Háskóli Íslands,
Skildinganes 44,
Sörlaskjól 12,
Grensásvegur 14,
Grundarstígur 5,
Laugavegur 151,
Mjölnisholt 12 og 14,
Klapparstígsreitur 1.182.0,
Borgartún 31 og 33,
Efstasund 11,
Holtavegur 10,
Höfðatorg, reitur 1.220.1 og 2,
Karfavogur 32,
Kleppsvegur 102,
Langholtsvegur 168,
Njörvasund 27,
Sóltún 4A,
Bröndukvísl 18,
Norðlingabraut 7, Olís,
Vesturberg 195,
Þingvað 19,
Klyfjasel 12,
Kjalarnes, Fitjar,
Kjalarnes, Kistumelur 10,
Krókháls 1,
Leiðhamrar 46,
Götusalerni,
Einholt 2,
Fossaleynir 1,
Kjalarnes, Álfsnes,
Laxalón,
Vesturlandsv. Fífilbrekka,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
145. fundur 2006
Ár 2006, föstudaginn 15. desember kl. 10:40, hélt Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 145. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 3, 3. hæð.
Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Lilja Grétarsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ólöf Örvarsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Jóhannes S. Kjarval, Bergljót S. Einarsdóttir, Þórarinn Þórarinsson, Margrét Þormar, Nikulás Úlfar Másson og Björn Axelsson.
Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1.06 Háskóli Íslands, breyting á deiliskipulagi Háskólatorgs 2
Lögð fram tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf., dags. 5.12.06, að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Háskólatorgs 2.
Frestað. Umsækjandi leggi fram frekari gögn um notkun, bílastæðaþörf auk skýringamynda.
2.06 Skildinganes 44, (fsp) einbýlishús
Lögð fram fyrirspurn Arkþing, dags. 14. des. 2006, ásamt uppdr., dags. des. 2006, um að byggja einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu í líkingu við fyrirliggjandi skissur á lóð nr. 44 við Skildingarnes.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
3.06 Sörlaskjól 12, endurn. á byggingarl. frá 29.05.2001
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. desember 2006. Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 29. maí 2001 þar sem samþykkt var að breyta innra skipulagi kjallara og 1. hæðar íbúðarhússins og byggja steinsteypta bílgeymslu við austurhlið hússins á lóð nr. 12 við Sörlaskjól, skv. uppdr. Studio Granda, dags. nóvember 2000 síðast breytt 26. október 2006. Einnig lagt fram samþykki eigenda að Sörlaskjóli 14, dags. 9. desember 2006. Málið var í kynningu frá 10. ágúst til 7. september.
Samþykki eiganda Sörlaskjóls 10 dags. 9. júlí 2006, skilyrt samþykki eigenda Sörlaskjóls 14 dags. 19. janúar 2001 og bréf umsækjanda dags. 13. júlí 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Bílgeymsla 42,2 ferm., 117,4 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 7.161
Vísað til skipulagsráðs
4.06 Grensásvegur 14, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Erlings H. Ellingsen, mótt. 13.06.06, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 14 við Grensásveg. Einnig lagt fram bréf Guðmundar Gunnlaugssonar ark. f.h. eiganda, dags. 11.08.06 ásamt uppdr. Archús ehf., dags. 30.10.06. Jafnframt er lagt fram bréf Erlings Ellingsen, dags. 21.09.06 ásamt bréfi Teiknistofunnar Archus, mótt. 21.09.06. Grenndarkynning stóð yfir frá 15.11 til 13.12.06. Athugasemd barst frá Arnarssyni ehf. Grensásvegi 12, dags. 29.11.06
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
5.06 Grundarstígur 5, (fsp) hækkun húss, málskot
Lögð fram fyrirspurn Einars Árnasonar, dags. 23.11.06, varðandi hækkun hússins nr. 5 við Grundarstíg.
Vísað til skipulagsráðs.
6.06 Laugavegur 151, (fsp) sex íbúðir í hús
Lögð fram fyrirspurn Leigumiðlunar, dags. 07.12.06, um hvort fengist samþykkt að gera sex íbúðir í húsinu nr. 151 við Laugaveg. Tvær íbúðir á 1. hæð, tvær íbúðir á 2. hæð og tvær íbúðir á rishæð með kvistum í báðar áttir . Sameign og geymslur í kjallara. Einnig er spurt hvort möguleiki sé að setja bílastæði inn á lóðina o.fl.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
7.06 Mjölnisholt 12 og 14, breyting á deiliskipulagi Hampiðjureits
Lögð fram leiðréttur uppdráttur teiknistofu Gunnars Óskarssonar, dags. 22.11.06, á breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóða nr. 12 og 14 við Mjölnisholt.
