Ásvallagata 21, Flókagata 5, Háteigsvegur 2, Hátún 6, Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur, Skúlagata 21, Víðihlíð 5-11, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Vatnsveituv. Fákur 112470, Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889, Hæðargarður 14, Kambsvegur 27, Ofanleiti 14, Rauðagerði 63, Sigtún 40, Skútuvogur 14-16, Sogavegur 164, Stóragerði 23, Maríubaugur 1, Ingunnarskóli, Raufarsel 8, Reitur 1.170.0, Grenimelur 46, Reitur 1.171.1, Saurbær 125746, Súðarvogur 32, Reitur 1.174.3, Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, Hverfisgata 103, Laugavegur 24, Aðalstræti 7, Bitruháls 1, Hraunteigur 8, Háteigsvegur 2, Landakot,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.3 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

47. fundur 2004

Ár 2004, föstudaginn 3. desember kl. 10:00 var haldinn 47. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:


1.04 Ásvallagata 21, þaksvalir
Lögð fram umsókn Ragnars Birgissonar ark., dags. 16.11 04, um gerð þaksvala á hús nr. 21 við Ásvallagötu skv. uppdr. sama, dags. 11.11.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3.12.04.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

2.04 Flókagata 5, (fsp) breyta þaki o.fl
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 23. nóvember 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta þaki hússins nr. 5 við Flókagötu í samræmi við meðfylgjandi teikningar Haraldar Haraldssonar ark., dags. 22.10.04.
Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

3.04 Háteigsvegur 2, (fsp) fjölgun íbúða
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16.11.04. Spurt er hvort leyft yrði að gera tvær íbúðir á annarri hæð hússins nr. 2 við Háteigsveg í stað einnar og gera sjálfstæða íbúð í risi í stað herbergja í eigu neðri hæða. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3.12.04.
Jákvætt að fjölga íbúðum í allt að 4 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

4.04 Hátún 6, lóðarstækkun
Lögð fram fyrirspurn um að stækka lóðina nr. 6 við Hátún, dags. 25.11.04.
Frestað, vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.

5.04 Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Alark arkitekta, dags. 20.08.04, að breytingu á deiliskipulagi á íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda ásamt greinargerð Verkfræðistofu um hljóðvist, dags. 2.07.04. Einnig lagður fram viðauki við samning Vals og Reykjavíkurborgar frá 11. maí 2002 og umsögn Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 16.09.04. Málið var í auglýsingu frá 20. október til 1. desember 2004. Athugasemdabréf barst frá Símanum, dags. 22.11.04.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

6.04 Reitur 1.220.1 og 2, Vélamiðstöðvarreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf og uppdr. pk-hönnunar, dags. 19.04.04 varðandi breytingu á deiliskipulagi Skúlatúnsreits eystri. Einnig lögð fram bókun samgöngunefndar frá 4.05.04 (11.liður), umsögn Verkfræðistofu dags. 29.04.04 og bréf Vinnustofunnar Þverá, dags. 16.04.04. Málið var í auglýsingu frá 15. október til 26. nóvember 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 2. gr. viðauka nr. 2.3 um stjórn Reykjavíkurborgar.

7.04 Skúlagata 21, stækkun lóðar, fjölgun bílastæða
Lagt fram bréf Arkitekta Ólafar & Jon ehf, dags. 23. nóvember 2004, varðandi stækkun á lóðinni norðan við húsið að Skúlagötu 21 til þess að fjölga bílastæðum.
Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

8.04 Víðihlíð 5-11, (fsp) nr 9-11 tímab.búseta í föndurh.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 23. nóvember 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta núverandi föndurherbergi í bílskúr við húsið nr. 9-11 tímabundið í íbúð tengda sambýlinu á lóð nr. 5-11 við Víðihlíð. Bréf Styrktarfélags vangefinna dags. 9. nóvember 2004 og bréf hönnuðar dags. 11. nóvember 2004 fylgja erindinu. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 3. desember 2004.
Jákvætt með vísan til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.

