Bankastræti 14,
Barónsstígur 2-4,
Barónsstígur 31,
Barónsstígur 33,
Bauganes 31A,
Góugata 2,
Granaskjól 48-52,
Grettisgata 20C,
Iðnskólareitur,
Kárastígsreitur austur,
Laufásvegur 19,
Laugavegur 33-35 og Vatnsstígur 4,
Lynghagi 13,
Miklabraut 24,
Lindargata 28-32,
Mímisvegur 2,
Njálsgata 74,
Ránargata 8,
Reykjavíkurflugvöllur, lóðarumsókn Iceland Express,
Skipholt 11-13,
Stórholt 47,
Urðarstígur 8A,
Vesturgata 17,
Vitastígur 17,
Þórsgata 12,
Ægisíða 58,
Austurgerði 2,
Brekkuhús 3,
Blikastaðavegur 2-8,
Fagribær 9,
Grafarholt austur,
Gvendargeisli 88-116,
Friggjarbrunnur 53, Skyggnisbraut 2-4,
Háagerði 87,
Hálsasel 27-29,
Heiðarbær 14,
Jónsgeisli 31,
Kólguvað 1-13,
Langholtsvegur 181,
Kambsvegur 8,
Klyfjasel 12 og 14,
Langholtsvegur 134,
Skipasund 9,
Skipasund 62,
Seiðakvísl 34,
Stórhöfði 45,
Tunguháls 9 og 11,
Tunguvegur 15,
Urðarbrunnur 5,
Úlfarsárdalur,
Vesturberg 195,
Lóðir undir húsnæði fyrir geðfatlað fólk,
Hólmsheiði við Suðurlandsveg,
Hólmsheiði við Suðurlandsveg,
Lóðarumsókn ÞG verktaka ehf.,
Brekknaás,
Orkuveita Reykjavíkur,
Kópavogur,
Spilasalir og rekstur spilakassa,
Kvisthagi 4,
Úlfarsfell,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
171. fundur 2007
Ár 2007, föstudaginn 13. júlí kl. 10:15, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 171. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 3, 3. hæð.
Fundinn sátu: Birgir H. Sigurðsson, Marta Grettisdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Jóhannes S. Kjarval og Lilja Grétarsdóttir.
Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1.07 Bankastræti 14, breytt notkun
Lögð fram fyrirspurn framkvæmdastjóra Takið og bakið ehf, dags. 2. júlí 2007, hvort heimild fengist fyrir að ítalskri sælkeraverslun að Bankastræti 14.
Vísað til umsagnar vesturteymis arkitekta skipulagsstjóra.
2.07 Barónsstígur 2-4, (fsp) lóðamarkabreyting fyrir spennistöð
Lögð fram fyrirspurn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 10. júlí 2007, um lóðamarkabreytingu fyrir spennistöð á Barónsstíg 2-4.
Frestað.
3.07 Barónsstígur 31, hækkun á þaki, kvistir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2007. Sótt er um leyfi til þess að lyfta þaki og byggja kvisti á götuhlið og svalir á 3. hæð að baklóð fjölbýlishússins á lóð nr. 31 við Barónsstíg.
Jafnframt er erindi 33068 dregið til baka.
Stækkun: 12,3 ferm., 45,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.067
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Grettisgötu 62, 64, 66 og 68, Barónsstíg 20, 22 og 24 ásamt Njálsgötu 65, 67 og 69.
4.07 Barónsstígur 33, lyfta þaki, kvistir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að lyfta þaki og byggja kvisti á götuhlið og svalir á 3. hæð að baklóð ásamt staðfestingu ósamþykkjanlegrar íbúðar í kjallara fjölbýlishússins á lóð nr. 33 við Barónsstíg.
Jafnframt er erindi 33069 dregið til baka.
Stærð: Stækkun 47,2 ferm., 95,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.494
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Grettisgötu 62, 64, 66, 68, Barónsstíg 20, 22 og 24 ásamt Njálsgötu 65, 67 og 69.
5.07 Bauganes 31A, breyting á deiliskipulagi Einarsness
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi lóðarhafa dags. 22. maí 2007 ásamt tillögu Berglindar Sigvaldadóttir dags. 18. maí 2007 að breytingu á deiliskipulagi Einarsness vegna lóðarinnar nr. 31A við Bauganes. Í breytingunni felst að stækka og færa byggingarreit og setja flatt þak á húsið.
Kynningin stóð frá 7. júní til og með 5. júlí 2007. Athugasemdir bárust frá eigendum Bauganes 29, 29a og 33a, dags. 25. júní 2007, eigendum Bauganes 31, dags. 25. júní 2007, eigendum Bauganes 33, dags. 5. júlí 2007.
Vísað til skipulagsráðs.
6.07 >Góugata 2, hús áfast við gamalt hús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. júlí 2007. Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft íbúðarhús úr timbri áfast við húsið Hörpugötu 7 á lóð nr. 2 við Góugötu.