Samþykkt að framlengja frest til að gera athugasemdir við framlagða breytingartillögu til 14. janúar. Tilkynna skal hagsmunaaðilum um framlengdan frest og breytingartillöguna.
8.06 Klapparstígsreitur 1.182.0, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 10. október 2006, að deiliskipulagi reits 1.182.0. Auglýsing stóð yfir frá 1. nóvember til og með 13. desember 2006. Athugasemdabréf barst frá Paul Newton og Sigríði Þorvarðardóttur, dags. 12. desember 2006, Ara Magnússyni, dags. 12. desember 2006 og Elsu Finnsdóttur og Erni A. Ingólfssyni, dags. 10. desember 2006.
Athugasemdir kynntar. Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.
9.06 Borgartún 31 og 33, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Einars V. Tryggvasonar ark., mótt. 28. september 2006 ásamt uppdrætti, dags. 25. september 2006, vegna breytingar á deiliskipulagi vegna lóða nr. 31 og 33 við Borgartún.
Með vísan til bókunar skipulagsráðs þann 18. október er ítrekað óskað eftir umsögn Framkvæmdasviðs vegna umferðarmála. Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir 4. janúar nk.
10.06 Efstasund 11, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12. desember 2006. Sótt er um leyfi til að byggja kjallara og hæð til austurs við fjölbýlishúsið á lóðinni nr. 11 við Efstasund. Einnig er sótt um leyfi til að rífa gróðurhús á sömu lóð og koma fyrir þaksvölum ofan á viðbyggingu, skv. uppdr. Teiknistofunnar H.R., dags. 23. nóvember 2006.
Málinu fylgir samþykki meðlóðarhafa áritað á uppdrátt, samþykki Efstasunds nr. 9 og nr. 13 og Skipasunds nr. 10 dags. 28. nóvember 2006.
Niðurrif : Fastanr. 201-8004, mhl. 03 eignarhl. 0101.
Stærð: Viðbygging xx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 6.100 + xx
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
11.06 Holtavegur 10, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 12.12.06, ásamt tillögu, dags. 08.12.06, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Holtaveg. Einngi lögð fram eldri umsögn Framkvæmdasviðs dags. 27. október 2006.
Vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs. Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir 4. janúar nk.
12.06 Höfðatorg, reitur 1.220.1 og 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram bréf PK arkitekta, dags. 18. júlí 2006, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri, Höfðatorgsreits, mótt. 29. ágúst 2006. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 18. júlí 2006. Auglýsing stóð yfir frá 29. september til og með 24. nóvember 2006. Athugasemdabréf barst frá Vilborgu Á. Valgarðsdóttur, dags. 17. október 2006, Sigríði H. Jónsdóttur og Magnúsi Friðbergssyni, dags. 30. október 2006, stjórn Íbúasamtaka Laugardals, dags. 25. október 2006, Vegagerðinni, dags. 10. nóvember 2006, undirskriftalisti 18 íbúa, dags. 24. október 2006 og Lex lögmannsstofa, dags. 23. nóvember 2006.
Vísað til skipulagsráðs
13.06 Karfavogur 32, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofu H.R. ehf., dags. 08.12.06, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 30-32 við Karfavog þar sem gert er ráð fyrir að megi byggja nýtt einbýlishús í stað raðhúss.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Karfavogi 26, 28, 34-42 (jöfn númer) ásamt 19, 21, 23, 25 og 27.
14.06 Kleppsvegur 102, (fsp) bygging húss
Lögð fram fyrirspurn Leigumiðlunar ehf., dags. 07.12.06, um hvort heimilt sé að byggja hús á lóðinni nr. 102 við Kleppsveg á tveimur hæðum með þremur íbúðum. Einnig er spurt hvort þurfi tvö bílastæði á hverja íbúð á lóð o.fl. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. desember 2006.
Framsent til fullnaðaragreiðslu byggingarfulltrúa vegna fyrirspurna um gatnagerðargjald.