9.04 Öskjuhlíð, Keiluhöll, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Traðar ehf, dags. 23.11.04, um breytingu á deiliskipulagi sem heimilar að nýta hluta lóðar Keiluhallarinnar við Flugvallarveg undir bensínsjálfsafgreiðslustöð.
Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

10.04 Vatnsveituv. Fákur 112470, (fsp) ofanábygg. hesthús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 23. nóvember 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja ofanábyggingu á hesthúsið Faxaból 3d ásamt svölum við gafl í líkingu við fyrirliggjandi teikningu, mótt. 25.11.04, á lóð Fáks við Vatnsveituveg.
Aðlaga þarf fyrirliggjandi uppdrætti að tillögu að deiliskipulagi á svæðinu sem hefur verið auglýst en ekki hlotið endanlega staðfestingu.

11.04 Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagður fram leiðréttur uppdráttur Eon arkitekta ásamt greinargerð, að breytingu á deiliskipulagi í Blesugróf, stgr. 1.885 og 1.889, dags. í desember 2004. Auglýsingin stóð yfir frá 18. ágúst til 29. september 2004. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Lúther S. Kristjánsson, Jöldugróf 2, dags. 02.09.04, Benedikt Lund, Blesugróf 14, dags. 06.09.04, Árni Freyr Sigurlaugsson og Katrín Guðmundsdóttir, Bleikargróf 5, dags. 01.09.04, Bára Magnúsdóttir, Jöldugróf 18, dags. 31.08.04, Bergþóra Ögmundsdóttir Blesugróf 15, dags. 18.09.04, Halldór Zoega Bleikargróf 1, dags. 27.09.04, Magnús Jensson ark. f.h. eiganda Blesugrófar 27, dags. 27.09.04, Birgir Dýrfjörð Stjörnugróf 29, dags. mótt. 29.09.04, Guðrún Jakobsdóttir formaður samtaka íbúa í Blesugróf, dags. 16.09.04. Einnig lögð fram samantekt og svör skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 3. desember 2004.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

12.04 Hæðargarður 14, klæða húsið byggja anddyri o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 30. nóvember 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja anddyrisviðbyggingu að norðurhlið, byggja verönd að suðurhlið og klæða utan með trapisujárni húsið á lóðinni nr. 14 við Hæðargarð, samkv. uppdr. Trausta Leóssonar byggingafræðings, dags. 22.11.04.
Á teikningum er gerð grein fyrir áður gerðum geymsluskúr á lóð, áður uppsettum sjónvarpsdiski og áður gerðu bílastæði á lóð. Umsögn burðarvirkishönnuðar vegna klæðningar dags. 26. nóvember 2004 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. desember 2004.
Stærð: Stækkun, anddyri 11,8 ferm. og 35,1 rúmm.
áður gerður geymsluskúr 4,7 ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 5.400 + xx
Ekki gerð athugasemd við erindið.

13.04 Kambsvegur 27, (fsp) lyfta þaki
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 30. nóvember 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka þak með mænisþaki og setja á það 1-3 kvisti í líkingu við fyrirliggjandi skissu einbýlishússins á lóð nr. 27 við Kambsveg.
Jákvætt. Erindinu vísað í deiliskipulagsvinnu sem er í gangi á reitnum.

14.04 Ofanleiti 14, breyting á notkun
Lögð fram fyrirspurn Benedikts H. Þorbjörnssonar, dags. 29.11.04, um að breyta húsinu á lóðinni nr. 14 við Ofanleiti í íbúðarhús.
Neikvætt, samræmist ekki skipulagi.

15.04 Rauðagerði 63, áður gerðar viðbyggingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 30. nóvember 2004, þar sem sótt er um leyfi fyrir áður gerðum viðbyggingum við húsið nr. 63 við Rauðagerði, samkv. uppdr. Trausta Leóssonar byggingafræðings, dags. 16.11.04. Við aðalinngang hefur verið gert inngangsskýli úr steinsteypu (B-rými) og við suðvesturhlið hefur verið gerð viðbygging við stofur úr timbri.
Stærðir: Skýli 3,8 ferm. og 9,4 rúmm.. Viðbygging 3,2 ferm. og 7,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 928
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Rauðagerði 57 og 61.

