Skuggahverfi, Eimskipafélagsreitir, Kópavogur, Skógarhlíð 14, Ártúnshöfði, austurhluti, Hálsahverfi, Naustabryggja 35-53, Viðarás 85, Korngarðar 2, Suðurhólar 35, Hólmsheiði, fangelsislóð, Aðalskipulag Reykjavíkur, Keilugrandi 1, Hólmsheiði, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Eddufell 8, Ingólfsstræti 16, Jónsgeisli 75-77, Kjalarvogur 7-15, Klapparstígur 11, Kristnibraut 99-101, Laugavegur 3, Melgerði 13, Naustabryggja 35-53, Skeiðarvogur 149, Suðurgata 33, Tunguháls 1, Þorláksgeisli 19-41, Hringbraut 81, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Fegrunarnefnd, Grafarholt, Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, Hólmsheiði/Fjárborg, Kjalarland, Laugarásvegur 24, Reitur 1.171.2, Skipulags- og byggingarnefnd, Skipulags- og byggingarsvið, Snorrabraut 37, Suður Mjódd, Vesturberg 195, Viðarrimi 49,

Skipulags- og byggingarnefnd

125. fundur 2003

Ár 2003, miðvikudaginn 30. júlí kl. 09:10, var haldinn 125.fundur skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Katrín Jakobsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Nikulás Úlfar Másson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Magdalena M. Hermannsdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Axelsson og Guðlaugur Gauti Jónsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 30309 (01.15.2)
1.
Skuggahverfi, Eimskipafélagsreitir, deiliskipulag
Lögð fram tillaga S.H. & L. og Hornsteina arkitekta ehf, dags. 16. júní 2003, að deiliskipulagi í Skuggahverfi, reits 1.152.3, sem afmarkast af Lindargötu, Vatnsstíg, Skúlagötu og Frakkastíg.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30271
700169-3759 Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
2.
Kópavogur, Smiðjuhverfi,
Lagt fram bréf Kópavogsbæjar, dags. 19. júní 2003, varðandi breytingu á aðalskipulagi, samkv. uppdr. Bæjarskipulags Kópavogs, dags. í apríl 2003 og breytingu á deiliskipulagi í Smiðjuhverfi, samkv. uppdr. Arkþings ehf, dags. 7. mars 2003.
Samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að svara erindinu.