15.06 Langholtsvegur 168, (fsp) niðurrif og byggja nýja bílskúra
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12.12.06. Spurt er hvort leyft yrði að rífa bílskúr og byggja nýjan við einbýlishúsið á lóðinni nr. 168 við Langholtsveg.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið enda er gert ráð fyrir því að nýr bílskúr verði í samræmi við byggðamynstur og stærðir sambærilegra bílskúra í hverfinu. Samþykki meðlóðarhafa þarf að liggja fyrir auk samþykkis aðliggjandi lóðarhafa þegar sótt verður um byggingarleyfi. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.
16.06 Njörvasund 27, svalir á 1 hæð
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. okt. 2006. Sótt er um leyfi til að gera svalir úr stáli með timburgólfi fyrir íbúð 0101 á vesturhlið hússins á lóðinni nr. 27 við Njörvasund, skv. uppdr. Gunnlaugs Ó. Johnson, dags. 10. okt. 2006. Kynning stóð yfir frá 9. nóv. til og með 7. des. 2006. Bréf barst frá Kristni Ólafssyni og Helgu Þórisdóttur, dags. 6. des. 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. desember 2006.
Samþykki meðeigenda dagsett 23. okt. 2006 fylgir erindinu.
Stærð svala 6,6 ferm.
Gjald kr. 6.100
Vísað til skipulagsráðs.
17.06 Sóltún 4A, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Ferdinands Alfreðssonar f.h. Orkuveitunnar, dags. ágúst 2006, um breytingu á deiliskipulagi fyrir dreifistöð við Sóltún 4A á svæði sem skilgreint er sem almenningsgarður. Kynning stóð yfir frá 29. ágúst til og með 26. september 2006. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Öldungur h.f. og Frumafl h.f., dags. 18. september 2006. Einnig lögð fram ný tillaga Ferdinand Alfreðssonar, mótt. 14. desember 2006.
Vísað til skipulagsráðs.
18.06 Bröndukvísl 18, (fsp) lausn á skipulagi bílastæða
Lagt fram bréf Önnu Dóru Helgadóttur, dags. 20.03.06, um hvort hægt sé að finna lausn á skipulagi bílastæða í eigu borgarinnar sem staðsett eru við hlið hússins nr. 18 við Bröndukvísl. Einnig lögð fram umsögn framkvæmdasviðs, dags. 31.05.06. Lögð fram umsögn framkvæmdasviðs dags. 31.5.2006.
Með vísan til ákvörðunar á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. júní sl. er ítrekuð beiðni um umsögn hverfisráðs Árbæjar og Grafarholts. Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir 4. janúar nk.
19.06 Norðlingabraut 7, Olís, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar, dags. 13. október 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 7 við Norðlingabraut. Einnig lagt fram bréf Hafsteins Guðmundssonar f.h. Olíuverslunar Íslands h.f., dags. 27. október 2006. Grenndarkynning stóð yfir frá 13. nóvember til 11. desember 2006. Athugasemdir bárust frá Mótás, dags. 14. nóvember 2006, Bros auglýsingavörur, dags. 14. nóvember 2006, Mest ehf., dags. 28. nóvember 2006. Samþykki barst frá Guðmundi Kristinssyni ehf., dags. 13. nóvember 2006. Lagt fram bréf Olís, dags. 21. nóvember 2006 og 14. desember 2006.
Vísað til skipulagsráðs.
20.06 Vesturberg 195, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Plús Arkitekta, dags. 5. október 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 195 við Vesturberg. Auglýsing stóð yfir frá 25. okt. til 6. des. 2006. Athugasemdir bárust frá Jean Jensen f.h. húsfélags Vesturberg 169-195, dags. 27. nóv. 2006, Ingólfi Má Magnússyni, Vesturbergi 148 dags. 3. des. 2006, Mörkinni lögmannsstofu f.h. eiganda Vesturbergi 199, dags. 5. des. 2006 og Teiti Arnlaugssyni Vesturbergi 193, dags. 5. des. 2006. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemdabréf frá Ingólfi M. Magnússyni Vesturbergi 148, mótt. 11. des. 2006.
Kynnt. Athugasemdum vegna umferðarmála og aðkomu er vísað til umsagnar Framkvæmdasviðs. Óskað er eftir að umsögnin berist fyrir 4. janúar nk.
21.06 Þingvað 19, (fsp) færsla byggingarreits
Lögð fram fyrirspurn Auðar Ö. Árnadóttur, dags. 11.12.06, ásamt uppdr. ABS teiknistofunnar, ódags., um að fá að byggja efri hæð á öðrum stað en skipulag leyfir.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.