Stærð: Íbúð 1. hæð 140 ferm., 2. hæð 104 ferm., samtals 244 ferm., 744,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 50.599
Vísað til umsagnar vesturteymis arkitekta skipulagsstjóra.
7.07 Granaskjól 48-52, (fsp) lóðarstækkun
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Guðjónssonar, dags. 15. júní 2007, um lóðarstækkun um 2 m til norðurs við Granaskjól 48-52.
Vísað til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.
8.07 Grettisgata 20C, Hækka þak og byggja kvisti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja rishæð með porti og byggja kvisti á báðar hliðar sömu rishæðar einbýlishússins á lóðinni nr. 20C við Grettisgötu.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xx
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
9.07 Iðnskólareitur, reitur 1.19 deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Hornsteina arkitekta að deiliskipulagi Iðnskólareits mótt. 4. maí 2007 og húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 129 dags. 2006. auglýsing stóð yfir frá 25. maí til 6. júlí 2007. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Gísla Sigurðssyni, Bergstaðastræti 48 dags 4. júní 2007, Rebekku Sigurðardóttur dags. 4. júní 2007, skólastjóra, foreldraráði og foreldrafélagi Austurbæjarskóla, dags. 21. júní 2007, íbúum Bergþórugötu 5, dags. 3. júlí 2007, Hildu Birgisdóttur Nönnugötu 10A, dags. 5. júlí 2007, formanni sóknarnefndar Hallgrímskirkju ásamt greinargerð VST, dags. 5. júlí 2007, stjórn Barnaheimilisins Ós Bergþórugötu 20, dags. 5. júlí 2007, Eyjólfi Kristjánssyni og Guðrúnu Eysteinsdóttur Frakkastíg 21, dags. 6. júlí 2007, Steinunni Haraldsdóttur Gunnarsbraut 26, dags. 6. júlí 2007, Sverri Sverrissyni og Maríu Pálmadóttur Bergþórugötu 4, dags. 5. júlí 2007, orðsending skrifstofu borgarstjóra ásamt athugasemd Sverris Sverrissonar Bergþórugötu 4, dags. 4. júlí 2007.
Athugasemdum vísað til umsagnar vesturteymis arkitekta skipulagsstjóra.
10.07 Kárastígsreitur austur, Reitur 1.182.3, forsögn deiliskipulags
Að lokinni forkynningu er lögð fram að nýju drög að forsögn fyrir deiliskipulag reits 1.182.3 sem afmarkast af Skólavörðustíg, Frakkastíg og Kárastíg. Athugasemdarfrestur var frá 22. júní til 13. júlí 2007. Lögð fram athugasemd Sigurðar Sigurpálssonar, dags. 6. júlí 2007, Önnu Ingólfsdóttur Frakkastíg 26a, dags. 11. júlí 2007, Páli Ásgeirssyni og Láru Ingólfsdóttur Kárastíg 1, dags. 7. júlí 2007, Erlu Þórarinsdóttur Skólavörðustíg 43, dags. 10. júlí 2007, Hjörleifi Péturssyni og Sigurbjörgu Guðmundsdóttur Frakkastíg 24, dags. 5. júlí 2007, Guðmundi Einarssyni Skólavörðustíg 43, dags. 11. júlí 2007.
Vísað til skipulagsráðs.
11.07 Laufásvegur 19, (fsp) sorpgeymsla
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2007 þar sem spurt er hvort leyfi fengist fyrir gerð sorp og reiðhjólaskýlis á landi Reykjavíkur á syðsta bílstæði fyrir framan húsið á lóð nr. 19 við Laufásveg.
Frestað.
12.07 ">Laugavegur 33-35 og Vatnsstígur 4, Reitur 1.172.1, breyting á deiliskipulagi.
