Teigahverfi, deiliskipulag,
Háberg 12,
Korpúlfsstaðir,
Vesturberg 33,
Ármúli 4,
Hlyngerði 6,
Hvassaleiti 34,
Laugarás, Hrafnista,
Skaftahlíð 24,
Skildinganes 20,
Skipholt 15,
Smáragata 13,
Vesturgata 26C,
Ægisíða 82,
Brautarholt ,
Reitur 1.171.1,
Hljómskálagarður,
Reitur 1.174.0,
Reitur 1.174.2,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.
17. fundur 2002
Ár 2002, föstudaginn 3. maí kl. 12:15 var haldinn 17. embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Reykjavíkur.
Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru:
Þetta gerðist:
1.02 Teigahverfi, deiliskipulag,
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Borgarskipulags ásamt greinargerð, dags. 1. okt.. 2001, breytt 10. okt. 2001, að deiliskipulagi í Teigahverfi. Einnig lögð fram samantekt á hugmyndum, athugasemdum, fyrirspurnum og svörum við þeim, dags. 12. sept. 2001. Málið var í auglýsingu frá 14. nóv. til 12. des., athugasemdafrestur var til 31. des. 2001. Athugasemdabréf bárust frá Sigurbirni Þorkelssyni framkv.stj. Laugarneskirkju, dags. 11.12.01, Lögmönnum f.h. Elísabetar Magnúsdóttur, dags. 14.12.01, Ivon Stefán Cilia, Silfurteigi 1, dags. 31.12.01, Hildi Bjarnadóttur, dags. 04.01.02, íbúðareigendum að Kirkjuteigi 25, dags. 14.01.02, Laugarneskirkju, dags. 07.03.02 og bréf byggingarfulltrúa, dags. 20.12.01. Einnig lögð fram drög að svörum skipulagsfulltrúa við athugasemdum, dags. 15.04.02.
Samþykkt að kynna breytingar varðandi lóðirnar nr. 6, 8, 10 og 12 við Hraunteig og nr. 6 við Hrísateig, fyrir hagsmunaaðilum að Hrísateig 4, 6, 8, 7, 9, 11, 13 og Kirkjuteig 5, 7,9, 11, 15, 17, 19 og Hraunteig 6, 8,10, 12, 14, 3, 5 og 7 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
2.02 Háberg 12, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.04.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu við vesturhlið og sólstofu við austurhlið parhúss nr. 12 á lóð nr. 12-14 við Háberg. Bréf fyrirspyrjenda ódags. og samþykki nágranna dags. 11. október 1998 fylgja erindinu.
Umsækjanda bent á að hafa samband við embættið.
3.02 Korpúlfsstaðir, Korpuskóli
Lagt fram bréf VA arkitekta, dags. 26.04.02 ásamt tillögu, dags. 04.09.98, síðast breytt 26.04.02, að stækkun lóðar Korpuskóla í þeim tilgangi að staðsetja 4 færanlegar kennslustofur á lóðinni. Einnig lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 18.04.02.
Jákvætt, kynna formanni.
4.02 Vesturberg 33,
Lagt fram bréf Gísla Þorsteinssonar, dags. 19.04.02, varðandi ósk um að setja glugga í austurenda bílskúrs á lóðinni nr. 33 við Vesturberg. Einnig lagt fram samþykki húseigenda Vesturbergi 13-35.
Samræmist skipulagi, athuga útfærslu á glugga.
5.02 Ármúli 4, Tengibygg, lóðasameining
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 17.04.02, þar sem sótt er um leyfi til að sameina lóðirnar Ármúla 4 og Ármúla 6. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja steinsteypta tengibyggingu einangraða að utan og klædda múrkerfi á hinni sameinuðu lóð, samkv. uppdr. Teiiknistofunnar ehf, Ármúla 6, dags. 19.06.01, síðast br. 13.03.02. Umsögn Borgarskipulags dags. 10. júlí 2001, bréf hönnuðar dags. 17. júlí 2001, bréf meðeigenda dags. 3. september 2001 fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda dags. 19. febrúar 2002 fylgir erindinu.
Stærð: Tengibygging 113,3 ferm. og 512,6 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.101
Samþykkt að leggja til við Skipulags- og byggingarnefnd að samþykkja umsóknina án kynningar.
6.02 Hlyngerði 6, (fsp) bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.04.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja bílskúr á lóðinni nr. 6 við Hlyngerði.
Bréf eigenda dags. 12. febrúar 2002 fylgir erindinu
Jákvætt. Hverfisstjóra falið að svara með umsögn.
7.02 Hvassaleiti 34,
Lagt fram bréf Trausta Leóssonar, bygg.fr. dags. 17.04.02, varðandi samþykkt á áður gerðri íbúð á 1. hæð hússins á lóðinni nr. 34 við Hvassaleiti. samkv. uppdr. dags. 16.04.02
Synjað. Samræmist ekki skilmálum.