16.04 Sigtún 40, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram bréf Ingimundar Sveinssonar ark., dags. 18.11.04 og 24.11.04 ásamt uppdr., mótt. 18.11.04, varðandi uppbyggingu á lóð nr. 40 við Sigtún. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2. desember 2004.
Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

17.04 Skútuvogur 14-16, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkís f.h. Húsasmiðjunnar, dags. 24.11.04 ásamt tillögu Arkís, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 14-16 við Skútuvog, dags. 23. nóvember 2004. Einnig lagt fram bréf hafnarstjórnar, dags. 29. nóvember 2004.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

18.04 Sogavegur 164, endurnýjað byggingarleyfi frá 12.11.2002
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 23. nóvember 2004, þar sem sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi frá 12. nóv. 2002, þar sem sótt var um "leyfi til þess að byggja léttbyggt anddyri við norðurhlið og steinsteypta bílgeymslu við vesturhlið ásamt stækkun íbúðar ofan á bílgeymslu á lóð nr. 164 við Sogaveg." Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30.11.04.
Samþykki nágranna dags. 6. nóv. 2004 ásamt umsögn Borgarskipulags dags. 23. apríl 2001 sem fylgdi erindinu þegar það var samþykkt upphaflega. Málið var í kynningu frá 14. ágúst til 12. september, framlengd til 15. sept. 2001.
Stærð: Viðbygging íbúð 31,2 ferm., bílgeymsla 24,8 ferm., samtals 59,8 ferm., 121,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 6.555
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa. Umsóknin samræmist ekki deiliskipulagi.

19.04 Stóragerði 23, áður gerðar breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 23. nóvember 2004, þar sem sótt er um leyfi til að breyta og stækka íbúð á fyrstu hæð hússins nr. 23 við Stóragerði á kostnað annarra íbúða í húsinu. Jafnframt er sótt um leyfi til að gera viðbótarbílastæði þannig þau verði þrjú á lóðinni. Ennfremur er sótt um breytingu á skráningu þannig að áður skráður kjallari verði fyrsta hæð. Lagðir fram uppdr. Ágústs Þórðarsonar byggfr., dags. 16.11.04.
Stækkun:
Gjald kr. 5.400
Neikvætt gagnvart fjölgun bílastæða á lóð.

20.04 Maríubaugur 1, Ingunnarskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga VA arkitekta, dags. 30.11.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Maríubaug vegna gervigrasvallar, sem staðsettur verður á lóð Ingunnarskóla.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Kirkjustétt 10-22 og 30-34, sléttar tölur auk Maríubaugs 5-19, oddatölur, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

21.04 Raufarsel 8, lóð Kaþólsku kirkjunnar
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 29. október 2004, varðandi lóðir Kaþólsku kirkjunnar að Landakoti og við Raufarsel. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa til sviðsstjóra dags. 2.12.04.
Jákvætt að nýta svæði til uppbyggingar með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

22.04 Reitur 1.170.0, Lækjargata/Hverfisgata/Ingólfsstræti/Bankastræti
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga Batterísins ehf arkitekta, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.170.0, sem afmarkast af Lækjargötu, Hverfisgötu, Ingólfsstræti og Bankastræti, dags. 26.11.04. Athugasemd barst frá Herbertsprenti Bankastræti 3, dags. 15.06.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. júlí 2004.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

23.04 Grenimelur 46, deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Kollgátu ehf, að deiliskipulagi lóðarinnar nr. 46 við Grenimel, dags. 10.10.04. Málið var í kynningu frá 19. október til 15. nóvember 2004. Þessir sendu inn athugasemdir: Magnea Jónsdóttir og Aðalsteinn Kristinsson, Reynimel 59, dags. 24.10.04, Ása Bernharðsdóttir, Reynimel 59, dags. 28.10.04, Páll Kristinsson, Reynimel 59, dags. 29.10.04, undirskriftalisti 24 íbúa við Grenimel og Reynimel, dags. 13.11.04, Elliði Aðalsteinsson Reynimel 65, dags. 15.11.04, Kjartan Kárason Grenimel 44, dags. 14.11.04, Einar Jónsson Reynimel 65, dags. 14.11.04, húseigendur að Reynimel 63, dags. 13.11.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags. 18.11.04.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

24.04 Reitur 1.171.1, breyting á deiliskipulagi vegna Klapparstígs 28
Lagt fram bréf Richards Briem ark. f.h. eigenda Klapparstígs 28, dags. 15.11.04, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.1 vegna lóðarinnar.
Ekki gerð athugasemd við að umsækjandi láti, á eigin kostnað, vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem síðan verður grenndarkynnt.

