Reitur 1.172.2,
Reitur 1.180,2,
Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur,
Reitur 1.171.1,
Aðalstræti 2,
Bankastræti 5,
Laugavegur 7,
Ásvegur 10,
Grundarland 14,
Háagerði 14,
Hrísateigur 47 og 47a,
Langholtsvegur109-111,
Starmýri 2,
Mörkin 8,
Skeifan 13,
Grettisgata 6,
Grettisgata 42,
Holtsgata 9,
Ránargata 8,
Skúlagata 30,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.
45. fundur 2002
Ár 2002, föstudaginn 22. nóvember kl. 10:00 var haldinn 45. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.
Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:
1.02 Reitur 1.172.2, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar ehf, Ármúla 6, að deiliskipulagi reits 1.172.2, sem afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg, Grettisgötu og Klapparstíg, dags. 14.10.02. Einnig lagt fram bréf Hönnu S. Magnúsdóttur, dags. 18.09.02, varðandi uppbyggingu á lóðinni Laugavegur 22A.
Kynnt.
2.02 Reitur 1.180,2, Hallveigarstígur, Bergstaðastr., Spítalastígur, Ingólfsstræti
Lögð fram tillaga ásamt greinargerð og skilmálum Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga, dags. 27.06.02, að deiliskipulagi fyrir staðgreinireit 1.180.2, sem afmarkast af Hallveigarstíg, Bergstaðastræti, Spítalastíg og Ingólfsstræti.
Kynnt.
3.02 Reitur 1.182.1, Ölgerðarreitur, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar ehf, Brautarholti 6, að deiliskipulagi reits, 1.182.1, "Ölgerðarlóð", milli Grettisgötu, Njálsgötu og Frakkastíg, dags. 31.10.02. Einnig lagt fram bréf Ingibjargar Þorsteinsdóttur dags. 18.11.02 varðandi ósk um viðbyggingu við hús nr. 16b við Grettisgötu.
Kynnt.
4.02 Reitur 1.171.1, Laugavegur, Smiðjustígur, Hverfisgata, Klapparstígur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Gylfa Guðjónssonar arkitekts að breyttu deiliskipulagi reits 1.171.1, dags. 15.05.02, sem afmarkast af Laugaveg/Smiðjustíg/Hverfisgötu og Klapparstíg. Málið var í auglýsingu frá 21. júní til 2. ágúst, athugasemdafrestur var til 2. ágúst 2002. Athugasemdabréf bárust frá eigendum íbúða í húsinu nr. 32B við Hverfisgötu, dags. 24.07.02, Hljómalind ehf, dags. 31.07.02.
Kynnt.
5.02 Aðalstræti 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Hjörleifs Stefánssonar arkitekts, dags. 01.11.02, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 2 við Aðalstræti. Einnig lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 08.11.02 og uppdráttur með samþykki þeirra aðila sem grenndarkynningin náði til.
Kynnt.
6.02 ">Bankastræti 5, (fsp)Hótel og veitingasala
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 05.11.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingasal á 1. hæð og hótel með rúmlega 30 hótelherbergjum á efri hæðum atvinnuhússins á lóð nr. 5 við Bankastræti. Bréf fyrirspyrjanda dags. 4. nóvember 2002 fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.11.02.
Jákvætt með vísan til umsagnar.
7.02 Laugavegur 7, fsp. veitingastaður
Lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.10.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingastað í samræmi við meðfylgjandi teikningar M3 arkitekta, dags. 21.10.02, á fyrstu hæð hússins nr. 7 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 14.11.02.
Frestað.
8.02 Ásvegur 10, kvistir - þakgluggar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19.11.02. Sótt er um leyfi til þess að byggja þrjá kvisti á vesturhlið, tvo þakglugga á norðurhlið, lyfta þaki á suðurhlið og útbúa svalir á suðurhlið þakhæðar hússins á lóðinni nr. 10 við Ásveg.
Svipað erindi var samþykkt á fundi þ. 12. maí 1998 en það byggingarleyfi er nú fallið úr gildi.
Útskrift úr gögnum embættis byggingarfulltrúa frá 12. maí 1998 fylgir erindinu.
Samþykki meðeiganda og samþykki nágranna Kambsvegi 17 og 19 og Hjallavegi 30, 32, 34 og 36 (á teikn.) fylgir erindinu. Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 4. maí 1998 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 13,5 ferm. og 17,0 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 816
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Hjallavegi 30, 32, 34 og 36, Kambsvegi 17 og 19 og Ásvegi 11.
9.02 Grundarland 14, breytingar
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14.11.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu úr timbri og gleri milli bílskúrsins og hússins nr. 14 á lóðinni nr. 10-16 við Grundarland, samkv. uppdr. Úti og Inni dags. 22.10.02.
Samþykki meðlóðarhafa (ódags.) fylgir erindinu. Bréf hönnuðar dags. 4. nóvember 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun viðbygging 46,7 ferm. og xx rúmm.
