Reitur 1.173.1,
Bústaðavegur 151-153,
Reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Jaðarsel,
Rafstöðvarvegur 31,
Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21,
Elliðaárdalur, settjarnir,
Geldinganes,
Öskjuhlíð, Keiluhöll,
Norðlingaholt,
Leiðhamrar 22,
Ármúli 1,
Borgartún 17,
Hagamelur 1,
Heiðarás 9,
Skólavörðustígur 22A,
Sólvallagata 57,
Ólafsgeisli 20-28,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Móvað 13,
Skipulags- og byggingarnefnd
173. fundur 2004
Ár 2004, mánudaginn 6. september kl. 09:00, var haldinn 173. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Benedikt Geirsson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Nikulás Úlfar Másson, Margrét Leifsdóttir, Jóhannes Kjarval, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Björn Axelsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 20435 (01.17.31)
1. Reitur 1.173.1, Laugavegur 56, 58, 58B
Að lokinni forkynningu fyrir hagsmunaaðilum er lögð fram að nýju tillaga Tark arkitekta að deiliskipulagi reits 1.173.1, dags. 25.08.04 ásamt bréfi skipulagsfulltrúa til hagsmunaaðila. Athugasemdabréf bárust frá Arkitektum Hjördísi og Dennis ehf, dags. 07.06.04, Hlín Gunnarsdóttur, Grettisgötu 35b, mótt. 08.06.04, Rannsóknum og greiningu ehf, dags. 06.06.04, Kötlu Sigurgeirsdóttur og Eddu Hrafnhildi Björnsdóttur, Laugavegi 58, mótt. 08.06.04, Maríu Maríusdóttur, dags. 08.06.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 14.06.04.
Guðlaugur Þór Þórðarson tók sæti á fundinum kl. 9:09
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Umsókn nr. 40295 (01.88)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
2. Bústaðavegur 151-153, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju deiliskipulagstillaga Traðar, dags. 21.05.04, að deiliskipulagi lóða nr. 151 og 153 við Bústaðarveg. Einnig lagt fram bréf umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 29.06.04 um afgreiðslu umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 24.06.04 og bókun samgöngunefndar um málið frá fundi nefndarinnar þann 16.06.04. Málið var í auglýsingu frá 14. júlí til 25. ágúst 2004. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Eiríkur Grímsson, Byggðarenda 19, dags. 23.08.04, Hjörtur Örn Hjartarson, Byggðarenda 15, dags. 24.08.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31.08.04.
Auglýst tillaga samþykkt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 30201 (01.15.43)
430289-1529
Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
3. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagðir fram uppdrættir teiknistofunnar Úti og inni, dags. 26.08.04, að breytingu á deiliskipulagi á reit 1.154.3, Barónsreit.
Samþykkt að kynna tillöguna fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Umsókn nr. 20290 (04.9)
610102-2980
Hús og skipulag ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
4. Jaðarsel, Klyfjasel, Lækjarsel
Lögð fram drög Húss og skipulags, dags. 01.09.04, að deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Jaðarsel, milli Klyfjasels og Lækjarsels.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.
Umsókn nr. 40335 (04.25)
270561-2259
Björn Skaptason
Skaftahlíð 16 105 Reykjavík
5. Rafstöðvarvegur 31, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Atelier arkitekta, dags. 15.06.04, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 31 við Rafstöðvarveg. Grenndarkynning stóð yfir frá 7. júlí til 4. ágúst 2004. Athugasemdarbréf barst frá eigendum, íbúum og leigjanda að Rafstöðvarvegi 29, dags. 12.07.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 02.09.04 ásamt greinargerð Hjördísar Hendriksdóttur, dags. mótt. 17.08.04.
Kynnt tillaga samþykkt, með vísan til 4. gr. samþykktar fyrir skipulags- og byggingarnefnd, með þeirri breytingu að dregið verði úr stærð glugga til austurs á aðalhæð viðbyggingar og svalir á þaki verði inndregnar til austur sem nemur 1,5 metra til að takmarka innsýn á lóð nr. 29 við Rafstöðvarveg sbr. umsögn skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 30245 (04.35.09)
621203-2150
Nestor ehf
Laugavegi 182 105 Reykjavík
6. Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 23.12.03 varðandi lóðarafmörkun fyrir lóðina Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21 og bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 14. apríl 2004. Einnig lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 1.09.04.
Tillögu að lóðarafmörkun hafnað. Skrifstofustjóra borgarverkfræðings falið að ganga til viðræðna við eigendur um uppgjör erfðafestu.
Umsókn nr. 40453
500299-2319
Landslag ehf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
7. Elliðaárdalur, settjarnir, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landslags ehf, dags. 13.08.04, að breytingu á deiliskipulagi í Elliðaárdal, vegna settjarna við Sævarhöfða. Einnig lagt fram bréf gatnamálastjóra, dags. 25.08.04.
