Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur,
Grjótaþorp,
Barmahlíð 20,
Bárugata 38,
Hátún 6,
Kárastígur 11,
Kvisthagi 17,
Sólvallagata 4,
Þverholt 7,
Byggðarendi 9,
Hamarsgerði 2,
Kleppsvegur 96,
Langholtsvegur 141,
Vatnagarðar 4-28,
Reynisvatnsheiði,
Suðurgötukirkjugarður,
Grasarimi 11,
Keilufell,
Maríubaugur 1,
Naustabryggja 35-41,
Bíldshöfði 20,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.
10. fundur 2003
Ár 2003, föstudaginn 21. mars kl. 10:15 var haldinn 10. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Helga Bragadóttir og Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir.
Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum erindum: Þórarinn Þórarinsson, Margrét Þormar, Jóhannes S. Kjarval, Nikulás Úlfar Másson, Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
1.03 Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju breytt tillaga Teiknistofunnar ehf, Brautarholti 6, að deiliskipulagi reits, 1.182.1, "Ölgerðarlóð", milli Grettisgötu, Njálsgötu og Frakkastíg, dags. 31.10.02. Einnig lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar, dags. 02.10.02, bréf Árbæjarsafns, dags. 22.10.02, bréf Ingibjargar Þorsteinsdóttur dags. 19.11.02 varðandi ósk um viðbyggingu við hús nr. 16b við Grettisgötu, bréf Harðar Ásbjörnssonar, dags. 25.03.00, bréf Andrésar Magnússonar og Maríu Óskarsdóttur, dags. 29.09.00, Jóns Gunnars Jónssonar, dags. 15.08.00 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25.11.02. Málið var i auglýsingu frá 29. janúar til 13. mars, athugasemdafrestur var til 13. mars 2003. Athugasemdabréf bárust frá Trausta Leóssyni, dags. 29.01.03, Ragnhildi Kjeld, Grettisgötu 22, Maríu Óskarsdóttur, Grettisgötu 22B og Grettisgötu 22C, BTS Byggingum ehf c/o Benedikt Sigurðsson, Grettisgötu 22D, dags. 24.02.03, BTS Byggingum ehf c/o Benedikt Sigurðsson, Grettisgötu 22D og Maríu Óskarsdóttur, Grettisgötu 22B, dags. 01.03.03, Svölu Thorlacius hrl. f.h. eigenda Frakkastígs 16, dags. 12.03.03, Guðrúnu Fanney Sigurðardóttur arkitekts, f.h. BTS Bygginga ehf, dags. 13.03.03.
Kynnt
2.03 Grjótaþorp, breyting á deiliskipulagi, Aðalstræti 16
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28 sf, dags. 3. febrúar 2003, að breytingu á deiliskipulagi í Grjótaþorpi, varðandi Aðalstræti 16. Málið var í kynningu frá 17. febrúar til 17. mars 2003. Athugasemdabréf barst frá Ingunni Gísladóttur og Grétari Guðmundssyni, Grjótagötu 5, dags. 15.03.03.
Kynnt
3.03 Barmahlíð 20, fsp. hækka þak
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 5. mars 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka ris og stækka þannig íbúðir á annarri hæð hússins á lóðunum nr. 18 og 20 við Barmahlíð. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. mars 2003.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
4.03 Bárugata 38, (fsp) hækka kvist, svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 13. mars 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka þak og gera svalir á bakhlið (norður) hússins nrs. 38 við Bárugötu í líkingu við meðfylgjandi riss. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2003.
Neikvætt gagnvart útfærslu með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
5.03 ">Hátún 6, stækkun á fjölbýlish.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 22. janúar 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja átta hæða steinsteypta viðbyggingu með tuttugu og tveimur íbúðum við norðurhlið núverandi 50 íbúða fjölbýlishús á lóð nr. 6 við Hátún, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 13.01.03.
Stærð: Samtals stækkun 1.-8. hæð 1725 ferm., 4663,9 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 223.867
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Nóatúni 15, 17, Hátúni 21-47 og 6a, 6b, 13 og Miðtúni 42- 44, 50- 52, 56-60, 68, 74-76, 82-84.
6.03 Kárastígur 11, (fsp) svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 13. mars 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir á suðausturhlið hússins á lóðinni nr. 11 við Kárastíg.
Jákvætt. Grenndarkynna þarf umsókn þegar hún berst.
7.03 Kvisthagi 17, fsp. hækka þak, kvistir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 13. mars 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að hækka þak og gera kvisti á húsið nr. 17 við Kvisthaga í líkingu við meðfylgjandi riss. Erindinu fylgir bréf umsækjanda dags. 4. mars 2003.
Frestað. Hverfisstjóra falið að vinna umsögn.
8.03 Sólvallagata 4, bílgeymsla ofl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 13. mars 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja kjallaratröppur og viðbyggingu að kjallara og fyrstu hæð norðurhliðar húss, fella niður kjallaratröppur á austurhlið húss og byggja bílskúr í norðausturhorni lóðar.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að reisa steinsteyptan garðvegg að götu og breyta innra fyrirkomulagi á fyrstu hæð hússins á lóðinni nr. 4 við Sólvallagötu, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Skólavörðustíg 28, dags. 15.02.03. Umsögn Árbæjarsafns dags. 3. mars 2003 fylgir erindinu. Samþykki eiganda Sólvallagötu 2 (á teikn.) fylgir erinidinu. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 10.03.03.
Stærð: Bílskúr (matshl. 02) 40,2 ferm. og 123,6 rúmm. Viðbygging húss xx ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 5.100 + xx
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Sólvallagötu 1, 2, 3, 6 og Hávallagötu 7, 9 og 11.