Umsókn nr. 30286 (01.70.59)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
3.
Skógarhlíð 14, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkþings ehf, dags. 10. júlí 2003, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 14 við Skógarhlíð.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30222 (04.07.1)
4.
Ártúnshöfði, austurhluti, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Arkís ehf, mótt. 23.05.03, varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna Stórhöfða 22-40, samkv. uppdr. dags. 21.05.03. Málið var í kynningu frá 12. júní til 11. júlí 2003. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30254 (04.32)
5.
Hálsahverfi, breytt deiliskipulag vegna Bæjarháls 1
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Arkís ehf dags. 10.06.03 ásamt uppdr. dags. 6.06.03 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna Bæjarháls 1 (lóðar Orkuveitu Reykjavíkur). Málið var í kynningu frá 18. júní til 17. júlí 2003. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30103 (04.02.32)
030956-3389 Haraldur Ingvarsson
Vitastígur 3 220 Hafnarfjörður
6.
Naustabryggja 35-53, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Teiknistofunnar Arkitektúr og hönnun, dags. 20. maí 2003, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 35-41 við Naustabryggju. Einnig lögð fram deiliskipulagsbreyting sömu aðila, dags. 13.06.03. Málið var í kynningu frá 25. júní til 23. júlí 2003. Engar athugasemdi bárust.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30284 (04.38.75)
040160-4939 Gyða Jónsdóttir
Viðarás 85 110 Reykjavík
7.
Viðarás 85, lóð í fóstur
Lagt fram bréf Gyðu Jónsdóttur og Þorgríms Hallgrímssonar, Viðarási 85, dags. 7. júlí 2003, varðandi ósk um að taka landskika austan við húsið í fóstur.
Samþykkt með fyrirvara um mögulega skerðingu vegna fyrirhugaðs göngustígs með austurjaðri byggðarinnar.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30292 (01.33.14)
530269-7529 Reykjavíkurhöfn
Tryggvag Hafnarhúsi 101 Reykjavík
8.
Korngarðar 2, Sundabakki 2-4, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 11. júlí 2003 ásamt tillögu Arkitekta Gunnars og Reynis, dags. 10. júní 2003, að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum Korngörðum 2 og Sundabakka 2-4.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 20103 (04.64.59)
420369-6979 Hússjóður Öryrkjabandalagsins
Hátúni 10 105 Reykjavík
9.
Suðurhólar 35,
Lögð fram bréf Hússjóðs Öryrkjabandalagsins og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar ehf, dags. 16.01.02, varðandi umsókn um lóð/lóðarstækkun, vegna byggingar sambýlis á lóðinni nr. 35 við Suðurhóla ásamt orðsendingu frá skrifstofu Borgarstjórnar dags. 07.03.02. Einnig lagðir fram uppdrættir MV dags. í júlí 2001. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.07.03.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Nefndin leggur áherslu á ítarlega kynningu til íbúa.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30210
510391-2259 Framkvæmdasýsla ríkisins
Borgartúni 7 150 Reykjavík
10.
Hólmsheiði, fangelsislóð, færsla
Lagður fram uppdráttur Á stofunni ehf. arkitekta og Gylfa Guðjónssonar arkitekts, dags. 23.06.03, að afmörkun lóðar fyrir fangelsi á Hólmsheiði. Einnig lögð fram umsögn skrifstofustjóra umhverfis- og tæknisviðs, dags. 18. júlí 2003.
Nefndin tekur undir sjónarmið þau sem fram koma í umsögn skrifstofustjóra umhverfis- og tæknisviðs.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að málið fái skjóta afgreiðslu enda um brýnt mál að ræða. Nefndin vekur athygli á samþykkt borgarstjórnar frá síðasta kjörtímabili þar sem lögð er áhersla á að hegningarhúsið við Skólavörðustíg fái aðra nýtingu. Forsenda fyrir því er að nýtt fangelsi verði byggt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30131
11.
Aðalskipulag Reykjavíkur, breyting á Aðalskipulagi varðandi miðsvæði M6
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og bygginarsviðs, dags. 02.04.03, um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi heimila landnotkun á miðsvæðum M6. Málið var í auglýsingu frá 13. júní til 25. júlí 2003. Athugasemdabréf barst frá Gullhömrum ehf, dags. 17.07.03. Lagt fram bréf lögfræði- og stjórnsýslu dags. 29. júlí 2003.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 30310 (01.51.33)
12.
Keilugrandi 1, nýtingarhlutfall
Lagt fram bréf Eigna og Eignarhalds ehf. dags. 22.07.03 varðandi nýtingarhlufall vegna lóðarinnar Keilugranda 1.
Hugmyndir Eigna og Eignarhalds ehf varðandi nýtingarhlutfall kynntar.



Umsókn nr. 30280 (04.4)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
13.
Hólmsheiði, Orkuveita Reykjavíkur, aðveitustöð
Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 16. janúar 2003, varðandi lóð undi nýja aðveitustöð, A12, á iðnaðarsvæðinu við Norðlingaholt eða þar í nágrenninu. Einnig lögð fram tillaga Landslags ehf, dags. 14. júlí 2003, að deiliskipulagi fyrir aðveitustöð við Trippadal. Einnig lögð fram umsögn Gatnamálastofu, dags. 15. júlí 2003.
Vísað til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisstofu.

Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 27720
14.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerðir
Fylgiskjöl með fundargerð þessarri eru fundargerð nr. 258 frá 15. júlí 2003 án liðar nr. 32, fundargerð nr. 259 frá 22. júlí 2003 og fundargerð nr. 260 frá 29. júlí 2003.