Tillögunni vísað til umsagnar umhverfis- og heilbirgðisnefndar.
Umsókn nr. 40203 (02.1)
410493-2099
Kajak-klúbburinn
Álfhólsvegi 106 200 Kópavogur
8. Geldinganes, Kayakklúbburinn, lóðarumsókn
Lagt fram að nýju bréf Kayakklúbbsins, dags. 14. apríl 2004, varðandi umsókn um lóð og byggingu á eiðinu úti í Geldinganes ásamt tillögu pk-hönnunar, dags. 10.01.04. Einnig lögð fram bókun íþrótta- og tómstundaráðs frá 25.06.04 ásamt umsögn aðstoðarframkvæmdastjóra ÍTR, dags. 8.06.04.
Samþykkt að hefja deiliskipulagsvinnu af svæðinu.
Umsókn nr. 40397 (01.73.12)
660702-2530
GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Bessastaðir
9. Öskjuhlíð, Keiluhöll, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram að nýju tillaga Guðna Pálssonar arkitekts, dags. 22.07.04 að breytingu á deiliskipulagi á lóð Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð. Einnig lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. 27. ágúst 2004 og umsögn lögfræðings Borgarskipulags, dags. 21.01.01, ásamt samningi borgarsjóðs og Keiluhallarinnar frá 25.05.04 varðandi kaup á byggingarrétti, endurgreiðslu gatnagerðargjalda og þakfrágang keiluhallarinnar.
Samþykkt að vísa málinu til umsagnar borgarlögmanns.
Umsókn nr. 40470 (04.79)
10. Norðlingaholt, smávægileg breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Tark, dags. 2.09.04, að smávægilegri breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts, vegna lóðanna við Þingvað 23-35.
Samþykkt án kynningar þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.
Umsókn nr. 40393 (02.29.22)
430289-1529
Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
11. Leiðhamrar 22, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Úti og inni, dags. 23.07.04 að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 22 við Leiðhamra. Kynningin stóð yfir frá 28. júlí til 25. ágúst 2004. Engar athugasemdir bárust.
Kynnt tillaga samþykkt.
Umsókn nr. 29269 (01.26.130.4)
700189-2369
Trésmiðja Snorra Hjaltason ehf
Kirkjustétt 2-6 113 Reykjavík
12. Ármúli 1, ofanábygging
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15. 06.2004. Sótt er um leyfi til þess að byggja fimm hæða ofanábyggingu úr steinsteypu og gleri að og ofaná norðausturhorn 2. hæðar atvinnuhússins á lóð nr. 1 við Ármúla. Grenndarkynning stóð yfir frá 28.06 til 26.07 2004. Lögð fram athugasemd Tröllaness ehf Lágmúla 5, dags. 15.07.04 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 01.09.04.
Samþykki f.h. eigenda Ármúla 1A dags. 17. maí 2004, bréf burðarvirkishönnuða dags. 15. og 25. maí 2004 og bréf VSI vegna brunahönnunar dags. 14. maí 2004 fylgja erindinu. Einng lagðir fram uppdr. Reynis Sæmundssonar ark. dags. 20.04.2004.
Stærð: Viðbygging 1. hæð 26,9 ferm., 2. hæð 106,9 ferm., 3.-6. hæð 329,3 ferm. hver hæð, 7. hæð 250,5 ferm., samtals 1701,5 ferm., 5750,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 310.538
Synjað, að svo stöddu með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Samþykkt að hefja vinnu við deiliskipulag svæðisins.
Umsókn nr. 30072 (01.21.770.1)
560882-0419
Kaupþing Búnaðarbanki hf
Borgartúni 19 105 Reykjavík
13. Borgartún 17, nýbygging - niðurrif
Sótt er um leyfi til þess að fjarlægja að mestum hluta húsið á lóðinni nr. 17 við Borgartún og byggja fjögurra hæða skrifstofuhúsnæði (matshl. 03) sem tengist húsinu nr. 19 (matshl. 01) á sameinaðri lóð nr. 17-19 við Borgartún.
Stærð: Niðurrif xx
Nýbygging xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 29654 (01.54.210.1)
480190-1069
Fasteignastofa Reykjavíkurborg
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
14. Hagamelur 1, færanleg kennslustofa
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 22.06.2004. Sótt er um leyfi til þess að koma fyrir færanlegri kennslustofu austan Melaskóla á lóðinni nr. 1 við Hagamel. Uppdr. OK arkitekta, dags. 10.06.2004 dregnir til baka en nýir uppdr. sömu aðila dags. 23.07.04 lagðir fram. Málið var í kynningu frá 21. júlí til 18. ágúst 2004. Athugasemdabréf bárust frá Sverri Hreiðarssyni og Margréti Ragnarsdóttur, Hagamel 6, dags. 18.08.04, Erni Orrasyni, Hagamel 8, dags. 15.08.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 25.08.04.