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga KRark, móttekið 14. mars 2007, að breytingu á deiliskipulagi á reit 1.172.1, ásamt skuggavarpi, vegna Laugavegs 33-35 og Vatnsstígs 4. Auglýsing stóð yfir frá 2. maí - 13. júní 2007. Athugasemdir bárust frá Ásthildi Haraldsdóttur Túngötu 44 dags. 11. júní, Ragnhildi Þórarinsdóttur Brúnavegi 8, dags. 12. júní, Guðný Ýr Jónsdóttir Skólavörustíg 17b, dags. 12. júní, Einari Ólafssyni Trönuhjalla 13, dags. 12. júní, Stefáni S. Grétarssyni Túngötu 44, dags. 12. júní 2007, Maríu Kristjánsdóttur Naustabryggju 57, dags. 12. júní , Pétri H. Ármannssyni Sólheimum 25, dags. 13. júní, Snorra F. Hilmarssyni Reykjavíkurvegi 27, dags. 12. júní, Stefáni Erni Stefánssyni Öldugötu 30, dags. 13. júní, Hjörleifi Stefánssyni Fjölnisvegi 12, dags. 11. júní, Freyju Jónsdóttur Veghúsastíg 9, dags. 13. júní, Unu M. Jónsdóttur Ásvallagötu 39, dags. 13. júní, Kristínu Lárusdóttur Furugrund 77, dags. 13. júní, Þórði Magnússyni dags. 12. júní, Láru Hönnu Einarsdóttur Vesturgötu 23, dags. 13. júní, Halldór T. Sveinsson Sólvallagötu 41, dags. 13. júní, Önnu Maríu Bogadóttur, dags. 13. júní, Ásdís Thoroddsen, dags. 12. júní, 16 samhljóða bréf dags. 12. júní bárust frá eftirtöldum: Jóni Torfasyni Grenimeli 31, Sigríði Láru Gunnarsdóttur Lundarbrekku 6, Tinnu Grétarsdóttur Noregi, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur Lindargötu 25, Eddu Rún Ólafsdóttur Birkihlíð 26, Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur Lyngbergi 17, Gunnar Erni Tynes Laugavegi 80, Sólrúnu Sumarliðadóttur Drafnarstíg 2A, Sigrúnu Sumarliðadóttur, Danieli Bjarnarsyni Mýrargötu 16, Júlíönu Gottskálksdóttur Grandavegi 5, Hildi Guðnadóttur Barmahlíð 26, Bryndísi Nielsen Þingholtstræti 21, Samúel Jóni Samúelsyni, Guðríði Eddu Ragnarsdóttur Miðstræti 8 b, Jónínu Óskarsdóttur Hagamel 28. 13 samhljóða bréf dags. 13. júní bárust frá eftirtöldum: Þóru Sigurðardóttur Öldugötu 3, Kristínu Önnu Valtýsdóttur Rafstöðvarvegur 35, Guðrúnu Ingólfsdóttur Smyrilsvegi 28, Kristínu Lárusdóttur Furugrund 77, Sigurði Magnúsi Finnssyni Frakkastíg 22, Kjartani Sveinssyni Lindargötu 25, Anne Marie Markan, Ingrid Markan Lækjasmára 80, Jóni Skafta Gestssyni Fálkagötu 15, Kristni Guðbrandi Harðarsyni Tjarnargötu 24, Sigríði Guðmundsdóttur Þingholtsstræti 24, Sólveigu Aðalsteinsdóttur Vífilsgötu 17, Svanbjörgu Hróðný Einarsdóttur Grettisgötu 84. Athugasemdir sem bárust eftir að athugasemdafresti lauk: 5 samhljóða bréf dags. 15. júní 2007 frá eftirtöldum: Theodór Helgason Grettisgötu 53B, Helga Hafsteinsdóttir Grettisgötu 53B, Margrét H. Blöndal Bárugötu 17, Ragnhildur Blöndal Dísarási 1, Ragnheiður Jónsdóttir. Einnig barst athugasemd frá Elínu Hansdóttir, Ingólfsstræti 10, dags. 19. júní 2007.
Athugasemdir kynntar. Vísað til umsagnar hjá vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
13.07 Lynghagi 13, viðb. og br. innanhúss
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. maí 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við 1. hæð og kjallara suður og vesturhliðar, lækka jarðveg að suðurhlið kjallara, síkka og stækka glugga ásamt hurð frá nýrri verönd að kjallara og breyta innra skipulagi einbýlishússins á lóð nr. 13 við Lynghaga.
Stærð: Viðbygging 51,6 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxx Grenndarkynningin stóð yfir frá 14. júní til og með 12. júlí 2007. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til skipulagsráðs.
14.07 Miklabraut 24, endurnýjun á byggingarleyfi nr. BN-31502
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 13. mars 2007 þar sem sótt er um endurnýjun á byggingaleyfi þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan bílskúr steyptan í plastkubbamót á austur lóðamörkum ásamt steinsteyptum stoðvegg á austur og vestur lóðamörkum lóðar nr. 24 við Miklubraut, samkv. uppdr. HP Hönnun, dags. 18. maí 2005. Grenndarkynningin stóð frá 25. maí til og með 22. júní 2007. Samþykkti lóðarhafa Miklubrautar 22 dags 19. júní 2007 með fyrirvara um að hvorki verði hreyft við grindverki né trjágróðri sem tilheyra húseigninni Miklubraut 22. Athugasemdir bárust frá húsfélögum íbúa í Mjóuhlíð 8 og 10, dags. 15.júní 2007. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 29.06.07.
Vísað til skipulagsráðs.
15.07 Lindargata 28-32, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fram fyrirspurnartillaga KRark. mótt. 22. maí 2007. að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 28-32.
Vísað til skipulagsráðs.
16.07 Mímisvegur 2, hækka og stækka kvisti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að hækka þak útbyggingar á norðausturhlið, stækka kvist á suðurvesturþekju með svölum framan við og fá samþykkta íbúð á þakhæð fjölbýlishússins á lóð nr. 2 við Mímisveg.