Gjald kr. 4.800 + xx
Samræmist skipulagi.
10.02 Háagerði 14, breyta í tvíbýli
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19.11.02. Sótt er um leyfi til þess að breyta einbýlishúsi í tvíbýlishús á lóð nr. 14 við Háagerði.
Útliti og gluggasetningu er breytt á öllum hliðum hússins og komið er fyrir þremur nýjum bílastæðum á lóðinni.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 9. ágúst 2002 (v. fyrirspurnar) fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.800
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Háagerði 83, 85, 87, 12 og 16.
11.02 Hrísateigur 47 og 47a, stækkun
Lagt fram að nýju bréf Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, dags. 24.09.02, varðandi stækkun húsanna nr. 47 og 47a við Hrísateig og lóðarinnar, samkv. meðfylgjandi uppdr. Þorsteins Geirharðssonar arkitekts. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu dags. 19.11.02.
Neikvætt með vísan til umsagnar verkfræðistofu.
12.02 Langholtsvegur109-111, stoðveggur endurnýjaður
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 14.11.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að fjarlægja stoðvegg norðan við hús og byggja upp aftur stoðvegg með tröppum og blómakössum ásamt skjólgirðingu um afmörkuð útisvæði á palli við norðurhlið 2. hæðar hússins á lóð nr. 109-11 við Langholtsveg, samkv. uppdr. Arko dags. okt-nóv. 2002.
Gjald kr. 4.800
Ekki gerð athugasemd við erindið.
13.02 Starmýri 2, ofanábygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 03.10.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja hæð með átta íbúðum ofan á húsið (matshluta 03) á lóðinni nr. 2 við Starmýri, samkv. uppdr. AN arkitekta, dags. 01.07.02. Hæðin verður byggð úr stálgrind klæddri álklæðningu. Bréf umsækjanda dags. 17. september 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun ofanábygging xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Álftamýri 32-36 og 59-75, Starmýri 4, 6, 8, 16 og 18 og Álftamýrarskóla.
14.02 Mörkin 8, stækkun gróðurreits
Lagt fram bréf Viðars Guðjohnsen, dags. 05.11.02, varðandi ósk um stækkun gróðurreits til trjáplönturæktunar.
Frestað.
15.02 Skeifan 13, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf ARKÍS ehf, dags. 21.10.02, varðandi breytingu á deiliskipulagi á lóðinni Skeifunni 13, samkv. uppdr. dags. 30.10.98, síðast breytt 07.10.02. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20.11.02.
Hverfisstjóra falið að svara með bréfi.
16.02 Grettisgata 6, breytingar
Lagt fram að nýju bréf Bergþóru Bertu Guðjónsdóttur, dags. 01.11.02, varðandi breytingar á risíbúð að Grettisgötu 6, samkv. uppdr. Péturs Arnar Björnssonar arkitekts, dags. 01.11.02.
Hverfisstjóra falið að svara með umsögn.
17.02 Grettisgata 42, bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 25.09.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr úr steinsteypu og timbri á lóðinni nr. 42 við Grettisgötu, samkv. uppdr. Skúla Lýðssonar byggingafræðings, dags. 26.08.02. Einnig lagt fram skuggavarp mótt. 08.11.02.
Stærð: Bílskúr 23,0 ferm. og 75,5 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 3.624
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Grettisgötu 40, 40b og 42b.
18.02 Holtsgata 9, Hækka ris og fl.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19.11.02. Sótt er um leyfi til þess að hækka rishæð, setja sex nýja kvisti á þak og fá samþykkta áður gerða íbúð í kjallara ásamt áður gerðum geymsluskúr á baklóð við íbúðarhúsið á lóð nr. 9 við Holtsgötu.
Málinu fylgir útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa frá 14. október 2002.
Íbúðarskoðun byggingarfulltrú dags. 17. október 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun 2. hæðar 48,7 ferm., 78,4 rúmm. Áður gerður geymsluskúr xxx ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 4.800 + xxx
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Holtsgötu 5, 6, 7b, 10 og 13.
19.02 Ránargata 8, kvistur,svalir
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 07.11.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja kvist og svalir á norðurþekju rishæðar og sameina rými hússins í eina eign á lóð nr. 8 við Ránargötu, samkv. uppdr. Luigi Bartolozzi arkitekts, dags. 04.11.02 og skuggavarpi dags. 21.11.02.
Bréf eiganda dags. 4. nóvember 2002 og samþykki nágranna ódags. fylgja erindinu.
Stærð: Stækkun 3. hæðar 10,1 ferm., 25,2 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.210
Samþykkt að grenndarkynna umsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Ránargötu 6a, 8a og Vesturgötu 19 og 21.
20.02 Skúlagata 30, (fsp) veitingarr. á 1.h
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19.11.02. Spurt er hvort leyft yrði að innrétta veitingastað á 1. hæð fjöleignarhússins á lóð nr. 30 við Skúlagötu.
Bréf fyrirspyrjenda ódags. fylgir erindinu.
Frestað milli funda.