Umsókn nr. 27407 (04.68.300.9 01)
580293-3449 Rok ehf
Byggðarenda 4 108 Reykjavík
080231-2539 Sævar Guðlaugsson
Byggðarendi 4 108 Reykjavík
131053-7469 Jóhanna Sveinsdóttir
Snorrabraut 42 105 Reykjavík
15.
Eddufell 8, veitingastaður
Sótt er um leyfi fyrir veitingastað með ballskákborðum á efri hæð hússins nr. 8 við Eddufell á lóðinni nr. 2-8 við Eddufell. Aðkoma verði frá göngustíg milli hússins og lóðarinnar nr. 2-18 við Drafnarfell.
Gjald kr. 5.100
Frestað með vísan til 6. mgr. 43. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Deiliskipulagsvinna stendur yfir.


Umsókn nr. 26884 (01.18.010.9)
580203-2990 Byggingarfélagið saga ehf
Bræðraborgarstíg 15 101 Reykjavík
470169-3039 Blindravinafélag Íslands
Sæviðarsundi 54 104 Reykjavík
16.
Ingólfsstræti 16, br. atvinnuh. í íbúðir
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 29. apríl 2003, þar sem sótt er um leyfi til þes að breyta atvinnuhúsnæði í fimm íbúðir á fyrstu og annarri hæð hússins á lóðinni nr. 16 við Ingólfsstræti. Á þriðju hæð og þakhæð hússins eru þegar skráðar tvær íbúðir. Alls verða því skráðar sjö íbúðir í húsinu. Jafnframt er sótt um leyfi til þess að breyta útliti suðurálmu húss og byggja tvær anddyrisviðbyggingar á vesturhlið hússins.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. mars 2003 fylgir erindinu.
Samþykki eigenda Þingholtsstrætis 15A (v. viðbygginga á vesturhlið) dags. 11. mars 2003 fylgir erindinu. Skjal þinglýst 24. júní 1926 (v. kvöð um umferð) fylgir erindinu. Bréf hönnuða dags. 11. mars 2003 og bréf umsækjanda varðandi afléttingu kvaðar á fyrstu hæð (kjallara) hússins dags. 1. apríl 2003 fylgja erindinu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. maí 2003. Málið var í kynningu frá 16. maí til 23. júní 2003. Athugasemdabréf barst frá eftirtöldum aðilum: Teiknistofunni Óðinstorgi, f.h. Indriða Benediktssonar eiganda Þingholtsstrætis 15, dags. 27.05.03, Guðmundi Kristinssyni eiganda Ingólfsstrætis 18, dags. 10.06.03, eigendum Þingholtsstrætis 15A, dags. 16.06.03, eigendum Þingholtsstrætis 15, dags. 19.06.03, íbúum að Þingholtsstræti 15, dags. 12.06.03, eiganda Ingólfsstrætis 14, dags. 20.06.03 og álitsgerð Bárðar Daníelssonar dags. 7.06.03. Einnig lagt fram bréf Byggingarfélagsins Sögu, dags. 3. júlí 2003, bréf byggingarfulltrúa, dags. 4. júlí 2003 og samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 4. júlí 2003. Einnig lögð fram fundargerð skipulagsfulltrúa dags. 22. júlí 2003.
Stærð: Stækkun 9,1 ferm., 16,6 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 847
Nefndin tekur jákvætt í hugmyndir byggingaraðila samkv. framlögðum gögnum sem byggja á að fækka íbúðum úr sjö í fimm og komi þannig til móts við athugasemdir nágranna. Þar sem gengið er inn í íbúðir að Ingólfsstræti 16 frá Ingólfsstræti lítur skipulags- og byggingarnefnd svo á að göngustígur frá Þingholtsstræti að íbúðum á jarðhæð Ingólfsstrætis 16 verði ekki aðalinngangur.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja framlagða bókun þó svo hún hafi ekki verið kynnt fyrir fundinn í trausti þess að hún tryggi nauðsynlega sátt í málinu eins og fram hefur komið í máli formanns og embættismanna.
Málinu vísað til frekari vinnslu skipulags- og byggingarsviðs.