Samþykki meðeigenda dags. 14. maí 2007, umboð vegna samþykkis dags. 24. febrúar 2007 fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun 30,7 ferm., 84,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.800 + 5.719
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Mímisvegi 4, Barónsstíg 80 ásamt Fjölnisvegi 18 og 20.
17.07 Njálsgata 74, (fsp) heimili fyrir heimilislausa
Á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 4. maí 2007 var lagt fram bréf Velferðarsviðs Reykjavíkur dags. 30. apríl 2007 þar sem óskað er eftir áliti skipulagsstjóra hvort rekstur á heimili fyrir heimilislausa Reykvíkinga sé í samræmi við skipulag svæðisins.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið. Fyrirhugað heimili er í samræmi við ákvæði Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024 um íbúðasvæði.
18.07 Ránargata 8, viðbygging norðurhlið
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 10. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr steinsteypu og timbri við norðurhlið 1. hæðar einbýlishússins á lóð nr. 8 við Ránargötu.
Jafnframt er erindi BN034287 dregið til baka.
Samþykki eigenda Ránargötu 8a dags. 29. júní 2007 er i fylgiriti, samþykki eigenda Ránargötu 6a er áritað á aðaluppdrátt nr. 1 dags. 4. júní 2007, samþykki eiganda Ránargötu 6 áritað á teikningu dags. 4. júní 2007. Bréf frá brunavarnarhönnuði dags. 30. maí 2007 fylgir erindi.
Stærð: Viðbygging 29,6 ferm., 92,0 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.256
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Ránargötu 8a, 6a og 6 ásamt Vesturgötu 19, 21 og 21b.
19.07 Reykjavíkurflugvöllur, lóðarumsókn Iceland Express,
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. júní 2007, ásamt bréfi forstjóra Iceland Express frá 25. júní 2007, þar sem sótt er um byggingarlóð við Reykjavíkurflugvöll. Jafnframt er óskað eftir viðræðum um lengingu flugbrautar 13/31.
Vísað til umsagnar Flugstoða ohf.
20.07 Skipholt 11-13, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga GLÁMA-KÍM dags. 19. mars 2007 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 11-13 við Skipholt mótt. 23. mars 2007. Einnig lagt fram bréf Lögstofunnar Ármúla 21 ehf, dags. 30. mars 2007, f.h. Guðmundar Kristinssonar eiganda hluta lóðarinnar nr. 11-13 við Skipholt. Einnig lagt fram bréf lóðarhafa Skipholti 9. Samþykkt var að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Skipholti 6 - 24 (jöfn númer) ásamt númer 9 og 15, Stúfholti 1 og 3 og Brautarholti 8 - 16 (jöfn númer). Grenndarkynning stóð frá 29. mars til og með 27. apríl 2007 auk þess sem samþykkt var að framlengja frest til athugasemda til 7. maí 2007. Athugasemdir bárust frá Bryndísi F. Harðardóttur dags. 26. apríl 2007, Sól Hrafnsdóttur dags. 25. apríl 2007, Ársæli Guðlaugssyni dags. 26. apríl 2007, Brigitte M. Jónsson og Jóni I. Jónssyni dags. 27. apríl 2007, Rögnu B. Ársælsdóttur dags. 27. apríl 2007, Karli Valdimarssyni og Sigurði Vigfússyni dags. 25. apríl 2007, Kristni P. Péturssyni og Ragnheiði Bragadóttur dags. 1. maí 2007, Kára R. Jóhannssyni dags. 2. maí 2007, Elísabetu Guðmundsdóttur dags. 2. maí 2007, Einari B. Kvaran fh. húsfélagsins Skipholti 15 dags. 6. maí 2007, Ingimundi Hákonarsyni dags. 5. maí 2007, Svavari G. Jónssyni fh. lóðarhafa Stúfholts 1 og 3 og Skipholts 9 dags. 25. apríl 2007, Bæringi Sæmundssyni dags. 25. apríl 2007, Eðvarð Ingólfssyni dags. 25. apríl 2007, Axel G. Thorsteinsson dags. 25. apríl 2007, Magnúsi G. Þórarinssyni dags. 25. apríl 2007, Ólafi Jónssyni dags. 25. apríl 2007, Bryndísi V. Ásmundsdóttur dags. 25. apríl 2007, Lukkana Erb-Im dags. 25. apríl 2007. Eftir að athugasemdafresti lauk barst athugasemd frá Yvonne Kristínu Nielsen ódags og mótt. 10. maí 2007 og Dönu Jónsson dags. 25. apríl en mótt. 18. maí 2007. Með vísan til framkominna athugasemda um galla á málsmeðferð grenndarkynningarinnar er nú samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að nýju fyrir hagsmunaaðilum að Skipholti 6 - 24 (jöfn númer) ásamt númer 9 og 15, Stúfholti 1 og 3 og Brautarholti 8 - 16 (jöfn númer). Athugasemdir sem nú þegar hafa borist halda gildi sínu og verður fjallað um þær þegar málið verður afgreitt.
