Síðumúli 28, Þingholtsstræti 3, Ásvallagata 8, Brautarholt 24, Fjölnisvegur 2, Garðastræti 34, Háskóli Íslands, Ægisíða, Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði, Stekkjarbrekkur, Úlfarsárdalur, Bíldshöfði 9, Álftamýri 1-5, Háagerði 19, Háaleitisbraut 68, Holtavegur 8-10, Kringlan 4-12, Langholtsvegur 27, Laugarás, Hrafnista, Skipasund 83, Síðumúli 7-9, Skútuvogur 14-16, Vatnagarðar 4,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.3 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

55. fundur 2005

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 672/2000. Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.3 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Ár 2005, föstudaginn 11. febrúar kl. 10:15 var haldinn 55. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Lilja Grétarsdóttir. Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Margrét Leifsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Jóhannes S. Kjarval, Þórarinn Þórarinsson, og Björn Axelsson. Fundarritari var Helga B. Laxdal.
Þetta gerðist:


1.05 Síðumúli 28, stækkun lóðar og samtenging við Síðumúla 32
Lagt fram bréf Tark, dags. 24.01.05 ásamt uppdrætti dags. 24.01.05, varðandi stækkun og samtengingu lóða nr. 28 við Síðumúla og að hluta til nr. 32. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 10. febrúar 2005.
Synjað með vísan til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

2.05 Þingholtsstræti 3, nýbygging hótel m 29 herb.
Lagt fram bréf Nexus arkitekta, dags. 2.02.05, ásamt leiðréttum uppdrætti, dags. 2.02.05 vegna Þingholtsstrætis 3. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 10. febrúar 2005.
Vísað til skipulagsráðs, þegar uppdráttur hefur verið lagfærður.

3.05 Ásvallagata 8, viðbygging, breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 8. febrúar 2005, þar sem sótt er um leyfi til þess að dýpka kjallara um 40cm, breyta innra fyrirkomulagi á öllum hæðum og byggja viðbyggingu að norðurhlið hússins á lóðinni nr. 8 við Ásvallagötu, samkv. uppdr. ARGOS ehf, dags. í janúar 2005.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að byggja garðáhalda- og sorpskýli í norðausturhorni lóðar.
Stærð: Stækkun viðbygging xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Ásvallagötu 6 og 10, auk Sólvallagötu 5, 5a og 7.

4.05 Brautarholt 24, (fsp) breytt deiliskipulag
Lögð fram fyrirspurn Halldórs Einarssonar, dags. 24.01.05, um breytt deiliskipulag vegna húss nr. 24 við Brautarholt. Einnig lagt fram samþykki eigenda þriðju hæðar að Brautarholti 24, dags. 21. janúar 2005.
Lögð fram umsögn byggingarfulltrúa, dags. 9. febrúar 2005.
Ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað í samræmi við fyrirspurn.

5.05 Fjölnisvegur 2, (fsp) hækkun á þaki ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25.01.05. Spurt er hvort leyft yrði að byggja ofaná stigahús við austurhlið hússins nr. 2 við Fjölnisveg og gera fleiri breytingar í líkingu við meðfylgjandi gögn. Einnig lögð fram umsögn hverfisarkitekts, dags. 11. febrúar 2005.
Ekki er gerð athugasemd við erindið, en bent er á leiðbeiningar í umsögn hverfisarkitekts.

6.05 Garðastræti 34, bílskúr
Lögð fram fyrirspurn um hvort byggja megi tvöfaldan bílskúr á lóðinni nr. 34 við Garðastræti.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts.

7.05 Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf háskólarektors, dags. 7.06.04 ásamt breyttri deiliskipulagstillögu Teiknistofu Gylfa Guðjónssonar og félaga. Einnig lögð fram húsakönnun dags. 15.06.04. Málið var í auglýsingu frá 7. júlí til 18. ágúst 2004. Athugasemdabréf bárust frá Sigurgeiri Þorgeirssyni f.h. stjórnar Hótel Sögu ehf, dags. 16.08.04, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, dags. 16.08.04, húsfélaginu Birkimel 6, dags. 18.08.04 og húsfélaginu Birkimel 8, dags. 17.08.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 09.09.04. Lagt fram bréf Ellenar Kristínar Karlsdóttur f.h. hverfisráðs Vesturbæjar, dags. 27.09.04.
Vísað til skipulagsráðs.