Stærð: Færanl. kennslust.64,8 ferm. og 218,0 rúmm.
Gjald kr. 4.800 + 11.772
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 29942 (04.37.320.1)
170648-3159
Sigurbjörn Fanndal
Heiðarás 9 110 Reykjavík
15. Heiðarás 9, garðskýli/skyggni
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 17. ágúst 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að koma fyrir skyggni í húskverk á suðausturhlið hússins á lóðinni nr. 9 við Heiðarás. Jafnframt er sótt um leyfi til þess að byggja verönd og koma fyrir garðskýli og setlaug sunnan við húsið, samkv. uppdr. Erlings G. Pedersen arkitekts, dags. 10.08.04. Samþykki nokkurra nágranna (m.a. eigenda húss nr. 11) fylgir erindinu á teikningum. Einnig lagt fram samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir áritað á uppdr. dags. 29.08.04.
Stærð: Garðskýli (B-rými) 12,4 ferm. og 31,0 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.674
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 29501 (01.18.120.4)
091266-4159
Jón Valur Guðmundsson
Frakkland
090771-2569
Rafael Ibanez Contreras
Bergstaðastræti 29 101 Reykjavík
16. Skólavörðustígur 22A, kaffihús
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15. 06.2004. Sótt er um leyfi til þess að breyta íbúðarhúsnæði í kaffihús og stækka svalir yfir anddyrisútbyggingu á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 22A við Skólavörðustíg. Einnig lagðir uppdr. Vinnustofunnar Þverá, frá maí 2004. Grenndarkynning stóð yfir frá 28. júní til 26. júlí 2004. Eftirfarandi aðilar sendu inn athugasemdir: Einar Símonarson og Sigrún Kristjánsdóttur, Skólavörðustíg 22c, dags. 24.07.04, 13 íbúar við Lokastíg 3, 5 og 7 og Skólavörðustíg 22 og 22b, dags. 09.07.04, Björgvin R. Andersen og Hafdís Helgadóttir, Skólavörðustíg 21, dags. 23.07.04, Edda Herbertsdóttir og Jóhann Gunnar Jónsson, Skólavörðustíg 22, dags. 23.07.04, Fjóla Magnúsdóttir, Skólavörðustíg 21, dags. 23.07.04, Þórhallur Eyþórsson og Rósa Gísladóttir, Lokastíg 5, dags. 23.07.04, Einar Jónssonar, Lokastíg 7, dags. 26.07.04, Sofia Lindström og Jón Jóhann Einarssonar, Skólavörðustíg 23, dags. 23.07.04. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu, dags. 31. ágúst 2004.
Samþykki f.h. eiganda hússins dags. 24. maí 2004 fylgir erindinu. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2004 og útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 14. maí 2004 (v. fyrirspurnar) fylgja erindinu. Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 29761 (01.13.900.4)
280446-2979
Guðmundur Ingólfsson
Sólvallagata 57 101 Reykjavík
210546-2519
Halla Hauksdóttir
Sólvallagata 57 101 Reykjavík
17. Sólvallagata 57, endurnýjun á byggingaleyfi 1998
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 27. júlí 2004, þar sem sótt er um samþykki fyrir endurnýjun á byggingarleyfi 17435 frá 25. ágúst 1998 þar sem sótt var um "leyfi til að reisa sólpall og gera svalir á suðvesturhlið, reisa um 200 cm háan skjólvegg við norðvesturhlið og rífa steypta bílgeymslu við suðausturhlið og reisa í stað hennar aðra úr timbri á lóðinni nr. 57 við Sólvallagötu." Samþykki nágranna, Sólvallagötu 55 fylgir erindinu (á teikningu). Málið var í kynningu frá 4. ágúst til 1. september 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð nýrrar bílgeymslu er 25,2 ferm., 81,3 rúmm. Minnkun 10,8 ferm., 14,1 rúmm.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 40386 (04.12.66)
471184-0209
Lögmenn við Austurvöll sf
Pósthússtræti 13 101 Reykjavík
18. Ólafsgeisli 20-28, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Lögmanna við Austurvöll f.h. Skúla Ágústssonar, dags. 14.07.04, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 24 við Ólafsgeisla. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa og lögfræði og stjórnsýslu, dags. 20.08.04.
Frestað.
Umsókn nr. 10070
19. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 26. ágúst 2004.
Umsókn nr. 40300 (04.77.13)
20. Móvað 13, lóðarspilda í fóstur
Að lokinni kynningu er lögð fram yfirlýsing skipulags- og byggingarsviðs, dags. 24. maí 2004. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.