Reykjavegur, skólalóðir,
Vatnsveituvegur,
Frakkastígur 13,
Stígakerfi,
Húsavernd,
Hálsahverfi,
Hestháls, iðnaðarhús,
Vatnagarðar, veitingavagn,
Síðumúli 19,
Smiðshöfði 1,
Þverholt 20A,
Skipulags- og umferðarnefnd
2. fundur 1995
Ár 1995, mánudaginn 16. janúar kl. 11.00 var haldinn 2. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY Ritari var XXXXXX
Þetta gerðist:
Reykjavegur, skólalóðir, afmörkun leikskólalóðar og breytt afmörkun lóðar Laugarnesskóla
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 5.12.94 um skólalóðir við Reykjaveg.
Vatnsveituvegur, borhola
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 3.1.95 á bókun skipulagsnefndar frá 5.12.94 um borholu við Vatnsveituveg.
Frakkastígur 13, nýting
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 15.11.94, varðandi ósk Jóhanns Hans Þorvaldssonar um leyfi fyrir óleyfisbyggingum á lóðinni nr. 13 við Frakkastíg. Einnig lagðir fram uppdr. Sverris Norðfjörð, arkitekts, dags. 14.11.94, bréf Guðjóns Magnússonar og Önnu Bjarkar Eðvarðsdóttur, dags. 16.11.94 og bréf Jóhanns H. Þorvaldssonar, dags. 13.1.95.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
Stígakerfi,
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir frá Borgarskipulagi kynnti starf vinnuhóps um úrbætur fyrir hjólaumferð og umferð hreyfihamlaðra í Reykjavík.
Húsavernd,
Helga Bragadóttir og Margrét Þormar kynntu starf vinnuhóps á vegum Húsverndunarnefndar Reykjavíkurborgar.
Hálsahverfi, skipulag og skilmálar
Lagt fram skipulag og tillaga Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, að skilmálum fyrir Hálsahverfi, dags. 12.1.95.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að skilmálum með lítilsháttar breytingum. Vísað til byggingarnefndar og umhverfismálaráðs.
Hestháls, iðnaðarhús, lóðaskipulag
Lagt fram á ný bréf borgarverkfræðings, dags. 29.11.94, varðandi skipulag lóðar Björns og Guðna sf. við Hestháls, austan lóðar nr. 7 við Krókháls. Einnig lagðir fram uppdr. Önnu Margrétar Tómasdóttur, arkitekts, dags. í nóvember 1994.
Samþykkt.
Vatnagarðar, veitingavagn, lóðarumsókn
Lagt fram bréf Haraldar B. Ingólfssonar og Sigurðar Kr. Sigurðssonar, dags. 15.11.94, þar sem óskað er eftir lóð fyrir veitingavagn í Norður Mjódd eða í Suður Mjódd.
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið af eftirgreindum ástæðum:
Samkvæmt skipulagi í Mjódd er sameiginleg lóð afmörkuð fyrir alla verslunarmiðstöðina og sameiginleg bílastæði innan hennar. Utan þessarar heildarlóðar er ekki gert ráð fyrir byggingarlóð á skipulagi né heldur eru fyrirætlanir um breytingar í þá átt, að þar verði reist u.þ.b. 25 m2 hús fyrir "akið-takið" verslun.
Í Suður-Mjódd er gert ráð fyrir lóðum fyrir verslun, þjónustu og stofnanir á aðalskipulagi en samþykkt deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Síðumúli 19, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 9.12.94, varðandi erindi Víkurvagna hf. um að reisa áður samþykkta 3ju hæð að Síðumúla 19 og innrétta gistiheimili á 2. og 3. hæð. Einnig lagðar fram teikningar Gests Ólafssonar, arkitekts, dags. 20.12.94.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið, enda verði húsið ekki hækkað meira en þörf er á.
Smiðshöfði 1, nýbygging
Lagt fram bréf Dennisar Jóhannessonar, arkitekts, f.h. Pökkunar og flutninga sf., dags. 30.12.94, varðandi ósk um að reisa lager- og iðnaðarhúsnæði á lóðinni nr. 1 við Smiðshöfða, samkv. uppdr., dags. í des. 1994.
Vísað til Borgarskipulags til umsagnar í tengslum við endurskoðun hverfisins.
Þverholt 20A, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf deildarstjóra byggingardeildar Rafmagnsveitu Reykjavíkur, dags. 9.12.94, þar sem óskað er eftir að lóð dreifistöðvar R.R. við Þverholt 20A verði afmörkuð. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 11.1.95.
Samþykkt.