Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Baldursgata 17, Gvendargeisli 118-126, Gvendargeisli 138-146, Skipasund 90, Skipholt 50e og f, Smárarimi 5, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Reitur 1.160.3, Réttarholtsskóli, Skipulags- og byggingarlög, Fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, Sogamýri, Þingholtsstræti 3, Hringbraut, Fyrirspurn frá Ólafi F. Magnússyni,

Skipulags- og byggingarnefnd

150. fundur 2004

Ár 2004, miðvikudaginn 25. febrúar kl. 09:05, var haldinn 150. fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Þorlákur Traustason, Kristján Guðmundsson, Halldór Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Ólafur F. Magnússon. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttitr, Björn Ingi Sveinsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Sigurður Pálmi Ásbergsson. Fundarritari var Ívar Pálsson.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 28939
1.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 287 frá 24. febrúar 2004.


Umsókn nr. 28607 (01.18.450.9)
230443-3279 Áslaug Ragnars
Baldursgata 17 101 Reykjavík
2.
Baldursgata 17, svalir á 2.h
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 14. janúar 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að setja svalir á norðvesturhlið 2. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 17 við Baldursgötu, samkv. uppdr. Ragnheiðar Ragnarsdóttur arkitekts, dags. 30.12.03. Málið var í kynningu frá 20. janúar til 17. febrúar 2004. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 5.100
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28923 (05.13.560.2)
691282-0829 Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13a 108 Reykjavík
3.
Gvendargeisli 118-126, raðhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt raðhús með fimm íbúðum og fimm bílageymslum á lóðinni nr. 118-126 við Gvendargeisla.
Stærðir: xx
Gjald kr. 5.400 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28874 (05.13.580.4)
621096-3039 Verðbréfastofan hf
Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík
541002-2430 Kjarni Byggingafélag ehf
Hátúni 6a 105 Reykjavík
4.
Gvendargeisli 138-146, raðhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft, steinsteypt raðhús með fimm íbúðum og fimm bílgeymslum á lóðinni nr. 138-146 við Gvendargeisla.
Stærðir: Hús nr. 138 (matshl. 01) 139,7 ferm. og 481,8 rúmm. Hús nr. 140 (matshl. 02) 140,3 ferm. og 483,9 rúmm. Hús nr. 142 (matshl. 03) 140,3 ferm. og 483,9 rúmm. Hús nr. 144 (matshl. 04) 140,3 ferm. og 483,9 rúmm. Hús nr. 146 (matshl. 05) 140,2 ferm. og 483,6 rúmm.
Bílgeymslur (matshl. 06) 143,0 ferm. og 460,5 rúmm.
Samtals 843,8 ferm. og 2877,6 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 155.390
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28617 (01.41.210.7)
171067-4059 Rósar Aðalsteinsson
Skipasund 90 104 Reykjavík
5.
Skipasund 90, gróðurskáli
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 14. janúar 2004, þar sem sótt er um samþykki fyrir áður byggðum gróðurskála á lóðinni nr. 90 við Skipasund, samkv. uppdr. Ágústar Þórðarsonar, byggingarfræðings, dags. 05.01.04. Málið var í kynningu frá 20. janúar til 17. febrúar 2004. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Áður byggður gróðurskáli 13,5 ferm., 31,8 rúmm.
Gjald 5.400 + 1.717
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.


Umsókn nr. 28910
631190-1469 Byggingafélag námsmanna
Hverfisgötu 105 101 Reykjavík
6.
Skipholt 50e og f, 2 x 22 námsmsnnsíb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö þrílyft steinsteypt fjölbýlishús með tuttugu og tveimur íbúðum fyrir námsmenn í hvoru húsi allt einangrað að utan og klætt með báraðri álklæðningu á lóð nr. 50Eog 50F við Skipholt.
Stærð: Hús nr. 50E (matshluti 01) íbúð 1. hæð 382,4 ferm., 2.hæð 365,5 ferm., 3. hæð 365,5 ferm., samtals 1478,9 ferm., 4404,8 rúmm.
Hús 50F (matshluti 02) er sömu stærðar og hús 50E eða samtals 1478,9 ferm., 4404,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 475.718
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 28918 (02.53.400.6)
110843-2919 Kolbeinn Sigurðsson
Lúxemborg
131051-2989 Aðalheiður Ingvadóttir
Danmörk
7.
Smárarimi 5, einbýlish. m. 2 innb. bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt einbýlishús að hluta á tveimur hæðum og með tvær innbyggðar bílgeymslur á lóð nr. 5 við Smárarima.
Stærð: Íbúð 1. hæð 164 ferm., 2. hæð 46,1 ferm., bílgeymslur 71,2 ferm., samtals 281,3 ferm., 1262,8 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 68.191
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 10070
8.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 13. febrúar 2004.


Umsókn nr. 30336 (01.16.03)
9.
Reitur 1.160.3, Hólatorg, Sólvallagata, Blómavallagata, Hávallagata, Garðastræti
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17. febrúar 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. s.m. um auglýsingu á deiliskipulagi reits 1.160.3, sem afmarkast af Hólatorgi, Sólvallagötu, Blómvallagötu, Hávallagötu og Garðastræti.


Umsókn nr. 40090 (01.83.23)
10.
Réttarholtsskóli, úrskurður úrskurðarnefndar
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar frá 19.02.04 vegna kæru eiganda fasteignarinnar að Langagerði 80, Reykjavík á samþykkt skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur um að koma fyrir sparkvelli við Réttarholtsskóla í Reykjavík.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


Umsókn nr. 40091
11.
Skipulags- og byggingarlög, frumvarp til umsagnar
Lagður fram tölvupóstur borgarlögmanns frá 19.02.04 ásamt bréfi umhverfisnefndar Alþingis, dags. 12.02.04, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 24.02.04.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
Frumvarp til breytinga á lögum um mat á umhverfisáhrifum felur það í sér að ekki verður hægt að kæra álit skipulagsstofnunar þar sem það felur ekki í sér afgreiðslu máls. Ekki verður hægt að kæra fyrr en leyfi fyrir framkvæmdum hefur verið samþykkt eða gefið út. Í þessu felst mikil lýðræðisleg afturför.


Umsókn nr. 40003
12.
Fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, breyting á skipulags- og byggingarlögum
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 18. febrúar s.l., var samþykkt að óska eftir umsögn lögfræði og stjórnsýslu um frumvarp til breytinga á skipulags- og byggingarlögum.
Umsögnin var lögð fram undir lið nr. 11 í fundargerðinni.


Umsókn nr. 30237 (01.47.1)
13.
Sogamýri, Markarholt, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar um samþykkt borgarstjórnar 19. febrúar 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 28. f.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi í Sogamýri og samsvarandi breytingu á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi.


Umsókn nr. 40063 (01.17.03)
14.
Þingholtsstræti 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17. febrúar 2004 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 11. s.m. um auglýsingu breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 3 við Þingholtsstræti.


Umsókn nr. 40105
15.
Hringbraut, færsla
Lagt fram minnisblað verkfræðistofu umhverfis- og tæknisviðs dags. 24.02.04 um færslu Hringbrautar.


Umsókn nr. 40002
16.
Fyrirspurn frá Ólafi F. Magnússyni,
Lagt fram svar skipulagsfulltrúa varðandi fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar frá fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 04.02.04.