8.05 Ægisíða, deiliskipulag
Að lokinni forkynningu á forsögn skipulagsfulltrúa, dags. júní 2004, að deiliskipulagi reits sem markast af Ægisíðu, Hofsvallagötu, lóðarmörkum austan Ægisíðu og Lynghaga eru lögð fram bréf Guðmundar Löve og Hrefnu Bjargar Þorsteinsdóttur, Ægisíðu 74, dags. 24.07.04 og bréf Árna Þ. Árnasonar, Bryndísar Jónsdóttur, Öldu Halldórsdóttur og Jóns Björnssonar, Ægisíðu 92, dags. 22.07.04, Péturs G. Thorsteinsson og Birnu Hreiðarsdóttur, Ægisíðu 82, dags. 27.07.04 og 31.08.04, Sigurþór Heimisson, mótt. 1.08.04, Halldórs Guðmundssonar Ægisíðu 50, dags. 23.07.04 og Bjarna Guðjónssonar Ægisíðu 64, dags. 1.02.05. Einnig lögð fram umsögn verkfræðistofu, dags. 19. ágúst 2004. Lögð fram ný tillaga Hjördísar og Dennis arkitekta, dags. 3.02.05.
Vísað til skipulagsráðs.

9.05 Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Arkís, dags. 28.01.05 ásamt uppdr., dags. 18.01.05, um hvort fara megi 30 cm upp fyrir gefna hæð á hluta byggingarreits Menningarhúss Orkuveitu Reykjavíkur og Fornbílaklúbbs Íslands við Rafstöðvarveg.
Frestað, fyrirspyrjandi hafi samband við embættið.

10.05 Stekkjarbrekkur, deiliskipulag atvinnulóða
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Arkþings, dags. 20.09.04, breytt 11.02.05, að deiliskipulagi atvinnulóða á miðsvæði við Vesturlandsveg í Stekkjarbrekkum ásamt drögum skipulagsfulltrúa að greinargerð og skilmálum, dags. 29.09.04, br. 11.10.04. Lagt fram bréf bæjarverkfræðings Mosfellsbæjar, dags. 28.12.04, um framlengingu athugasemdarfrests til 14.01.05.
Vísað til skipulagsráðs.

11.05 Úlfarsárdalur, deiliskipulag
Lögð fram drög að tillögu Landmótunar ehf, að deiliskipulagi Úlfarsárdals, dags. 11.02.05, ásamt drögum að greinargerð.
Kynna tillöguna fyrir formanni skipulagsráðs.

12.05 Bíldshöfði 9, (fsp) breytt notkun
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. febrúar 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta iðnaðarhúsi á lóðinni nr. 9 við Bíldshöfða í verslun og vörugeymslu.
Jafnframt er spurt (a) hvort skilyrði yrðu sett fyrir veitingu byggingarleyfis, (b) hvaða hönnunargögn skulu fylgja byggingarleyfisumsókn og (c) hvort leyft yrði að merkja húsið með skiltum eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum. Bréf samræmingarhönnuðar dags. 25. janúar 2005 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn hverfisarkitekts og lögfræði og stjórnsýslu, dags. 11. febrúar 2005.
Ekki gerð athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað með öðrum lóðarhöfum í samræmi við umsögn, dags. 11. febrúar 2005.

13.05 Álftamýri 1-5, og 7-9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Tryggva Tryggvasonar arkitekts, dags. 20. júlí 2004, ásamt tillögu, dags. 09.09.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 1-9 við Álftamýri. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31.08.04 og umsögn Verkfræðistofu, dags. 23.09.04. Málið var í auglýsingu frá 22. október til 3. desember 2004. Athugasemdabréf bárust frá T.ark, dags. 04.11.04 ásamt uppdrætti og Sigrúnu S. Hafstein f.h. íbúa við Álftamýri 15-27, dags. 03.12.04. Einnig lagt fram bréf hverfisráðs Háaleitis, dags. 17.12.04, mótt. 21.12.04 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20.12.04. Auglýsingafrestur var framlengdur til 7. febrúar 2005. Athugasemdabréf barst frá Sigrúnu S. Hafstein f.h íbúa raðhúsanna við Álftamýri 15-27, dags. 07.02.05. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 10. febrúar 2005.
Vísað til skipulagsráðs.