Grenndarkynningin stendur frá 6. júní til og með 4. júlí 2007. Athugasemd barst frá Þórhalli Sigurðssyni og Sigríði Rut Thorarensen fh. Hrannar Thorarensen dags 8. júní 2007, Sveini Sveinssyni hrl f.h. Guðmundar Kristinssonar ehf, dags. 3. júlí 2007.
Vísað til umsagnar vesturteymis arktekta hjá skipulagsstjóra
21.07 Stórholt 47, tvöfaldur bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 29. maí 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvöfaldan steinsteyptan bílskúr norðaustan við fjölbýlishúsið á lóð nr. 47 við Stórholt. Grenndarkynning stóð yfir frá 29. júní til 27. júlí 2007. Lagt fram samþykki sumra þeirra sem grenndarkynnt var fyrir, ódagsett.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt, samþykki sumra meðlóðarhafa dags. 14. maí 2007 og samþykki lóðarhafa aðlægra lóðar dags. 7. maí 2007.
Stærð: Bílskúr 41 ferm., 135,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 9.194
Vísað til skipulagsráðs.
22.07 Urðarstígur 8A, stækkun á einbýlishúsi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. maí 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka, og byggja ofan á einbýlishúsið á lóðinni nr. 8a við Urðarstíg. Ennfremur er óskað eftir skilgreiningu á lóð þar sem misræmi er í upplýsingum um lóðastærð. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 31. mars 2006 og 30. júní 2006 fylgja erindinu.
Einnig fylgir bréf hönnuðar með ósk um grenndarkynningu dags. 9. október 2006.
Stærð: Stækkun xx ferm. xx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xx
Grenndarkynningin stóð frá 24. maí til og með 21. júní 2007. Lagt fram athugasemdarbréf Soffíu Guðmundsdóttur, Urðarstíg 7, dags. 19. júní 2007, ásamt lista 21 íbúa við Urðarstíg og Bragagötu, dags. 15. júní 2007.
Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 4. júlí 2007.
Vísað til umsagnar vesturteymis arkitekta hjá skipulagsstjóra.
23.07 Vesturgata 17, br. í gistiheimili
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. maí 2007 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta 17 herbergja gistiheimili á 1., 2. og 3. hæð í stað verslunar og skrifstofurýma og rífa 15 ferm. skúrbyggingu á lóðinni nr. 17 við Vesturgötu.
Samþykki meðeigenda dags. 24. apríl 2007 fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.100
Grenndarkynningin stendur frá 7. júní til og með 5. júlí 2007. Athugasemdir bárust frá 9 íbúum að Vesturgötu 17A, dags. 22. júní 2007, 10 íbúum við Ránargötu 2 og 4, dags. 27. júní 2007
Vísað til umsagnar vesturteymis arkitekta hjá skipulagsstjóra.
24.07 Vitastígur 17, breytt deiliskipulag.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi Bjarka M. Sveinssonar fh. húsfélagsins Vitastígs 17 dags 5. júní 2007 varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 17 við Vitastíg. Í breytingunni felst að byggðar eru svalir á bakhlið hússins. Grenndarkynning stóð yfir frá 14. júní til 12. júlí 2007. Athugasemd barst frá Guðmundi Guðlaugssyni Njálsgötu 46, dags. 21. júní 2007. Lagt fram bréf Bjarka M. Sveinssonar fh. húsfélagsins Vitastígs 17 dags 12. júlí 2007.
Athugasemdir kynntar. Frestað.
25.07 Þórsgata 12, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Einars Vignissonar, dags. 2. júlí 2007, um hvort heimilað verði að byggja inndregna hæð ofan á húsið nr. 12 við Þórsgötu.
Vísað til umsagnar vesturteymis arkitekta hjá skipulagsstjóra.
26.07 Ægisíða 58, timburveggur á lóðarmörkum
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, 450. fundi dags. 3. júl. 2007. Sótt er um leyfi fyrir 6,0 metra löngum og 2,2 metra háum timburvegg á lóðarmörkum til suðurs á lóðinni nr. 58 við Ægisíðu.
Meðfylgjandi er samþykki aðliggandi lóðarhafa dags. 29. apríl 2007.
Gjald kr. 6.800
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
27.07 Austurgerði 2, viðbygging
Lagt fam erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags.
3. júlí 2007. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu úr steinsteypu við suðurhlið, þar sem áður var innigarður einbýlishússins á lóð nr. 2 við Austurgerði.
Stærð: Viðbygging, 39,5 ferm., 210,5 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 14,314
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.
