Fjörgyn, afmörkun kirkju,
Ingólfsstræti 7B,
Grófartorg,
Aðalskipulag Reykjavíkur,
Skipulags- og umferðarnefnd
14. fundur 1995
Ár 1995, mánudaginn 19. júní kl. 11.00, var haldinn 14. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Auk þess Sigurður Harðarson, Óskar Bergsson, Guðmundur Gunnarsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Bryndís Kristjánsdóttir og Margrét Sæmundsdóttir ásamt Jóni Júlíussyni, áheyrnarfulltrúa. Fundarritari var Guðný Aðalsteinsdóttir.
Þetta gerðist:
Fjörgyn, afmörkun kirkju, göngustígar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 6.6.95 á bókun skipulagsnefndar frá 5. s.m. um göngustíga við Fjörgyn.
Ingólfsstræti 7B, viðbygging -lóðarbreyting
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 8.6.95, varðandi viðbyggingu að Ingólfsstræti 7B. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að breyttum mörkum lóðanna nr. 7A og 7B ásamt fyrirkomulagi bílastæða borgarinnar, dags. 15.6.95.
Samþykkt. Sækja þarf um breytingu á staðfestu deiliskipulagi samkvæmt 19. gr. skipulagslaga.
Grófartorg, skipulag
Lagðar fram til kynningar tillögur Verkstæðis 3 að skipulagi Grófartorgs, dags. 16. júní 1995.
Kynna tillögurnar fyrir nágrönnum og hagsmunaaðilum.
Aðalskipulag Reykjavíkur, fyrirspurn
Ingibjörg Kristjánsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Brynjar Halldórsson og Hafdís Hafliðadóttir kynntu stöðu endurskoðunar Aðalskipulags Reykjavíkur hvað varðar umhverfismál og Austursvæði. Að kynningu lokinni voru fyrirspurnir og svör.