Umsókn nr. 27709 (04.11.320.1)
700499-4059 Vættaborgir ehf
Urðarbakka 36 109 Reykjavík
240567-5479 Axel Ólafur Ólafsson
Urðarbakki 36 109 Reykjavík
17.
Jónsgeisli 75-77, raðhús á 2 hæðum
Sótt er um leyfi til að byggja raðhús með þremur íbúðum á lóðinni nr. 75-77 við Jónsgeisla. Húsið verði á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á efri hæð. Burðarvirki verði að mestu úr steinsteypu, útveggir einangraðir að innan og múrhúðaðir og steinaðir með dökku kvartsi að utan.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27705 (01.42.160.1)
550693-2409 Holtabakki ehf
Holtavegi Holtabakka 104 Reykjavík
440986-1539 Samskip hf
Holtavegi Holtabakka 104 Reykjavík
18.
Kjalarvogur 7-15, vöruskemma, nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja vörugeymsluhús að mestu á tveimur hæðum á lóðinni nr. 7-15 við Kjalarvog. Á neðri hæð verði vörugeymsla ásamt lestunaraðstöðu o.fl., á millipalli í suðausturhorni verði skrifstofur og á efri hæð pökkunarsvæði, skrifstofur meðfram austurhlið o.fl. Megin burðarvirki verði úr stáli, en botnplata og milliplötur úr steinsteypu. Húsið verði klætt að utan með sléttum samlokueiningum í koksgráum lit.
Erindinu fylgir bráðabirgða brunahönnunarskýrsla dags. 21. júlí 2003.
Stærð: ca. 26.500 ferm. og 267.000 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27400 (01.15.221.2)
490486-6319 Klapparstígur 11,húsfélag
Klapparstíg 11 101 Reykjavík
19.
Klapparstígur 11, br. glugga svalir o.fl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 10.06.03 ásamt uppdr. arkitekta Ólöf og Jon ehf. dags. 3.06.03. Sótt er um leyfi til þess að færa útlit glugga til upprunalegs horfs, byggja svalir á suðurhlið annarrar og þriðju hæðar og breyta innra fyrirkomulagi allra hæða hússins á lóðinni nr. 11 við Klapparstíg. Málið var í kynningu frá 20. júní til 18. júlí 2003. Engar athugasemdir bárust.
Gjald kr. 5.100
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27712 (00.00.000.0)
480502-2640 Húsafell ehf
Skipholti 15 105 Reykjavík
20.
Kristnibraut 99-101, 4 hæða nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús á fjórum hæðum með 18 íbúðum á lóðinni nr. 99-101 við Kristnibraut. Á neðstu hæð verði bílskýli fyrir samtals 12 bíla ásamt geymslum og sameignarrýmum, en íbúðir á efri hæðum. Burðarvirki verði að mestu úr steinsteypu, einangrað að innan og múrhúðað að utan og steinað með marmarasalla.
Erindinu fylgir yfirlýsing Verðbréfastofunnar hf dags. 22. júlí 2003.
Stærð: ca. 2.000 ferm. og 5.800 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27192 (01.17.101.4)
630768-0129 Grensás ehf
Sundlaugavegi 37 105 Reykjavík
21.
Laugavegur 3, kaffihús á 1. h og kj.
Að lokinni kynningu er að nýju sótt er um leyfi til þess að innrétta kaffihús á fyrstu hæð og í kjallara hússins nr. 3 við Laugaveg. Á fyrstu hæð verði veitingasalur og eldhús en starfsmannaaðstaða og snyrtingar í kjallara. Jafnframt er sótt um leyfi til að færa aðalinngang í austari dyr, koma fyrir tröppu framan við dyrnar og koma fyrir skýli fyrir sorptunnur á baklóð.
Greinargerð Sindra Gunnarssonar iðnhönnuðar dags. 22. apríl 2003, tímabundið umboð til handa Sindra Gunnarssyni dags. 5. maí 2003, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. apríl 2003, skilyrt samþykki eigenda 2. og 3. hæðar dags. 19. maí 2003, samþykki eigenda 4. hæðar dags. 12. maí 2003, samþykki e.u. fyrir eiganda fimmtu hæðar dags. 15. maí 2003, yfirlýsing vegna sorpíláta o.fl. dags. 6. júní 2003 fylgja erindinu. Einnig lagt fram athugasemdabréf Höllu Bergþóru Pálmadóttur, Laugavegi 5, dags. 25. júní 2003 og bréf Leifs Magnússonar f.h. Magnúsar Þorgeirssonar ehf. dags. 12. júní 2003. Umsögn um athugasemdir frá forstöðumanni lögfræði- og stjórnsýslu dags. 07.07.03. Bréf gatnamálastjóra dags. 12. júní 2003, 16. júní 2003 og 7. júlí 2003 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.100
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista að nefndin geri ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.