28.07 Brekkuhús 3, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Lárusar Ragnarssonar byggingarfr. dags. 23.04.07 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3 við Brekkuhús. Í breytingunni felst í meginatriðum að nýtingu á svæði þar sem áður var gæsluvöllur verði nú íbúðarhús.Tillagan gerir ráð fyrir að á lóðinni geti risið hús á einni hæð fyrir 6-7 litlar íbúðir. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfissviðs, mótt. 31. maí 2007. Grenndarkynning stóð yfir frá 14. júní til og með 12. júlí 2007. Athugasemdir bárust frá: Sólveigu Björnsdóttur og Ólafi Einarssyni Baughúsum 34, dags. 5. júlí 2007, Geirlaugu Jónsdóttur Baughúsum 32, dags. 6. júlí 2007.
Vísað til umsagnar austurteymis arkitekta hjá skipulagsstjóra og umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs vegna athugasemda um niðurfellingu á leiksvæði.
29.07 Blikastaðavegur 2-8, (fsp) breytt deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Stekkjarbrekkna ehf. dags. 26. mars 2007 varðandi breytt deilskipulag lóðarinnar Blikastaðavegs 2-8. Í breytingunni felst m.a. að skilmálum verði breytt á þann veg að lágmarkssölusvæði einstakra rýma megi vera undir 1000 fm. Einnig lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 29. júní 2007.
Vísað til skipulagsráðs.
30.07 Fagribær 9, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Magnúsar Tryggvasonar, dags. 11. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 9 við Fagrabæ skv. uppdrætti Arktika, dags. 5. júlí 2007. Breytingin felst í að rífa núverandi hús á lóðinni og byggja nýtt einnar hæða einbýlishús. Byggingarreitur er stækkaður til norðurs. Lagt fram samþykki eigenda að Fagrabæ 7, 8, 10 og Glæsibæ 12.
Vísað til umsagnar austurteymis arkitekta hjá skipulagsstjóra.
31.07 Grafarholt austur, fjölgun bílastæða
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmdasviðs Reykjavíkur, dags. 8. júní 2007, um fjölgun bílastæða við Andrésbrunn, Katrínarlind og Marteinslaug. Einnig lagðir fram uppdrættir framkvæmdasviðs, dags. 18. júní 2007.
Vísað til umsagnar austurteymis arkitekta hjá skipulagsstjóra.
32.07 Gvendargeisli 88-116, bílastæði
Lögð fram fyrirspurn Kristjáns Bergmannssonar, dags. 11. júlí 2007 ásamt undirskriftarlista 8 íbúa, dags. 6. júlí 2007, um fjölgun bílastæða inni á lóðum við Gvendargeisla 88-116.
Vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs, skrifstofu gatna- og eignaumsýslu.
33.07 Friggjarbrunnur 53, Skyggnisbraut 2-4, (fsp) hæðasetning, aðkoma, bílgeymsla, bílastæði.
Á fundi skipulagsstjóra 29. júní 2007 var lögð fram fyrirspurn Steinars Sigurðssonars ark., 25. júní 2007 Varðandi lóðina Friggjarbrunnur 53 og Skyggnisbraut 2-4. Spurt er um hæðasetningu, aðkomu, bílageymslu og bílastæði.
Frestað.
34.07 Háagerði 87, stækkun
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. maí 2007 þar sem sótt er um leyfi fyrir hækkun á viðbyggingu, til að byggja kvist á norðurþekju, að rífa kvist á suðurþekju og byggja nýjan, koma fyrir svölum á suðurhlið og til breytinga á innra skipulagi einbýlishússins á lóðinni nr. 87 við Háagerði.
Stækkun: 44,6 ferm. og 89,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.113
Grenndarkynning stóð frá 14. júní til og með 12. júlí 2007.
Engar athugasemdir bárust.
Vísað til skipulagsráðs.
35.07 Hálsasel 27-29, (fsp) breytt deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 9. júlí 2007, um hvort stækka megi leikskólann Hálsaborg um eina leikskóladeild ca. 188 fm. ,útbúa 33 bílastæði á opnu svæði norðaustur af lóðinni með aðkeyrslu frá Flúðaseli og 7 bílastæði við Hálsasel samsíða götunni ásamt því að leggja niður núverandi bílastæði við leikskólana að Hálsaseli 27 og 29.
Vísað til umsagnar austurteymis arkitekta hjá skipulagsstjóra og umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs vegna opins svæðis.
36.07 Heiðarbær 14, Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ragnhildar Ingólfsdóttur ark. f.h Hauks Birgissonar dags 5. júlí 2007 um breytingu á deiliskipulagi Árbæjar/ Selás vegna lóðar nr 14 við Heiðarbæ skv. uppdrætti, dags 11. júlí. Gert er ráð fyrir að byggingarreiturinn stækki og lengist m.a. til samræmis við þegar byggða bílageymslu/geymslu og gert er ráð fyrir að þakkantar fari út fyrir byggingarreit.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Heiðarbæ 12 og 16 ásamt Ystabæ 11 og 13.