14.05 Háagerði 19, garðskýli og sólpallur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. febrúar 2005, þar sem sótt er um samþykki fyrir garðskýli úr timbri á norðurhluta lóðar,sólpalli með heitum potti og skjólgirðingu við íbúðarhúsið á lóð nr. 19 við Háagerði.
Samþykki nágranna að Háagerði 17 (á teikningu) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Frestað, samræmist ekki deiliskipulagi. Umsækjandi hafi samband við embættið.

15.05 Háaleitisbraut 68, (fsp) stækkun á anddyri o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18.01.05. Spurt er hvort leyft yrði að byggja anddyrirsbyggingu við norðurhlið hússins nr. 68 við Háaleitisbraut. Einnig lagt fram bréf Arkitektastofunnar Austurvöllur, dags. 08.02.05, ásamt uppdráttum, dags. s.d.
Vísað til umsagnar gatnamálastofu, Framkvæmdasviðs.

16.05 Holtavegur 8-10, nr. 10 stigahús ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. febrúar 2005, þar sem sótt er um leyfi til að reisa nýtt stigahús úr stáli við suðvesturhorn hússins nr. 10 við Holtagarða. Jafnframt verði gerðar minniháttar breytingar á fyrirkomulagi innanhúss.
Stærðir: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Vísað til umsagnar hafnarstjórnar Faxaflóahafna.

17.05 Kringlan 4-12, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 08.02.05, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 4-12 við Kringluna, samkv. uppdr. dags. s.d.
Vísað til skipulagsráðs.

18.05 Langholtsvegur 27, (fsp) hækka þak
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. febrúar 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka þak með tveimur kvistum á hvorri hlið og svölum á suðurhlið tvíbýlishússins á lóð nr. 27 við Langholtsveg. Einnig lögð fram umsögn hverfisarkitekts, dags. 5. febrúar 2005.
Ekki er gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar. Vakin er athygli á því að deiliskipulag er í vinnslu á svæðinu.

19.05 Laugarás, Hrafnista, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 2. febrúar 2005, ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi, dags. í febrúar 2005, vegna byggingar þjónustuíbúða fyrir aldraða á lóð Hrafnistu.
Frestað, umsækjandi hafi samband við embættið.

20.05 Skipasund 83, niðurrif og endurb. bílskúrs
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun og breytingu geymsluskúrs í vinnustofu (matshluta 70) og leyfi til þess að rífa núverandi bílskúr (matshluta 71) og byggja annan stærri léttbyggðan bílskúr ásamt vinnustofu á norðurhorni lóðar nr. 83 við Skipasund.
Stærð: Áður gerð vinnustofa stækkun 17,5 ferm., 50,9 rúmm.
Niðurrif bílskúrs fastanúmer 202-0660 merking 71 0101 25,7 ferm., nýr bílskúr + vinnustofa samtals 41,6 ferm., 114,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 9.445
Ekki er gerð athugasemd við að grenndarkynna framkomna umsókn fyrir hagsmunaaðilum, þegar samþykki aðlægra lóða liggur fyrir í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa.

21.05 Síðumúli 7-9, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 1. febrúar 2005, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu fyrir vörumóttöku og vörugeymslu í kjallara og á 1. hæð á lóð nr. 7-9 við Síðumúla.
Frestað, umsækjandi hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.

22.05 Skútuvogur 14-16, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Arkís f.h. Húsasmiðjunnar, dags. 24.11.04 ásamt tillögu Arkís, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 14-16 við Skútuvog, dags. 23. nóvember 2004. Einnig lagt fram bréf hafnarstjórnar, dags. 2. desember 2004 ásamt minnisblaði, dags. 29. nóvember 2004. Málið var í auglýsingu frá 29. desember til 9. febrúar 2005. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til skipulagsráðs.

23.05 Vatnagarðar 4, breyting á notkun, fsp.
Lagt fram bréf Studio 4 ehf, dags. 5.12.04, mótt. 27.12.04. Spurt er hvort leyft verði að breyta hluta húsnæðisins í leikhús. Einnig lagt fram bréf hafnarstjórnar, dags. 02.02.05.
Ekki er gerð athugasemd við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst. Samþykki meðeigenda þarf að fylgja byggingarleyfisumsókn.