9.03 Þverholt 7, breytt innra skipulag
Lagt fram bréf Þormóðs Sveinssonar arkitekts, dags. 5. mars 2003, varðandi umsókn um breytingu á samþykktum uppdráttum frá 1933.
Frestað. Vísað til umsagnar formstöðumanns lögfr. og stjórnsýslu.
10.03 Byggðarendi 9, niðurrif - endurbyggja laufskála o.fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 26. febrúar 2003, þar sem sótt er um leyfi til að rífa núverandi "blómaskála" við húsið nr. 9 við Byggðarenda. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja í hans stað fjölskylduherbergi í tengslum við borðstofu, byggja yfir sund milli fjölskylduherbergis og bílgeymslu og setja uppstólað valmaþak á húsið, samkv. uppdr. Finns Björgvinssonar arkitekts, dags. 18.02.03. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. mars 2003.
Niðurrirf: xx ferm.
Stækkun: xx ferm.
Stærð samtals: xx ferm
Gjald kr. 5.100 + xx
Jákvætt gagnvart viðbyggingu, neikvætt gagnvart hækkun þaks, sbr. umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12.03.03.
11.03 Hamarsgerði 2, bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 20. mars 2003, þar sem sótt er um samþykki fyrir núverandi fyrirkomulagi í húsi (matshl. 01) og leyfi til þess að byggja bílskúr á lóðinni nr. 2 við Hamarsgerði, samkv. uppdr. Teiknistofunnar Háaleiti, dags. í mars 2003.
Samþykki nágranna (á teikningu) fylgir erindinu.
Stærð: Bílskúr (matshl. 02) 40,0 ferm. og 134,0 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 6.834
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Langagerði 1 og Hamarsgerði 4.
12.03 Kleppsvegur 96, (fsp) íbúð á jarðhæð
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 20. mars 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að útbúa íbúð á jarðhæð hússins á lóðinni nr. 96 við Kleppsveg.
Jákvætt að uppfylltum skilyrðum.
13.03 Langholtsvegur 141, (fsp) vinnuskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 13. mars 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja verkfærageymslu eða skýli í norðausturhorni lóðarinnar nr. 141 við Langholtsveg.
Jákvætt. Ekki gerð athugasemd við erindið út frá skipulagslegum sjónarmiðum.
14.03 Vatnagarðar 4-28, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkitektastofu Finns og Hilmars efh, dags. 11.02.03, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum nr. 4-28 við Vatnagarða. Einnig lagt fram bréf O.R., dags. 04.03.03.
Frestað. Vísað til umsagnar gatnamálastofu.
15.03 Reynisvatnsheiði, hitaveitugeymar
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar ehf, Brautarholti 6, dags. 09.12.02, að deiliskipulagi fyrir hitaveitugeyma á Reynisvatnsheiði. Einnig lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 04.10.02, varðandi afmörkun lóðar fyrir hitaveitugeyma og tengd mannvirki á Reynisvatnsheiði og áfangaskýrsla Fjarhitunar hf, dags. í júlí 2002, varðandi tillögu að lóðarafmörkun, dags. í ágúst 2001. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 9. janúar s.l. Málið var í auglýsingu frá 29. janúar til 13. mars, athugasemdafrestur var til 13. mars 2003. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
16.03 Suðurgötukirkjugarður, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, dags. 18.02.02 ásamt tillögu Landmótunar, dags. 02.04.02, að deiliskipulagi fyrir Suðurgötukirkjugarð. Einnig lagt fram bréf Menningarmálanefndar, dags. 03.07.02 ásamt umsögn Árbæjarsafns, dags. 02.07.02. Ennfremur bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 30.05.02. Málið var í auglýsingu frá 29. janúar til 13. mars, athugasemdafrestur var til 13. mars 2003. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
17.03 Grasarimi 11, opðið bílskýli
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 13. mars 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að koma fyrir opnu bílskýli framan við bílskúrinn á lóðinni nr. 11 við Grasarima. Bréf fyrirspyrjanda dags. 28. febrúar 2003 fylgir erindinu.
Jákvætt. Grenndarkynna þarf byggingarleyfisumsókn þegar hún berst.
18.03 Keilufell, deiliskipulag
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram tillaga ALARK arkitekta ehf, dags. 20.03.03, að deiliskipulagi við Keilufell ásamt greinargerð, dags. í mars 2003. Athugasemdabréf við kynningum bárust frá Sigurði Friðrikssyni og Vilborgu Kr. Gísladóttur, Keilufelli 27, dags. 09.09.02, Þór Marteinssyni og Valg. Laufey Einarsdóttur, Keilufelli 14, dags. 24.09.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 21.03.03.
Kynnt.
19.03 Maríubaugur 1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga VA arkitekta ehf, dags. 06.06.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Maríubaug.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Kirkjustétt 2-4 þegar uppdráttur hefur verið lagfærður.
20.03 Naustabryggja 35-41, fjölbýlishús í stað raðhúsa
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Arkitektúr og hönnun, dags. 18. mars 2003, varðandi breytingu á byggingarkvöðum lóðar nr. 35-41 við Naustabryggju.
Frestað. Vísað til umsagnar hverfisstjóra.
21.03 Bíldshöfði 20, breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 20. mars 2003, þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta fyrirkomulagi bílastæða á lóð, breyta innra fyrirkomulagi á öllum hæðum, breyta inngangi á austurhlið, byggja nýtt anddyri og stækka glugga á suðurhlið hússins á lóðinni nr. 20 við Bíldshöfða, samkv. uppdr. ASK arkitekta, Skógarhlíð, dags. 11.03.03.
Stærð: Stækkun, anddyri 20,3 ferm. og 60,9 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 3.106
Frestað. Óskað eftir umsögn hverfisstjóra og umsögn verkfræðistofu varðandi aðkomu og bílastæði.