Barðastaðir 69, Fannafold 35, Vættaborgir 150, Þjóðhildarstígur 2-6, Borgartún 19, Borgartún 32, Hátún 2, Sundlaugavegur 8, Sundlaugavegur 34, Skipholt 50A, Arnargata 8, Reitur 1.116, Slippareitur, Reitur 1.13, Nýlendureitur, Austurstræti 77, Vegamótastígur, Alþingisreitur, Fjölnisvegur 2, Frakkastígur 16, Grettisgata 56B, Laugavegur 7, Óðinsgata 24A, Reitur 1.172.0, Skólavörðustígur 44A, Skólavörðustígur 45, Vitastígur, Skipholt 19, Ránargata 50,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.3 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

72. fundur 2005

Ár 2005, fimmtudaginn 16. júní kl. 10:00, hélt Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 72. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 3, 3. hæð. Fundinn sátu: Margrét Þormar og Lilja Grétarsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ólöf Örvarsdóttir, Margrét Leifsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Jóhannes Kjarval. Ritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:


1.05 ">Barðastaðir 69, stækkun á lóð, fsp.
Lagt fram bréf Lindu Leifsdóttur og Axels Skúlasonar, dags. 09.06.05, varðandi fyrirspurn um stækkun á lóðinni nr. 69 við Barðastaði.
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

2.05 Fannafold 35, (fsp) Viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 7. júní 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu að norðvesturhlið hússins á lóðinni nr. 35 við Fannafold. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. júní 2005.
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.

3.05 Vættaborgir 150, stækkun lóðar
Lögð fram umsókn Árna Reynissonar, dags. 09.06.05, um stækkun lóðarinnar nr. 150 við Vættaborgir um 3 m til austurs ásamt tillögu að lóðarstækkun.
Vísað til skipulagsráðs þegar tillaga að lóðarstækkun hefur verið lagfærð.

4.05 Þjóðhildarstígur 2-6, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 31. maí 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 65 fermetra viðbyggingu að suðurhlið hússins á lóðinni nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14. júní 2005.
Ekki er gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað, í samræmi við fyrirspurn, sem síðar verður grenndarkynnt.

5.05 Borgartún 19, breyting á bílastæðum
Lagt fram bréf T.ark, dags. 02.06.05, varðandi breytingu á bílastæðum við Borgartún beggja vegna innkeyrslu að Borgartúni 19, samkv. uppdr. dags. 18.05.05. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 14. júní 2005.
Neikvætt með vísan til umsagnar Framkvæmdasviðs. Umferðarúrbætur á svæðinu eru á áætlun gatnamálastofu Framkvæmdasviðs.

6.05 Borgartún 32, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofu Garðars Halldórssonar, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 32 við Borgartún, dags. 8. júní 2005. Einnig lögð fram að nýju umsögn skipulagsfulltrúa dags. 17. mars 2005.
Neikvætt með vísan til fyrri afgreiðslu skipulagsfulltrúa dags. 18. mars 2005 og umsagnar skipulagsfulltrúa við þá afgreiðslu.

7.05 Hátún 2, bílastæði, lóðarstækkun
Lögð fram umsókn forstöðumanns Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, dags. mótt. 10.06.05, varðandi stækkun lóðar að Hátúni 2 fyrir bílastæði fatlaðra og ramp sem ekið er upp frá innkeyrslu frá Hátúni.
Kynna formanni skipulagsráðs.

8.05 Sundlaugavegur 8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Gunnars Þórðarsonar, dags. 13. maí 2005, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna byggingu bílskúrs á lóðinni nr. 8 við Sundlaugaveg.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Gullteig 4, Hrísateig 14 og Sundlaugaveg 10 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

9.05 Sundlaugavegur 34, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga VA arkitekta, dags. 06.06.05 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 34 við Sundlaugaveg.
Vísað til skipulagsráðs.

10.05 Skipholt 50A, breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Þórsafls hf, dags. 25.04.05, um að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir í húsinu nr. 50A við Skipholt. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. maí 2005.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

11.05 Arnargata 8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga VA arkitekta ehf, dags. 14.06.05, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 8 við Arnargötu.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Arnargötu 4 og 10, Fálkagötu 23a og 25 ásamt Tómasarhaga 16b, 18, 20, 22 og 24.

12.05 Reitur 1.116, Slippareitur, forsögn
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að forsögn reits 1.116, Slippareits dags. í apríl 2005. Einnig lögð fram bókun hafnarstjórnar.
Vísað til skipulagsráðs.

13.05 Reitur 1.13, Nýlendureitur, forsögn
Lögð fram drög skipulagsfulltrúa að forsögn reits 1.13, Nýlendureits dags. í apríl 2005. Einnig lögð fram bókun hafnarstjórnar.
Vísað til skipulagsráðs.

14.05 Austurstræti 77, útisalerni
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 7. júní 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp tvö útisalerni, annað á bílastæði bak við Laugaveg 77 og hitt við Vegamótastíg til móts við Grettisgötu.
Bréf undirritað af yfirverkfæðingi umhverfis- og tæknisviðs Reykjavíkurborgar og hverfisstjóra Skipulags og byggingarsviðs dags. 31. maí 2005 ásamt ljósmyndum og uppdráttum fylgja erindinu.
Gjald kr 5.700
Umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

15.05 Vegamótastígur, útisalerni
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 7. júní 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja upp tvö útisalerni, annað á bílastæði bak við Laugaveg 77 og hitt við Vegamótastíg til móts við Grettisgötu.
Bréf undirritað af yfirverkfæðingi umhverfis- og tæknisviðs Reykjavíkurborgar og hverfisstjóra Skipulags og byggingarsviðs dags. 31. maí 2005 ásamt ljósmyndum og uppdráttum fylgja erindinu.
Gjald kr 5.700
Vísað til skipulagsráðs.