8.02 Laugarás, Hrafnista, bílskúr
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 17.04.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteyptan bílskúr með þakpalli sem nýttur er sem torg við Hjúkrunarheimilið Skjól, Kleppsvegi 64, á lóð Hrafnistu við Brúnaveg, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 22.01.02, br. 08.04.02.
Stærð: Bílskúr 64,4 ferm., 193,2 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 9.274
Jákvætt. Umsækjanda bent á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem kynna þarf fyrir hagsmunaaðilum.
9.02 Skaftahlíð 24, Hraðferðarskóli
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 02.05.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að innrétta hraðlestrarskóla á menntaskólastigi í kjallara, á 1. og 2. hæð norðurhúss á lóð nr. 24 við Skaftahlíð, samkv. uppdr. dags. 17.04.02. Einnig lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 17.04.02.
Jákvætt.
10.02 0">Skildinganes 20, einbýlishús m. bílg.
Lagt fram bréf frá afgreiðsufundi byggingarfulltrúa, dags. 02.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús með aukaíbúð og innbyggðri bílgeymslu að hluta á þrem hæðum og út fyrir byggingarreit á lóð nr. 20 við Skildinganes, samkv. uppdr. BS Architectes, dags. 07.01.02.
Umboð eigenda dags. 18. desember 2001 og bréf hönnuðar dags. 7. janúar 2002 fylgja erindinu.
Stærð: Íbúð kjallari 94 ferm., 1. hæð 214,7 ferm., 2. hæð 84,2 ferm., bílgeymsla 41 ferm., samtals 433,9 ferm., 1431,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 69.250
Frestað. Umsækjanda bent á að hafa samband við embættið.
11.02 Skipholt 15, viðbygging, breyting á notkun
Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar arkitekts, dags. 28.04.02, varðandi viðbyggingu og breytingu á notkun hússins á lóðinni nr. 15 við Skipholt, samkv. uppdr. Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 28.04.02.
Frestað. Kynna formanni.
12.02 Smáragata 13, bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.04.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að rífa eldri bílskúr (matshl. 70, landnr. 102724, fastanr. 200-9255) og byggja nýjan steinsteyptan bílskúr á lóðinni nr. 13 við Smáragötu, samkv. uppdr. Finns Björgvinssonar arkitekts, dags. 16.04.02.
Stærð: Eldri bílskúr 22,8 ferm og 71 rúmm.
Nýr bílskúr 71,2 ferm. og 217,8 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 10.455
Samþykkt að óska umsagnar Árbæjarsafns.
13.02 Vesturgata 26C, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 27.04.02, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja tveggja hæða viðbyggingu úr timbri að vesturhlið hússins á lóðinni nr. 26C við Vesturgötu.
14.02 Ægisíða 82, Glerskáli
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 02.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þessi að byggja glerskála að austurhlið hússins nr. 82 við Ægisíðu, samkv. uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 07.04.02.
Stærð: Glerskáli 14,0 ferm. og 40,0 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 1920
Samþykkt að grenndarkynna umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Ægissíðu 80.
15.02 Brautarholt , Viðbygging - verkstæði/vélageymsla.
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 02.05.02, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu sem hýsir hluta starfsmannaaðstöðu við austurhlið verkstæðisbyggingar á jörðinni Brautarholti á Kjalarnesi, samkv. uppdr. Einars Ingimarssonar arkitekts, dags. 25.04.02.
Stærð: 36 ferm., 120,6 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 6.134
Umsækjanda bent á að hafa samband við embættið.
16.02 Reitur 1.171.1, Laugavegur, Smiðjustígur, Hverfisgata, Klapparstígur
Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi reits 1.171.1, dags. 03.05.02, sem afmarkast af Laugaveg/Smiðjustíg/Hverfisgötu og Klapparstíg.
Kynna fyrir formanni.
17.02 06">Hljómskálagarður, Lúðrasveit Reykjavíkur
Lagt fram bréf Lúðrasveitar Reykjavíkur, dags. 08.02.02, varðandi aðstöðu í Hljómskálagarðinum. Einnig lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra, dags. 18.04.02 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 30.04.02.
Kynnt.
18.02 Reitur 1.174.0, Vitastígur, Hverfisgata, Barónsstígur og Laugavegur
Lögð fram tillaga arkitekta Gunnars og Reynis, dags. 03.05.02, að deiliskipulagi reits 1.174.0, sem afmarkast af Vitastíg, Hverfisgötu, Barónsstíg og Laugavegi.
Kynna fyrir formanni.
19.02 Reitur 1.174.2, Grettisgata, Vitastígur, Laugavegur, Barónsstígur
Kynntar tillögur Arkitekta Gunnars og Reynis nr. T1, T2 og T3.