Hljómskálagarður, Skipulagsnefnd: París,

Skipulags- og umferðarnefnd

8. fundur 1999

Ár 1999, þriðjudaginn 23. mars kl. 18:30, var haldinn 8. fundur skipulags- og umferðarnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: Guðrún Ágústsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Inga Jóna Þórðardóttir og Snorri Hjaltason. Fundarritari var .
Þetta gerðist:


Hljómskálagarður, (pavillion)
Lögð fram tillaga Róberts Róbertssonar f.h. I & R ásamt tillöguuppdráttum arkitektanna Hlédísar Guðmundsdóttur og Orra Árnasonar, dags. 12.3. ´99 að veitingaskála ("pavillion") í Hljómskálagarðinum.


Skipulagsnefnd: París,
Farið yfir það helsta sem borið hefur fyrir augu og eyru í ferð skipulags- og umferðarnefndar til Parísar. Björn Ólafs, arkitekt í París og leiðsögumaður nefndarinnar, kom á fundinn undir þessum lið. Umræður.