Sóltún, Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, Skeifan 11, Sléttuvegur, Sléttuvegur, Súðarvogur 2, Fossvogskirkjugarður / Gufuneskirkjugarður, Gufunes, Stekkjarbrekkur, Þorláksgeisli 9, Smiðjustígur 4, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Súðarvogur 6, Álfsnes 125650, Hörpugata 2, Lækjargata 2A, Mávahlíð 1, Mávahlíð 42, Vínlandsleið 2-4, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Bíldshöfði 6, Bleikjukvísl 10, Elliðaárdalur, settjarnir, Ferjuvogur 2, Vogaskóli, Hallsvegur, Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, Naustavogur 15 - Snarfari, Pósthússtræti 2, Skipulags- og byggingarnefnd, Skólavörðustígur 22A, Skútuvogur 2, Smáragata 13, Skipulags- og byggingarsvið,

Skipulags- og byggingarnefnd

177. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 13. október kl. 09:07, var haldinn 177. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson, Halldór Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Bjarni Þór Jónsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir, Stefán Finnsson, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Margrét Leifsdóttir, Þórarinn Þórarinsson og Björn Axelsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 20098 (01.23)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
1.
Sóltún, Ármannsreitur
Lögð fram tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi reitsins, dags. 27.09.04. Einnig lagt fram bréf Önnu Birnu Jensdóttur f.h. Frumafls hf, dags. 8. september 2004.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, að höfðu samráði við fasteignastofu varðandi fjölda bílastæða við skóla og leikskóla.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40529 (01.13.20)
080864-5749 Orri Árnason
Laugavegur 39 101 Reykjavík
2.
Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Orra Árnasonar, Lindargötu 11, dags. 06.09.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi Norðurstígsreitar vegna lóðar nr. 10 við Nýlendugötu, ásamt uppdr., mótt. 7.10.04.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 40531 (01.46.11)
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Skúlatúni 6 105 Reykjavík
3.
Skeifan 11, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 11 við Skeifuna, dags. 10.10.04.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd enda berist samþykki meðlóðarhafa. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Halldór Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40484 (01.79)
4.
Sléttuvegur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi, dags. 12.10.2004, að lóð D við Sléttuveg. Einnig lagt fram bréf íbúa í nágrenni ofangreindrar lóðar, dags. 01.10.04.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40539 (01.79)
5.
Sléttuvegur, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2004 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


Umsókn nr. 40515 (01.45.00)
660504-2060 101 arkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
6.
Súðarvogur 2, (fsp) nýbyggingar
Lagt fram bréf Þormóðs Sveinssonar ark., dags. 27.06.04, ásamt uppdr. 101 arkitekta, dags. 21.09.04, varðandi uppbyggingu á lóð nr. 2 við Súðarvog.
Samþykkt að hefja vinnu við gerð deiliskipulags af svæðinu. Erindinu vísað til skoðunar í þeirri vinnu.

Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40483 (01.78)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
7.
Fossvogskirkjugarður / Gufuneskirkjugarður, lóðamörk
Lagt fram bréf Arkþings ehf, dags. 10. september 2004, varðandi skráningu fasteigna Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og breytingu á lóðarmörkum í Fossvogi (Fossvogskirkjugarður) og Gufunesi (Gufuneskirkjugarður).
Lóðarafmörkun samþykkt.

Umsókn nr. 30407 (02.0)
8.
Gufunes, útivistarsvæði
Að lokinni auglýsingu er lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16.10.03 og tillaga Landark, dags. 19.01.04, að deiliskipulagi útivistarsvæðis í Gufunesi. Einnig lagðir fram punktar og athugasemdir starfsmanna ÍTR, dags. 30.01.04. Lögð fram bókun umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 24.06.04 ásamt umsögn Umhverfis- og heilbrigðisstofu, dags. 21.06.04. Auglýsingin stóð yfir frá 7. júlí til 18. ágúst 2004. Athugasemdir bárust frá Guðmundi Ágústssyni hdl. f.h. Ökukennarafélags Íslands, dags. 13.08.04 og Atla Árnasyni forstöðumanns frístundamiðstöðvarinnar Gufunesbær, dags. 28.09.04. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og tæknisviðs um athugasemdir, dags. 2. september 2004.
Auglýst deiliskipulagstillaga samþykkt með vísan til umsagnar umhverfis- og tæknisviðs.
Vísað til borgarráðs.

Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 40487
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
9.
Stekkjarbrekkur, deiliskipulag atvinnulóða
Lögð fram tillaga Arkþings, dags. 20.09.04, að deiliskipulagi atvinnulóða á miðsvæði við Vesturlandsveg í Stekkjarbrekkum ásamt drögum skipulagsfulltrúa að greinargerð og skilmálum, dags. 29.09.04, br. 11.10.04. Einnig lagt fram bréf Smáratorgs ehf og Smáragarðs ehf, dags. 04.10.04.
Kynnt.

Umsókn nr. 40180 (05.13.62)
130254-7649 Sveinn Ívarsson
Grundarhvarf 9 203 Kópavogur
10.
Þorláksgeisli 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Félagsbústaða, dags. 1. október 2004, varðandi endurupptöku málsins. Einnig lögð fram að nýju tillaga Sveins Ívarssonar arkitekts, dags. 20. janúar 2004 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 9 við Þorláksgeisla. Málið var í kynningu frá 5. maí til 2. júní 2004. Athugasemdabréf barst frá Hafsteini M. Guðmundssyni og Arnþrúði M. Kristjánsdóttur, Gvendargeisla 36, dags. 29.05.04 og Guðmundi R. Benediktssyni og Ástu Ásgeirsdóttur, Gvendargeisla 14. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 28.06.04.
Vísað til borgarráðs.

Umsókn nr. 40469 (01.17.11)
531200-3140 Teiknistofa ark Gylfi G/fél ehf
Skólavörðustíg 3 101 Reykjavík
11.
Smiðjustígur 4, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf, dags. 30.08.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 4 við Smiðjustíg. Einnig lagt fram skuggavarp, dags. 30.08.04. Málið var í kynningu frá 7. september til 5. október 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd.

Umsókn nr. 30295
12.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessar er fundargerð nr. 319 frá 12. október 2004, án liðar nr. 21.


Umsókn nr. 27040 (01.45.210.1)
480103-3510 Skálatún ehf
Lækjarbergi 32 221 Hafnarfjörður
13.
Súðarvogur 6, Niðurfelling á kvöð
Lögð fram að nýju tillaga byggingarfulltrúa, dags. 10.05.04, sem kynnt hefur verið hagsmunaaðilum ásamt bréfum Stefáns H. Stefánssonar, hdl., dags. 31.03.03 og 16.10.03 og umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 3.03.04. Einnig lögð fram bréf lögfræðistofunnar Sóleyjargötu 17, dags. 24.05.04 og bréf Stefáns H. Stefánssonar, hdl., dags. 10.05.04, 17.05.04. Lagt fram bréf Lögfræðistofunnar Sóleyjargötu 17 sf, dags. 2. september 2004.
Skipulags- og byggingarnefnd synjar erindi eiganda bakhúss um að aflétta niðurrifskvöð sem á húsinu hvílir. Telur nefndin ekki tímabært að taka afstöðu til niðurfellingar kvaðarinnar. Samþykkt hefur verið að ráðast í gerð deiliskipulags af svæðinu sbr. bókun í máli nr. 6. Endanleg afstaða til þess hvort bakhúsið fái að standa verður tekin í því deiliskipulagi.