37.07 Jónsgeisli 31, (fsp) breytt deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags 18. júní 2007 varðandi breytt deiliskipulag lóðarinnar nr. 31 við Jónsgeisla. Í breytingunni felst að byggja sólstofu við suðvesturhlið hússins.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að lóðarhafi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
38.07 Kólguvað 1-13, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Braga Viðarssonar, dags. 28. júní 2007, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Kólguvað 1-13. Spurt er hvort leyfi fengist fyrir að byggja bílgeymslu við austurenda Kólguvaðs 1.
Ekki eru gerðar athugasemdir við byggingu bílgeymslu við húsið í samræmi við heimildir í gildandi deiliskipulagi svæðisins.
39.07 Langholtsvegur 181, (fsp) bílastæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 3. júlí 2007. Spurt er hvort leyft yrði að hafa þrjú bílastæði samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti á norðausturhluta lóðar nr. 181 við Langholtsveg.
Neikvætt eins og erindið er sett fram.
40.07 Kambsvegur 8, einbýlishús á tveimur hæðum
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. júní 2007 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús svipaðrar stærðar og það sem fyrir er með sameiginlega innkeyrslu og staðsett vestar á lóð nr. 8 við Kambsveg.
Stærð: Íbúð 1. hæð xxx ferm., 2. hæð xxx ferm., samtals xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxx
Hönnuður hafi samband við austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
41.07 Klyfjasel 12 og 14, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Daníels Guðmundssonar, dags. 10. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 12 og 14 við Klyfjasel skv. uppdrætti teiknistofunnar Röðuls, dags. 21. maí 2007. Breytingin felst m.a. í stækkun lóðanna. Einnig lagt fram samkomulag eigenda lóða nr. 10, 12 og 14 við Klyfjasel, dags. 11. ágúst 2006.
Hönnuður hafi samband við austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
42.07 Langholtsvegur 134, (fsp) Br. glugga og smíða svarlir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. júní 2007. Spurt er hvort leyfi fengist fyrir svölum með tilheyrandi breytingu á glugga í svalahurð ásamt reykröri á vesturgafli fjórbýlishússins á lóðinni nr. 134 við Langholtsveg.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
43.07 Skipasund 9, hækka ris - breyta útliti
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 3. júlí 2007. Sótt er um leyfi til þess að hækka og breyta þaki, sameina kvisti á austurþekju í einn stærri og byggja kvist á vesturþekju rishæðar tvíbýlishússins á lóð nr. 9 við Skipasund.
Samþykki meðlóðarhafa og sumra nágranna (á teikningu) fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun rishæðar xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 6.800 + xxx
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Skipasundi 7, 10, 11, 12 og 14.
44.07 Skipasund 62, (fsp) garðhýsi
Lögð fram fyrirspurn Einars Jónassonar, dags. 3. júlí 2007, um byggingu 7,92 fm garðhýsis samkvæmt skipulagi.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
45.07 Seiðakvísl 34, (fsp) stækkun garðskála
Lögð fram fyrirspurn Hildar Bjarnadóttur, dags. 11. júlí 2007, um stækkun garðskála á lóð nr. 34 við Seiðakvísl.
Vísað til umsagnar austurteymis arkitekta hjá skipulagsstjóra.
46.07 Stórhöfði 45, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsráðs 11. júlí 2007 var lögð fram orðsending borgarstjóra ásamt skissu að uppbyggingu lóðar nr. 45 við Stórhöfða.
Óskað er eftir því að lóðarhafi leggi fram frekari upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni.
47.07 Tunguháls 9 og 11, (fsp) stækkun á húsi
Lögð fram fyrirspurn Íslensks Ameríska dags. 2. júlí 2007 varðandi leyfi til að stækka húsið nr. 9-11 við Tunguháls.
Ekki eru gerðar athugasemdir við uppbyggingu á lóðinni í samræmi við heimildir í gildandi deiliskipulagi svæðisins.
48.07 Tunguvegur 15, endurnýjun undirstöður, kjallara, svalir og fleira
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. júní 2007 þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja svalir á 1. hæð, útbúa kjallara undir fyrir geymslu kjallaraíbúðar og byggja sólstofu ofan á við fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 15 við Tunguveg.
Samþykki meðlóðarhafa dags. 22. maí 2007 fylgir.
Stækkun: Geymsla 9,9 ferm. og 21,7 rúmm., sólstofa 6,9 ferm. og 18,3 rúmm.
Samtals 16,8 ferm. og 40 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 2.720446. fundi dags. 5. jún. 2007.
Kynningin stóð frá 14. júní til og með 12. júlí 2007. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til skipulagsráðs.