16.05 Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Batterísins dags. 30. maí 2005 varðandi endurskoðun á deiliskipulagi Alþingisreits ásamt tillögum dags. 27. maí 2005.
Kynna formanni skipulagsráðs.

17.05 Fjölnisvegur 2, breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. júní 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta kvisti í austurenda húss, stækka svalir á annarri hæð til austurs, breyta svalagluggum á suðurhlið annarrar og þriðju hæðar, koma fyrir þakgluggum á suðurþekju og jafnframt lagfæra þak hússins á lóðinni nr. 2 við Fjölnisveg.
Einnig er sýnd tillaga að garðhýsi með erindinu.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Fjölnisvegi 4, ásamt Bergstaðastræti 65 og 67 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

18.05 Frakkastígur 16, (fsp) fimm íbúðir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 7. júní 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að dýpka kjallara, hækka þak, byggja viðbyggingu og tröppur að vesturhlið og innrétta fimm séreignaríbúðir í hússinu nr. 16 við Frakkastíg, samkv. uppdr. Reynis Sæmundssonar arkitekts, dags. 01.06.05.
Húsið er matshluti 03 á lóðinni nr. 23 við Njálsgötu.
Samkvæmt samþykktum teikningum er verslun á fyrstu hæð hússins en íbúð á efri hæðum.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts ásamt lögfræði og stjórnsýslu.

19.05 Grettisgata 56B, (fsp) lyfta þaki ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 10. maí 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að lyfta þaki, setja kvist á suður- og norðurþekju og lengja hús með viðbyggingu við kjallara og 1. hæð vesturhliðar íbúðarhússins á lóð nr. 53B við Grettisgötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. júní 2005.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

20.05 Laugavegur 7, breyting úti 1. h.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. júní 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í kjallara og á fyrstu hæð og byggja við suðurhlið fyrstu hæðar hússins á lóðinni nr. 7 við Laugaveg.
Stærð: Stækkun 1.hæð 56,5 ferm. og 229,0 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 13.053
Ekki er gerð athugasemd við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað, í samræmi við erindið, sem síðar verður grenndarkynnt.

21.05 Óðinsgata 24A, breyting úti og inni
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 19. apríl 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja kvisti á norður- og vesturþekju, byggja svalir að suðurhlið, breyta stiga milli annarrar hæðar og rishæðar, endurnýja útveggjaklæðningu og breyta eignamörkum íbúða hússins á lóðinni nr. 24A við Óðinsgötu skv. uppdr. Argos, dags. 1.04.05. Málið var í kynningu frá 6. maí til 13. júní 2005. Athugasemdabréf barst frá Þórunni Óskarsdóttur og Guðrúnu Guðjónsdóttur, Óðinsgötu 24, dags. 14.05.05. Lögð fram ný tillaga Argos, dags. 15.06.05, sem kemur til móts við athugasemdir nágranna.
Stærð: stækkun kvistir xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Vísað til skipulagsráðs.

22.05 Reitur 1.172.0, breyting á deiliskipulagi vegna Laugavegar 23/Hverfisgötu 40
Lögð fram umsókn Þormóðs Sveinssonar ark. f.h. Leiguíbúða ehf, dags. 12.08.04, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0 vegna lóðanna nr. 23 við Laugaveg og nr. 40 við Hverfisgötu, skv. uppdr. 101 arkitekta, dags. 24.06.04, með þremur tillögum að uppbyggingu á lóðunum
Kynna formanni skipulagsráðs.

23.05 Skólavörðustígur 44A, svalir 2.hæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. júní 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á suðvesturhlið annarrar hæðar hússins á lóðinni nr. 44A við Skólavörðustíg.
Jafnframt er byggð köld geymsla undir svalatröppum.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Stærð: Köld geymsla 3,2 ferm. og 6,5 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 371
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Skólavörðustíg 42, 44 og 46 ásamt Njarðargötu 61 og Lokastíg 25.

24.05 Skólavörðustígur 45, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. maí 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja u.þ.b. 340 fermetra viðbyggingu á þremur hæðum norðan og austan við hótel Leif Eiríksson á lóðinni nr. 45 við Skólavörðustíg.
Bréf hönnuðar (ódags.) ásamt uppdráttum og ljósmyndum fylgir erindinu.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

25.05 Vitastígur, tvær færanl. kennslust.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 7. júní 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir tveimur færanlegum kennslustofum ásamt tengigangi á lóð Austurbæjarskóla við Vitastíg.
Stærð: Færanlegar kennslustofur 130,4 ferm. og 392,0 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 22.344
Vísað til skipulagsráðs.

26.05 Skipholt 19, br.stórri íbúð í 2 minni, byggja yfir svalir, þakskyggni
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. júní 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta íbúð á þriðju hæð í tvær minni íbúðir (íb. 0304 og 0305) og koma fyrir svölum á austurhlið þriðju hæðar hússins nr. 19 við Skipholt skv. uppdr. Helga Hafliðasonar ark., dags. 6.06.05.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Brautarholti 20.

27.05 Ránargata 50, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. júní 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu og svalir að vesturhlið hússins á lóðinni nr. 50 við Ránargötu skv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í maí 2005.
Umsögn Minjasafns Reykjavíkur dags. 8. apríl 2005 fylgir erindinu ásamt skuggavarpi.
Umsögn Húsafriðunarnefndar dags. 3. júní 2005 fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. apríl 2005 (vegna fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Stærð: Viðbygging 12,8 ferm. og 70.0 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 3.990
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Ránargötu 48, 49, og 51 ásamt Framnesvegi 3, 5 og 7.