Fjörgyn, Grafarvogskirkja, Hringbraut 50/ Brávallagata 30, Hvammsgerði 14, Leirubakki 36, Steinagerði 8, Vagnhöfði 17-23,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt samþykkt nr. 627/2000.

29. fundur 2001

Ár 2001, föstudaginn 7. september kl. 10:50 var haldinn 37. embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3. 3. hæð. Viðstaddir voru: Þórarinn Þórarinsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Eftirtaldir embættismenn gerðu grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Nikulás Úlfar Másson og Ólöf Örvarsdóttir. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


1.01 Fjörgyn, Grafarvogskirkja, bílastæði
Lagt fram að nýju bréf íbúa við Logafold 20-22, varðandi bílastæði við Grafarvogskirkju ásamt vinnutillögu Borgarskipulags.
Hverfisstjóra falið að útfæra tillögu með bílastæðum á lóð undir gæsluvöll og fækka stæðum vestan kirkjunnar.

2.01 Hringbraut 50/ Brávallagata 30, (fsp) Tengigangur
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 15.08.01, þar sem spurt er hvort leyft yrði að tengja húsin nr. 50 við Hringbraut (Dvalar og hjúkrunarheimilið Grund) og húsið nr. 30 við Brávallagötu (Litla Grund) með gangi sem yrði í nokkurri hæð yfir Brávallagötu.
Jákvætt. Hverfisstjóra falið að vinna umsögn til byggingarfulltrúa.

3.01 Hvammsgerði 14, (fsp) viðbygging
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja við langhliðar hússins nr. 14 við Hvammsgerði að mestu í samræmi við meðfylgjandi uppdrætti Gunnars Arnar Sigurðssonar arkitekts, mótt. 31.08.01.
Jákvætt. Betur færi að minnka viðbyggingu og efri glugga á gafli.

4.01 Leirubakki 36, breyting á nýtingu
Lagt fram bréf Rúnars S. Gíslasonar hdl., dags. 17.08.01, varðandi breytingu á verslunarhúsinu Leirubakka 36 í íbúðarhúsnæði. Einnig lögð fram bréf Ólafs Thóroddsen hdl., dags. 17.04.01 og 03.09.01 og bréf Orkvuveitu Reykjavíkur dags. 06.09.01 varðandi flutning spennistöðvarinnar.
Jákvætt gagnvart því að húsnæðinu verði breytt í íbúðarhúsnæði enda kosti framkvæmdaraðili færslu spennistöðvar. Um samþykki meðeiganda fer eftir ákvæðum laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús.

5.01 Steinagerði 8, Kvistur - viðbygging
Sótt er um leyfi til þess að sameina þrjá litla kvisti á suðurhlið, byggja anddyri á norðurhlið og einangra og múra húsið að utan með Ímúr.
Skýrsla vegna ástands útveggja dags. 11. maí 2001 fylgir erindinu. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 10. ágúst 2001 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun, kvistur - anddyri 17,2 ferm. og 52,1 rúmm.
Gjald kr. 4.100 + 2.136
Samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina fyrir hagsmunaaðilum að Steinagerði 5, 6, 7, 9 og 10.

6.01 Vagnhöfði 17-23, lóðarstækkun
Lagt fram bréf Aðalblikks ehf, dags. 25.05.01, varðandi afnot af borgarlandi fyrir bílastæði og aðkomu að fyritækinu.
Umsókn samræmist ekki skipulagi. Framkvæmdir, sem vísað er til í umsókn, hafa ekki hlotið samþykki borgaryfirvalda. Vísað til byggingarfulltrúa til skoðunar vegna óleyfisframkvæmda.