Umsókn nr. 30272 (00.01.000.0 00)
600269-2919 Skotfélag Reykjavíkur
Engjavegi 6 104 Reykjavík
14.
Álfsnes 125650, félagsheimili
Sótt er um leyfi til þess að byggja félagsheimili Skotfélags Reykjavíkur á lóð félagsins á norðanverðu Álfsnesi.
Um er að ræða tvö flutningshús úr timbri sem áður stóðu við Sporhamra í Grafarvogi, útliti húsanna er breytt og húsin tengd saman með viðbyggingu úr gleri.
Stærð: Félagsheimili (matshl. 02) 1. hæð 230,5 ferm. og 652,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 35.208
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29888 (01.63.550.7)
250660-4809 Kolbrún Eysteinsdóttir
Gnitanes 6 101 Reykjavík
15.
Hörpugata 2, nýbygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er sótt er um leyfi til að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús ásamt kjallara á lóð nr. 2 við Hörpugötu. Málið var í kynningu frá 18. ágúst til 15. september 2004. Athugasemdabréf barst frá Ástu Ólafsdóttur, Hörpugötu 1, mótt. 08.09.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 15.09.04 og bréf Gatnamálastofu, dags. 06.10.04.
Stærð: kjallari, 108,0 ferm., 1. hæð, 124,2 ferm., samtals 232,2 ferm. og 807,2 rúmm.
Gjöld kr. 5.400 + 43.589
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 29977 (01.14.050.5)
480798-2289 Baugur Group hf
Túngötu 6 101 Reykjavík
16.
Lækjargata 2A, veitingastaður 3. og 4. hæð
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 7. september 2004, þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir veitingastöðum á þriðju og fjórðu hæð hússins nr. 2A við Lækjargötu, samkv. uppdr. Arkitekta, Austurstræti 6, dags. 08.06.04. Á þriðju hæð verði hámarksfjöldi gesta 100 en 120 á fjórðu hæð. Snyrtingar verði sameiginlegar sem og eldhús, uppþvottur og starfmannaaðstaða í kjallara. Jafnframt verði lyftustokki breytt þannig að eystri lyfta komist að kjallara o.fl. Kynningin stóð yfir frá 16. til 30. september 2004. Þessir sendu inn athugasemdir: Árný Helgadóttir f.h. húsfélagsins Lækjargötu 4, dags. 10.09.04 og 30.09.04 ásamt undirskriftarlista, dags. 28.09.04. Einnig lögð fram meðmæli Jakobs Jakobssonar f.h. veitingahússins Jómfrúarinnar Lækjargötu 4, dags. 30.09.04. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnssýslu, dags. 11.10.04.
Gjald kr. 5.400
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði og umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Halldór Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 29766 (01.70.211.3)
170162-4209 María Kristín Þorleifsdóttir
Flétturimi 7 112 Reykjavík
17.
Mávahlíð 1, kvistir á þakhæð
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 24. ágúst 2004, þar sem sótt er um leyfi til að setja fjóra kvisti og svalir á þakhæð (3. hæð) hússins nr. 1 við Mávahlíð, samkv. uppdr. Gunnlaugs Björns Jónssonar arkitekts, dags. í júní 2004. Jafnframt er sótt um að ósamþykkt íbúð á hæðinni verði samþykkt. Erindinu fylgir tilkynning Rafmagnsveitu Reykjavíkur dags. 30. apríl 1948.
Samþykki meðeigenda (á teikn., vantar eigendur íb. 0101) fylgir erindinu. Samþykki meðeigenda dags. 14. ágúst 2004 fylgir erindinu.
Bréf byggingarfulltrúa vegna meðallofthæðar íbúðar dags. 28. júlí 2004 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 7. september til 5. október 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stækkun: Brúttóflötur íbúðar minnkar vegna breytinga um 8,1 ferm. Stækkun brúttórúmmáls er 28,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.561
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.



Umsókn nr. 29855 (01.71.020.9)
071053-4749 Hulda Karen Daníelsdóttir
Mávahlíð 42 105 Reykjavík
18.
Mávahlíð 42, svalir á íbúð 0301
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 27. júlí 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á suðurhlið 3. hæðar fjölbýlishússins á lóð nr. 42 við Mávahlíð, samkv. uppdr. Ark form, dags. í júlí 2004.
Samþykki meðeigenda að húsi dags. 18. maí 2004 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 7. september til 5. október 2004. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 30241 (04.12.110.1)
660169-7689 Ísól ehf
Ármúla 17 108 Reykjavík
19.
Vínlandsleið 2-4, verslunarhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft verslunarhúsnæði úr steinsteypu klæddri steinflísum og bárustáli á lóðinni nr. 2-4 við Vínlandsleið.
Stærð: Atvinnuhúsnæði, 1. hæð 1187,0 ferm., 2. hæð 1016,6 ferm.
Samtals 2203,6 ferm. og 11049,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 596.693
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
20.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 8. október 2004.


Umsókn nr. 40370 (04.05.93)
701277-0239 Brimborg ehf
Bíldshöfða 6 110 Reykjavík
21.
Bíldshöfði 6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. september 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. september 2004, varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 6 við Bíldshöfða.


Umsókn nr. 40534 (04.23.54)
22.
Bleikjukvísl 10,
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17. september 2004, varðandi bréf Oddnýjar M. Arnardóttur hdl. frá 23. mars s.l. f.h. eigenda húseignarinnar að Birtingakvísl 15, varðandi bótakröfur vegna skipulags lóðar nr. 10 við Bleikjukvísl. Einnig lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 13. september 2004.


