Hljómskálagarður

Skjalnúmer : 5306

9. fundur 1999
Hljómskálagarður, (pavillion)
Lögð fram að nýju hugmynd Róberts Róbertssonar f.h. I & R ásamt tillöguuppdráttum arkitektanna Hlédísar Guðmundsdóttur og Orra Árnasonar, dags. 12.3. ´99 að veitingaskála ("pavillion") í Hljómskálagarðinum.
Vísað til umsagnar heilbrigðis- og umhverfisnefndar.

Bókun Ingu Jónu Þórðardóttur.
#Við vekjum athygli á því að hér er í raun á ferðinni umsókn um lóð á svæði sem er skipulagt sem grænt svæði og er í hjarta borgarinnar. Engin afstaða hefur verið tekin til breytingar á landnotkun þessa svæðis og því eðlilegt að borgarráð fjalli um málið áður en lengra er haldið. Ef vilji er fyrir hendi að breyta aðalskipulagi þannig að byggingar verði leyfðar á þessu vistvæna svæði þá er eðlilegt að slík breyting verði auglýst og kynnt borgarbúum sérstaklega áður en einstakar umsóknir verða teknar til umfjöllunar. Vinnubrögð meirihluta skipulags- og umferðarnefndar í þessu máli hljóta að teljast afar sérstök og dæmafá.#

Bókun R-lista.
#Skipulags- og umferðarnefnd úthlutar ekki lóðum. Hugmynd þessi um glerskála í Hljómskálagarðinum þarf fyrst að fara til umfjöllunar í Heilbrigðis- og umhverfisnefnd áður en lengra er haldið þar sem sú nefnd hefur umsjón með skrúðgörðum borgarinnar.#


8. fundur 1999
Hljómskálagarður, (pavillion)
Lögð fram tillaga Róberts Róbertssonar f.h. I & R ásamt tillöguuppdráttum arkitektanna Hlédísar Guðmundsdóttur og Orra Árnasonar, dags. 12.3. ´99 að veitingaskála ("pavillion") í Hljómskálagarðinum.