25.04 Saurbær 125746, tækjaslýli og stálmastur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 9. nóvember 2004, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tækjaskýli úr timbri og stáli ásamt 16 m háu fjarskiptamastri úr stálröri á óafmarkaðri lóð rétt utan helgunarsvæðis Vesturlandsvegar í landi Saurbæjar á Kjalarnesi. Einnig lögð fram umsögn starfshóps um fjarskiptaloftnet, dags. 26.11.04.
Erindinu fylgir umboð landeiganda dags. 30. sept. 2004, bréf Og fjarskipta hf. dags. 22. okt. 2004. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. desember 2004.
Gjald kr. 5.400 + xx
Ekki gerð athugasemd við erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

26.04 Súðarvogur 32, (fsp) breyta í íbúð og vinnustofu
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 23. nóvember 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta notkun þriðju hæðar hússins nr. 32 við Súðarvog úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði og vinnustofu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. desember 2004.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

27.04 Reitur 1.174.3, breyting á deiliskipulagi v/Laugaveg 86-94
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Arkitekta Gunnars og Reynis sf, dags. 29.10.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 86-94 við Laugaveg. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 28.10.04. Málið var í kynningu frá 2. til 30. nóvember 2004. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

28.04 Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, breyting á deiliskipulagi vegna Frakkastígs 16
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Arko, dags. í október 2004, mótt. 29. október 2004, að breytingu á deiliskipulagi Ölgerðarreits vegna Frakkastígs 16. Málið var í kynningu frá 3. nóvember til 1. desember 2004. Athugasemdabréf barst frá BTS Byggingum ehf og Esther Indriðadóttur f.h. eigenda Frakkastígs 14B, dags. 28.11.04.
Vísað til umsagnar hverfisstjóra.

29.04 Hverfisgata 103, nýbygging
Lögð fram fyrirspurn teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 16.11.04 ásamt uppdrætti, dags. 15.11.04, vegna nýbyggingar og breyttrar notkunar á lóð nr. 103 við Hverfisgötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. desember 2004.
Frestað. Umsækjandi kynni sér athugasemdir í umsögn skipulagsfulltrúa.

30.04 Laugavegur 24, (fsp) hækka ris ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 16.11.04. Spurt er hvort leyft yrði að hækka rishæð og innrétta þar ásamt á 4. hæð samtals sjö hótelíbúðir sem yrðu samtengdar hótelinu á aðliggjandi lóð nr. 22A eftir nýjum svalagangi á bakhlið 4. hæðar framhússins á lóð nr. 24 við Laugaveg skv. uppdr. Nexus, dags. 4.11.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. desember 2004.
Frestað. Umsækjandi kynni sér athugasemdir í umsögn skipulagsfulltrúa.

31.04 Aðalstræti 7, ósk um niðurrif
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 29. nóvember 2004, varðandi bréf Helgu Helgadóttur frá 15. s.m. um lóðina að Aðalstræti 7.
Frestað. Umsagnir Húsafriðunarnefndar ríkisins og Borgarminjavarðar liggja ekki fyrir.

32.04 Bitruháls 1, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Arkþings ehf, dags. 23.09.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóð Mjólkursamsölunnar við Bitruháls, samkv. uppdr. Landslags ehf og Arkþings ehf, mótt. 23.09.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. október 2004 ásamt bréfi skrifst.stj. borgarverkfræðings, dags. 22.11.04, varðandi stækkun lóðar Mjólkursamsölunnar við Bitruháls.
Vísað til skipulags og byggingarnefndar.

33.04 Hraunteigur 8, (fsp) stækkun, bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 26. október 2004, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu að suðurhlið húss og byggja bílskúr austan hússins á lóðinni nr. 8 við Hraunteig. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 2.11.04.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Hraunteig 10 og Hrísateig 6.

34.04 Háteigsvegur 2, breytingar á húsi
Lögð fram fyrirspurn Breiðverks ehf, dags. 23.11.04, um að gera 5 íbúðir, breyta þakhæð og lyfta þaki í húsinu nr. 2 við Háteigsveg, samkv. uppdr. ARKO, dags. í nóv. 2004.
Jákvætt að fjölga íbúðum í allt að 4 með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

35.04 Landakot, lóð Kaþólsku kirkjunnar
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 29. október 2004, varðandi lóðir Kaþólsku kirkjunnar að Landakoti og við Raufarsel. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9.11.04.
Neikvætt gagnvart uppbyggingu á svæðinu með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.