Umsókn nr. 40453
500299-2319 Landslag ehf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
23.
Elliðaárdalur, settjarnir, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. september 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. september 2004, varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi í Elliðaárdal, vegna settjarna við Sævarhöfða.


Umsókn nr. 40108
480190-1069 Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
24.
Ferjuvogur 2, Vogaskóli, deiliskipulag lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. september 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. september 2004, varðandi breytt deiliskipulag lóðar Vogaskóla, nr. 2 við Ferjuvog.


Umsókn nr. 40527 (02.5)
25.
Hallsvegur, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar, dags. 6. október 2004, varðandi fund borgarstjórnar 5. s.m. þar sem samþykkt var svohljóðandi tillaga ásamt greinargerð:
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að beina því til skipulags- og byggingarnefndar að hafin verði breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur í þá átt að eingöngu verði gert ráð fyrir tveggja akreina Hallsvegi.
Skipulags- og byggingarsviði falið að vinna tillögu til nefndarinnar um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.

Umsókn nr. 40439 (01.6)
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
26.
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. september 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. september 2004, varðandi auglýsingu á breyttu deiliskipulagi á íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda.


Umsókn nr. 40496 (01.6)
27.
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. september 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. september 2004, varðandi auglýsingu á breyttu aðalskipulagi á miðsvæði M5 við Hlíðarenda, milli Bústaðavegar og Hlíðarfótar.


Umsókn nr. 40286 (01.45)
700402-6140 OK Arkitektar ehf
Nýbýlavegi 22 200 Kópavogur
28.
Naustavogur 15 - Snarfari, deiliskipulag lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. september 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. september 2004, varðandi deiliskipulag lóðar Snarfara, nr. 15 við Naustavog.


Umsókn nr. 30293 (01.14.010.4)
29.
Pósthússtræti 2, kæra
Lagt fram bréf Landwell, dags. 6. október 2004, til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 28. september 2004 um að veita takmarkað byggingarleyfi til að rífa og undirbúa framkvæmdir í húsinu við Pósthússtræti 2/Tryggvagötu 28.
Jafnframt lagt fram bréf Landwell til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 12. október 2004.
Lögfræði- og stjórnsýslu falið að svara.

Umsókn nr. 20246
30.
Skipulags- og byggingarnefnd, áheyrnarfulltrúi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. september 2004, að Ólafur F. Magnússon, Vogalandi 5, verði tilnefndur áheyrnarfulltrúi í skipulags- og byggingarnefnd og til vara var tilnefndur Sveinn Aðalsteinsson Bergstaðastræti 7.


Umsókn nr. 30294 (01.18.120.4)
31.
Skólavörðustígur 22A, Kæra
Lögð fram bréf Jóhanns Gunnars Jóhannssonar dags. 6. október 2004 og Hafdísar Helgadóttur og Björgvins R. Anderssen dags. 7. október 2004, til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 16. september 2004 þar sem samþykkt var umsókn Jóns Vals Guðmundssonar og Rafael Ibanez Contreras um að breyta efri hæð Skólavörðustígs 22A í kaffihús og stækka svalir hússins. Einnig lögð fram lögfræði- og stjórnsýslu dags. 11. október 2004.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 30439 (01.42.06)
540102-5890 Verkfræðiþ Guðm G. Þórarins ehf
Rauðagerði 59 108 Reykjavík
32.
Skútuvogur 2, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 30. september 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 22. september 2004, varðandi auglýsingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Skútuvog vegna bílastæðapalls.


Umsókn nr. 26908 (01.19.720.9)
33.
Smáragata 13, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 6. mars 2003, vegna máls nr. 3/2003, þar sem kærð er ákvörðun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. desember 2002 um að synja umsókn eiganda Smáragötu 13 um byggingu nýrrar bílgeymslu á lóð nr. 13 við Smáragötu. Einnig lögð fram greinargerð forstm. lögfræði og stjórnsýslu, dags. 5. október 2004.


Umsókn nr. 20289
34.
Skipulags- og byggingarsvið, starfsáætlun/fjárhagsáætlun
Lögð fram drög að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2005 ásamt 9 mánaða uppgjöri.
Kynnt.