Suðurgata 4,
Klapparstígur 14,
Mýrargötusvæði,
Jaðarsel,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bjarnarstígur 4,
Víðimelur 71,
Öldugata 17,
Bústaðavegur 151,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Álftamýri 1-5,
Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21,
Halla- og Hamrahlíðarlönd,
Hlemmur og nágrenni,
Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli,
Pósthússtræti 2,
Sóltún,
Bókun,
Skipulags- og byggingarnefnd
179. fundur 2004
Ár 2004, miðvikudaginn 27. október kl. 09:03, var haldinn 179. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Kristján Guðmundsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Ólafur F. Magnússon, Björn Ingi Hrafnsson, Benedikt Geirsson og Anna Kristinsdóttir.
Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 40493 (01.16.11)
690476-0109
Tækniþjónustan sf
Lágmúla 5 108 Reykjavík
1. Suðurgata 4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Tækniþjónustunnar sf, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 4 við Suðurgötu, dags. 15.09.04. Einnig lagt fram bréf Vilhjálms Þorlákssonar verkfræðings, dags. 15.09.04. Málið var í kynningu frá 21. september til 19. október 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.
Umsókn nr. 40368 (01.15.15)
660702-2530
GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Bessastaðir
2. Klapparstígur 14, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga GP arkitekta, dags. 22.07.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 14 við Klapparstíg. Málið var í auglýsingu frá 25. ágúst til 6. október 2004. Athugasemdabréf barst frá Flosa Magnússyni, Klapparstíg 11, f.h. íbúa við Lindagötu og Klapparstíg, dags. 02.10.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 20. október 2004.
Guðlaugur Þór Þórðarson tók sæti á fundinum kl. 9:06
Auglýst tillaga samþykkt með þeirri breytingu sem lögð er til í umsögn skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 40566 (01.13)
3. Mýrargötusvæði,
Lagt fram minnisblað lögfræði og stjórnsýslu, dags. 21. október 2004, varðandi breytingu á aðalskipulagi Mýrargötusvæðis, sem samþykkt var í borgarráði 22.06.04.
Samþykkt að breyta hinni auglýstu tillögu eins og lagt er til í framlögðu minnisblaði.
Vísað til hafnarstjórnar og borgarráðs að því loknu.
Umsókn nr. 20290 (04.9)
610102-2980
Hús og skipulag ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
4. Jaðarsel, Klyfjasel, Lækjarsel
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum eru lögð fram breytt tillaga Húss og skipulags, dags. 21.10.04, að deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Jaðarsel, milli Klyfjasels og Lækjarsels. Þessir sendu inn athugasemdir: Ragnar Baldursson og Rósa Einarsdóttir, Klyfjaseli 21, dags. 22.09.04, Anna Bára Pétursdóttir, Fjarðarseli 12, dags. 22.09.04, Jón Guðjónsson, Klyfjaseli 6, dags. 22.09.04, Elsa Sveinsdóttir, Kambaseli 4, dags. 24.09.04, Steinunn Kristjánsdóttir, Kjartansgötu 1, dags. 27.09.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 25. október 2004.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 30375
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 321 frá 26. október 2004, án liðar nr. 5.
Jafnframt lagður fram liður nr. 21 frá 12. október 2004.
Umsókn nr. 29053 (01.18.221.5)
240766-3109
Sigurjón Þorvaldur Árnason
Bjarnarstígur 4 101 Reykjavík
030465-4669
Kristrún S Þorsteinsdóttir
Bjarnarstígur 4 101 Reykjavík
6. Bjarnarstígur 4, svalir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann14. september 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir úr timbri á norður- og vesturhlið hússins á lóðinni nr. 4 við Bjarnarstíg, samkv. uppdr. Gunnars Guðnasonar arkitekts, dags. 08.02.04.
Samþykki meðeiganda og samþykki eigenda Bjarnarstígs nr. 6 fylgir erindinu á teikn.
Útskrift úr gerðabók embættisafgeiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 19. mars 2004 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 22. september til 20. október 2004. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 5.400
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 29931 (01.52.41)
170168-3729
Ólöf Örvarsdóttir
Víðimelur 73 107 Reykjavík
7. Víðimelur 71, stækkun kvista og fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. september 2004, þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara ásamt leyfi til þess að sameina þakrými og íbúð 2. hæðar í eina íbúð, byggja kvist og svalir á suðurþekju og stækka kvist á vesturþekju til samræmis við núverandi kvist á austurþekju fjölbýlishússins á lóð nr. 73 við Víðimel, samkv. uppdr. Ólafar Örvarsdóttur arkitekts, dags. 23.07.04.
Íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 16. júnní 2004, virðingargjörð dags. 1. apríl 1943, samþykki meðeigenda dags. 24. júlí 2004 og umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 30. ágúst 2004 fylgja erindinu. Málið var í kynningu frá 21. september til 19. október 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Stækkun vegna kvista 3,8 ferm., 3,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 97
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 30070 (01.13.720.6)
640504-3580
Doma ehf
Stafnaseli 2 109 Reykjavík
8. Öldugata 17, br. í 5 íb. íbúðarhús
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 7. september 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja tvo kvisti á norðurþekju, útbúa svalir á þakfleti rishæðar, byggja svalir að suðurhlið 1. og 2. hæðar og innrétta tvær íbúðir á 1. hæð, tvær á 2. hæð og eina á rishæð í núverandi atvinnuhúss á lóð nr. 17 við Öldugötu, samkv. uppdr. Arkitekta Ólöf & Jon ehf, dags. 31.08.04. Málið var í kynningu frá 22. september til 20. október 2004. Þessir sendu inn athugasemdir: Kesara Jónsson og Friðrik R. Jónsson, Öldugötu 16, dags. 19.10.04, Erla Árnadóttir, Öldugötu 18, Leikskólinn Öldukot, Öldugötu 19, dags. 19.10.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25. október 2004.
Stærð: Stærðaraukning samtals 3,9 ferm., 1,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 81
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 25. október 2004.
Umsækjanda gefinn kostur á að breyta umsókn í samræmi við umsögn skipulagsfulltrúa dags. 25. október 2004.
Umsókn nr. 30332 (01.82.610.2)
590602-3610
Atlantsolía ehf
Vesturvör 29 200 Kópavogur
9. Bústaðavegur 151, bensínstöð - Atlantsolía
Sótt er um leyfi til að koma fyrir sjálfsafgreiðslustöð fyrir eldsneyti ásamt tilheyrandi búnaði á lóðinni nr. 151 við Bústaðaveg, lóðarhluta II. M.a. verður byggt tæknihús úr steinsteypu í norðausturhorni lóðarinna. Jafnframt er sótt um leyfi til að reisa merki- og verðskilti áfast tæknihúsi, ca. 2 m á breidd og hæð frá jörðu 6 - 6,5 m.
Stærð: Tæknihús 7,6 ferm., 24,4 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.318
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Áskilið samþykki Vinnueftirlits ríkisins.
Umsókn nr. 10070
10. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 22. október 2004.
Umsókn nr. 40396 (01.28.01)
261256-5769
Tryggvi Tryggvason
Smáratún 9 225 Bessastaðir
11. Álftamýri 1-5, og 7-9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 14. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 6. s.m. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 1-9 við Álftamýri.
Umsókn nr. 40557 (04.35.09)
12. Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 20. október 2004, ásamt kæru, dags. 22. september 2004, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 6. september 2004, um að synja beiðni kæranda um lóðarafmörkun fyrir lóðina Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21 í Reykjavík.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 40157
13. Halla- og Hamrahlíðarlönd, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 19. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. f.m., varðandi deiliskipulag fyrir Halla- og Hamrahlíðarlönd.
Umsókn nr. 40296 (01.22)
081163-5619
Margrét Einarsdóttir
Grettisgata 70 101 Reykjavík
14. Hlemmur og nágrenni, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 19. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 29. f.m., varðandi deiliskipulag Hlemms og nágrennis.
Umsókn nr. 40556 (01.36.30)
15. Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 20. október 2004, ásamt kæru, dags. 22. september 2004, þar sem kærð er samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur frá 17. ágúst 2004, um breytingu á deiliskipulagi fyrir Kirkjuteig 24, Laugarnesskóla.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 30293 (01.14.010.4)
16. Pósthússtræti 2, kæra
Lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu, dags. 18. október 2004, um kæru Landwell, dags. 6. október 2004, f.h. eigenda að Hafnarstræti 9 (f. utan jarðhæðar) og Hafnarstræti 11, vegna útgáfu takmarkaðs byggingarleyfis byggingarfulltrúa fyrir framkvæmdum að Pósthússtræti 2 og Tryggvagötu 28, dags. 28. september s.l. Einnig lögð fram viðbótargreinargerð lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 21. október 2004.
Framlagðar greinargerðir lögfræði- og stjórnsýslu samþykktar.
Umsókn nr. 20098 (01.23)
450400-3510
VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
17. Sóltún, Ármannsreitur
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21. október 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 13. s.m.
Borgarráð samþykkti erindið með þeirri breytingu að í stað reits undir leik- og grunnskóla verði í skipulaginu gert ráð fyrir reit undir fræðslustofnun, sem nánar verður útfærður í samráði við fræðsluráð.
Umsókn nr. 40011
18. Bókun, Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarsonar óskaði eftir að fá að leggja fram bókanir vegna tveggja mála.
Formaður skipulags- og byggingarnefndar hafnaði því á þeirri forsendu að það samræmdist ekki fundarsköpum því málin væru ekki á dagskrá fundarins.