49.07 Urðarbrunnur 5, (fsp) tvöfaldur bílskúr
Lögð fram fyrirspurn Varðar Ólafssonar, dags. 29. júní 2007, um hvort leyft verði að byggja tvöfaldan bílskúr innan byggingarreits lóðar nr. 5 við Urðarbrunn.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
50.07 Úlfarsárdalur, Grillkofinn
Lögð fram fyrirspurn Grillkofans ehf, dags. 11. júní 2007, um bráðabirgðastaðsetningu í Úlfarsárdal, fyrir ofan Mímisbrunn á milli Gefjunarbrunns og Iðunnarbrunns. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 27. júní 2007
Frestað. Embætti skipulagsstjóra falið að vinna frekar að málinu með aðilum.
51.07 Vesturberg 195, stækka dælust. og br. í raðh.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 3. júlí 2007. Sótt er um leyfi til þess að byggja við dælustöð og breyta í raðhús með þremur íbúðum á lóð nr. 195 við Vesturberg.
Jafnframt er erindi dregið til baka.
Stærð: Stækkun 314,7 ferm., 1083,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 73.671
Neikvætt. Umsóknin er ekki í samræmi við deiliskipulag á þann hátt að húsið er of hátt og gert er ráð fyrir of miklu byggingarmagni á lóðinni.
52.07 Lóðir undir húsnæði fyrir geðfatlað fólk,
Lagt fram bréf Félagsmálaráðuneytisins, dags. 4. júní 2007, þar sem gert er grein fyrir óskum ráðuneytisins um fimm lóðir til nýbygginga á árunum 2007-2009 undir húsnæði fyrir geðfatlað fólk. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags.
Kynna formanni skipulagsráðs.
53.07 Hólmsheiði við Suðurlandsveg, lóðarumsókn Málmtækni hf
Lögð fram orðsending borgarstjóra, dags. 27. júní 2007, vegna umsóknar Málmtæknis hf um lóð á Hólmsheiði við Suðurlandsveg.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
54.07 Hólmsheiði við Suðurlandsveg, lóðarumsókn Sól ehf.
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra, dags. 4. júlí 2007, varðandi umsókn fyrirtækisins Sól ehf um lóð. Einnig lagðir fram minnispunktar Snorra Sigurðssonar, dags. 21. júní 2007.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
55.07 Lóðarumsókn ÞG verktaka ehf., atvinnulóð
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjóra, dags. 4. júlí 2007, ásamt bréfi Sigurbjarnar Þorbergssonar, dags. 31. maí 2007, varðandi umsókn ÞG verktaka ehf. um atvinnulóð.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
56.07 Brekknaás, reitur 4.723 , umsókn um lóð
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 25. júní 2007, vegna samþykktar borgarráðs þ. 21. s.m. að vísa umsókn dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar og byggingarfélagsins Bergs ehf., dags. 5. júní 2007, um landspildu við Brekknaás í Seláshverfi til umsagnar skipulagsráðs og starfshóps um búsetuúrræði eldri borgara.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
57.07 Orkuveita Reykjavíkur, lóðir fyrir dreifistöðvar
Lagt fram erindi fh. Orkuveitu Reykjavíkur dags. 12. júlí 2007 varðandi lóðir fyrir dreifistöðvar Orkuveitunnar
Frestað.
58.07 Kópavogur, Kársnes - hafnarsvæði, breytt aðalskipulag, deiliskipulag
Lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogsbæjar, dags. 3. júlí 2007, varðandi breytingu á aðalskipulagi Kópavogs og deiliskipulag vegna Kársnes. Í aðalskipulagstillögunni felst að gert er ráð fyrir landfyllingu fyrir hafnarsvæði til norðurs og vesturs frá núverandi strönd um 4.8 ha að stærð. Í deiliskipulagstillögunni felst að gerðar verða tvær nýjar byggingarlóðir sem að hluta verða á landfyllingu sem er um 4.8 ha að stærð auk þriggja lóða sem að mestu eru á núverandi landi norðan Vesturvarar 29 til 36.
Vísað til umsagnar þróunar byggðar.
59.07 Spilasalir og rekstur spilakassa, skilagrein starfshóps
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21.06.07, varðandi skilagrein og tillögur starfshóps um málefni spilasala og rekstur spilakassa, dags. 8.06.07.
Vísað til skoðunar í vinnu við endurskoðunar á Aðalskipulagi Reykajvíkur.
60.07 Kvisthagi 4, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Magnúsar Ólafssonar ark., dags. 5. júlí 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 4 við Kvisthaga.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Kvisthaga 1, 2, 3, 5, 6 og 7 ásamt Hjarðarhaga 47-49.
61.07 Úlfarsfell, skíðahús
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. júní 2007, varðandi samþykkt borgarráðs frá 14. s.m. að vísa umsókn formanns og stjórnarformanns Skíðasambands Íslands, dags. 11. júní 2007, um lóð í hlíðum Úlfarsfells til byggingar á skíðahúsi til skipulagsráðs.
Vísað til umsagnar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.