða nr. 10, 12 og 14 við Klyfjasel, dags. 11. ágúst 2006. Grenndarkynning stóð frá 3. ágúst og með 31. ágúst 2007.
Lagt fram að nýju ásamt samþykki þeirra aðila sem grenndarkynnt var fyrir dags. 11. ágúst 2007.
Vísað til skipulagsráðs.

18.07 Naustavogur 15 - Snarfari, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn formanns Snarfara, dags. 17. júlí 2007, um heimild til stækkunar hafnaraðstöðu félagsins við Naustavog til norðurs og hækkun á hæðarkótum.
Erindinu vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs vegna legu Sundabrautar og umferðartenginga, Faxaflóahafna og Umhverfissviðs vegna lífríkis Elliðaáa.

19.07 Smábýli 15A, lagerhúsnæði m/ stálgrind
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 24. júlí þar sem sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús klætt lituðum blikkplötum á lóðinni nr. 15 við Smábýli.
Stærð: 1177 ferm. og 7.597,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 516.623
Vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. xxxx
Neikvætt. Samræmist ekki landnotkun á svæðinu sem er landbúnaðarsvæði.

20.07 Sólheimar 29-35, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Arkibúllunnar, dags. 22.10.04, að skipulagi á lóðinni nr. 29-35 við Sólheima.

Kynna formanni skipulagsráðs.

21.07 Vallá 125762, breyta í starfsmannaíbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta fjósi og hlöðu í starfsmannaíbúðir á lóð við Vallá 125762.
Gjald 6.800
Frestað.
Lagt fram að nýju.
Neikvætt. Gögn ófullnægjandi.

22.07 Vesturbrún 18, (fsp) stækkun húss, viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Yrkis, dags. 8. ágúst 2007, um viðbyggingu og stækkun húss nr. 18 við Vesturbrún skv. uppdrætti, dags. 8. ágúst 2007.
Vísað til umsagnar arkitekta austurteymis.

23.07 Reynisvatnsás Grafarholt, breyting á svæðis og aðalsk.
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju drög að breytingartillögu dags. 5. janúar 2007 að aðalskipulagi og svæðisskipulagi vegna nýs íbúðarsvæðis norðan Reynisvatnsvegar vestan Reynisvatnsáss. Einnig lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 26. janúar 2007, bréf Kjósahrepps dags. 6. febrúar 2007 og bréf Mosfellsbæjar, dags. 13. febrúar 2007. Tillagan var auglýst frá 23. mars til og með 9. maí 2007. Athugasemdir bárust frá Skógrækt ríkisins 23. apríl 2007 og Umhverfisstofnun dags. 3. maí 2007. Eftir að athugasemdarfresti lauk barst athugasemd frá Landsneti, dags. 20. maí 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til skipulagsráðs.

24.07 Búrfellslína, Kolviðarhólslína, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram bréf Landsnets, dags. 19.03.07, varðandi aðalskipulagsbreytingu vegna háspennulína í Reykjavík. Óskað er eftir að Búrfellslína og Kolviðarhólslína verði færðar inn á aðalskipulag. Lögð fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 29.03.07 og 5.07.07.
Kynna formanni skipulagsráðs.

25.07 Hellisheiðaræð, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. apríl 2007 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna hitaveitulagnar frá Hellisheiðavirkjun að Reynisvatnsheiði. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 28. júní 2007, með athugasemdum vegna matslýsingar vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 fyrir Hellisheiðaræð.
Kynna formanni skipulagsráðs

26.07 Nesjavallalína 2, lagning jarðstrengs og ljósleiðara, aðalskipulagsbreyting
Lagt fram bréf Landsnets h.f., dags. 22. febrúar 2007, varðandi aðalskipulagsbreytingu vegna lagningu jarðstrengs og ljósleiðara frá Nesjavallavirkjun að Geithálsi. Einnig lögð fram verklýsing Línuhönnunar, dags. febrúar 2007.
Kynna formanni skipulagsráðs.

27.07 Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsráðs 28. mars 2007 var lögð fram umsókn og tillaga KRark, dags. 13. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 4-12 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði er breytt í íbúðarhúsnæði. Einnig lögð fram skýrsla Línuhönnunar, dags. 7. febrúar 2007, varðandi hljóðvist.
Vísað til umsagnar Umhverfissviðs og skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs dags. 10. apríl 2007, umsögn Menntasviðs, dags. 15. maí 2007.
(Vantar umhverfissvið) MG
Leiðrétt er bókun frá 03.08.07. og verður hún svohljóðandi:
"Með vísan til bókunar á afgreiðslufundi skipulagsstjóra dags. 08.06. sl. er ítrekað óskað eftir umsögn Umhverfissviðs um erindið. Óskað er eftir því að umsögnin liggi fyrir í síðasta lagi þann 14.ágúst nk."