Umsókn nr. 27390 (01.81.531.0)
130664-4239 Sigurður Sigurðsson
Melgerði 13 108 Reykjavík
22.
Melgerði 13, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 10.06.03 ásamt uppdr. Rúnars Gunnarssonar ark., dags. 31.05.03. Sótt er um leyfi til að byggja bílskúr úr steinsteypu á lóðinni nr. 13 við Melgerði við lóðarmörk lóðanna nr. 15 við Melgerði og 8 við Hlíðargerði. Erindinu fylgir samþykki lóðarhafa að Melgerði 15 dags. 1. júní 2003, samþykki lóðarhafa að Hlíðargerði 13 dags. 12. júní 2003, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. apríl 2002 vegna fyrirspurnar. Málið var í kynningu frá 25. júní til 23. júlí 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27716 (04.02.320.3)
660100-3260 REGIS ehf
Naustabryggju 53 110 Reykjavík
680602-4170 Hólmatindur ehf
Naustabryggju 53 110 Reykjavík
23.
Naustabryggja 35-53, fjölbýlishús 11 íbúðir
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús nr. 35-41 við Naustabryggju á lóðinni nr. 35-53 við Naustabryggju. Húsið verði með geymslum í kjallara og samtals 11 íbúðum á þremur hæðum. Húsið verði einangrað að utan, neðsta hæð verði múrhúðuð og máluð en efri hæðir klæddar sléttum og báruðum álplötum.
Stærðir : ca. 1.000 ferm. og 3.000 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27382 (01.41.430.2)
150552-4789 Hallfríður Jónasdóttir
Skeiðarvogur 149 104 Reykjavík
240853-4189 Árdís Jónasdóttir
Skeiðarvogur 149 104 Reykjavík
200144-3769 Magnús Jónasson
Skeiðarvogur 149 104 Reykjavík
24.
Skeiðarvogur 149, geymslur á lóð
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 4. júní 2003, þar sem sótt er um leyfi til að byggja geymsluhús úr steinsteypu með þremur geymslum aftan við bílskúr á lóðinni nr. 149 við Skeiðarvog. Jafnframt er sótt um leyfi til að fjölga bílastæðum á lóðinni um tvö, þannig að þar verði samtals þrjú stæði, samkv. uppdr. Trausta Leóssonar byggingarfræðings, dags. 20.05.03. Málið var í kynningu frá 18. júní til 17. júlí 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærðir: 33,1 ferm. og 83,2 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 4.243
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.