22.06 Klyfjasel 12, (fsp) bílskúr,hesthús, taka mál upp aftur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26.09.06. Spurt er hvort heimild fengist til að byggja bilskúr á 1. hæð og hesthús á efri hæð á lóð nr. 12 við Klyfjasel, skv. uppdr. Teiknistofunnar Röðull, dags. 24.03.00 síðast breytt 21.08.06. Lagt fram bréf teiknistofunnar Röðuls, dags. 29.11.06. Einng er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2006.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar með vísan til leiðbeininga í umsögn skipulagsfullrúa.
23.06 Kjalarnes, Fitjar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Einars Ingimarssonar, dags. 30.11.06, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Fitjar á Kjalarnesi vegna brúar yfir Leirvogsá skv. uppdrætti, dags. 29.11.06. Lögð fram umsögn veiðifélags Leirvogsár, dags. 22.11.06, umsögn umhverfisráðs, dags. 27.11.06 og greinargerð Arkþings og Hnit, dags. 8.11.06.
Vísað til umsagnar skrifstofustjóra Framkvæmdasviðs vegna eignarhalds og kvaða á mannvirki.
24.06 Kjalarnes, Kistumelur 10, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Vektor -hönnun og ráðgjöf-, dags. 11.12.06, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Kistumel á Kjalarnesi
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem síðar verður grenndarkynnt.
25.06 Krókháls 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Ask arkitekta, dags. 12.12.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Krókháls.
Frestað. Lagfæra þarf framlögð gögn.
26.06 Leiðhamrar 46, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 26.10.06, að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 46 við Leiðhamra. Grenndarkynning stóð yfir frá 2. nóv. til 30. nóv. 2006. Athugasemd barst frá eigendum að Leiðhömrum 42 og 48, dags. 29.11.06. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags 07.12.06.
Vísað til skipulagsráðs.
27.06 Götusalerni, (fsp) staðsetning í miðborginni
Lagðar fram tillögur Ásdísar Ingþórsdóttur arkitekts f.h. AFA JCDecaux á Íslandi, dags. 22.11.06, að staðsetningu götusalerna miðsvæðis í Reykjavík. Einnig lagðar fram fundargerðir starfshóps, dags. 23.11.06 og 08.12.06. Jafnframt eru lagðar fram tillögur Framkvæmdasvið að staðsetningu götusalerna, dags. 14.12.06.
Vísað til skipulagsráðs.
28.06 Einholt 2, (fsp) niðurfelling á bílastæðagjöldum
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. desember 2006. Spurt er hvort leyfi fengist til að breyta bílstæðakvöð fyrir 4. og 5. hæð á lóðinni nr. 2 við Einholt, skv. uppdr. Teiknistofu Gunnars S. Óskarssonar, dags. 3. október 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. desember 2006.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
29.06 Fossaleynir 1, flettiskilti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 12.12.06. Sótt er um leyfi fyrir tveimur auglýsingaturnum með flettiskiltum 8,7 metra háum á vesturhluta lóðar á norður og suðurenda lóðarinnar nr. 1 við Fossaleyni, skv. uppdr. Alark arkitekta ehf., dags. 07.11.06.
Gjald kr. 6.100
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.
30.06 Kjalarnes, Álfsnes, gaslögn að metanáfyllingarstöð við Bíldshöfða, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27.11.06, um framkvæmdaleyfi fyrir metanlögn frá urðunarstað Sorpu í Álfsnesi að metanáfyllingarstöð Olíufélagsins við Bíldshöfða í Reykjavík, alls 10 km.
Vísað til skipulagsráðs.
31.06 Laxalón, (fsp) breytt landnotkun
Lögð fram fyrirspurn Íslenskra aðalverktaka, dags. 13.07.06, varðandi breytta landnotkun á lóð ÍAV við Laxalón ásamt fyrirspurn Arkform, dags. 8.12.06, um að byggja íbúðir fyrir eldri borgara á lóð í eigu ÍAV við Laxalón. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.06.06 og 25.08.06.
Vísað til skipulagsráðs.
32.06 Vesturlandsv. Fífilbrekka, (fsp) 2 h gróðurstöð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30.05.06. Spurt er hvort leyft yrði að byggja tveggja hæða gróðurstöð á suðausturhluta lóðarinnar Fífilbrekku við Vesturlandsveg, skv. uppdr. Al teikning ehf., dags. 28.04.06. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 1. júní 2006.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa.