Ferjuv. 2-Gnoðarv. 43 ,
Sogavegur 18,
Aðalstræti 9,
Hringbraut 50,
Hverfisgata 20,
Laufásvegur 7,
Nóatún 17,
Breiðavík 59-63,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.
29. fundur 2002
Ár 2002, fimmtudaginn 1. ágúst kl. 14:10 var haldinn 29. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.
Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:
1.02 Ferjuv. 2-Gnoðarv. 43 , flytja 2 kennsl.+ 2 og tengig.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að flytja bílastæði á norðurhluta lóðar, flytja þrjár færanlegar kennslustofur til á lóðinni setja niður eina til viðbótar og tengja allar fjórar saman með tengigangi áföstum við suðurinngang Vogaskóla á lóð nr. 2 við Ferjuvog, samkv. uppdr. Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 22.07.02.
Jafnframt er erindi 25469 dregið til baka.
Stærð: Færanleg kennslustofa (aukið byggingarmagn) og tengigangur samtals 152,5 ferm., 549,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 26.390
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum í húsunum nr. 3, 5, 7 og 9 við Snekkjuvog.
2.02 Sogavegur 18, viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja anddyrisviðbyggingu úr timbri að austurhlið hússins á lóðinni nr. 18 við Sogaveg, samkv. uppdr. Baldvins Einarssonar byggingafræðings, dags. 01.09.01, breytt 01.06.02 og 01.07.02.
Stærð: Viðbygging 10,2 ferm. og 28,6 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1.373
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Sogavegi 16, 20, 22 og 24.
3.02 Aðalstræti 9, breyting inni
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta spilasal fyrir Háskóla Íslands á fyrstu hæð í austurhluta byggingar á lóð nr. 9 við Aðalstræti, samkv. uppdr. Glámu - Kím, dags. 22.07.02.
Gjald kr. 4.800
Samræmist Aðal- og deiliskipulagi, þ.m.t. ákvæðum Þróunaráætlunar.
4.02 Hringbraut 50, göngubrú
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 30.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja léttbyggðan tengigang milli 2. hæðar Grundar og Litlu Grundar með steinsteyptum turni með geymslu á 1. hæð og hvíldarpalli á 2. hæð á lóð nr. 50 við Hringbraut, samkv. uppdr. ASK arkitekta, Skógarhlíð, dags. 04.04.02.
Afrit af bréfi gatnamálastjóra dags. 30. apríl 2002 til hönnuðar fylgir erindinu. Einnig lögð fram umsögn Árbæjarsafns, dags. 25.06.02.
Stærð: Tengigangur 1. hæð 22,9 ferm., 2. hæð 92,4 ferm., samtals 115,3 ferm., 349,1 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 16.757
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Blómvallagötu 12 og 13 og Brávallagötu 16, 16a, 18, 20, 22, 24, 26, 40 og 42.
5.02 Hverfisgata 20, br. á innra skipulagi
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að fjarlægja verslunarinnréttingar úr veitingasal á aðalteikningum fyrstu hæðar og að breyta innra skipulagi veitingahúss á lóð nr. 20 við Hverfisgötu, samkv. uppdr. Gunnars S. Óskarssonar arkitektsd, dags. 06.09.00, síðast endurskoðað 15.07.02.
Gjald kr. 4.800
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
6.02 Laufásvegur 7, svalir 2.h bakhlið
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 31.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja svalahandrið og breyta nær flötu þaki í svalir á útbyggingu á baklóð einbýlishússins á lóð nr. 7 við Laufásveg, samkv. uppdr. Páls Bjarnasonar arkitekts, dags. 21.07.02. Umsögn Húsfriðunarnefndar dags. 26. júlí 2002, umögn Árbæjarsafns dags. 25. júlí 2002 og samþykki nágranna dags. 22. júlí 2002 fylgja erindinu.
Gjald kr. 4.800
Ekki gerð athugasemd við erindið.
7.02 Nóatún 17, viðbygging, breyting úti
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 24.07.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að stækka anddyri og gera skyggni yfir inngang við verslun í suðurálmu hússins á lóðinni nr. 17 við Nóatún, samkv. uppdr. Helgu Gunnarsdóttur arkitekts, dags. 15.07.02.
Á útlitsteikningum er gerð grein fyrir rishæð í norðurálmu en sú hæð hefur ekki verið byggð.
Stærð: Stækkun xx
Gjald kr. 4.800 + xx
Ekki gerð athugasemd við erindið.
8.02 Breiðavík 59-63, br. á lóðarmörkum
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa, dags. 03.06.02, að breytingu á deiliskipulagi í Víkurhverfi, varðandi lóðamörk við Breiðuvík 35-39 og 59-63. Einnig lögð fram bréf íbúa við Breiðuvík 59-63, dags. 16.05.00, Pálínu G. Guðmundsdóttur, dags. 25.09.00, Frímanns Ferdinandssonar f.h. húsfélaganna í Breiðuvík 37 og 39 dags. 16.10.00 og Borgarskipulags dags. 30.07.01.
Samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum að Breiðuvík 35-39.