Salvör Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Umsókn nr. 26826 (01.14.220.9)
150152-3569 Elísabet Pétursdóttir
Suðurgata 33 101 Reykjavík
170245-5989 Þórunn Benjamínsdóttir
Suðurgata 33 101 Reykjavík
030547-4549 Magnús K Sigurjónsson
Suðurgata 33 101 Reykjavík
25.
Suðurgata 33, Grindverk, útigey. ofl.
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 4. júní 2003, þar sem sótt er um leyfi til að reisa grindverk 140 cm að hæð um 50 cm frá lóðarmörkum götumegin á lóðinni nr. 33 við Suðurgötu. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja geymsluskúr og sólpall norðanvert á baklóð og annan geymsluskúr við suður mörk lóðar, samkv. uppdr. Richards Ó. Briem arkitekts og Sigurðar Björgúlfssonar arkitekts, dags. 17.02.84, síðast breytt 25.05.03. Öll grindverk verði byggð úr harðviði gisklætt á harðviðargrind, nema veggur á lóðarmörkum, sem verður þéttklæddur beggja vegna á grind. Þá er sótt um leyfi fyrir áður gerðum þakgluggum á austurhlið og breytingu á fyrirkomulagi bílastæða í samræmi við notkun þeirra. Erindinu fylgir samþykki nágranna að Suðurgötu 31 og 35 og Tjarnargötu 36, 38 og 40 dags. 15. ágúst 2002. Málið var í kynningu frá 18. júní til 17. júlí 2003. Engar athugasemdir bárust.
Stærðir: Garðhús A og B (B-rými) samtals 8,7 ferm. og 17,4 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 887
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.


Umsókn nr. 27624 (04.32.850.1)
490269-3479 Esjuberg hf
Sætúni 8 105 Reykjavík
26.
Tunguháls 1, atvinnuhúsnæði
Sótt er um leyfi til þess að byggja stálgrindarhús fyrir lager og skrifstofu að hluta á þremur hæðum á lóð nr. 1 við Tunguháls.
Brunahönnun dags. 8. júlí 2003 fylgir erindinu.
Stærð: Vörulager 1. hæð 2006,4 ferm., starfsmannarými 2. hæð 66,4 ferm., skrifstofa 3. hæð 408,2 ferm., samtals 2481 ferm., 20410,9 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + 1.040.956
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27706 (05.13.650.1)
580489-1259 Mótás hf
Stangarhyl 5 110 Reykjavík
27.
Þorláksgeisli 19-41, 31-35 nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús nr. 31-35 á lóðinni nr. 19-41 við Þorláksgeisla. Húsið verði á þremur hæðum með samtals 24 íbúðum, átta í hverju stigahúsi. Í kjallara verði 25 bílastæði og 24 til viðbótar á lóðinni. Burðarvirki verði að mestu úr steinsteypu og húsið einangrað og klætt að utan með báruðum og sléttum álplötum.
Jafnframt er þess óskað að heiti lóðarinnar verði breytt í nr. 19-35 við Þorláksgeisla, þar sem inngangar verða samtals níu á lóðinni.
Stærð: ca. 3.100 ferm. og 9.000 rúmm.
Gjald kr. 5.100 + xx
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 27603 (01.52.401.0)
201273-3749 Heimir Brynjarsson
Hringbraut 81 107 Reykjavík
28.
Hringbraut 81, (fsp) bílskúr
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 9. júlí 2003, þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja um 25 ferm. bílskúr í vesturhorni lóðarinnar nr. 81 við Hringbraut. Einnig lögð fram umsögn Verkfræðistofu, dags. 16. júlí 2003.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum.


Umsókn nr. 10070
29.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 11., 18. og 25. júlí 2003.


Umsókn nr. 30308
30.
Fegrunarnefnd,
Lagðar fram tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur, dags. 21.07.03 að tilnefningum til viðurkenninga vegna endurbóta á eldri húsum og tillögur dags. 15.07.03 vegna lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana.

Nefndin samþykkir framlagðar tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur.

Umsókn nr. 30259 (04.1)
31.
Grafarholt, athafnasvæði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. júlí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 9. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis í Grafarholti.


Umsókn nr. 980691 (01.6)
670269-2569 Knattspyrnufélagið Valur
Laufásvegi Hlíðarenda 101 Reykjavík
501193-2409 ALARK arkitektar ehf
Hamraborg 7 200 Kópavogur
32.
Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, aðalskipulag/deiliskipulag
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. júlí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. varðandi aðalskipulag- og deiliskipulag við Hlíðarenda.


Umsókn nr. 10176 (04.1)
520169-2969 Hestamannafélagið Fákur
Vatnsendav Víðivöllum 110 Reykjavík
33.
Hólmsheiði/Fjárborg, deiliskipulag
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. júlí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. um auglýsingu deiliskipulags hesthúsasvæðis á Hólmsheiði.


Umsókn nr. 30257 (01.86.12)
161254-3989 Garðar Guðmundsson
Kjalarland 30 108 Reykjavík
34.
Kjalarland, land í fóstur
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. júlí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. varðandi umsókn um land í fóstur við Kjalarland.


Umsókn nr. 30307 (01.38.20)
35.
Laugarásvegur 24, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 21. júlí 2003, varðandi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. apríl 2003 um að veita leyfi til byggingar bílgeymslu o.fl. að Laugarásvegi 24:
Úrskurðarorð:
Framkvæmdir sem hafnar eru við bílgeymslu að Laugarásvegi 24 í Reykjavík, samkvæmt byggingarleyfi frá 8. apríl 2003, skulu stöðvaðar meðan kærumál þetta er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni.
Einnig lögð fram greinargerð forst.m. lögfræði og stjórnsýslu, dags. 17. júlí 2003.
Vísað til umsagnar lögfræði - og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 30184 (01.17.12)
111058-6369 Andrés Narfi Andrésson
Laufásvegur 42 101 Reykjavík
36.
Reitur 1.171.2, breyting á deiliskipulagi v/Skólavörðustíg 4a/4b
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. júlí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi við Skólavörðustíg 4a og 4b.


Umsókn nr. 552
37.
Skipulags- og byggingarnefnd,
Lögð fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar um samþykkt borgarráðs 15. júlí 2003 á B-hluta fundargerða skipulags- og byggingarnefndar frá 2. og 9. júlí 2003.


Umsókn nr. 20289
38.
Skipulags- og byggingarsvið, starfsáætlun/fjárhagsáætlun
Lögð fram drög að sex mánaða uppgjöri skipulags- og byggingarsviðs, dags. 25.07.03.


Umsókn nr. 20064 (01.24.03)
530201-2280 Nexus Arkitektar ehf
Heiðargerði 33 108 Reykjavík
39.
Snorrabraut 37, íbúðabygging
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. júlí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 24. f.m. um íbúðabyggingu að Snorrabraut 37.
Borgarráð tók undir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar og samþykkti að vísa málinu til frekari meðferðar leikskólaráðs, og óska eftir afstöðu ráðsins til hugmyndar um að flytja gæsluvöll við Rauðarárstíg. Jafnfram var skipulags- og byggingarnefnd falin áframhaldandi meðferð málsins.


Umsókn nr. 10444 (04.91)
670169-1549 Íþróttafélag Reykjavíkur
Skógarseli 12 109 Reykjavík
40.
Suður Mjódd, flettiskilti
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. júlí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. um staðsetningu skiltis á mótum Skógarsels og Breiðholtsbrautar.


Umsókn nr. 30265 (04.66.08)
41.
Vesturberg 195, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 15. júlí 2003 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 2. s.m. um auglýsingu á breyttu deiliskipulagi að Vesturbergi 195.


Umsókn nr. 30288 (02.52.82)
42.
Viðarrimi 49, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 10. júlí 2003, varðandi Viðarrima 49.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um að framkvæmdir við viðbyggingu að Viðarrima 49 í Reykjavík verði stöðvaðar meðan kærumál þetta er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni.
Einnig lögð fram kæra eigenda Viðarrima 47, dags. 23. júní 2003 og umsögn skipulags- og byggingarsviðs, dags. 8. júlí 2003.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.